Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 76

Morgunblaðið - 16.09.2007, Side 76
76 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6:30 - 8:30 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ KNOCKED UP kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.14.ára DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ensku tali kl. 3 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12:30 LEYFÐ HARRY POTTER 5 kl. 2 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA 3 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN YFIR 35.000 MANNS eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKAAllir eigA sín leyndArmál. ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐI- TRYLLIR ÁRSINS SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. eeee Morgunblaðið SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu SEX fimmtán ára piltar í tíunda bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa hrundið af stað baráttu gegn einelti. Þeir hafa opnað vefsíðuna www.ei- nelti.bloggar.is og eru nú að vinna að klukkutíma mynd um einelti sem ætlun þeirra er að selja til styrktar Regn- bogabörnum. „Þetta er skólaverkefni sem vatt að- eins upp á sig. Í einum tíma var okkur skipt í hópa og hver hópur fékk alls- konar verkefni að fjalla um og m.a. fengum við einelti og núna höfum við opnað heimasíðu og erum að gera stuttmynd um einelti,“ segir Guð- mundur Halldórsson, einn piltanna sex, en ásamt honum í þessu verkefni eru þeir Stefán Haukur, Einar Óli, Andri Már, Hermann Karl og Nebjosa. Á vefsíðunni má finna mikinn fróð- leik um einelti sem strákarnir hafa safnað saman og von er á fleira efni inn á hana á næstunni að sögn Guðmundar. „Í myndinni, sem hefur hlotið nafnið Farðu og gráttu með mömmu þinni, munum við fjalla um allar hliðar einelt- is. Við tókum t.d. viðtal við Jón Pál hjá Regnbogabörnum og í því kemur margt fram um einelti. Einnig munum við tala við námsráðgjafa um afleið- ingar eineltis, lögregluna um hvort ein- eltismál hafi lent inn á borðinu hjá þeim og síðan kemur fram fólk sem hefur orðið fyrir einelti og lagt í ein- elti.“ Góð viðbrögð Guðmundur segir að þeir hafi eytt mestum sínum frítíma í verkefnið enda mikill metnaður í hópnum um að gera þetta sem flottast. Hann segir þá hafa fengið mjög góð viðbrögð við verkefninu. „Við erum fyrstu unglingarnir sem tökum upp hanskann fyrir unglinga. Viðbrögðin frá okkar samnemendum, kennurum og foreldrum og þeim sem koma fram í myndinni hafa líka verið góð, það eru allir tilbúnir að styðja okk- ur.“ Spurður hvort unglingar séu yfirhöf- uð meðvitaðir um einelti segir Guð- mundur auðvitað alla vita af þessu. „Það hafa allir orðið vitni að einelti og flestir tekið ómeðvitaðan þátt í því. Unglingar eru meðvitaðir, það vita allir af þessu en enginn vill gera neitt til að sporna á móti því,“ segir Guðmundur sem vonast til þess að verkefni þeirra félaga muni leiða til þess að einelti minnki. Farðu og gráttu með mömmu þinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Einelti Helmingurinn af hópnum sem vinnur að gerð myndar um einelti, f.v Guðmundur Halldórsson, Einar Orri Þormar og Hermann Karl Björnsson. Gera fræðslumynd um einelti www.einelti.bloggar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.