Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Aðventu- skemmtun 7. des. kl. 17. Söngur og gamanmál, systurnar Ingibjörg og Sigríður Hannesdætur. Jólasaga, Arnar Jónsson leikari. Hátíðar- söngvar, Kammerkór Mosfellsbæjar. Jólahlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.500 kr. Skráning í s. 535 2760 f. miðvikud. 5. des. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga er m.a. á þriðjud. kl. 9 glerlist/glerskurður og á fimmtud. frá hádegi er myndlist, á föstud. er leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu við Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Uppl. á staðnum og í s. 575 7720. Hæðargarður 31 | Jólapakkaskreyt- ingar 27. nóv. og 4. des. kl. 16. Föstudag 30. nóv.: Jónas Hall- grímsson: Sveinn Einarsson og skáldin í Skapandi skrifum frá Gjá- bakka. Sama dag er opnuð mál- verkasýning Stefáns Bjarnasonar. Ósóttir miðar á Vínarhl. 5. jan. til sölu. Uppl. í s. 568 3132. Íslenska bútasaumsfélagið | Félags- fundur kl. 14 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Félagsmenn á faralds- fæti, ferðasögur í máli og myndum. Leynigestur og sýning á smáteppum úr samkeppni, happadrætti. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í síma 564 1490. Kirkjustarf Sólheimakirkja | Kirkjuskóli Sól- heima og Mosfellsprestakalls er kl. 11. Söngur, gleði og sögustund, kaffi og ávaxtasafi eftir stundina. Sr. Rúnar Þór Egilsson, Mosfelli, og Sr. Birgir Thomsen, Sólheimum. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Ráð- stefna frá kl. 10-16. Thomas Jonson frá Svíþjóð kennir. Kennt verður um „að lifa og starfa fyrir Jesús“. Þingvallakirkja | Messa kl. 14. Kirkj- unni verður gefin útsaumuð lang- sessa í brúðarbekk. Það er gjöf Elsu E. Guðjónsson, sem hannaði út- saumsmunstrið, og dætra sr. Eiríks J. Eiríkssonar og Kristínar, sem sáu um útsauminn. Brúðarbekkinn gefa afkomendur sr. Sigurbjörns Á. Gísla- sonar og Guðrúnar Lárusdóttur. 80ára afmæli. Í dag, 24.nóvember, er Inga Ás- grímsdóttir, fyrrverandi hús- freyja á Borg í Miklaholts- hreppi, áttræð. Hún býr að Hraunbæ 103 í Reykjavík. Inga er að heiman á afmælis- daginn en dvelur í faðmi fjöl- skyldunnar ásamt manni sín- um, Páli Pálssyni frá Borg. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er laugardagur 24. nóvember, 328. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Samtökin ’78 bjóða til fyrir-lestrar í dag, sem hluta af við-burðadagskránni Lifandilaugardagur. Bjarni Karlsson flytur kl. 13.30 er- indið Um gæði náinna tengsla – Leit að viðunandi lágmarksgildum fyrir kristna kynlífssiðfræði. „Í fyrirlestrinum greini ég frá meist- araritgerð minni í guðfræði, þar sem ég leitast við að varpa ljósi á helstu þætti í menningu okkar sem ógna kynöryggi og kynfrelsi, og þar af leiðandi kyn- heilsu okkar,“ segir Bjarni. „Jafnframt sýni ég fram á hvaða öryggisþætti bibl- íuleg kristin trú felur í sér sem styðja við kynöryggi og kynfrelsi í samfélagi manna, og leiði að því rök að íslenska þjóðkirkjan geri rétt í því að opna kirkjulega hjónavígslu fyrir samkyn- hneigðum.“ Bjarni nefnir að vestræn menning sé lituð af sterkri tvíhyggju sem blandast hafi við rótgróna kynjahyggju og gert það að verkum að við tortryggjum efn- isheiminn en upphefjum andann: „Og svo hefur það einhvern veginn gerst í sögu menningarinnar að þeir þættir sem taldir eru óæðri, líkaminn, tilfinn- ingarnar, náttúran o.fl. hafa verið kven- gerðir um leið og skynsemin, andinn, hæfnin til að stjórna öðrum og aðrir slíkir þættir hafa orðið karlmannlegir í huga okkar. Úr verður sterk vitund um ójafnvægi kynjanna, sem nær svo langt að visst valdaójafnvægi konum í óhag þykir kynferðislega aðlaðandi, sem birtist augljóslega í almennum hug- myndum okkar um makaval.“ Bjarni segir homma óþolandi ögrun í þessu valdakerfi: „Í augum gagnkyn- hneigða karlmannsins er eins og homm- inn svíki lit með því að vilja elska eigið kyn, og taka ekki þátt í leiknum. Það sem mér liggur á hjarta með þessum ritgerðarskrifum er að sýna hvernig trúin á Jesú Krist gengur gegn allri tví- hyggju og kynjahyggju og á í sér fólgin þau lágmarksgildi sem kristin kirkja á að geta sameinast um, að líkaminn er góður, jafningjasamskipti eru rétt sam- skipti og að rökréttast sé að nota mann- miðlægt sjónarhorn í siðahugsun í stað regluboða.“ Samtökin ’78 eru til húsa á Lauga- vegi 3, 4. hæð. Aðgangur að fyrirlestr- inum í dag er öllum opinn og ókeypis. Samfélag | Fyrirlestur á lifandi laugardegi hjá Samtökunum ‘78 Líkaminn er góður  Bjarni Karlsson fæddist 1963 og ólst upp í höfuð- borginni. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1983, Cand. theol. gráðu frá HÍ 1990 og meistaragráðu í siðfræði frá sama skóla 2007. Hann starfaði sem aðstoðaræskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar, var síðar aðstoðarfangaprest- ur, sóknarprestur í Vestmannaeyjum og hefur frá 1998 verið sóknarprestur í Laugarneskirkju. Bjarni er kvæntur Jónu Hrönn Bolladóttur. Tónlist Café Aroma | Menn ársins skemmta. Norræna húsið | Tónleikaröð á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík kl. 14. Röðin er komin að vínarbarokki. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með söng og hljóð- færaleik. Aðgangur er ókeypis. Myndlist ART 11 | Guðmunda Kristinsdóttir og Þóra Friðriksdóttir sýna nýjustu málverk sín í dag og á morgun, 25. nóv., á vinnustofu ART 11, Auðbrekku 4, Kópavogi, kl. 13-17. Ráðhús Reykjavíkur | Tvær finnskar lista- konur, þær Outileena Uotila og Maria Gummerus-Aho, sýna verk sín í Ráðhúsinu. Meginþema verkanna er náttúran, berg- myndanir og vatn. Hin kalda fegurð ís- lensku náttúrunnar og fyrri tengsl þjóð- anna beggja við land sitt varð kveikjan að því að þær ákváðu sýna hér á landi. Bækur Bókasafn Kópavogs | Þrír barnabókahöf- undar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Kórnum 25. nóv. kl. 14. Jónína Leósdóttir les úr Kossum og ólífum. Þórarinn Eldjárn les úr bók þeirra Sigrúnar Eldjárn, Gælum, fælum og þvælum. Þórarinn Leifsson les úr Leyndarmálinu hans pabba. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi. Uppákomur Bjarteyjarsandur | Jólamarkaður Gallerís Álfhóls opnar kl. 13. Edda Andrésdóttir les úr bók sinni; Í öðru landi, saga úr lífinu. Þverflautunemendur úr Tónlistarskóla Akraness leika jólatónlist. Veitingar í boði. Perlan | Nýfundnaland og Labrador er heiti markaðstorgs 20 fyrirtækja sem kynna og selja almenningi vöru og þjónustu um helgina 24.-25. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Markaðstorgið er opið kl. 11-18 báða dagana Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð 25. nóvember kl. 14. Þriðji dag- ur í þriggja daga keppni. Sjá nánar á heima- síðunni www.bf.is. Fyrirlestrar og fundir Askja - náttúrufræðahús HÍ | Fyrirlestur í fyrirlestraröð Raunvísindadeildar Háskóla Íslands, Undur veraldar, sem haldin er fyrir almenning, í dag kl. 14 í stofu 132. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, fjallar um fjarkönnun á hafís, hafíssögu Ís- lands og framtíðarhorfur í útbreiðslu haf- íss. Sjá http://undur.hi.is. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtak- anna er 895 1050. ÞAÐ er ekki bara á Íslandi sem fólk flykkist í leikfangabúðir því hið sama var upp á teningnum í verslun Toys ’R’ Us við Times Square í New York í gær. Dagurinn markaði formlega upphaf jólaverslunarinnar í Bandaríkjunum og af því tilefni buðu margar verslanir vörur á góðu verði fyrir þá sem fyrstir komu. Kaupæði í New York Reuters FRÉTTIR Á DÖGUNUM færðu séra Sig- urður Pálsson og Jóhanna G. Möller UNICEF yfir 90 þúsund krónur sem söfnuðust í gull- brúðkaupsafmæli þeirra. Þau segja að aldrei hafi neitt annað komið til greina en að styrkja góðgerðarmál fyrir börn. Þau þekkja til Sameinuðu þjóðanna vegna starfa Jakobs Möllers, bróður Jóhönnu, en hann hefur starfað við Mann- réttindastofnun Sameinuðu þjóðanna í 25 ár. Það hafi því legið beint við að styrkja UNICEF, Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna. Við afhendingu styrksins sögðust þau ekki vilja koma sjálfum sér á framfæri en sam- þykktu myndatöku ef það gæti orðið til þess að vekja athygli á UNICEF og hvetja aðra til að gefa til góðgerðarmála með þessum hætti. „Það hefur færst í vöxt að fólk haldi upp á afmæli eða aðra merkisdaga í lífi sínu og biðji gesti um að gefa til góð- gerðarmála í stað þess að kaupa gjafir. UNICEF fagnar öllum slíkum framlögum og ver þeim til verkefna fyrir börn um allan heim,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Gjafir til góðgerðarmála JÓLADÚKAR, jólakúlur, ullarsokkar og vettlingar í öllum stærðum, myndir, hálsfestar, svuntur og barnaföt eru meðal þess sem heim- ilisfólkið á Grund hefur búið til fyrir jólabasarinn sem haldinn verð- ur í dag og á mánudaginn. Úrvalið hefur sjaldan verið meira. Kaffi- veitingar verða á boðstólum. Basarinn er haldinn á 4. hæð Grundar á austurgangi. Hann er opinn laugardaginn 24. nóvember kl. 13-17 og mánudaginn 26. nóvember kl. 13-16. Basarinn er öllum opinn. Jólabasar á Grund Traust fyrirtæki óskar eftir 1.000-1.500 fm húsi til kaups eða leigu. Um 600-800 fm verða nýttir fyrir lager en hinn hlutinn fyrir skrifstofur og þjónustustarfsemi. Góð lóð er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veita Hákon Jónsson og Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasalar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. M bl 9 38 85 7 Atvinnuhúsnæði með góðri lóð óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.