Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 16.09.2007, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 71 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Íþáttunum er fjallað um afmark-aðar stefnur, afbrigði, senureða stíla sem hafa skotið uppkollinum í rokk- og dæg- urtónlistarsögunni á undanförnum 100 árum,“ segir Kristinn Pálsson, um- sjónarmaður Uppruna tegundanna sem tekur upp þráðinn að nýju eftir sumarfrí í kvöld. Þátturinn hóf göngu sína í júní á síðasta ári og er önnur þáttaröð því að hefjast í kvöld. Í þátt- unum er fjallað mjög ítarlega um ein- kenni, baksvið, uppruna, þróun og áhrif hverrar tónlistarstefnu fyrir sig. Ekki bara CCR Aðspurður segist Kristinn ætla að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Fyrsti þátturinn núna er lauslega tengdur við tvo síðustu þætt- ina í vor þar sem ég var að fjalla um svona „swinging 60’s“ tónlist. Þætt- irnir eru þannig að það er fjallað jöfn- um höndum um það sem þykir merki- legt, og líka það sem mörgum í dag þykir ofsalega ómerkilegt. En maður kemst oft að því það er líka stór- merkilegt,“ segir Kristinn sem mun í fyrstu þáttunum einbeita sér að tón- list sjöunda áratugarins. „Hlustendur eiga kannski eftir að komast að því að sjöundi áratugurinn snýst um ým- islegt fleira en að spila „Down On The Corner“ með Creedence Clearwater Revival aftur og aftur. Þetta tímabil er svolítið erfitt að því leyti að það er búið að blóðmjólka það svolítið mikið, eins og til dæmis „týnda kynslóðin“ hefur gert. Í þeirri kategóríu hefur til dæmis lítið heyrst af svartri soul- tónlist, sem er náttúrulega stórkost- leg, og ég tók fyrir í heilum átta þátt- um í vetur,“ segir Kristinn, en á meðal þeirra sem verða teknir fyrir í vetur eru Bob Dylan og Rolling Sto- nes, auk fjölda minna þekktra tónlist- armanna. Þegar því sleppir ætlar Kristinn svo smátt og smátt að mjaka sér yfir á áttunda áratuginn. Ekki í tímaröð „Þetta er fyrst og fremst tónlist- arþáttur, en maður reynir að fá hlust- andann til þess að finna sig betur í stemningunni á þessum tíma. Ég er að fjalla um tónlistarstefnur, en fer líka í ferla þessara frægustu,“ segir Kristinn og bætir við að þættir hans séu ekki í réttri tímaröð, þannig séð. „Það er ekki hægt að fjalla um rokk- söguna í réttri tímaröð, það væri ekki nema maður tæki fyrir eitt ár í hverj- um þætti, sem er bara önnur hug- mynd,“ segir hann. „En tónlist- arstefnurnar eru samt í tímaröð, soulið var til dæmis frá ’55 til ’75 og ég tek það þannig. Þegar ég tek blús- inn byrja ég örugglega á millistríðs- árunum og verð þar í smá stund, og fer svo alveg yfir í blúsvakninguna á sjöunda áratugnum.“ Síðastliðinn vetur fjallaði Kristinn meðal annars um djass, sveitatónlist, ryþmablús, frumrokk, rokkæðið, Bítlabyltinguna, soul og sveiflupopp. Á komandi vetri verður haldið áfram að rekja garnirnar úr gjöfulli dæg- urtónlistarsenunni á sjöunda ára- tugnum með yfirferðum um ball- öðusöngvara, alþýðutónlistar- vakninguna, folkrokkið, bresku blúsvakninguna, bílskúrsrokkið, blómabyltinguna og hippsýruna. Þeg- ar því sleppir verður haldið áfram inn í áttunda áratuginn og meðal annars fjallað um söngvaskáldakynslóðina, sveitarokkið, proggrokkið, fönkið, pönkið og diskóið, svo eitthvað sé nefnt. „Tíðarandinn skín svo mikið í gegnum tónlistina og hún er oft minn- ingartenging, það er það sem er svo skemmtilegt við hana,“ segir Kristinn sem hefur lengi verið mikill tónlist- argrúskari. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er í útvarpinu, ég var á Aðalstöðinni um miðjan tíunda ára- tuginn, og svo var ég líka á Matthildi og einhverjum svona kerlingastöðv- um,“ segir hann. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ alveg að stjórna því hvað ég spila. Ég reyni líka að hafa ákveðið skemmtanagildi í þáttunum, og ég set þak á lengd kynninga. Fólk heldur kannski að ég fari bara á Net- ið, finni einhverjar upplýsingar og segi frá þeim. Vissulega geri ég það, en galdurinn er náttúrlega að kunna að vinsa úr heimildunum og finna það merkilega. Og ef ekkert safaríkt er til hefur maður kynninguna bara stutta og hnitmiðaða og leyfir laginu að njóta sín. Ég reyni líka að hafa þetta á mannamáli.“ Kallaður nörd Kristinn viðurkennir að vissulega geti hann litið út fyrir að vera svolítið sérvitur þegar hann fjallar um mjög afmarkaðar tónlistarstefnur. „Ég hef oft verið kallaður nörd og mér finnst það svolítið leiðinlegt, nema það sé í tísku að vera nörd í dag,“ segir hann og hlær. „En hugmyndin á bakvið þættina er líka sú að fá fólk til þess að standa upp úr sjónvarpssófanum og kveikja á útvarpinu. Ég hef oft heyrt að útvarpið sé deyjandi miðill en það er náttúrlega bara kjaftæði. Útvarpið hefur svo mikla möguleika sem hægt er að nýta sér.“ Í fyrsta þættinum í kvöld mun Kristinn taka fyrir það sem hann kallar ballöðumeistara og húsmæðrapoppara, en á meðal þeirra sem koma fyrir í þeim þætti eru meistarar á borð við Glen Campbell, Bobby Darin, Tom Jones, Engilbert Humperdinck, Ellý Vilhjálms og Dusty Springfield. Allt sem þú vildir alltaf vita um tónlist Uppruni tegundanna að nýju á Rás 2 Rolling Stones Að mati Kristins höfðu Stones jafnvel meiri áhrif í tónlistarsögunni en sjálfir Bítlarnir.Bob Dylan Kemur við sögu. Tom Jones Söngvarinn geðþekki verður tekinn fyrir í fyrsta þættinum. Uppruni tegundanna er á dagskrá Rásar 2 klukkan 22.10 í kvöld. Creedence Clearwater Revival Að sögn Kristins snýst 7. áratugurinn um annað og meira en þá ágætu sveit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.