Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 66
66 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
MAMMA, MÁ
ÉG FÁ ÞESSAR
BUXUR?
VÁ HVAÐ ÞÆR ERU DÝRAR.
ÉG Á EKKI EINU SINNI SVONA
DÝRAR BUXUR. SVO ÁTTU
EFTIR AÐ VAXA UPP ÚR ÞEIM
„STELPUR“
ÉG ÞARF AÐ
GETA NÁÐ MÉR
Í STELPUR
MAMMA
HVAÐ
HEFUR BARN
AÐ GERA VIÐ
SVONA DÝRA
MERKJA-
VÖRU?
Kalvin & Hobbes
GEFÐU
MÉR
PENING!
ÉG MYNDI
EKKI GEFA ÞÉR
PENINGINN MINN
ÞAÐ SEM
MEIRA ER, ÉG
Á ENGAN
PENING
JÚ, BÍDDU,
HÉRNA ERU
NOKKRAR KRÓNUR
HANN ER MJÖG SANN-
FÆRANDI MIÐAÐ VIÐ
HVAÐ HANN HEFUR TAK-
MARKAÐAN ORÐAFORÐA
SLÆMT
FYRIR ÞIG
KARLINN
Kalvin & Hobbes
... SVO ÞEGAR MAGGI
ÆTLAR AÐ HAFA AF MÉR
MATARPENINGANA MÍNA ÞÁ
STEKKURÐU Á HANN
OG ÉTUR HANN
ÉTA
HANN?
ÞAÐ GERI
ÉG EKKI
AF
HVERJU
EKKI,
HOBBES?
HANN
INNIHELDUR
OF MIKIÐ
KÓLESTERÓL
TYGGÐU
HANN ÞÁ BARA
OG SPÝTTU
HONUM
SVO ÚT
ÉG ER MEÐ ÁÆTLUN. ÞÚ
KEMUR MEÐ MÉR Í
SKÓLANN Á MORGUN...
Risaeðlugrín
© DARGAUD
TAKIÐ YKKUR STÖÐU
FYRIR LIÐSKÖNNUN!
?
ERTU AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR? FJÓRIR DAGAR Í STEININUM FYRIR
ÞESSA ASNALEGU KLIPPINGU!
dagbók|velvakandi
Þörf á mannanafnanefnd
ÞAÐ er fyllilega réttmætt að manna-
nafnanefnd sé starfandi. Mörg dæmi
eru um að foreldrar gefi börnum sín-
um ónefni sem verða þeim að virki-
legum krossi alla þeirra tíð. Og
mætti stundum ætla að börnin væru
óvelkomin í heiminn. Prestar mættu
vera betur vakandi yfir þessu.
Björn Indriðason
Munurinn á stjörnuspám
og stjörnuspeki
Á STJÖRNUSPEKIVEF Morgun-
blaðsins birtast meðal annars bréf
frá lesendum. Fyrr á þessu ári barst
fyrirspurn um hvernig geti staðið á
því að stjörnumerkin Ljónið og
Meyjan beri upp á sama dag, 23.
ágúst.
Umsjónarmaður síðunnar svarar
því til að sólin verði í Ljónsmerki
fram til klukkan 12:09 á hádegi á
þessu ári en fari þá inn í Meyjar-
merki. Hann bætir síðan við: „Hinar
venjulegu „stjörnuspár“ dagblað-
anna taka ekki mið af þessu. Þar er
því haldið fram að Ljónið nái til 22.
ágúst og Meyjan byrji 23. ágúst, eða
álíka. Þar er bara um einhvern til-
búning að ræða. Ég geri töluverðan
greinarmun á stjörnuspám og
stjörnuspeki.“
Ef tímasetningin 12:09 hinn 23.
ágúst 2007 er slegin inn í stjörnu-
fræðiforrit kemur í ljós að sólin er í
miðju Ljónsmerkinu. Í Almanaki
Háskólans fyrir árið 2007 stendur að
sólin gangi ekki í Meyjarmerkið fyrr
en 16. september. Hverju á maður að
trúa?
Sverrir Guðmundsson,
áhugamaður um stjörnufræði.
Fiskurinn í sjónum
er eign Íslendinga
ÉG LAS í Morgunblaðinu fyrir
skömmu að viðskiptaráðherra hygð-
ist skipa nefnd sem m.a. á að endur-
skoða lög um fjárfestingar útlend-
inga hér á landi. Í fréttinni segir að
fjárfestingar útlendinga séu mjög
takmarkaðar og að bein fjárfesting
þeirra sé óheimil. Þeir geti þó fjár-
fest óbeint í sjávarútvegsfyrirtækj-
um, en eignarhlutur þeirra geti þó
aldrei farið upp fyrir 33%. Ég spyr:
Á nú að fara að gefa fiskinn í sjón-
um? Í mínum huga væri það glæpur
gegn þjóðinni að veita útlendingum
aðgang að fiskimiðunum okkar.
Rafn Vigfússon
Diesel-peysa tapaðist
ÁTTA ára stelpa tapaði hvítri diesel-
hettupeysu með bleiku munstri á
annarri öxlinni þar sem hún var á
hringferðalagi um landið í lok júlí.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
898-7892.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
TRÉN í Hólavallakirkjugarði eru tignarleg og geyma í laufskrúði sínu
minningu um sólríkt sumar. Núna skellur hver haustlægðin af annarri á
landinu með tilheyrandi hvassviðri og rigningu. Trén hafa kannski skýlt
þessum dreng, sem átti leið fram hjá kirkjugarðinum við Ljósvallagötu,
fyrir mesta rokinu.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Horft um öxl
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá Ungum jafnaðarmönn-
um, ungliðahreyfingu Samfylking-
arinnar, þar sem ríkisstjórnin er
hvött til að skipa samráðsnefnd
stjórnmálaflokka á Alþingi í Evr-
ópumálum strax á fyrstu dögum
komandi þings líkt og kveður á um
í stjórnarsáttmála flokkanna.
„Ungt samfylkingarfólk telur
mikla þörf á opinskárri umræðu
um Evrópumál hvort heldur innan
eða utan Alþingis. Samkvæmt
reglulegum skoðanakönnum Sam-
taka iðnaðarins sést að stuðningur
við aðild að Evrópusambandinu og
upptöku evrunnar er mikill meðal
þjóðarinnar og er meirihluti þjóð-
arinnar fylgjandi nánari samstarfi
við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu.
Ungir jafnaðarmenn ítreka að lok-
um þá afstöðu sína, og Samfylking-
arinnar, að endanleg ákvörðun um
inngöngu Íslands í Evrópusam-
bandið eigi að vera í höndum þjóð-
arinnar.“
Evrópumál á dagskrá
Afmælisþakkir
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim fjölmörgu
sem glöddu mig og heiðruðu í tilefni af sjötugs
afmæli mínu 8. september sl. með hlýjum
vinarkveðjum, heillaóskum, þátttöku í
afmælisfagnaði eða á annan hátt. Sérstakar
þakkir flytjum við hjónin vinum okkar og vel-
unnurum fyrir rausnarleg framlög í nýstofnaðan
sjóð til styrktar efnilegum nemendum við
Menntaskólann að Laugarvatni
Kristinn Kristmundsson.