Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 37 GAGNRÝNI á samning Sjón- varpsins við Björgólf Guðmunds- son um fjárframlög til leikins efnis hefur einkum beinst að mögu- legum áhrifum hans á það efni sem framleitt verður. Björgólfur hefur frá upphafi lýst því að hann hafi eng- an áhuga á slíku og ef málið er skoðað kem- ur í ljós að þessi meinta hætta er hverfandi. Í fyrsta lagi munu peningarnir ekki renna til Sjónvarpsins heldur sjálfstæðra framleiðenda sem engin áhrif hafa á dagskrá Sjónvarpsins önnur en að bjóða því efni til sölu og framleiða það ef samningar takast. Í öðru lagi er það eingöngu í valdi dagskrárstjóra Sjónvarpsins að velja það efni sem fé verður lagt í. Ef dagskrárstjórinn tæki upp á því að ýta undir framleiðslu á „Björgólfsvænu“ efni yrði örugglega rekið upp ramakvein og slík ósvinna ekki látin viðgangast. Hið gagnstæða mun vera réttara; að vegna samningsins sé nánast útilokað að Sjónvarpið komi að framleiðslu á nokkru því leikna sjónvarpsefni sem telja mætti „Björgólfsvænt“ (helst dettur manni í hug að slíkt efni gæti ver- ið leikin þáttaröð um Thor Jensen eða aðra Thorsara). Í þriðja lagi mun þessi sjóður Björgólfs og Sjónvarpsins ekki einráður um hvaða leikið sjón- varpsefni verður framleitt. Ekki verður unnt að framleiða slíkt efni án stuðnings frá Kvikmynda- miðstöð Íslands (og iðnaðarráðu- neyti). Þar á bæ vinna sérfræð- ingar að því að vega og meta umsóknir og verða tæpast sakaðir um að draga taum Björgólfs við þau störf. Í fjórða lagi mun töluverður hluti þess efnis sem framleitt verður þurfa að reiða sig á styrki úr erlend- um kvikmyndasjóðum, einkum þeim nor- ræna. Varla þurfum við að óttast að þar verði taumur Björg- ólfs dreginn. Þá er þess að geta að fjölmörg fyrirtæki, sem ekki tengjast Björgólfi á nokkurn hátt, munu vilja styðja og styrkja þá menningarlegu end- urreisn sem stóraukin framleiðsla á leiknu íslensku sjónvarpsefni getur orðið. Þau munu jafnframt sjá sér hag í að tengjast slíkum verkefnum, einfaldlega vegna þess að áhorf á slíkt efni er með því mesta sem hér þekkist. Undirritaður er þessa dagana að framleiða leikna sjónvarps- þáttaröð sem nefnist Mannaveiðar og verður sýnd í Sjónvarpinu eftir áramótin. Þetta eru lögregluþætt- ir byggðir á Bók Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu, en handritið er eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Þetta verkefni er það fyrsta sem fær fjármagn úr sam- eiginlegum sjóði Sjónvarpsins og Björgólfs. Umræddur sjóður fjármagnar tæplega helming af kostnaði við framleiðslu þáttanna og Kvik- myndamiðstöð um þriðjung. En baggamuninn reið styrkur frá Glitni sem leggur til 10% af fram- leiðslukostnaðinum og án þess fjár hefði ekki orðið af þáttagerðinni. Mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa greitt götu okkar við fram- leiðslu þáttanna. Maður finnur hvarvetna að það er mikill áhugi í samfélaginu á að styðja fram- leiðslu slíks efnis. Margir vilja leggja hönd á plóginn. Sem dæmi má nefna að Kaupþing lánaði okk- ur endurgjaldslaust húsnæði þar sem stærstur hluti upptökunnar fór fram. Þessir aðilar eru ekki frekar en Björgólfur að leita eftir því að hafa áhrif á dagskrá Sjónvarpsins nema að því marki að vilja hjálpa til við að efla framleiðslu leikins efnis. Það er vel, því íslenskir framleiðendur munu þurfa liðsinni margra annarra en Björgólfs ef takast á að hefja hér stöðuga framleiðslu leikins sjónvarpsefnis – þótt hans hlutur sé góður. Vindar í seglum sjónvarpsefnis Björn B. Björnsson skrifar um samning Sjónvarpsins við Björgólf Guðmundsson »Maður finnur hvar-vetna að það er mik- ill áhugi í samfélaginu á að styðja framleiðslu slíks efnis. Margir vilja leggja hönd á plóginn. Björn B. Björnsson Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Í dag kemur út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Frábært tilboð til áskrifenda Morgunblaðsins Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmtilegra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Nú býðst áskrifendum Morgunblaðsins að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 93 59 89            !"# $% %  &' ($ ) *       !"      # $% &     ' (%)) &*)% &    + $% & !"            (%)) &*)%   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.