Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 31

Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 31 ÖLL samfélög manna eiga sér tungumál enda er tungumál mik- ilvægasta samskiptatæki mannsins og segja má að málhæfni sé ein meg- inforsenda þess að afla sér þekk- ingar og menntunar og njóta vel- gengni. Í tilefni dags íslenskrar tungu er ekki úr vegi að líta aðeins til þess hvernig börn tileinka sér móðurmálið og hvaða áherslur eru lagðar í námi ungra barna á mál- tökuskeiði. Tungumál er flókið kerfi reglna sem við í bernsku virðumst tileinka okkur að mestu fyrirhafnarlaust og án sérstakrar kennslu. Það er einkar athyglisvert að það tekur flesta full- orðna mörg ár að ná valdi á erlendu tungumáli, oft með misjöfnum ár- angri, en börn ná á ótrúlega stuttum tíma valdi á meginatriðum málkerf- isins og eru um 4–5 ára aldur flest orðin altalandi. Máltækið „Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft,“ má sann- arlega til sanns vegar færa enda til- einka börn sér aðeins mál að það sé í umhverfi þeirra. Í fljótu bragði mætti því ætla að börn læri mál með því að herma eftir því sem þau heyra. Það kemur hins vegar fljótt í ljós þegar við athugum málfar barna að þetta er mikil einföldun og segir ekki alla söguna. Börnum virðist vera eðlislægt að tileinka sér mál og þau búa þegar við fæðingu yfir ýms- um ásköpuðum eiginleikum sem gera máltökuna svo átakalausa. Það bendir einnig margt til þess að mál- takan fylgi ákveðnu ferli þar sem eitt stig tekur við af öðru. Við heyrum gjarnan ung börn segja: „Þetta er fuglur“ eða „Mamma hlaupti“. Slíkar setningar segir enginn fullorðinn svo varla herma börnin þetta eftir þeim. Öll búa börnin samt til álíka setningar og virðast öll gera svipaðar „villur“. Málþroski barna fylgir þannig ákveðnum reglum alveg frá upphafi þar sem hvert stigið tekur við af öðru. Þessar reglur geta hins vegar verið nokkuð frábrugðnar reglum í máli fullorðinna og því tölum við um að börn geri „villur“ í málinu. Það er samt athyglisvert að öll gera börnin sömu villurnar t.d. í beygingum orða og myndun fleirtölu en aðrar villur gera þau alls ekki svo sem í röð orða innan setningar. Það virðist því vera langt frá því tilviljanakennt á hvern hátt börnin vinna úr málumhverfi sínu. Börn alhæfa algengar reglur s.s. um beygingu orða og fleirtölumynd- un. Þannig er t.d. algengast í ís- lensku að karlkyns nafnorð endi á –́uŕ í nefnifalli eintölu eins og hestur og maður og því segja börn gjarnan fuglur í stað fugl eða stólur í stað stóll. Álíka alhæfingar eiga sér stað þegar börn glíma við beygingu sagna. Veikar sagnir eru mun fleiri í íslensku en sterkar og beyging þeirra mjög regluleg. Þar er þátíð- arendingin -aði algengust og því yf- irfæra börnin hana á sterkar sagnir og segja hlaupaði og lesaði í stað hljóp og las. Fyrstu æviár sín vinna börnin úr þeim reglum sem málumhverfið lýt- ur og ná á tiltölulega stuttum tíma ótrúlegum árangri þegar þau til- einka sér flóknar reglur móðurmáls- ins. Flestir fullorðnir eiga mun erf- iðara með að tileinka sér nýtt tungumál þrátt fyrir að hafa reglur móðurmálsins að styðjast við og kerfisbundna kennslu í málinu. Það virðist því vera sem börn séu sér- staklega næm fyrir tungumálum. Rannsóknir styðja þetta og talað hefur verið um næmiskeið máltöku til 12 ára aldurs. Sennilegt þykir þó að aðalnæmiskeiðið sé aðeins til 5 eða 6 ára aldurs. Til að hægt sé að tala um að barn hafi móðurmál verð- ur það að læra það á þessum aldri. Dragist máltakan til aldursbilsins 5 – 12 ára virðast börnin ekki ná full- um tökum á málfræði móðurmálsins. Auðugt, vandað málumhverfi í bernsku stuðlar að því að börnin nái góðu valdi á málinu og verði færir málnotendur svo tungumálið megi verða þeim lykill til náms, þroska og samskipta við aðra alla ævina. Því víðtækari reynslu sem barn fær á einu stigi máltökunnar þeim mun betra veganesti hefur það inn á það næsta. Það er alkunna að á aðalnæmi- skeiði máltökunnar gengur meg- inþorri barna í leikskóla, flest dag- langt. Í síðari hluta þessarar greinar verður fjallað um þær aðferðir og áherslur sem helst er unnið eftir til að styðja við málþroska barna í leik- skólastarfi. Þar verður fyrst og fremst fjallað um talmálsþroska barna en að þessu sinni horft framhjá því starfi sem unnið er til að byggja undir læsi og ritmálsþjálfun barnanna, enda ekki unnt að gera hvoru tveggja skil í stuttri blaða- grein. Máltaka barna og áherslur í leikskólastarfi Ingibjörg M. Gunnlaugs- dóttir skrifar í tilefni af degi íslenskrar tungu » Vandað málumhverfií bernsku stuðlar að því að börn nái góðu valdi á tungumálinu svo það verði þeim lykill til náms, þroska og sam- skipta alla ævi. Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri. skuðrildi, -is H kerlingarskrukka, dækja, flókatrippi. Hún er alls ekkert skuðrildi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.