Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 41 ✝ Guðlaug ElínHallgrímsdóttir fæddist á Bjarna- stöðum við Dalvík 16. nóvember 1924. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð að kvöldi fimmtu- dagsins 15. nóv- ember síðastliðins. Guðlaug Elín var dóttir hjónanna Hallgríms Gísla- sonar, f. 1. des. 1880, d. 22. júní 1964, og Hansínu Jónsdóttur, f. 5. ágúst 1886, d. 15. júlí 1956. Systkini Guðlaugar Elínar eru Stefán, f. 1911, d. 2003, Jónas, f. 1912, d. 2002, Gísli, f. 1914, d. 1996, Guðrún Jó- hanna, f. 1917, d 1919, Jóhanna Guðrún, f. 1919, Kristinn Hólm- freð, f. 1922, Sólveig Rósa, f. 1926, og Maríanna Jóna, f. 1928, d. 1980. Guðlaug Elín giftist 31. maí 1947 Haraldi Tryggvasyni, f. 23. september 1921, þau eignuðust átta börn, þau eru: 1) Pétur, f. 14. ágúst 1948, kvæntur Hjördísi Lovísu Pálmadóttur, börn þeirra 30. nóvember 1958, kvæntur Láru Kristínu Sigfúsdóttur. Börn þeirra eru: a) Guðrún Björg, gift Einari Karlsyni, börn þeirra Dag- ur Freyr og Eydís Lára, og b) Sigurgeir, í sambúð með Sunnu Brá Stefánsdóttur. 6) Ágústína, f. 24. nóvember 1961. dóttir hennar er Berglind Ágústína, í sambúð með Páli Harðarsyni. 7) Gunnar Berg, f. 5. maí 1963, var kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, þau skildu. Börn hans: a) Guðlaug Ásta, í sambúð með Kristjáni Baldri Valdimarssyni, b) Hermann Ingi og c) Jón Elvar. Gunnar er í sam- búð með Kristínu Bjarnadóttur. Stjúpdætur Gunnars eru Hulda, dóttir Ragnheiðar, og Ólína Rut, dóttir Kristínar. 8) Sigrún Rósa, f. 4. ágúst 1966, var gift Tómasi Viðarssyni, þau skildu. Dætur hennar a) Kristjana Vilborg, í sambúð með Eiríki Jónssyni, dótt- ir þeirra er Eva Natalie, og b) Ingunn Júlía. Guðlaug vann í kaupavinnu fram að fullorðinsárum, þar á meðal á Svertingsstöðum þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum. Bjó hún þar nánast til æviloka fluttist á Dvalarheimilið Kjarnalundi sumarið 2006 og síð- ustu dagana dvaldi hún á Hjúkr- unarheimlinu Hlíð. Guðlaug Elín verður jarð- sungin frá Kaupangskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eru a) Fanney Berg- rós, gift Hafsteini Lúðvíkssyni, dóttir þeirra Helga Dís og b) Haraldur Már í sambúð með Silju Einarsdóttur, börn þeirra Úrsúla Nótt og Illugi Dagur. 2) Tryggvi Geir, f. 12. janúar 1951, kvænt- ur Hrefnu Hallvarð- sdóttur. Dætur þeirra eru: a) Sól- rún, í sambúð með Sverri Rúnarssyni börn þeirra Arnar Geir, Atli Fannar, Aron Máni og Hrefna Huld, b) Kolbrún, sonur hennar Tryggvi Geir. c) Guðlaug Sigríð- ur. d) Guðrún Bergrós, í sambúð með Gísla Stefánssyni. 3) Sólveig Anna, f. 27. ágúst 1954, gift Herði Guðmundssyni, börn þeirra eru Gunnfríður Elín og Hákon Bjarki, í sambúð með Þorbjörgu Helgu Konráðsdóttur. 4) Hansína María, f. 7. mars 1956, var gift Gunnari Ásgeirssyni, þau skildu. Dætur hennar Ásdís Harpa, gift Elíasi Kristjánssyni, Ágústína og Margrét Dúna. 5) Hallgrímur, f. Kæra tengdamamma, mig lang- ar að setja örfá orð á blað í minn- ingu þína. Mig langar að þakka þér fyrir kynninguna þessi rúm- lega þrjátíu ár sem ég hef verið í fjölskyldunni. Það var alltaf gott að koma í Svertingsstaði og þú tókst alltaf vel á móti barnabörn- unum ykkar. Oft var gott að fá að geyma þau hjá ykkur þegar maður þurfti að bregða sér í burtu. Veit ég, að bæði Haraldur og Fanney undu sér alltaf vel í sveitinni. Góð kona er horfin á braut. Ég veit að henni líður betur núna. Ég votta Haraldi tengdaföður mínum, börn- um, tengdabörnum og öllum afa- börnunum samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem)) Blessuð sé minning mætrar konu. Guð blessi hana. Hjördís L. Pálmadóttir og fjölskylda. Það sem ég vildi hafa sagt elsku- legri tengdamóður minni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég tengdaföður mínum og fjölskyldu hans. Þín tengdadóttir, Hrefna. Nú stöðvar ekkert tregatárin, og tungu vart má hræra. Þakka þér amma, öll góðu árin, sem ótal minningar færa Já,vinskap þinn svo mikils ég met og minningar áfram lifa. Mót áföllum lífsins svo lítið get, en langar þó þetta að skrifa. Margt er í minninganna heimi, mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, ég geymi svo minningu þína. (Höf. ók.) Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt í gegnum árin, við áttum margar notalegar stundir saman sem ég mun geyma í hjarta mínu. Það var mér mikils virði, elsku amma mín, að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir þetta líf. Ég sat og hélt í hönd þína, þú varst frið- sæl og sátt við að kveðja. Þín sonardóttir Sólrún Tryggvadóttir. Kveðjuorð til ömmu. Elsku amma, við viljum þakka þér allar góðu stundirnar í sveit- inni hjá þér og afa. Þær munu allt- af fylgja okkur í gegnum lífið. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku afi, Guð styrki þig í sorg þinni. Guð blessi þig, elsku amma, hvíl í friði. Guðlaug Sigríður og Guðrún Bergrós. Elsku amma mín. Nú hefur þú kvatt þetta líf. Eftir standa margar dýrmætar minning- ar. Sveitin var alltaf í miklu uppá- haldi hjá mér þegar ég var lítil stelpa. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að vera mikið í sveitinni hjá ykkur og fengið að brasa við sveitastörfin í æsku. Þetta voru forréttindi í mínum huga. Þú varst hæglát, hlédræg og með allt á hreinu. Kona sem lifði tímana tvenna. Mér verður oft hugsað til þess að mér fannst svo hátíðlegt þegar þú klæddir þig í kápuna þína og varst með töskuna þína, klút og nælu, já, þá varstu að fara í bæinn. Þú varst nægjusöm og bæjarferðir fórstu ekki í nema af sérstöku tilefni og einmitt það gerði þetta svo hátíðlegt í mínum augum, lítil stelpa að fylgjast með þér undirbúa þig fyrir bæjarferð. Þótt þú værir ekki mikið að fara úr hlaði þá fylgdist þú vel með og varst svo fróð um ýmsa hluti. Í sveitinni ykkar eignuðust þið afi og óluð upp átta harðduglega og sterka einstaklinga og ég er svo innilega lánsöm að einn af þeim er pabbi minn. Mér þykir einstaklega vænt um okkar síðustu stund elsku amma mín, þegar ég kom norður í lok september og við náðum að spjalla saman og svo þegar ég var að fara þá baðstu mig að vera lengur sem ég gerði og sagði þér meira frá lífi okkar Tryggva Geirs litla og hvernig við hefðum það í Eyjum og þú hlustaðir. Þótt ég hafi þá verið grunlaus um að þetta væri okkar síðasta samtal þá er ég sannfærð um að þú hafir fundið það. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Innilegar samúðarkveðjur til þín elsku afi og fjölskyldu þinnar. Elsku amma mín, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Kolbrún Tryggvadóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku langamma, nú ertu orðin engill á himninum og við vitum að þú munt gæta okkar. Þökkum þér fyrir allar yndis- legu samverstundirnar í sveitinni okkar og í Kjarnalundi. Við mun- um geyma fallega brosið sem þú gafst okkur kvöldið áður en þú kvaddir þetta líf –það lifir í hjört- um okkar. Við ætlum að passa elsku lang- afa fyrir þig. Guð geymi þig, elsku langamma. Arnar Geir, Aron Máni og Hrefna Huld. Guðlaug Elín Hallgrímsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA HALLDÓRSDÓTTIR áður til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést að dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 13. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Starfsfólki Hlíðar eru færðar hjartans þakkir fyrir góða alúð og umönnun. Birgir Pálmason, Sigurbjörg Sigfúsdóttir, Elísabet Pálmadóttir, Ketill Tryggvason, Ásta Pálmadóttir, Hjördís Pálmadóttir, Pétur Haraldsson, Elsa Pálmadóttir, Valmundur Einarsson, Hreinn Pálmason, Þórunn Sigurðardóttir, Jón Karl Pálmason, Kolbrún Jónasdóttir, Viðar Pálmason, Kamilla Hansen, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AÐALBJÖRG G. ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Holti á Ásum, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni, Blönduósi, fimmtudaginn 22. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jósefína Hrafnh. Pálmadóttir, Ingimar Skaftason, Vilhjálmur Pálmason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Andrés Arnalds, Þorgrímur Pálmason, Svava Ögmundardóttir, Ólöf Pálmadóttir, Valdimar Guðmannsson, Elísabet Pálmadóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Bryndís Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALDA BJÖRK KONRÁÐSDÓTTIR, Hásæti 11a, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 1. desember kl. 14.00. Trausti Pálsson, Linda Traustadóttir, Hjalti Vésteinsson, Edda Traustadóttir, Björn Jóhann Björnsson, Páll Rúnar Traustason, Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA OTTÓSDÓTTIR ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Flúðabakka 1, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni, Blönduósi, fimmtu- daginn 22. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sólveig Georgsdóttir, Hans Kristján Guðmundsson, Ásta Georgsdóttir, Ingólfur Birgisson, Georg Ottó Georgsson, Linda Velander, Sigurður Georgsson, Sólveig Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN S. GÍSLADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík miðvikudaginn 21. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Erlingsson, Steinn Erlingsson, Steinunn Erlingsdóttir, Þorsteinn Erlingsson, Pálína Erlingsdóttir, Stefanía Erlingsdóttir og fjölskyldur þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.