Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 41 Atvinnuauglýsingar ⓦ Blaðberar óskast í Sandgerði og Garði Upplýsingar gefur Harpa Lind í síma 845 7894 Bókhald - endurskoðun Starfsmaður óskast á endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík til bókhalds- og uppgjörsstarfa. Starfið felst í færslu fjárhags- og launabók- halds fyrirtækja, svo og vinnu við afstemming- ar og uppgjör í samvinnu við endurskoðanda. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl eða á box@mbl.is fyrir 23. nóvember nk., merktar ,,Bókhald - 20881”. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Laugardagskaffi hjá Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ Laugardaginn 17. nóvember kl. 11. Gestur í laugardagskaffi Sjálfstæðisfélagsins að þessu sinni verður Ragný Þóra Guðjohnsen varabæjarfulltrúi og formaður forvarnanefndar Garðabæjar. Kveðja, stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álftahólar 4, 204-9070, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Margrét Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 20. nóvember 2007 kl. 10:00. Ármúli 5, 222-7739, Reykjavík, þingl. eig. Alexander Örlygsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, þriðjudaginn 20. nóvember 2007 kl. 13:30. Blöndubakki 16, 204-7543, Reykjavík, þingl. eig. Sara Rós Kavanagh og Sverrir Björn Þráinsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðju- daginn 20. nóvember 2007 kl. 11:30. Gyðufell 4, 205-2452, Reykjavík, þingl. eig. Bjarki Steinar Hermanns- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg og Spari- sjóður Rvíkur og nágr., útib., þriðjudaginn 20. nóvember 2007 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. nóvember 2007. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Magnús Jensson erindi sem hann nefnir “Þríðvíða málfræði” í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag 17. nóvember kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 held- ur Þórarinn Þórarinsson erindi: “Er hjól Borgarfjarðar fundið?” Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin svo og bókasafn félagsins m. miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  188111681/2  9.lll. I.O.O.F. 1  18811168  E.T.1.Sk. EDDA 6007111619 I H&V Aðalfundur Boðað er til aðalfundar OpenHand hf., kt. 410890 1439, Hafnarstræti 19, Reykjavík föstudaginn 23. nóvember nk. kl 09:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel , Sigtúni 38 í salnum Hvammi. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 9. gr. samþykkta félagsins. 2. Á fundinum munu verða lagðar fram eftir- farandi tilögur frá stjórn félagsins: a. Tillaga um að hlutafé félagsins verði lækkað í allt að kr. 1.000 til að jafna út uppsafnað tap félagsins. b. Tillaga um hlutafjárhækkun að fjárhæð allt að kr. 80.000.000, sem selt verður á genginu 1 og að hluthafar falli frá for- gangsrétti til hlutafjárhækkunarinnar. c. Tillaga um að félagið geti tekið víkjandi lán að fjárhæð allt að kr. 200.000.000 með breytirétti í hlutafé í félaginu. 3. Staða félagsins og horfur. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins ásamt þeim tillögum, sem fyrir fundinn verða lagðar, liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hafnarstræti 19, Reykjavík frá og með deginum í dag að telja. Reykjavík 15. nóvember 2007 Stjórn OpenHand hf. Raðauglýsingar sími 569 1100 Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is smíðameistari í okkar hóp en tók ekki við öfundsverðri stöðu. Húsa- kynni skólans í þremur gömlum og hálfniðurníddum húsum, húsi sem Thor Jensen reisti fyrir syni sína, öðru sem Ágúst H. Bjarnason byggði fyrir sig og sína og litlu nýrra húsi við Þingholtsstræti. Með stakri útsjónarsemi tókst Hirti að halda húsnæðinu í horfinu næstu fjögur árin og varð þá oft að klífa þrítugan hamarinn. Þegar skólinn flutti starfsemi sína í Ofanleiti markaði Hjörtur okkar að mörgu leyti umgengnisvenjur í nýju húsnæði, útsjónarsamur að vanda og gjörhugull, þéttur fyrir en okkur kennurum bóngóður með afbrigð- um. Hjörtur naut óblandinnar virð- ingar nemenda sem ekki komust upp með neinn moðreyk og gengið var eftir því að umgengni væri með sómsamlegum hætti. Eigi að síður reyndist hann þeim ætíð sanngjarn og ef um allt þraut hjá strákaormum í nemendahópnum áttu jafnan glæsilegar ungmeyjar skólans að- gang að hjarta hins röggsama hús- varðar. Fengur var okkur kennurunum og starfsmönnum í Hirti sem var jafnt gleðimaður sem söngva og engin skemmtun stóð undir nafni nema hinn lífsglaði Skagfirðingur kæmi þar að. Ekki dugðu venju- bundnar skemmtanir til heldur stóð Hjörtur fyrstur fyrir ferðum okkar út fyrir bæinn og jafnvel lengra. Mörg okkar muna hann kátastan í dunandi dansi á skemmtikvöldi austur í Pétursborg þegar hópur okkar lagði leið sína þangað um árið. Við í Verzló kveðjum með söknuði góðan vin en minningin um glaðan félaga mun lifa og við sendum Krist- ínu og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum almættið að vernda þau. Kennarar og starfsfólk VÍ. Í dag verður gerð útför Hjartar Gunnarssonar, vinar okkar og fé- laga til fjölda ára. Hjörtur var einstaklega traustur og heilsteyptur maður. Sannkallað- ur vinur vina sinna. Hvar sem hann fór átti hann auðvelt með að bland- ast í hópinn og var hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Hjörtur átti mörg áhugamál og hafði mikið yndi af hestum. En þótt hestamennskan hafi verið einna efst á blaði var það sú ánægja sem hann og Kristín Richardsdóttir, eiginkona hans, höfðu af samskiptum við fólk sem upp úr stendur nú þegar leiðir skilur. Mörg dæmi eru um þetta og má nefna eitt þeirra sem nýjast er. Á vinnustað Hjartar hefur um nokk- urt skeið verið í undirbúningi hóp- ferð til Kína og Tíbets. Eins og vænta mátti bókaði Hjörtur sig og Kristínu í ferðina. En ekki nóg með það. Hann bókaði tugi farmiða að auki, viss um að margir vildu fara með. Þau Kristín eiga slíkan fjölda vina og kunningja að á kynningar- fundi um ferðina var tilkynnt að mættir væru um 50 fyrir tilstilli Hjartar en það er um fimmtungur alls hópsins. Sjálfur gat hann ekki mætt á fundinn þótt hann væri ákveðinn í að fara í ferðina allt þar til ljóst var orðið að honum mundi ekki endast aldur til. Kristín fór að vinna hjá Lands- virkjun fyrir um 25 árum. Það er fjölmennur vinnustaður og eignuð- ust þau Hjörtur þar marga kunn- ingja og vini enda tóku þau ætíð virkan þátt í félagslífi innan fyrir- tækisins. Fyrir mörgum árum myndaðist dálítill hópur samstarfsfólks Krist- ínar sem tekur fram gönguskóna á sunnudagsmorgnum frá því snemma á haustin og fram á vor. Hópurinn hittist auk þess af og til af ýmsu öðru tilefni og hefur mynd- ast innan hans traust vinátta og samheldni og átti Hjörtur sinn stóra þátt í því. Hjörtur var afar frjór og hug- myndaríkur og fylgdi hugmyndum sínum jafnan eftir af krafti og áræði. Eitt sinn boðaði hann til dæmis allan gönguhópinn með örstuttum fyrir- vara í Elliðaárdal. Enginn vissi hvað til stóð. Þegar til kom áttum við ógleymanlega kvöldstund í útileik- húsi í sumarblíðunni í dalnum. Ann- að dæmi lýsir Hirti vel. Við vorum á sunnudagsgöngu við Elliðavatn að vetrarlagi. Þá sáum við álft sem virt- ist frosin föst úti á vatninu. Hjörtur hljóp strax til og reyndi að koma fuglinum til hjálpar. Það tókst ekki, fuglinn var of langt frá landi. Hjört- ur lét ekki við svo búið standa held- ur gekk alllangan spöl að íbúðarhúsi þar í grenndinni og lét vita og bað íbúana um að gera viðeigandi ráð- stafanir. Þetta lýsir Hirti. Hann hvarf ekki frá því sem hann ætlaði sér. Kristín mætti í sunnudagsgöng- una rúmri viku áður en Hjörtur kvaddi þennan heim. Þegar leið á gönguna sagði hún okkur frá því að Hjörtur hefði talað um að gaman væri að fá hópinn í heimsókn á líkn- ardeildina þar sem hann hafði notið umönnunar um skeið. Hann var allt- af samur við sig. Þarna áttum við saman enn eina yndislega stund þótt tilefnið væri annað en endranær. Elsku Kristín. Við tökum af heil- um hug þátt í söknuði og sorg þinni, barnanna ykkar og fjölskyldna. Við dáumst að þeim styrk og kærleika sem þú hefur sýnt í þessari erfiðu baráttu. Við treystum því að sá fjöldi vina sem þið Hjörtur hafið eignast um ævina muni verða fjár- sjóður sem endist þér um alla fram- tíð. Gönguvinafélagið. Hjörtur Gunnarsson, vinur okkar, er látinn. Við minnumst hans sér- staklega fyrir hans léttu lund, hjálp- semi og jákvæða viðmót. Við í Landsvirkjunarkórnum höf- um átt margar skemmtilegar stund- ir með Hirti og konu hans, Kristínu. Þegar kórinn var stofnaður mynd- aðist strax dyggur hópur áhangenda sem hefur æ síðan fylgt kórnum nánast hvert fótmál. Einkum eru þetta makar kórfélaga. Þessi hópur hefur stutt dyggilega við bakið á kórnum og haldið uppi liðsandanum. Fór Hjörtur þar fremstur í flokki og verður það skarð sem myndaðist við fráfall hans seint fyllt. Margar skemmtilegar ferðir, bæði innanlands og til útlanda, fór- um við saman og átti Hjörtur ekki minnstan þátt í að gera þær jafn skemmtilegar og eftirminnilegar og raun varð á. Hjörtur var sannkall- aður gleðigjafi, traustur og sterkur, og hafði hann jafnan lag á að finna upp á einhverju skemmtilegu og já- kvæðu. Nú er skarð fyrir skildi. Kórinn hefur misst sinn tryggasta stuðn- ingsmann. Við kórfélagar þökkum innilega fyrir samfylgdina og allt sem Hjörtur hefur gefið okkur í þessi bráðum 17 ár sem við höfum verið samferða. Það er sárt að kveðja kæran vin og félaga, en minningin um hann mun lifa með okkur alla tíð. Elsku Kristín og fjölskylda. Við vottum ykkur innilega samúð okkar og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Landsvirkjunarkórinn. Hjörtur nágranni okkar og félagi í Línunni kvaddi fyrir aldur fram og við syrgjum hann djúpt en minn- umst hans með gleði því hann var sannkallaður gleðigjafi. Frá honum streymdi á fallegan og kankvísan hátt alveg einstakur velvilji og hlýja. Brosið sagði meira en mörg orð, stríðnisglampinn var græskulaus. Hjörtur var svo lánsamur að kunna að meta lífið og þær gjafir sem það færir og þessum góðu eiginleikum deildi hann með Diddu sinni. Það var einstaklega ljúft að sitja með þeim og öðrum góðum grönnum við spjall á síðkvöldi, grilla í sólskininu, moka snjó, gróðursetja, vera saman í afmælum og öðrum mannfagnaði og hittast hjá Möggu og Gesti á Þor- láksmessu. Við sendum Diddu, Þuríði, Rík- harði, barnabörnunum, Kollu, Tuma og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Guðmundsdóttir og Hermann Hermannsson.  Fleiri minningargreinar um Hjört Þór Gunnarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.