Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var á fimmtudagskvöld kölluð að fjölbýlishúsi í miðborginni en sá sem hringdi lýsti fyrir lögreglu miklum óhljóðum úr íbúðinni auk áhyggna af nágranna sínum. Þegar lögregla bankaði upp á kom til dyra kona á þrítugsaldri sem brá heldur við þessa óvæntu heimsókn. Kom upp úr dúrnum að hún hafði verið að horfa á hryll- ingsmynd í sjónvarpinu sem var svo hryllileg að konan hafði á köflum misst stjórn á sér. Sleppti sér Óóó! Kannski var konan að horfa á Pshyco, það fylgdi ekki sögunni. LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum telur sig nánast hafa upplýst elds- voða þar sem kviknaði í húsnæði við Tangagötu á fimmtudag. Í ljós kom að nokkur ungmenni undir 15 ára aldri höfðu verið inni í húsinu að fikta með eld. Nokkur þeirra voru að reykja vindlinga auk þess sem þau léku sér að því að kveikja í pappa sem lá á gólfi á efri hæð. Töldu þau sig hafa slökkt í pappanum áður en þau yfirgáfu húsnæðið en flest bendir til að svo hafi ekki verið. Eldurinn hafi bloss- að upp aftur. Ungmenni kveiktu eld STURLA Böðvarsson, forseti Alþingis, opnaði í gær Skólaþing Alþingis. Þar geta nemendur efstu bekkja grunnskóla farið í hlutverkaleik og fylgt starfsháttum þingmanna. Öllum grunnskólum landsins er boðin þátt- taka og er markmiðið að vekja áhuga og auka skilning nemenda á störfum Alþingis auk þess að æfa þá í að komast að niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra. Morgunblaðið/Golli Grunnskólanemar kynnast Alþingi Eftir Andra Karl andri@mbl.is „HANN náði að halda bílnum á veginum í nokkurn tíma en svo var eins og það hefði komið einhver aukakraftur þegar hann fór út af og tók snúning í loftinu. Hann fór örugglega heilan hring áður en hann kom við jörðina,“ segir Marz- ellíus Sveinbjörnsson sem var á ferð í Hrútafirði ásamt eiginkonu sinni síðdegis í gær þegar pall- bifreið fyrir framan þau fór út af veginum. Marzellíus hringdi þegar í stað í Neyðarlínuna og bæði hlúðu þau að ökumanni og farþega bifreiðarinnar. Þeir liggja báðir á Landspítala en eru ekki taldir al- varlega slasaðir. Marzellíus segir veginn hafa verið glerhálan en ekki hafi verið hægt að gera sér grein fyrir því þrátt fyrir gott skyggni. „Á meðan ég bremsaði niður áttaði ég mig á því hversu hált var og hringdi í Neyðarlínuna áður en ég náði að stöðva bifreiðina.“ Hann segir upplifunina hrikalega enda hafi bifreiðin farið nokkrar veltur, hafnað á hliðinni og sé hún gjör- ónýt. „Þeir klifruðu báðir út úr bílnum en annar hneig niður um leið og hann var kominn út fyrir. Svo kom þarna að gamall lögreglu- maður og hjálparsveitarmaður og hlúði að þeim með okkur. Ég fór á næsta bæ og sótti sængur á meðan konan var í sambandi við lækni.“ Hundurinn slapp ómeiddur Þegar í stað óskuðu þau eftir þyrlu Landhelgisgæslunar sem flutti mennina til Reykjavíkur. Marzellíus segir ekki annað hafa komið til greina en að kalla eftir þyrlunni enda hafi annar mann- anna kvartað undan innvortis meiðslum. Ásamt mönnunum var lítill hundur í bílnum sem slapp ómeiddur og var hann skilinn eftir á nærliggjandi bæ. „Þetta var svona lítið grey og hann varð vinur minn strax.“ Mennirnir sluppu afar vel miðað við lýsingarnar. Að sögn læknis á slysadeild Landspítala eru þeir ekki alvarlega slasaðir en voru undir eftirliti í nótt. „Tók snúning í loftinu“                               Pallbíll fór út af glerhálum vegi ÞRETTÁN fastráðnum starfs- mönnum Skjásins, sem m.a. rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, verður sagt upp störfum. Er það liður í að auka hagkvæmni við innlenda dag- skrárgerð, en áformað er að semja við utanaðkomandi framleiðslufyr- irtæki um að taka að sér innlenda framleiðslu fyrirtækisins. Starfsmennirnir, sem störfuðu við framleiðslu innlends efnis, fá þriggja mánaða uppsagnarfrest. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir m.a. að tilgangur uppsagnanna sé að auka hagkvæmni við dagskrár- gerð og tryggja um leið að gæði innlendrar framleiðslu Skjásins verði áfram í samræmi við metnað fyrirtækisins. Unnið verður að því að flytja framleiðsluverkefni Skjásins yfir til utanaðkomandi framleiðslufyr- irtækis á tímabilinu frá desember nk. til febrúar 2008. Fastráðnir starfsmenn Skjásins verða 38 eftir breytingarnar. Uppsagnir hjá Skjánum Tölum saman Laugardagsfundur í Valhöll kl. 10:30 Allir velkomnir! Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kaffi og meðlæti í boði Með framsögu verða: Bjarni Benediktsson alþingismaður Katrín Helga Hallgrímsdóttir varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Hrafnhildur Stefánsdóttir yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ Fundarstjóri: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna ÁKVEÐNAR atvinnugreinar hér á landi eru farnar að treysta mjög á er- lent vinnuafl. Dæmi um það er fisk- vinnslan en árið 2005 voru tæp 14% erlends vinnuafls starfandi í fisk- vinnslu en rúmlega 3% Íslendinga á vinnumarkaði unnu í sömu atvinnu- grein. Þetta segir Lárus Blöndal, deild- arstjóri í atvinnu- og félagsmáladeild Hagstofunnar og vinnumarkaðs- fræðingur, en hann flutti í gær fyr- irlestur hjá Rannsóknarstofu í vinnu- vernd um erlent vinnuafl á Íslandi og þróun undanfarinna ára. Lárus bendir á að svipuð þróun hafi átt sér stað víða í Evrópu. „Það er víða orðið þannig að heilu atvinnugreinarnar eru háðar erlendu vinnuafli,“ segir hann. Þetta séu yfirleitt greinar þar sem ekki sé krafist mikillar mennt- unar eða sérhæf- ingar. Ekki virð- ist sem útlend- ingarnir taki störf frá þeim sem fyrir eru, heldur „myndast ný störf eða [útlendingar] ganga í störf sem tekst ekki að ráða Íslendinga í,“ seg- ir hann. Árið 2005 voru tæp 14% allra erlendra starfsmanna í fiskvinnslu, 21% í mannvirkjagerð, um 14% sam- tals í hótel-, veitingahúsa- og versl- unarstörfum og um 11% í félagsþjón- ustunni, að sögn Lárusar. Í fyrirlestri sínum í gær rakti Lár- us meðal annars væntingar sem menn höfðu í nágrannalöndunum Bretlandi og Írlandi um flutninga fólks frá nýjum aðildarríkjum ESB, en 10 ný ríki bættust í hópinn árið 2004. Bretar hafi gert ráð fyrir 7 til 15.000 manns frá nýju ríkjunum á ári til að byrja með og Írar gerðu ráð fyrir að fjöldinn yrði um 10.000 manns. Raunin hafi hins vegar orðið sú að um 600.000 innflytjendur hafi komið til Bretlands fyrstu tvö árin, þar af meira en helmingurinn frá Pól- landi. Á sama tíma komu um 300.000 manns til Bretlands frá Írlandi. Þarna hafi verið um sláandi vanmat að ræða. Hlutfallið hærra hér Fram kom hjá Lárusi að hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er hærra en á hinum Norðurlöndunum. Lárus skoðaði ár- ið 2005 en það ár var minnstur mun- ur á Íslandi og Svíþjóð. Hér var hlut- fallið 5,4%, 5% í Svíþjóð, 4,2% í Noregi, 3,2% í Danmörku og 1,7% í Finnlandi. Lárus bendir á að taka verði til greina að á hinum Norður- löndunum sé mun lengri hefð fyrir innflytjendum heldur en á Íslandi. Þessar tölur byggist á fjölda útlend- inga sem ekki hafi ríkisfang í því landi á Norðurlöndum sem þeir starfa í. Heilu atvinnugreinarnar háðar erlendu vinnuafli                             Lárus Blöndal 3% Íslendinga í fiskvinnslu á sama tíma og 14% útlendinga störfuðu í greininni Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lokaði hluta af Grafarvogshverfi í gærkvöldi eftir tilraun til vopnaðs ráns á pítsustað í Spönginni. Ekki var búið að finna ræningjana þegar Morgunblaðið fór í prentun. Að sögn lögreglu er talið að um fjóra unglingspilta hafi verið að ræða. Ekki er vitað hvernig vopn voru notuð en enginn slasaðist og piltarnir komust ekki á brott með verðmæti. Lögregla leitaði í sér- hverjum bíl sem fór um Fjall- konuveg á ellefta tímanum í gær- kvöldi en það skilaði ekki árangri. Ránstilraun í Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.