Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 53 Krossgáta Lárétt | 1 andvíg, 8 guð- hrætt, 9 stúlkan, 10 frí- stund, 11 rétta við, 13 ákvarða, 15 mús, 18 mikið, 21 nár, 22 tjón, 23 vesæll, 24 pretta. Lóðrétt | 2 vanvirða, 3 drembna, 4 kaffibrauð- stegund, 5 sér eftir, 6 mjög, 7 flanið, 12 læt af hendi, 14 útlim, 15 melt- ingarfæri, 16 brotsjór, 17 ávöxtur, 18 þrjót, 19 trylltur, 20 hreina. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlífa, 4 eggja, 7 geymt, 8 ramba, 9 trú, 11 alda, 13 unna, 14 kætir, 15 sæma, 17 tarf, 20 ara, 22 látún, 23 unnið, 24 afana, 25 terta. Lóðrétt: 1 hagga, 2 ímynd, 3 autt, 4 edrú, 5 gaman, 6 apana, 10 Rútur, 12 aka, 13 urt, 15 súlda, 16 motta, 18 asnar, 19 fiðla, 20 anga, 21 aumt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fyrirgefðu taugaveiklaða fólkinu. Það á það til að segja heimskulega og móðgandi hluti, en meinar ekki orð af því. Það eina sem þú getur gert er að taka því. (20. apríl - 20. maí)  Naut Orðið „kerfisbundinn“ virðist and- stæða rómantíkur, en stjörnurnar eru hliðhollar því að þú leitir ástarinnar á nýj- an hátt. Skrifaðu lista yfir kostina sem þú vilt að elskhuginn hafi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert kannski ekki að leita að nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi. Sköpunarþrá þín þarfnast útrásar og sættu þig við það. Í kvöld færðu verðlaun. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Lærðu að þekkja keppinautinn og byggðu herkænsku á þeirri þekkingu. Í kvöld gætir þú misst af mjög varfærinni ástarjátningu ef þú ekki hlustar vel. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vandamál sem hefur elt þig lengi virðist auðleysanlegt með hjálp einhvers sem þekkir það af eigin raun. Afþakkaðu pent ráð frá öðrum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er erfið týpa í hópnum þínum þar sem allir geðjast öllum. Þetta getur stressað þig, ef þú leyfir því að gerast. Þú getur forðast persónuna eða leiðindin í henni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þín bíða dásamlegar kringumstæður. Þú ert neyddur til að taka myndir með huganum svo þú getir seinna endurupp- lifað hlutina og tengt við núlíðandi stund. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er ekki það að þig vanti eldmóð. Útgáfan þín af honum er bara væg, upplýst, siðuð. Í stað þess að ganga með rósrauð gleraugu, ertu með rósrauð- ar linsur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt þú sért varfærinn, ertu samúðarfullur. Fólk sem áður gætti sín á þér, gefur þér nú tækifæri. Allir læra af því. Í kvöld er skemmtilegt ljón í stuði. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það krefst þroska að skipta á skyndistuði og langtíma hagnaði. En þeg- ar hagnaðurinn er afar safaríkur, er það auðvelt. Þorðu að vera STÓR. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Er fólk áhrifaríkt af því að þú ætlast til þess? Kannski. Þú getur haft áhrif á getu annarra og sköpunarkraft bara með því að hugsa fallega um það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samband ætti að vera eins og strengur á æðislegum buxum – þægilega aðþrengdur, en nægt pláss til að anda. Meyja skilar sínu. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 0-0 7. Bg2 d5 8. cxd5 Rxd5 9. Db3 Da5 10. Bd2 Rc6 11. Rxc6 bxc6 12. 0-0 Bxc3 13. bxc3 Ba6 14. Hfd1 Dc5 15. e4 Bc4 16. Da4 Rb6 17. Db4 Dh5 18. Bf4 c5 19. Db2 Had8 20. He1 Hd7 21. h3 h6 22. a4 Ba6 23. Da2 Hfd8 24. a5 Rc4 25. Bf1 e5 26. g4 Dg6 27. Bxc4 exf4 28. Bd5 f3 29. c4 h5 30. Kh2 Df6 31. Hg1 hxg4 32. Hab1 Staðan kom upp á minningarmóti Tals sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Norska undrabarnið Magnus Carlsen (2.714) hafði svart gegn rússneska stórmeistaranum Dmitry Jakovenko (2.710). 32. … Bxc4! 33. Dxc4 Df4+ 34. Hg3 Hxd5! 35. Dxd5 Hxd5 36. exd5 c4 svartur hefur nú léttunnið tafl. 37. Hd1 c3 38. d6 c2 39. Hd3 Dc4 40. He3 Dc6 41. Hd3 Dc5 og hvítur gafst upp. SKÁK Svartur á leik. Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Íferðin í tígulinn. Norður ♠73 ♥942 ♦652 ♣KDG109 Vestur Austur ♠G10985 ♠642 ♥D853 ♥G106 ♦K9 ♦D1087 ♣63 ♣Á74 Suður ♠ÁKD ♥ÁK7 ♦ÁG43 ♣852 Suður spilar 3G. Geti vörnin dúkkað lauf tvisvar, verður sagnhafi að fá aukaslag á tígul og það er opin spurning hvernig best sé að fara í litinn. Útspilið er spaða- gosi. Til að byrja með er alla vega rétt að spila laufi. Austur gefur og sagnhafi spilar tígli úr borði – hver veit, austur gæti stungið upp háspili með hjónin. En hér setur austur smátt án nokkurs hiks og þá er freistandi að spara gos- ann og setja lítinn tígul heima. Segjum það. Sagnhafi drepur næsta slag, leggur svo niður tígulás áður en hann spilar laufi aftur. Aftur dúkkar austur, til- neyddur, og nú spilar sagnhafi tígli á gosann og tryggir sér níunda slaginn. Þessi íferð gengur upp þegar vestur á háspil annað, en ekki ef austur á hjónin fjórðu eða fimmtu. Líkinda- fræðilega er lítill munur á þessum möguleikum og því best að láta borð- tilfinninguna ráða för. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Skipaður hefur verið nýr ríkissaksóknari, Valtýr Sig-urðsson. Hvar starfaði hann áður? 2 Hugmyndir hafa komið fram um að fiskiskipaflotinnnoti jurtaolíu í stað dísilolíu. Úr hvaða jurt á að fram- leiða olíuna? 3 Hversu mörg hegningarlagabrot voru tilkynnt til lög-reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra? 4 Umboðsmaður neytenda hefur tekið undir gagnrýni áverðtryggingu. Hver er hann: Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ráðinn hefur ver- ið nýr framkvæmda- stjóri Samtaka iðn- aðarins. Hver er hann? Svar: Jón Steindór Valdimars- son. 2. Hvaða bók trónir efst á bók- sölulista Morgun- blaðsins? Svar: Ítalskir réttir Hag- kaupa. 3. Tvær systur fagna samtals 45 ára rithöfundaafmæli um þessar mund- ir. Hverjar eru þær? Svar: Iðunn og Kristín Steinsdætur. 4. Sig- urður Einarsson hjá Kaupþingi mun taka við stjórnarsæti í einu helsta fyrirtæki Noregs. Hvaða fyrirtæki? Svar: Storebrand. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Golli dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR GUÐRÚN Eiríksdóttir og Sunna Björg Sigurjónsdóttir tölvunarfræð- ingar afhentu nýlega rektor Háskóla Íslands, Kristínu Ingólfsdóttur, tölvuleikinn Tuma og táknin. Í fréttatilkynningu segir að hug- myndin að leiknum hafi kviknað á námskeiði í tölvunarfræði um tölvur og markaðsmál í umsjón dr. Jóhanns Péturs Malmquist, prófessors við Háskóla Íslands. Hugmyndin þróað- ist og varð viðfangsefni Guðrúnar í lokaverkefni hennar í tölvunarfræði vorið 2005. Að því búnu hélt hún verkefninu áfram og fékk Sunnu Björgu til liðs við sig og hafa þær unnið sleitulaust að verkefninu síð- an. Í vor kom leikskólaútgáfa tölvu- leiksins á markað og nú þegar hefur leikurinn verið tekinn í notkun á um 100 leikskólum. Þær Guðrún og Sunna stofnuðu svo fyrirtækið Tákn með tali ehf. og er hlutverk þess að halda utan um starfsemina sem tengist gerð leiksins. Tumi og táknin er tölvuleikur á ís- lensku fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Leikurinn byggist á 45 þrautum sem allar eru í björtum og skærum litum, og er miðað við að hann sé með því fyrsta sem barnið reynir við í tölvu. Leikurinn er afar einfaldur og þurfa börnin t.d. einungis að smella með músinni en ekki draga hana. Leikn- um er ætlað að örva málþroska, auka orðaforða og bæta framburð, þannig að hann er ekki síður ætlaður erlendum börnum en íslenskum. Tákn með tali er tjáningarmáti og kennsluaðferð sem notuð er á leik- skólum til að efla málþroska barna. Aðferðin felst í því að tákna orðin um leið og talað er og er mjög út- breidd í almennu leikskólastarfi. Hafþór Helgi Helgason gerði allar teikningar í leiknum og Signý Ein- arsdóttir talmeinafræðingur veitti ráðgjöf við táknin. Leikurinn Tumi og táknin er nú kominn í almenna sölu til heimilisnota í verslunum BT, Hagkaupa, Skífunnar og í Skóla- vörubúðinni. Tölvuleikurinn Tumi og táknin afhentur rektor HÍ Tölvuleikur F.v. Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði, Sunna Björg Sigurjónsdóttir og Guðrún Eiríksdóttir höfundar leiksins, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Kristján Jónasson, formaður tölvunarfræðiskorar HÍ og Ebba Þóra Hvannberg, forseti verkfræðideildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.