Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 54
Í tíma og rúmi Siggu Beinteins » Sigríður fæddist í Reykjavík 26. júlí árið 1962.»Hún kom fyrst opinberlega fram á vinnuskólahátíð í Kópavogi sumarið 1982. »Var í rokksveitinni Kikk ásamt Gumma Jóns og fleirum áárunum 1982 til 1985. Sveitin sendi frá sér eina plötu. » Söng lagið „Vertu ekki að platamig“ ásamt Bjögga Halldórs ár- ið 1983. »Lærði veggfóðrun og dúklagnirhjá föður sínum, en hefur starf- að eingöngu við söng og tónlist frá árinu 1987. »Gekk í Stjórnina árið 1989 ogsíðar sama ár sigraði sveitin í Landslaginu með laginu „Við eigum samleið“. »Fór með Grétari Örvarssyni íEvróvisjón árið 1990 og hafnaði í fjórða sætinu með „Eitt lag enn“ sem er næstbesti árangur Íslend- inga frá upphafi. » Söng lagið „Nei eða já“ ásamtSigrúnu Evu í Evróvisjón árið 1992 og hafnaði í sjöunda sæti. »Árið 1994 hafnaði hún svo ítólfta sætinu með lagið „Nætur“. »Var einn af dómurunum í Idol-þáttunum á Stöð 2 frá 2003til 2006. »Rekur söngskóla í Noregi ásamt systur sinni.»Hefur unnið að Söngvaborgar-myndböndunum fyrir börnásamt Maríu Björk. Það þarf ekki að klappa honum á bakið og hrósa honum fyrir það hversu duglegur hann er … 58 » reykjavíkreykjavík  Um 15 þúsund manns hafa nú séð söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson í Þjóð- leikhúsinu. Nán- ast uppselt hefur verið á allar sýningar söngleiksins og því hefur verið ákveðið að bæta við enn einni aukasýningunni þann 29. nóvember nk. Ævintýri Hug- leiks á leiksviði hófst eins og frægt er orðið með sýningunni Forðist okkur á Litla sviði Borgarleikhúss- sins árið 2005 en þá leikstýrðu þau Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfs- dóttir Nemendaleikhúsinu. Nánast sami hópur var ráðinn til að flytja Leg í Þjóðleikhúsinu í fyrrahaust og í ljósi velgengninnar var þriðja leikritið pantað hjá Hugleiki. Það verk verður frumsýnt í febrúar á næsta ári og kallast því þjóðlega nafni Baðstofan en í leikhópinn bætast þau Brynhildur Guðjóns- dóttir og Ólafur Egill Egilsson. Auka-aukasýning á Legi Hugleiks  Kvikmyndafyrirtækið Saga Film skrifaði í upphafi mánaðarins undir samning við Portus Group, aðaleig- anda Tónlistarhússins sem nú rís við Reykjavíkurhöfn, um að skjal- festa byggingu hússins með mynd- rænum hætti. Um er að ræða tvær 52 mínútna heimildarmyndir, fjóra 20 mínútna sjónvarpsþætti og 10 þriggja mínútna smáþætti um bygginguna. Yfirumsjón með verk- efninu og handritshöfundur er Margrét Jónsdóttir en leikstjóri er Gulli Maggi, einn reyndasti auglýs- ingaleikstjóri Saga Film. Saga Film kvikmyndar byggingu Tónlistarhúss  Óvenjumargir blaða- og frétta- menn standa í bókaútgáfu fyrir þessi jól og segja má að hálfgert neyðarástand hafi ríkt á mörgum fréttastofunum að undanförnu. Á Stöð 2 er það t.d. Sigmundur Ernir sem skrifar sögu Guðna Ágústssonar, Edda Andrésdóttir sem skrifar sögu föður síns og Lóa Pind Aldísardóttir sem gefur út skáldsöguna Sautjándann. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Mann- lífs, skrifar svo sögu Arons Pálma Ágústssonar, Enginn má sjá mig gráta. Á Morgunblaðinu eru það Arn- ar Eggert Thoroddsen sem skrif- ar sögu Einars Bárðar, Öll trixin í bókinni, Pétur Blöndal og Krist- inn Ingvarsson senda frá sér Sköpunarsögur, Einar Falur Ing- ólfsson og Kjartan Þorbjörnsson senda frá sér veiðibókina Í fyrsta kasti og Davíð Logi Sigurðsson gefur út bókina Velkominn til Bagdad. Fjöldi blaðamanna gef- ur út bækur fyrir jól Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Þ etta er hugljúf plata, róleg og frekar róm- antísk. Hún er svolítið kaflaskipt því á fyrri hlutanum eru lög sem fólk þekkir, en á seinni hlutanum eru lög eftir erlenda höfunda sem fólk þekkir kannski minna,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söng- kona um sína nýjustu sólóplötu, Til eru fræ, sem kom í verslanir á laugardaginn. Um er að ræða fjórðu sólóplötu Sigríðar, en þær fyrri eru jólaplatan Desember sem kom út árið 1993, Sigga sem kom út árið 1998 og svo Sigga fyr- ir þig frá árinu 2003. Til eru fræ og titillag hennar eru til minningar um móður Sig- ríðar sem lést úr krabbameini í janúar á þessu ári. „Þetta var allt- af hennar lag, en ég hafði aldrei sungið það og aldrei pælt al- mennilega í því þangað til ákveðið var að ég myndi syngja það fyrir hana í jarðarförinni. Þá komst ég að því hvað þetta er fallegt lag og flott,“ segir Sigríður, en eins og margir eflaust vita er ljóðið eftir Davíð Stefánsson, og gerði Haukur Morthens það ódauðlegt með flutningi sínum á sínum tíma. „Svo tek ég Air-svítuna eftir Bach og syng ofan á hana. Lagið heitir „Lof “ og er með frumsömdum texta eftir Friðrik Sturluson,“ segir Sigríður, en öll lögin á plötunni eru ábreiður og meðal annarra laga á henni má nefna „It’s a Wonderful World“ og „Nella Fantasia“. Með dýrari plötum Það eru þeir Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son og Vignir Snær Vigfússon sem útsetja lögin, en um það bil 100 manns spila á plöt- unni því Sigríður var með búlgarska sin- fóníuhljómsveit sér til stuðnings. „Þetta var alveg geðveikt því þetta verður svo miklu stærra verk fyrir vikið,“ segir Sig- ríður, en upptökur fóru að stórum hluta fram í Búlgaríu. „Þetta er hrikalega dýr plata, en þetta er plata sem skiptir mig miklu máli og mig langaði bara að gera hana almennilega. En hún er örugglega með dýrari plötum sem hafa verið gerðar á Íslandi.“ Aðspurð segist Sigríður stefna að því að halda útgáfutónleika sem allra fyrst. „Ég efast reyndar um að ég nái því fyrir jól, en eftir áramót ætla ég að fara í kirkjur landsins og halda tónleika.“ Eins og áður segir kom platan í versl- anir á laugardaginn og segir Sigríður að viðtökurnar hafi verið framar vonum. „Ég er svo hissa á viðbrögðunum sem ég hef fengið, þau eru svo góð. Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem hefur þakkað mér fyrir þessa plötu og viðtökurnar eru æð- islegar. En ég held að maður uppskeri bara eins og maður sáir.“ Til eru fræ Sigríður Beinteinsdóttir tileinkar móður sinni sína fjórðu sólóplötu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ánægð með lífið „Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem hefur þakkað mér fyrir þessa plötu og viðtökurnar eru æðislegar,“ segir Sigríður. Glæsileg Með strákunum í Stjórn- inni, líklega upp úr árinu 1990. 4. sætið Sigga og Grétar við heim- komuna frá Zagreb árið 1990. Morgunblaðið/BB Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.