Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Gefins
Kettlingar
5 kassavana og kelna kettlinga vant-
ar heimili. Get komið þeim suður eða
norður. Upplýsingar: 868 8051 eða
551 5082.
Húsnæði óskast
3ja herbergja íbúð óskast
Ungt par óskar eftir 3ja herbergja
íbúð til leigu strax, erum reyklaus og
partýlaus. Góðri umgengni heitið og
skilvísum greiðslum. Hámarksleiga
90.000.
Sigþór 866 0400 eða Íris 867 1886.
Atvinnuhúsnæði
Dótakassi á Akranesi
Gott 241 fermetra atvinnuhúsnæði til
skammtíma- eða langtímaleigu.
Hagstætt leiguverð. Upplýsingar í
gsm 891 7565 og 893 4800.
Ferðalög
Klúbbar og félagasamtök
Skipuleggjum sérferðir til Barcelona,
Bayern, Búdapest, Ítalíu, London,
Rínardals, Skotlands, Slóveníu,
Svartaskógar og Utah. Hjólaferðir,
hallargisting, gönguferðir, golf,
vínsmökkun, skíðaferðir, jólamarkaðir
og bjórmenning - bara gaman!
Nánar á www.isafoldtravel.is.
Ferðaskrifstofan Ísafold,
sími 544-8866.
Heilsa
Lr- kúrinn er tær snilld.
Léttist um 22 kg á 6 mánuðum. Aukin
orka, vellíðan, betri svefn og þú los-
nar við aukakílóin. Uppl. hjá Dóru í
s. 869 2024 eða www.dietkur.is
Nudd
Námskeið
PMC Silfurleir
Búið til módelskartgripi úr silfri –
Grunnnám helgina 8 og 9 des.-
Tilvalin jólagjöf, falleg gjafakort í
öskju. Skráning hafin fyrir janúar og
febrúar. Uppl. í síma 6950405 og
www.listnam.is
Tölvur
2ja mánaða Fujitsu-Siemens
Til sölu SCALEO LA 2610 borðtölva
með 19" flatskjá. AMD DUAL CORE
A64 X2 4400 2GB (2X1024MB)DDR2
533 HDD 250GB DVDRW SMDL ATI
RADEON XPRESS 1150.
Uppl. í s. 894 0141.
Meðferðabekkir
Glæsilegir bekkir frá USA.
Ath. 7,6 cm svampþykkt
Nálastungur Íslands ehf.
www.nalar.net
Sími 5200120 og 8630180
Hljóðfæri
Til sölu
sérlega vel með farið YOUNG
CHANG píanó. Verð ca. 230.000 kr.
Sími 551 7415 eða 897 1245.
Húsgögn
Verslun
Rafhlöðukerti!
Rafhlöðukerti úr vaxi eða silikoni.
Enginn hiti, engin eldur! - Enginn
reykur, ekkert sót! - Langur líftími
á rafhlöðu! Tilvalin fyrir kerta-
skreytinguna eða þar sem hefðbundin
kerti eru ekki leyfileg.
Gosbrunnar ehf - Langholtsvegi
109, á bakvið. S:695-4220.
Til sölu
sérlega vel með farið sófasett
(3+1+1), á góðu verði.
Sími 551 7415 / 897 1245.
Pool-borð til sölu
Gott 8 ft pool-borð til sölu fyrir
50.000 kr. Nánari upplýsingar hjá
Helgu í síma 587 7770 eða netfang:
helga@ev.is
Dýrahald
Chihuahua til sölu
Brúnar chihuahua-tíkur tilbúnar til af-
hendingar. Heilsufarskoðaðar, ör-
merktar og ættbók frá Rex. Nánari
uppl. í síma 897 6440.
Antík
Nýjar vörur í Maddömunum
Nýtt í búðinni frá Danmörku og
Svíþjóð, m.a. íkon frá Rússlandi -
dúkkuvagn - dúkkur - Rosenborg o.fl.
o.fl. www.maddomurnar.com.
Langur laugardagur 1. des.
Jeppar
TILBOÐ 1.950 þús.: Doublecab
ek. aðeins 38 þús. NISSAN Disel
2004, 2,5 TDI, breyttur 33" (36" pass-
ar). Læstur aft., loftpúðafjöðrun,
beinsk., stigbretti. Eyðsla 10 L/100
km. Einn eigandi, ekkert áhvílandi.
Ásett verð 2.700 þús TILBOÐ 1.950
stgr. Sími 840 2713.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Kristófer Kristófersson
BMW.
861 3790.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur
í vetraraksturinn. Akstursmat og
endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Heilsárshús
www.kverkus.is
Hús í borg – Hús í sveit.
Vönduð heilsárs hús á góðu verði.
Margar útfærslur. Framleiðum einnig
eftir sérteikningum.
Gerum tilboð í glugga og hurðir
úr furu, mahogany, ál/tré, áli og
plasti. Erum einnig með hvíttaðan
innipanel, lerki í pallinn og fleira.
Kíktu á heimasíðuna okkar og/eða
hafðu samband í síma 581 2220 eða
858 0200.
Kverkus ehf.
kverkus@kverkus.is
www.kverkus.is
Einbýlishús og vinnustofa!
íbúðarhús 130,5 fm og 97 fm aukahús
í Skeiða og knúpverjahrepp gróin
1500 fm lóð áhv lán 15,5 m fastir
vextir 4,85. Verð 27milj. Upplýsingar
Kjöreign: 533-4040 eig: 899-7770.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
HJÖRVAR Steinn Grétarsson og
Sverrir Þorgeirsson höluðu inn sam-
tals fjóra vinninga í 5. og 6. umferð
heimsmeistaramóts barna og ung-
linga sem fram fer þessa dagana í
Tyrklandi.
Á fimmtudaginn voru tvær um-
ferðir á dagskrá og sátu margir ansi
lengi að tafli, þó enginn lengur en
Sverrir Þorgeirsson sem var í skák-
salnum í meira en átta klst. Þeir hafa
fjóra vinninga eftir sex skákir og eru í
námunda við toppsætin, Hjörvar í
flokki pilta 14 ára og yngri og Sverrir
í flokki pilta 16 ára og yngri.
Alls taka nálega 1.500 börn og ung-
lingar víðsvegar að úr heiminum þátt í
þessu stóra móti. Það fer fram í ráð-
stefnusal Limra-hótelsins sem liggur
við strendur Miðjarðarhafsins í Asíu-
hluta Tyrklands. Tyrkir hafa á und-
anförnum árum skipulagt hvert stór-
mótið á fætur öðru, enda skákin í
mikilli uppsveiflu þar í landi. Fróðir
menn segja mér að meðlimafjöldi í
skáksambandinu þar sé nálega 200
þúsund manns og hafi meira en þrjá-
tíufaldast á nokkrum árum. Ekki verð-
ur annað sagt en að Tyrkjum hafi tek-
ist vel upp við skipulagninguna, allir
þættir koma vel út og eru til fyrir-
myndar. Skáksamband Íslands sendir
níu þátttakendur til mótsins, þar af eru
fimm stúlkur og fjórar piltar en ald-
ursflokkarnir í báðum kynjum er frá 8
til 18 ára. Fararstjórar og þjálfarar
auk undirritaðs eru Páll Sigurðsson og
Bragi Kristjánsson, báðir stjórnar-
menn í SÍ. Yngstu stúlkurnar, Hildur
Berglind Jóhannsdóttir, sem keppir í
flokki stúlkna átta ára og yngri, og
Hrund Hauksdóttir, sem teflir í flokki
stúlkna 12 ára og yngri, hafa ekki áður
teflt á svo stóru móti né heldur teflt
margar skákir með fullum umhugsun-
artíma. Með þátttöku sinni öðlast þær
mikilvæga reynslu sem án efa mun
reynast þeim vel á komandi árum.
Hinar eldri, Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir, sem teflir í flokki
stúlkna 14 ára og yngri, Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir, sem teflir í
flokki stúlkna 16 ára og yngri þó ekki
sé hún orðin 15 ára og Elsa María
Þorfinnsdóttir, sem teflir í flokki
stúlkna 18 ára og yngri hafa allar
heyjað sér umtalsverðrar reynslu á
mótum af þessu tagi og öðrum á und-
anförnum árum. Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir hefur náð afbragðs
árangri undanfarið. Hún vann sann-
færandi sigur í fyrstu umferð yfir
bandarískri stúlku, Alisu Melekhinu,
en hefur átt erfitt uppdráttar síðan og
er einungis með 2 vinninga að loknum
sex skákum. Vonir standa til að hún
nái sér vel á strik á lokasprettinum.
Elsa María Þorfinnsdóttir hefur ver-
ið óheppin í nokkrum skáka sinna og
missti t.d. niður auðunna stöðu í 4.
umferð. Hún er með 2½ vinning. Þá
hefur Jóhönnu Björgu Jóhannsdótt-
ur ekki gengið vel, en hún er með 1½
vinning. Hún átti unnið tafl í fimmtu
umferð en varð að sætta sig við jafn-
tefli og tapaði svo seinni skákinni
þann daginn.
Það er bjargföstu skoðun undirrit-
aðs að þær standi allar á þröskuldi
mikilla framfara. Vart þarf að taka
fram að mótið er geysilega sterkt
enda hefur enginn auðveldur sigur
unnist. Það sem hefur einna mest
breyst á undanförnum árum er að
fjölmennustu þjóðir heims, Kínverjar
og Indverjar, hafa lagt sífellt meiri
áherslu á útbreiðslu skákarinnar og
eiga þessar þjóðir þéttskipaðar sveit-
ir sterkra ungra skákmanna í Kemer.
Svanberg Már Pálsson, sem teflir í
flokki pilta 14 ára og yngri og Dagur
Andri Friðgeirsson, sem teflir í flokki
pilta 12 ára og yngri, hafa báðir teflt
afar frísklega og oft miklar sviptingar
í skákum þeirra. Þeir hafa báðir hlot-
ið 3 vinninga af sex mögulegum. Í
þriðju umferð byggði Dagur Andri
upp sterka sóknarstöðu gegn rúss-
neskum andstæðingi sínum. Hann
gat leitt skákina til lykta með snjallri
drottningarfórn, missti af því og 50
leikjum síðar eða svo var komið peðs-
endatafl sem var steindautt jafntefli:
HM í Tyrklandi:
Dagur Andri Friðgeirsson –
Kirill Tyutyunnikov (Rússland)
Sjá stöðumynd 1
Hvítur á leik og svartur hefur náð
andspæninu. Það þýðir jafntefli. En
áður en Dagur sætti sig við skiptan
hlut ákvað hann að taka smá hring-
ferð: 77. Ke4 Ke6 78. Kd4 Kd6 79.
Ke3 Ke5?? (Þetta er vissulega and-
spæni en þar sem f5-reiturinn er ekki
tiltækur var „fjarlæga andspænið“, 3.
… Ke7! lausnin)
80. Kf3! Kd6 81. Kf4! („ská-and-
spæni“) 81. … Ke6 82. Ke4! (Sama
staða og í upphafsstöðunni – en svart-
ur á leik!) 82. … Kf6 83. Kd5 Kf7 84.
Ke5 Ke7 85. Kf5 Kf7 86. h5! – vegna
leikþvingunar fellur h6 peðið. Stuttu
síðar gafst Rússinn upp.
Skáklistin getur stundum verið dálít-
ið duttlungafull grein. Í endatöflum
dugar mikill liðsmunur stundum ekki til
sigurs, öflugustu tölvuforritin hafa
sannað að engin leið er að vinna með
drottningu og kóng gegn hrók og kóng.
Mörg slík dæmi má finna. Stundum
koma upp stöður þar sem varnaraðilinn
vildi helst af öllu varpa fyrir borð ein-
hverjum af liðsmönnum sínum:
HM í Tyrklandi:
Kantans Toms (Lettland) –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Sjá stöðumynd 2
Síðasti leikur hvíts var 67. Ka8 –
rétt var 67. Kc7 og staðan er jafntefli.
Nú lék Hjörvar 67. … Db6! 68. Bb7
(Helst af öllu vildi hvítur losa sig við
biskupinn og leika 2. a7. Þá má alls
ekki leika 2. … Dxc6+ 3. Kb8 og stað-
an er fræðilegt jafntefli en svartur
lætur biskupinn alveg ósnertan: eftir
2. … Dc7! labbar kóngurinn til b6 og
svartur mátar! ) 68. … Dc7! Kóng-
urinn er á leið til b6 og við þeirri áætl-
un á hvítur ekkert svar. Toms gafst
upp. Svanberg Már Pálsson lenti í
erfiðu endatafli í 4. umferð. Biskupar
hans tveir máttu kljást við hrók hvíts
og tvö umframpeð. Þegar hér var
komið sögu var ljóst að hvítur var bú-
inn að missa af lestinni. En að svartur
næði að töfra fram mátsókn með
kóng og biskup kom Bassan í opna
skjöldu:
Sjá stöðumynd 3
HM í Tyrklandi:
Remo Bassan (Venesúela) –
Svanberg Már Pálsson
(Hvítur lék síðast 48. Ha3+ og
undirbýr 49. Hb3 48. … Kf2! Hótar
49. … Bxg2 mát. Hvítur varð að leika
49. h4 en eftir 49. … b1(D)+ blasti
mátið við.
Í gær, föstudag, var frídagur en síð-
an verða lokaumferðirnar fimm tefld-
ar.
SKÁK
Antalya, Tyrklandi
18.–29. nóvember
Helgi Ólafsson
Heimsmeistaramót barna og unglinga
Hjörvar og Sverrir í námunda við toppinn
Stöðumynd 1 Stöðumynd 3Stöðumynd 2
FRÉTTIR
GERÐUR Gestsdóttir verk-
efnastjóri félagslegra verkefna Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands í
Níkargva afhenti forseta Rauða
kross-deildar í borginni Camoapa
glænýjan sjúkrabíl á dögunum fyrir
hönd ÞSSÍ.
Að sögn Gerðar er þörfin fyrir
sjúkrabíl á þessu svæði augljós. Hún
nefnir sem dæmi að sama dag og bíll-
inn var afhentur hafi tvisvar þurft að
nota hann til sjúkraflutninga. Gerður
segir að auk þess að nýtast íbúum
sveitarfélagsins komi bíllinn að sér-
staklega góðum notum fyrir kon-
urnar í mæðrahúsinu, sem Rauði
krossinn rekur og ICEIDA fjár-
magnaði bygginguna á. Það séu kon-
ur úr dreifbýlinu sem eru í áhættu-
meðgöngu og oft þurfti að flytja þær
í skyndi á heilsugæslu eða sjúkrahús.
Íbúar Camoapa eru um fjörutíu
þúsund talsins. Þar er atvinnuleysi
hæst í Níkaragva, 52%.
Guatalupe, forseti Rauða krossins í
Camoapa og Maria, sjúkrabílstjóri,
fá nýja bílinn afhentan.
Nýr sjúkra-
bíll afhentur
í Níkaragva
Fréttir á SMS