Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 21

Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 21 »McCartney er þó nokkuðbetri, en ég æfi stíft. Rúnar Júlíusson hélt í gærkvöldi stór- tónleika í Laugardalshöll. Hann var spurður hvor væri betri bassaleikari, Paul McCartney eða hann. » Þar ríkir enn drungi, kuldiog fordómar. Ingólfur Margeirsson , rithöfundur og sagnfræðingur, gagnrýndi þjóðkirkjuna í grein og spurði hvort Kirkjuþing 2007 ætl- aði í heilagt stríð gegn samkynhneigðum. » Það er segin saga að þegarhaustrigningarnar byrja rignir hjá Húseigendafélaginu. Sigurður Helgi Guðjónsson hjá Húseig- endafélaginu segir að eftir því sem hraði aukist í framkvæmdum fjölgi kvörtunum og í úrhelli rigni gallamálunum inn. »Við klöppum þeim á bakið ensvo höldum við áfram að ráða karla í toppstörfin. Lotta Snickare , annar höfundur bók- arinnar „Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hvor annarri“, segir að rannsóknir hafi sýnt að yngstu kven- stjórnendurnir séu þeir öflugustu, en þeg- ar á hólminn er komið fái karlar engu að síður alltaf forgang. » Í EVE-Online samfélaginuhamlar það ekki framgangi þínum að vera kona. Elísabet Grétarsdóttir hjá fyrirtækinu CCP, sem framleiðir leikinn EVE-Online og stendur fyrir hátíð áhangenda hans um helgina, segir að körlum finnist eftirsókn- arverðara að vera kona í leiknum. » Það er erfitt, til dæmis, aðokra á Dönum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra tilkynnti á fimmtudag að hann hygð- ist hefja nýja sókn í neytendamálum og auka neytendavitund Íslendinga. »Við verðum að halda okkurniðri á jörðinni. Cesc Fabregas var lykilmaður í sjö núll sigri Arsenal í Meistaradeildinni á þriðju- dag gegn lánlausu liði Slavia Prag. »Við kunnum alveg að spilakörfubolta í Evrópu en breiddin er meiri í NBA. Jón Arnór Stefánsson er í lykilhlutverki hjá körfuboltaliðinu Lottomatica Róma í efstu deild á Ítalíu og segir að bilið á milli Evrópuliða og liða í bandarísku NBA- deildinni minnki stöðugt. » Íþróttamenn geta lært aðlosna við ótta og upplifa um- hverfi sitt í keppni með jákvæð- um hætti. Ortwin Meiss , sérfræðingur í dáleiðslu- meðferð, kveðst geta dregið úr líkum á að íþróttamenn kikni undan álagi í keppni með dáleiðslu. Sumir telja að dáleiðsla geti hjálpað íþróttamönnum að bæta sig með sama hætti og lyf. Ummæli vikunnar Reuters Bilið minnkar Jón Arnór Stefánsson í landsleik í körfubolta. búa – varla hægt að finna við- kvæmari minnihlutahóp til að ögra í nafni tjáningarfrelsisins. Vanhugsað, tautaði Auður áður en hún stakk upp á því að James Watson flytti til Danmerkur því líklega fengi hann að tjá sig óbældur í Jótlands-póstinum. Ábyggilega, sagði Þórarinn. En nú hita Danir upp fyrir kosningar og að vanda eru innflytjendamálin efst á baugi. Unga konan Asmaa Abdol-Hamid er múslimi sem býð- ur sig fram fyrir Enhedslisten og skemmtir sér við að ögra dönskum gildum. Til dæmis spurði Asmaa Politiken.dk hversu langt hún ætti að ganga til að friða andstæðinga sína. Á ég að halda á rauðri pulsu og bjór? hló hún með rauðköflótta fótbolta-klapphúfu á hausnum. Meðan keppist Dansk Folkeparti við að ýfa upp ósættið í samfélag- inu með auglýsingaherferð sem skartar teikningu af Múhameð spámanni. Hættu nú þessu dómsdagsrausi, sagði Auður skyndilega. Á Elpai- s.es er líka fróðleg grein um að vísindamenn hafi uppgötvað bjart- sýnissvæðið í heilanum. Svo virðist sem mannskepnan sé eina dýrið fært um að líta björtum augum til framtíðar. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. LAND ROVER RANGE SPORT HSE BENSIN Árg. 2005. Ekinn 28 þús. km. Sjálfskiptur, dökkblár, drapplituð leðursæti. Vel með farinn bíll, einn eigandi. Ekkert áhvílandi. Verð 8 milljónir staðgreitt. Engin skipti. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.