Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 73

Morgunblaðið - 16.09.2007, Page 73
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 73 Reykjavíkurborg MIÐBORGARÞING TJARNARSAL RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR 17. SEPTEMBER KL. 17.30 -19.30 DAGSKRÁ 17.30 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Setningarávarp. 17.40 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Nýjar áherslur í löggæslu í miðborginni. 17.55 Fríða Björk Ingvarsdóttir, íbúi í miðborg Reykjavíkur Af heimsborgarölti. 18.15 Árni Einarsson, íbúi í miðborg Reykjavíkur Virðing miðbæjarins - leitum nýrra leiða. 18.30 Sigmundur D. Gunnlaugsson, doktorsnemi í borgarskipulagi og hagfræði Reykjavíkurborg - virðing og verðmæti. 18.45 Pallborðsumræður Fundarstjóri er Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Miðborgar Reykjavíkur. Miðborgarþing er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Tarantino villtist í Liverpool Reuters Hress Quentin Tarantino finnst gaman að skemmta sér. BANDARÍSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Quentin Tarantino fékk far hjá vörubílstjóra eft- ir að hafa villst þegar hann var að reyna að komast upp á hótelherbergi sitt í kjölfar frum- sýningarveislu í Liverpool á Englandi í vikunni. Veislan var haldin í tilefni af því að nýjasta kvik- mynd hans, Death Proof, var frumsýnd í borg- inni. Tarantino keypti áfengi fyrir um 1.000 pund í hófinu, en það nemur um 130.000 krón- um, og yfirgaf það svo klukkan 3.30 um nóttina. „Það var rosalega gaman að fá far hjá þessum glæsilega vörubílstjóra,“ sagði leikstjórinn. „Ég sagði honum að ég væri að bíða eftir því að bíl- stjórinn minn kæmi að finna mig en þá bauð vörubílstjórinn mér bara far. Fólkið í Liverpool er mjög vingjarnlegt þannig að ég stökk bara um borð.“ Tarantino þótti annars fara á kostum í veisl- unni, en hann fór meðal annars upp á svið og skipulagði tvist-keppni svipaða þeirri sem sjá mátti í annarri mynd leikstjórans, Pulp Fiction. BANDARÍSKI rapparinn Eminem er hættur við að setjast í helgan stein og hefur nú hafið vinnu við fyrstu hljóðversplötu sína í þrjú ár. Rapparinn hafði áður lýst því yfir að síðasta plata hans, Curtain Call, væri hans síðasta á ferlinum. Hann segist hins vegar treysta sér til þess að hefja störf að nýju eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika í einka- lífinu, en Eminem skildi við eig- inkonu sína Kim í annað skipti á síðasta ári. „Ég er alltaf að vinna og ég er alltaf í hljóðverinu. Mér finnst mjög gott að vera þar þessa dagana þrátt fyrir að á tímabili hafi ég ekki haft nokkra löngun til þess að fara þangað aftur. Ég gekk í gegnum mikla erfiðleika en þeir eru að baki og mér líður vel,“ sagði Eminem í nýlegu viðtali. Hættur við að hætta Stormasamt Eminem gekk í gegnum töluverða erfiðleika á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.