Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NJARÐARSKJÖLDURINN, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar, Félags íslenskra stór- kaupmanna (FÍS) og Kaupmannasamtaka Íslands var afhentur við hátíðlega athöfn í Iðnó hinn 20. nóv- ember sl. Markmiðið með veitingu verð- launanna er að hvetja til bættrar og auk- innar verslunarþjón- ustu við ferðamenn í Reykjavík. Nafn viðurkenning- arinnar Njörður, sem skjöldurinn er kennd- ur við, var upphaflega frjósemisguð en síðar guð sæfarenda og sagður fésæll mjög. Sæfarendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því við hæfi að kenna árleg hvatningarverðlaun til ferðamannaverslunar við guð siglinga og viðskipta. Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leit- ast við að verðlauna verslun sem hefur náð góðum árangri í sölu- og markaðsstarfi til erlendra ferða- manna, sýnt frumkvæði og frum- leika, veitir góða þjónustu og hefur á að skipa af- greiðslufólki sem býr yfir þjónustulund, góðri tungumálakunn- áttu og þekkingu á söluvörunum. Einnig er lagt mat á útlit verslunarinnar, lýs- ingu, merkingar og að- komu. Verðlaunin eru veitt ár hvert síðla í nóvember. Iðuhúsið – lifandi kjarni í miðborg- inni Verðlaunahafinn 2007 var Iðuhúsið við Lækjargötu, sem er skemmtilegur versl- unarkjarni í miðborg- inni, þar sem ferða- menn geta keypt fjölbreytta vöru á ein- um og sama staðnum. Í húsinu er bóka- og gjafaverslunin Iða á götuhæð, Cintamani- versun með útivist- arfatnað, Eureka gull- smiður og hönnuður sem er með reglulegar listaverkasýningar, Kaffihús Iðu og Ósushi veitinga- staðurinn. Hinn 1. desember nk. verður svo opnuð á fyrstu hæðinni verslunin A4 með ritföng, tóm- stundavörur, ljósritunarþjónustu o.fl. Iðuhúsið hlaut Njarðarskjöldinn í ár af því að þar er fjölbreytt og skemmtileg verslun, gott vöruúrval, langur afgreiðslutími og góð þjón- usta við ferðamenn. Það er full ástæða til að vekja at- hygli á þeim verslunum sem veita ferðamönnum hvað besta þjónustu með viðurkenningu eins og Njarð- arskildinum og Iðuhúsið verðskuld- aði sannarlega að hljóta hann í ár. Iðuhúsið hlaut hvatningar- verðlaunin Margrét K. Sverrisdóttir segir frá veitingu hvatningarverð- launa Reykjavíkurborgar Margrét K. Sverrisdóttir Höfundur er formaður menningar- og ferðamálaráðs. » Iðuhúsiðhlaut Njarð- arskjöldinn af því að þar er fjölbreytt og skemmtileg verslun, gott vöruúrval, lengi opið og góð þjónusta við ferðamenn. ÓMAR Valdimarsson kvartar undan því í Morgunblaðinu 22. nóv- ember, að hann og kona hans hafi þurft að koma frá Afríku til Íslands til að end- urnýja vegabréf sín. Ræðst hann af því til- efni ómaklega að þeim, sem hafa unnið að því að koma á hinu nýja kerfi og lætur í það skína, að ég hafi verið beittur blekk- ingum við útfærsluna á kerfinu. Fullyrðir Ómar, að um sé að ræða „fádæma fífla- legar og óhentugar reglur“ sem „einhver möppudýr“ hafi samið. Af þessu tilefni vil ég árétta það, sem ég hef áður sagt, að ég er stoltur af því á hve hagkvæman og skilvirkan hátt tókst að innleiða hið nýja vegabréfakerfi á Íslandi. Ég tel, að leitun sé að nokkru landi, þar sem veitt er betri þjónusta á þessu sviði fyrir allan meginþorra þess fólks, sem óskar eftir vega- bréfum – en á Íslandi er það hlut- fall íbúanna með því hæsta, sem þekkist í heiminum. 23. júní síðastliðinn birtist for- ystugrein í The New York Times undir fyrirsögninni: Where are our passports? – Hvar eru vegabréfin okkar? Minnt er á, að síðan í janúar á þessu ári verði Bandaríkjamenn að framvísa vegabréfi, þegar þeir koma fljúgandi heim frá Kanada, Mexíkó, Bermúda og öðrum karabískum eyjum. Utanríkisráðuneytið, sem annist útgáfu vegabréfa, hafi haft tvö ár til að búa sig undir þessa breytingu. Eitthvað hafi greini- lega farið í handaskol- um, hin venjulega sex vikna bið eftir vega- bréfi sé orðin að 10 til 12 vikum og nú séu um þrjár milljónir manna á biðlistanum. Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa átt von á öllum þessum um- sóknum, það kosti sitt að fá vega- bréf, 97 dollara fyrir venjulega af- greiðslu, 60 dollurum meira, ef menn óski eftir hraðafgreiðslu en hún taki tvær til þrjár vikur. Fyr- irtæki, sem sérhæfi sig í hraðþjón- ustu á þessu sviði, taki 100 til 400 dollara fyrir að útvega mönnum vegabréf á nokkrum dögum. Fyr- irtækin kaupi sér afgreiðslutíma hjá útgefanda vegabréfanna. Útgáfa nýrra íslenskra vega- bréfa, sem uppfylla allar alþjóð- legar kröfur, hófst 23. maí 2006 og hefur hún gengið vel. Fræðast má um vegabréfin á vefsíðunni www.vegabref.is. Afgreiðslutími vegabréfa er líklega ekki neins staðar styttri en hér og dæmi eru um, að menn sæki um vegabréf að morgni og taki það í afgreiðslu í Reykjanesbæ á leiðinni út á Kefla- víkurflugvöll og greiði 10.100 kr. fyrir en fyrir venjulega afgreiðslu greiða menn 5.100 kr. Eins er víst, að vegabréfið berist í pósti daginn eftir að sótt er um það hjá sýslu- manni, þar er tekin rafræn mynd af umsækjanda, en hún er innifalin í verðinu. Hæstiréttur felldi nýlega dóm um, að þessi tilhögun á myndatöku væri heimil, en ljós- myndarar stefndu dóms- og kirkju- málaráðuneytinu til að fá þjónust- unni hnekkt. Útbreiðsla vegabréfa er meiri hér en hjá flestum þjóðum og miklu meiri en í Bandaríkjunum en í byrj- un þessa árs var talið að 73% Bandaríkjamanna ættu ekki vega- bréf. Með tilkomu hinna nýju vega- bréfa, sem geyma upplýsingar um handhafa þess í örgjörva, er ekki lengur hægt að sækja um vegabréf á öðrum stöðum en þeim sem hafa yfir að ráða til þess gerðum búnaði. Umsækjandi þarf að fara á af- greiðslustað, hvort sem hann lætur taka af sér mynd þar eða kýs að koma með rafræna mynd. Þannig er tryggt að vélrænn samanburður á andliti viðkomandi og myndinni sem skráð er á örgjörvann sýni að handhafi bréfsins sé sá sami og á myndinni í örgjörvanum. Ferða- langar geta sætt slíkum sam- anburði hvar sem er í heiminum og því er brýnt að tryggja að sam- anburður á mynd og andliti leiði ekki til efasemda um að réttur handhafi bréfsins sé annar en sá sem er á myndinni. Við notkun kerfisins byggist smám saman upp myndabanki sem unnt er að nota til samanburðar við umsóknir um ný skilríki. Þar með verður til gagna- banki, sem nýta má til að framleiða vegabréf án þess að umsækjendur þurfi að fara á afgreiðslustað, t.d. þegar umsækjendur eru búsettir langt frá öllum umsóknarstöðum. Skoðað verður til hlítar, hvernig nýta má þennan gagnagrunn við endurnýjun vegabréfa þeirra, sem eitt sinn hafa verið skráðir í hann á fullnægjandi hátt. Um eitt ár er liðið frá því, að inn- leiðing nýja vegabréfakerfisins hófst í sendiráðum Íslands. Nú er hægt að sækja um vegabréf í sendi- ráðunum í Washington, London, Berlín, Ósló, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Rekstur kerfisins hefur gengið vel og miðar dóms- og kirkjumálaráðuneytið að því að fjölga útgáfustöðum. Utanríkisráðu- neytið hefur nýlega fengið til um- ráða færanlega móttökustöð fyrir umsóknir um vegabréf. Hún verður nýtt, þar sem helst er talin þörf á henni miðað við fjölda Íslendinga á hverjum stað, ef þeir dveljast fjarri sendiráðum. Öll viljum við, að opinber þjón- usta sé klæðskerasniðin að þörfum okkar og hennar sé unnt að krefj- ast þar, þá og þegar við þurfum á henni að halda. Íslenska vegabréfa- kerfið er sniðið að þörfum alls meg- inþorra Íslendinga og þjónar þeim mjög vel. Ómar Valdimarsson veg- ur ómaklega að þeim, sem að því hafa unnið að hanna, innleiða og reka þetta kerfi. Ef hann af alþjóðareynslu sinni getur bent okkur, sem berum ábyrgð á kerfinu, á betri þjónustu en veitt er við vegabréfaútgáfu hér á landi, væri fagnaðarefni, að hann ritaði grein í Morgunblaðið um mál- ið. Íslenska vegabréfakerfið er öruggt og skilvirkt Björn Bjarnason svarar grein Ómars Valdimarsson og út- skýrir íslenska vegabréfakerfið » Íslenska vegabréfa-kerfið er sniðið að þörfum alls meginþorra Íslendinga og þjónar þeim mjög vel. Björn Bjarnason Höfundur er dóms- og kirkju- málaráðherra. UNDIRRITUÐ varar við breyt- ingum á lögum sem heimila sölu áfengis undir 22% vínanda í smá- sölu. Allar helstu rannsóknastofn- anir heims hafa undir höndum rannsóknir sem sýna að aukið aðgengi að áfengi stórauki áfeng- isneyslu, þar á meðal hjá ungu fólki. Fræði- rannsóknir hafa jafn- framt staðfest tengsl áfengis og félagslegs vanda. Ef aðgengi áfengis verður aukið á Íslandi mun áfeng- isneysla aukast eins og annars staðar þar sem einkasala ríkisins hefur verið afnumin. Þeir sem eiga við áfengisvanda að stríða munu án efa nýta sér það með þeim afleiðingum að auka enn frekar á vanda fjölskyldna sem búa við slík- an vanda. Einkum verður að huga að börnum og ungmennum í þessu sambandi. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) lýsti því nýlega yfir að áfengisvandi væri einn mesti sam- félags- og heilsufarsvandi heims- byggðarinnar og kallaði eftir að- gerðum þjóða til að bregðast við þessum vanda. Jafnframt hafa rannsóknir WHO sýnt fram á að stjórnvaldsaðgerðir (hár áfeng- iskaupaaldur, takmarkað aðgengi og bann áfengisauglýsinga) eru öfl- ugasta forvörnin til þess að stýra áfengisneyslu. Flutningsmenn frumvarpsins segja í greinargerð að ekki sé um að ræða breytingu á áfengisstefnu. Þetta er alrangt. Í 10 ára heilbrigðisáætlun Íslendinga eru áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir gerðar að forgangsverkefni til árs- ins 2010. Sett eru tvö markmið:  að áfengisneysla verði ekki meiri en 5,0 lítrar á ári af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri og nánast engin hjá þeim sem yngri eru  að dregið verði úr áfengis- og vímuefnaneyslu fólks undir lögaldri um 25% Leiðir til þess að ná þessum markmiðum:  fræðsla og forvarnir sem bein- ast að börnum og fullorðnum  eftirfylgni með banni á áfeng- isauglýsingum  verðstýring  aðgengi að meðferðarúrræð- um auðveldað Í fyrsta lagi er stefna stjórnvalda samkvæmt þessu að efla forvarnir og þar sem rannsóknir sýna að stjórnvalds- aðgerðir í áfeng- ismálum eru langöflug- asta forvörnin þá mæla veigamikil rök gegn því að auka að- gengi. Aðrar forvarnir tryggja einhvern ár- angur en koma ekki í stað stjórnvalds- aðgerða. Í öðru lagi vilja flutningsmenn lækka áfengisgjald um 50%. Þetta er í hróp- legu ósamræmi við markmið heilbrigð- isáætlunar um verðstýringu áfeng- is. Árið 2004 var gerð úttekt á fram- kvæmd áætlunarinnar. Niðurstöður segja orðrétt: „áfengisneysla hefur undanfarin ár farið vaxandi … og við fjarlægjumst sett markmið um að draga úr heildarneyslunni“. Árið 1998 var áfengisneysla einstaklinga 15 ára og eldri 5,56 lítrar en árið 2006 var hún orðin 7,2 lítrar og því enn fjær markmiðum heilbrigð- isáætlunar. Flutningsmönnum verð- ur tíðrætt um að einungis sé um að ræða breytingu á sölu áfengis sem í er 22% af vínanda að rúmmáli. Ef litið er á tölur frá Hagstofu Íslands um áfengisneyslu á Íslandi og skiptingu neyslu á sterkum drykkjum og hinum, má sjá að neysluaukning landsmanna skýrist af aukningu í sölu rauðvíns, hvítvíns og bjórs. Þetta eru einmitt vöru- flokkarnir sem lagt er til að teknir verði úr einkasölu ÁTVR. Öllum má vera ljóst að ef einstaklingar neyta aukins magns léttari drykkja er um sama áfengismagn að ræða og minna magn sterkra drykkja. Hér er því einungis um orðaleik að ræða. Meðferðarstofnanir s.s. SÁÁ hafa undanfarið rætt í fjölmiðlum að nýr hópur sjúklinga hafi bæst við á undanförnum árum. Hópur fólks á miðjum aldri sem neytir bjórs og léttvíns í mun meira magni en áður tíðkaðist hér á landi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sveitarfélög muni setja takmarkanir á sölu áfengis og hafi eftirlit með áfengisverslun. Flutningsmenn hafa ekki gert grein fyrir hvernig sveit- arfélög eigi að sinna þessu hlut- verki. Á síðustu misserum hefur verið erfitt að fá starfsfólk til af- greiðslustarfa og því hefur aukist hlutfall mjög ungra starfsmanna og starfsmanna sem ekki tala íslensku t.d. í matvöruverslunum. Flutnings- menn ættu þar að auki að huga að því hvernig gengið hefur að fylgja eftir banni við áfengisauglýsingum undanfarin ár. Eftirliti hefur verið ábótavant og lögin síbrotin án þess að viðurlögum varði. Reynslan ætti því að kenna okkur að slíkt eftirlit yrði afar erfitt í framkvæmd. Á nýlegu málþingi sagði heil- brigðisráðherra: „… ég lofa ykkur að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að þjóna hags- munum lýðheilsu Íslendinga, hvort sem það er með aukinni áherslu á lýðheilsu einstakra hópa ellegar alls samfélagsins. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það skylda okkar að reyna ávallt að hugsa út fyrir okkur sjálf og í samkennd skil- greina okkur víðar en einstakling. Það er á slíkri hugsun sem umburð- arlynd og sterk samfélög er byggð“. Undirrituð trúir og treystir því að þegar horft er á framangreindar staðreyndir í samhengi vilji stjórn- völd ekki stíga það skref að auka aðgengi að áfengi með þeim hætti sem frumvarpið leggur til. Ég kalla okkar ágætu þingmenn til ábyrgðar og samvinnu um að byggja upp heilbrigt samfélag fyrir Íslendinga en hafa þó einkum í huga hagsmuni barna og ungmenna. Þeir hags- munir eru of dýrmætir til að leggja undir tilraunastarfsemi. Hættuleg markmið þing- manna í áfengismálum Ragný Þóra Guðjohnsen varar við breytingum á áfengislögum » Flutningsmennfrumvarpsins segja í greinargerð að ekki sé um að ræða breytingu á áfengisstefnu. Þetta er alrangt. Ragný Þóra Guðjohnsen Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.