Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÓRÐUNGUR bíla í Reykjavík reyndist vera á nagladekkjum sam- kvæmt talningu sem gerð var um miðjan nóvember. Leyfilegt var að setja nagladekk undir bifreiðar 1. nóvember. Á sama tíma í fyrra var þriðj- ungur bifreiða á negldum dekkjum. Sterkt samband er á milli fjölda bíla á nagladekkjum og svif- ryksmengunar í borginni þar sem naglarnir spæna upp malbikið. Draga þarf úr hlutfalli nagladekkja til að fækka þeim dögum þar sem mengunin fer yfir heilsuvernd- armörk, segir í tilkynningu. Hlutfall negldra dekkja hefur til- hneigingu til að hækka eftir því sem líður á veturinn en Reykjavík- urborg hefur í haust bent öku- mönnum á að kynna sér aðrar gerð- ir hjólbarða en nagladekk. Morgunblaðið/Júlíus Ryk Nagladekk stuðla að svifryki. 25% á nöglum MEÐALVERÐ á fermetra er tals- vert mismunandi eftir landsvæðum á Íslandi og seinasta árið hefur fer- metrinn í fjögurra herbergja íbúð í fjölbýli kostað á bilinu 64 þúsund upp í yfir 240 þúsund, eftir því hvar á landinu er keypt. Eru þessar tölur fengnar frá Fasteignamati ríkisins. Lægsta fermetraverðið var á Ísa- firði þar sem það var um 64 þúsund. Í Garðabæ, þar sem fermetrinn var dýrastur, kostaði hann hins vegar rúmar 244 þúsund. Á höfuðborg- arsvæðinu var fermetraverðið lægst í Hafnarfirði þar sem það er um 200 þúsund. Fermetraverðið á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og Reykjavík var fremur svipað eða um 220-225 þúsund. Fermetraverð lægst á Ísafirði SVEINN Hlífar Skúlason, for- stjóri Hrafnistu, mun láta af störf- um frá 31. janúar nk. að eigin ósk. Sveinn hefur gegnt þessu viða- mikla starfi í tæp tíu ár. Honum hefur farnast vel í starfi, bæði hinum daglega rekstri og við að móta framtíðarstefnu Hrafnistuheimilanna í samvinnu við stjórn sjómannadagsráð og stjórn- endur Hrafnistu, segir í tilkynn- ingu. Í stað Sveins hefur Pétur Magn- ússon verið ráðinn forstjóri. Pétur lauk lyfjafræðinámi með masters- gráðu frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA-námi frá Háskóla Reykja- víkur með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun árið 2004. Und- anfarin ellefu ár hefur Pétur starf- að hér á landi að markaðs- og kynn- ingarmálum fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki, nú síðustu þrjú ár fyrir lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme á Íslandi. Pétur hefur verið mjög virkur í félagsmálum. Meðal annars hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands og Lyfjafræðingafélag Ís- lands. Hann er nú formaður knatt- spyrnudeildar Aftureldingar. Pétur er kvæntur Ingibjörgu E. Ingimarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvo syni. Nýr forstjóri Hrafnistu Pétur Magnússon BYGGINGAREFNI er meðal margvíslegra vörutegunda sem Ís- lendingar gætu flutt inn frá Ný- fundnalandi en þar er talsvert um- framframboð á viði, að sögn Trevors Taylors, ráðherra við- skipta- og byggðamála á Ný- fundnalandi og Labrador. Um helgina fer fram í Perlunni sölusýningin „Komdu og upp- lifðu … Nýfundnaland og Labra- dor“ en þar kynnir 31 fyrirtæki frá Nýfundnalandi og Labrador vörur sínar og þjónustu. Að vísu er ekk- ert fyrirtæki sem framleiðir bygg- ingarefni þeirra á meðal en til dæmis verður kynnt ferðaþjónusta, gjafavörur, tónlist og fatnaður. Þá verða menningartengdir viðburðir sem tengjast Nýfundnalandi og Labrador um alla borg. Tækifæri til viðskiptatengsla „Fólk hefur þarna tækifæri til að hitta talsmenn fyrirtækjanna á sýningunni og sjá það sem þau hafa upp á að bjóða. Vonandi skilar það sér í einhverjum viðskipta- samböndum okkar á milli,“ segir ráðherrann. Ráðherrann segir Ísland og Ný- fundnaland eiga ýmislegt sameig- inlegt. „Það liggja talsverðir mögu- leikar í samstarfi fyrirtækja á Ís- landi og á Nýfundnalandi,“ segir hann og vísar jafnframt til sam- komulags sem gert var við íslenska forsætisráðherrann í heimsókn til Nýfundnalands í sumar um nánari samvinnu fylkisins og Íslands. „Við teljum að það sé grundvöll- ur fyrir samvinnu á sviði rann- sókna. Menntastofnanir okkar gætu unnið meira saman, sér- staklega hvað viðkemur sjáv- arútvegstækni og erfðarann- sóknum. Við eigum það sameiginlegt að eiga rætur í fisk- veiðum og höfum getið okkur orð á heimsvísu í sjávarútvegi. Stundum gott orð en stundum ekki nógu gott,“ segir Taylor og skellir upp úr. „En í báðum tilfellum erum við umkringd vatni og það hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Á tímum hlýnunar loftslags og umhverf- isbreytinga munu sjávarrannsóknir hafa mikla þýðingu. Nú þegar hef- ur verið gert samkomulag við Ír- land og Rhode Island-fylki um slíkar rannsóknir og ef Ísland slæst í hópinn náum við að þekja þungjamiðju Norður-Atlantshafs- ins.“ Hvað varðar erfðarannsóknir segir Taylor að íbúar Nýfundna- lands séu eins og íslenska þjóðin meðal örfárra í heiminum sem hafi verið það vel skjalfestir að hægt sé að nýta upplýsingarnar til rann- sókna á erfðasjúkdómum. Vandinn sé hins vegar sá að fyrirtæki hafi komið til fylkisins, notfært sér erfðaupplýsingar þar og gert það sem þeim sýnist með þær. „Við þurfum að fá betri skilning á þessu og stýra þessu betur sjálf.“ Samvinna í viðskiptum, sjáv- arútvegi og erfðarannsóknum Trevor Taylor, við- skiptaráðherra Ný- fundnalands, sagði Soffíu Haraldsdóttur að efla þyrfti tengsl fyrirtækja og menntastofnana á Ís- landi og í fylkinu. Tækifæri til viðskipta Vörur og þjónusta frá Nýfundnalandi eru kynntar á sölusýningunni í Perlunni, svo sem elgsveiðiferðir, listmunir og handverk. Í HNOTSKURN »Beint flug til Nýfundnalandstekur þrjár klukkustundir. Ráðherrann segir ekki loku fyrir það skotið að í Evrópuflugi verði hægt að millilenda á Íslandi. Það muni ekki nema u.þ.b. klukku- stund í flugtíma. »Nýfundnaland og Labradorer fylki í Kanada og nær yfir eyjuna Nýfundnaland úti fyrir austurströnd Kanada og Labra- dor á meginlandinu. Þar búa 500 þúsund manns. Ráðherrann Trevor Taylor var áður sjómaður og var meðal annars skip- stjóri á rækju- og krabbaveiðiskipum um nokkurra ára skeið. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.