Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 39 Nú þegar Silli á Húsavík hefur lokið vegferð sinni verða þáttaskil á Morgunblaðinu. Silli er sá maður sem lengst hefur skrifað fréttir í blaðið og var hann þó aldrei fastráðinn starfsmaður þess. Í nær 70 ár af 94 ára sögu Morgunblaðsins sendi Silli blaðinu fréttir frá Húsavík. Síðustu fréttina símaði hann í fyrra, 89 ára gamall. Það var frétt um jarð- skjálfta. Ég hef þekkt Silla alveg frá því ég var barn að aldri að alast upp á Húsavík. Tvö minningabrot standa upp úr. Silli kemur til Húsavíkur á þeim flottasta bíl sem ég hafði augum litið. Allur bærinn kom til að skoða þennan flotta bíl. Seinni minningin er úr sparisjóðnum. Ég er þar staddur ásamt pabba að stofna innlánsreikning og leggja inn á hann fyrstu peningana sem ég hafði eignast. Ég man vel hvað ég var stoltur þegar Silli rétti mér bankabók- ina og óskaði mér til hamingju með hana. Það er svo vorið 1974 að ég hef störf á Morg- unblaðinu og þá hefst langt og farsælt samstarf okkar Silla á fréttasviðinu. Hann var þá þegar einn af reyndustu fréttariturum blaðsins. Var talað um hann í sömu andrá og Björn í Bæ, Björn í Eyjum. Sverri Pálsson á Akureyri, Árna í Stykkishólmi og aðra slíka kappa í fréttaritarastétt. Fremstur meðal jafningja Silli var einstaklega vakandi í starfi sínu sem fréttaritari. Segja má með sanni að engin frétt sem máli skipti í Þingeyjarsýslum færi framhjá honum. En hann var líka vandlátur á fréttir og sendi helst ekki „vondar“ fréttir í blaðið. Silli var mjög fær ljósmyndari, einn sá allra fremsti í hópi fréttarit- aranna. Myndirnar gæddu fréttir Silla miklu lífi. Það var ætíð gleðiefni þegar síminn hringdi og Silli var á línunni. „Sæll vinur“ og „heyrðu“ voru ávörpin sem hann notaði mest. Hann var í miklu uppáhaldi hjá öllum á ritstjórn Morgunblaðsins, rit- stjórum, blaðamönnum og ljósmyndurum. Þegar fréttaritarar Morgunblaðsins komu saman til fundahalda, var hann fremstur meðal jafningja. Undir það síðasta fækkaði fréttunum frá Silla sem vonlegt var. Hann færði það stundum í tal við mig að nú vildi hann hætta en ég tók það ekki í mál. Það væri heiður fyrir blaðið að nafn hans stæði í fréttaritaraskránni. Við leiðarlok færi ég Silla innilegt þakklæti okkar Morgunblaðsmanna fyrir hans frábæru störf og áralanga vináttu. Jafnframt sendi ég ástvinum hans samúðarkveðjur. Morgunblaðið verður fátæklegra án Silla. Sigtr. Sigtryggsson. tuga og sjö ára skeið og sendum að- standendum hans hjartanlegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning okkar kæra skólabróður, Sigurðar P. Björnssonar. f.h. skólasystkinanna, Árni Kr. Þorsteinsson. Við Silli höfum þekkst í tæp 70 ár eða frá því í nóvember 1939. Þá hitt- umst við tveir ungir menn í stjórn- málaskóla Sjálfstæðisfokksins, þar sem Gunnar Thoroddsen var skóla- stjóri. Þar var kominn saman sérstak- lega samheldinn og áhugasamur hóp- ur alls staðar af landinu. Skóli þessi starfaði í mánuð og varð til þess að vinátta myndaðist. Síðan hefur samband okkar Silla ekki rofnað. Ég minnist þess með þakklæti er ég heimsótt hann á Húsa- vík árið 1940. Þá dvaldist ég á heimili hans í tvo sólarhringa. Það voru ánægjulegir dagar og ógleymanlegir. Eftir að ég flutti til Stykkishólms árið 1942 varð lengra á milli okkar. Alltaf er ég átti leið um Þingeyjarsýslur heimsótti ég vin minn. Ferðunum fjölgaði er Gunnlaugur, sonur minn, kom í Aðaldalinn sem kennari þar. Hann var alltaf reiðubúinn til að gefa mér tóm til að skoða bæinn og ná- grennið. Það voru góðar samveru- stundir. Þá skrifuðumst við oft á og mörg bréfin fóru okkar á milli. Silli hafði góða rithönd og allt var snyrtilegt sem hann kom að og sendi frá sér. Í mörg ár sendi hann vinum sínum áramótabréf. Þar tíundaði hann allt sem gerst hafði á Húsavík á árinu og auðvitað var ég einn af þeim fjölmörgu sem fengu þannig kveðju. Ég var undrandi hve miklu hann kom í verk. Hann var lengi bankastjóri á Húsavík og í því starfi var hann far- sæll, bæði leiðbeinandi og hjálpsamur á þeim vettvangi. Fræðimaður var hann góður og þar sem annars staðar vandaður. Ég veit að það munu marg- ir minnast hans og Morgunblaðið á honum margt að þakka í starfi sem elsta og farsæls fréttaritara. En maðurinn, Sigurður P. Björns- son, verður öllum minnisstæður sem honum kynntust. Ég þakka honum öll samferðarárin, vináttu og hið góða sem streymdi frá honum. Bið honum allrar blessunar og fólkinu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Við andlátsfregn Silla á Húsavík leitar hugurinn til baka og minning- arnar um þennan merka mann sækja á. Kynni okkar Silla hófust sumarið 1960. Ég hafði hafið störf sem bæj- argjaldkeri á Húsavík þá um vorið en Silli var þá sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Húsavíkur. Þann tíma sem ég var bæjargjaldkeri á Húsavík hafði ég einn heimild til að ávísa á reikning bæjarins hjá Sparisjóðnum. Fór ætíð vel á með okkur. Snemma ársins 1972 tók ég við starfi bæjarstjóra á Húsavík. Silli var þá útibússtjóri L.Í. á Húsavík. Fjár- hagur bæjarins var þá þungur, enda var Hitaveita Húsavíkur á fyrsta starfsári með miklar lausaskuldir sem L.Í. stóð ábyrgur fyrir. Allt leystist þetta á besta veg strax á fyrsta ári og ég öðlaðist á ný fyrra traust hans sem ekki bar skugga á þau tæplega 7 ár sem ég gegndi bæj- arstjórastarfinu. Eftir að ljóst var orðið á árinu 1978 að mínu starfi sem bæjarstjóri á Húsavík væri að ljúka var ég kallaður á fund í bankanum. Á þeim fundi voru þeir Silli og Jónas Haralz þáverandi aðalbankastjóri Landsbankans og sem slíkur yfirmaður Silla. Eitthvað mun ég hafa verið stuttur í spuna, en það gladdi mitt hjarta að báðir þessir öðlingsmenn létu mig finna að brott- för mín frá Húsavík væri þeim ekki að skapi. Silli hafði þann sið að senda útvöld- um vinum annál Húsavíkur sem jóla- kveðju. Þennan annál hef ég fengið árlega frá árinu 1978 og haft mikla ánægju af lestri hans, því annállinn birti skoðanir hans á atburðum árs- ins.. Skömmu eftir að Dagrún Helga dóttir okkar Sigrúnar dó úr lungna- krabba haustið 1997 barst okkur minningabók um hana frá Silla. Minn- ingabókin innihélt allar minninga- greinarnar um hana, sem Silli hafði skannað fyrir bókarbrotið. Í framhaldi af þessari sendingu báðum við hann um að gera samskon- ar bók um Hafþór Má son okkar, sem lést af slysförum í janúar 1985. Þá bók sendi hann okkur litlu síðar. Ekki var liðinn mánuður frá andláti Sigrúnar konu minnar sl. vetur þegar mér barst frá Silla samskonar bók með öllum minningagreinunum um hana ásamt samúðarkveðju. Þessi sending frá nálega níræðum manni og vinnan sem að baki lá var mér ómet- anleg. Enn var hugurinn sá sami og eljusemin óbreytt. Í stuttu þakkar- bréfi sem ég sendi Silla gerði ég hon- um grein fyrir veikindum hennar og óvæntu andláti. Silli var maður sem lifði lífinu lif- andi til hinstu stundar. Hann lét sér ekkert óviðkomandi og lá ekki heldur á skoðunum sínum. Um slíka menn verða óhjákvæmilega skiptar skoðan- ir. Í mínum augum var Silli maður sem hafði mannkærleikann að leiðar- ljósi umfram allt annað. Ég vil að lokum þakka Silla sam- fylgdina og órofa tryggð og votta að- standendum mína innilegustu samúð. Haukur Harðarson. Með Sigurði Pétri Björnssyni – Silla, eins og hann kaus að láta nefna sig, er genginn ötull og óeigingjarn verkamaður í víngarði Drottins. Kristin trú og kirkjurækni var honum í blóð borin og hann ástundaði hvort tveggja af þeirri einstöku ræktarsemi og trúmennsku sem einkenndi alla hans framgöngu. Það mun hafa heyrt til algjörra undantekninga að hann sækti ekki messu í kirkju sinni ef heilsan á annað borð leyfði. Og þó hann ætti frá barnsaldri við mikla fötlun að stríða, og væri þar af leið- andi veill fyrir, lét hann það ekki aftra sér frá því að takast á hendur hvers konar ábyrgðarstörf fyrir söfnuð sinn og kirkju. Hann sat í sóknarnefnd og var safnaðarfulltrúi Húsavíkursafn- aðar í áratugi. Minnist ég framgöngu hans á héraðsfundum, hve einarður hann var í afstöðu sinni til þeirra mál- efna sem rædd voru og alls óhræddur við að láta hana í ljós. Þá verður stuðnings hans við uppbyggingu sum- arbúðanna við Vestmannsvatn lengi minnst. Hélt hann um fjármálin af mikilli útsjónarsemi og dugnaði. Á því var heldur ekki vanþörf því í þær framkvæmdir var lagt af stað með tómar hendur. En hugsjónir forystu- mannanna og draumar urðu að veru- leika fyrir vasklega framgöngu þeirra og lagni við að fá fólk til liðs við sig. Síðan hafa sumarbúðirnar, eða kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn, reynst blessunarlind fjölmargra, ungra sem aldinna. Silli var góður ljósmyndari og ástundunarsamur. Var safn hans orð- ið mikið að vöxtum og spannaði langt tímabil. Er þar að finna ómetanlegar heimildir um fólkið í héraðinu, líf þess og störf. Kirkjustarfinu eru þar gerð góð skil eins og vænta mátti. Í því sambandi tók Silli saman seríur mynda sem hann sýndi á kirkjukvöld- um hér og þar fólki til ánægju og fróð- leiks. Varðveisla minja og minninga var Silla hugleikið viðfangsefni. Á þeim vettvangi vann hann stórvirki er hann tók sér fyrir hendur að skrá leiði og kortleggja kirkjugarða Þingeyj- arprófastsdæmis. Því verki fylgdi mikil rannsóknarvinna sem Silli leysti af hendi af stakri nákvæmni og vand- virkni. Meining hans var að kort- leggja einnig heimagrafreiti héraðs- ins. Tími vannst þó ekki til að klára það verk né heldur kirkjugarða og heimagrafreiti Skagafjarðarprófasts- dæmis sem hann var kominn nokkuð á veg með. Í Skagafirði lágu rætur Silla og sýndi hann héraðinu alltaf mikla ræktarsemi og átti þar nána vini. Naut Hofstaðakirkja í Viðvíkur- sveit þess sérstaklega, en þaðan var móðir hans sem honum var dýrmæt- ust alls í minningunni. Nú, þegar Silli er kvaddur hinstu kveðju, sér Þjóðkirkjan á eftir ein- lægum og öflugum liðsmanni. Blessuð sé minning hans og blessaður sé ávöxtur hugar hans og handa. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Hólum. „Kallið mig bara Silla,“ sagði Sig- urður Pétur Björnsson útibússtjóri Landsbankans á Húsavík þegar hann tyllti sér á koll í eldhúsinu í sinni fyrstu heimsókn til okkar hjóna. Það var upphafið að vináttu sem varað hefur í 41 ár. Við vorum nýflutt til Húsavíkur og svo vildi til að Silli var einn af okkar næstu nágrönnum og nánast daglega sáum við honum bregða fyrir. Þar að auki varð ég fljótt einn af félögum Rótarýklúbbs Húsa- víkur (RH) og þar hittumst við viku- lega. Stundirnar með Silla eru því orðnar margar. Silli var einn af stofnendum RH og var alla tíð Rótarýmaður af lífi og sál og margir eru fundirnir þar sem hann hefur farið með Rótarýfræðslu og brýnt okkur félagana til dáða. Starf Silla innan Rótarýhreyfingarinnar var lýsandi fyrir manninn og hvað hann stóð fyrir sem var trúnaður gagnvart þeim verkefnum sem hann tók að sér. Nafnið hans Silla er því vel þekkt innan Rótarýhreyfingarinnar. Og Silli vann það einstæða afrek að vera með fulla mætingu á fundum RH frá stofnun klúbbsins þar til síðasta árið að örfáir fundir hafa fallið niður vegna heilsubrests. Silli hefur því set- ið yfir 3.000 Rótarýfundi um ævina. Formlega starfaði Silli með RH í 63 ár en í reynd urðu árin 68. Rótarý- klúbbur Húsavíkur var nefnilega stofnaður 1939 en vegna stríðsins dróst að fá klúbbinn staðfestan, eða allt til 1944. Silli var alla tíð varfærinn og spar- samur og hafði mikla andúð á bruðli og flottræfilshætti. Margir fram- kvæmdaglaðir menn gengu því bón- leiðir til búðar þegar þeir leituðu lána hjá bankastjóranum, en fengu stranga áminningu um mikilvægi sparnaðar. Ég tala nú ekki um ef ung- ir menn sem voru að stofna heimili vildu slá lán fyrir bíl. Þá var Silla nóg boðið. En þrátt fyrir þessa afstöðu var Silli vinsæll og virtur af flestum. Hann hafði alltaf brennandi áhuga á samfélaginu sem kostaði auðvitað af- skiptasemi. Og það var aðdáunarvert að fylgjast með hans vakandi huga á efri árum, hann hélt áfram að gagn- rýna og skipta sér af því sem honum þótti miður fara. Margir óttuðust að Silli myndi „visna og verða strá“ eftir að hann hætti sem útibússtjóri LÍ sjö- tugur að aldri, enda bjó hann alltaf einn og útibú LÍ á Húsavík var eins- konar afkvæmi hans, stolt hans. En Silli lét þetta ekki slá sig út af laginu, hann fann sér fljótlega verðug við- fangsefni og setti sér markmið. Og af því að hann gekk ekki að fastri vinnu þá settist hann ævinlega niður að kvöldi og setti sér dagskrá fyrir næsta dag svo dagurinn færi ekki í snúninga og hangs. Silli var ekki fjölskyldumaður í þeim skilningi að hann kvongaðist ekki og eignaðist ekki börn. Hann átti við mikil veikindi að stríða í æsku, berklaveiki, og hlaut varanlega fötlun af hennar völdum. En Silli tókst á við þetta sem annað sem mætti honum og varð um árabil einn af þeim sem setti hvað mestan svip á húsvískt sam- félag. Það er sjónarsviptir af Silla. Félagar í Rótarýklúbbi Húsavíkur og við hjónin þökkum Silla samfylgd- ina og sendum aðstandendum hans einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Silla. Gísli G. Auðunsson. Nú hefur Silli eins og hann var allt- af kallaður, kvatt okkar jarðneska líf. Minningin um Silla verður mér og mínum ætíð hugleikin um ókomna tíð. Þar fór maður, sem hefur varðað líf mitt frá unglingsárum. Það var sem í gær, að fyrir mér lágu skilaboð um að hitta Silla, tilefnið var að kanna hug minn til að hefja störf í Landsbankanum. Síðan eru lið- in mörg ár. Ekki hefði mig órað fyrir því, að þarna hafi Silli valið mér lífs- starfið. Læriföður, sem var snillingur í að móta nýliða í takt við sínar ætl- anir. Hann hafði óþrjótandi vilja og metnað til að kenna og leiðbeina þannig að vinnubrögð væru í takt við hans kröfur. Öll störf voru mikilvæg, hvort sem um var að ræða gerð mik- ilvægra skjala eða upplagningu og fyrirkomulag í geymslum. Skilvirkni var hans boðorð, að öllum hlutum átti að vera hægt að ganga. Eitt af því fyrsta sem Silli kenndi mér var að frá- gangur á pósti væri eitt mikilvægasta starfið í bankanum – enginn spyrði hve lengi þú værir að gera hlutina, heldur hvernig þú gerðir þá. Þá var annað boðorð – ekki geyma til morg- uns það sem þú getur gert í dag. Mán- aða- og áramót verða ætíð minnis- stæð í þessum efnum. Aldrei farið úr húsi fyrr en allt var afstemmt og skýrslur komnar í póst. Silli var mikill smekkmaður og hafði einnig auga og metnað fyrir nýjungum. Bygging nýs Landsbankahúss á Húsavík var hon- um mikið hjartans mál, enda bar sú framkvæmd sæmd hans. Þá lagði hann allt af mörkum til að útibúið fylgdi kröfum tímans og var það því á stundum valið til að vera frumkvöðull hvað nýjungar varðaði. T.d. var Húsa- víkurútibú fyrsta útibúið með bein- línu tengingu við Reiknistofu bank- anna. Það var krefjandi að vinna undir stjórn Silla – vinna var dyggð í hans augum og flest annað þurfti að víkja – sjálfur tók hann nánast aldrei frí. Það lét ekki öllum að vinna undir slíkum aga en eftir á að hyggja var þetta frá- bær skóli, sem skilar sér á lífsins göngu. Árin liðu og starfslok Silla stað- reynd. Sem fyrr var það vinnan sem gaf lífinu gildi. Að setjast í helgan stein var ekki hans háttur. Áhugamál- in fengu nú sinn sess, nýr ólaunaður starfsvettvangur tók við. Skrásetning kirkjugarða, umsýsla með minningar- greinar, ljósmyndun, o.fl. áttu hug hans allan. Samvistum mínum við Silla lauk ekki, þrátt fyrir að hann hyrfi úr Landsbankanum. Hann var ætíð skammt undan, enda bjó hann í næsta húsi. Hann heimsótti mig og fjölskyldu mína nokkuð reglulega, glaður í bragði – tjáði sig um það sem honum var hugleikið hverju sinni. Silli hafði skoðun á öllum hlutum og talaði ekki tæpitungu. Hann hafði góðan húmor fyrir sjálfum sér og minnis- stætt er orðatiltæki: „Konan er farin að bíða heima.“ Þá sagði hann oft: „Grímur minn, ég get alltaf spurt þig – þú segir alltaf eins og þér finnst.“ Þáttaskil í hans lífi nú á haustdögum koma í hugann hvað þetta varðar. Silli hélt ótrúlegri heilsu fram undir það síðasta. Hann vildi fylla 90 árin og ganga frá sínum málum í takt við það. Það gekk eftir og Silli kvaddi, sáttur við Guð og menn. Blessuð sé minning hans. Þorgrímur Aðalgeirsson. Við leiðarlok rifjast upp hjartkærar minningar um lágvaxinn mann með risastórt hjarta. Kynni okkar systra og foreldra okkar við Silla hófust skömmu eftir fæðingu okkar fyrir 19 árum, þegar Silli hafði samband við foreldra okkar til að flytja þeim ham- ingjuóskir og okkur útsaumaða klukkustrengi og til að láta í ljós gleði sína en við nutum þess heiðurs að fæðast á afmælisdegi þessa indæla, barngóða manns sem lífið hafði ekki fært allt það besta, en hann átti við heilsuleysi að stríða framan af ævi. Þegar við fórum í ferðalag norður á land var litið inn hjá Silla í læknishús- inu en það vakti undrun okkar hvað hann átti fallegt heimili, sem skartaði ótal listaverkum sem hann hafði sjálf- ur saumað út, og í líklega fyrstu heim- sókninni þegar við vorum um það bil fimm ára og vorum á leið út í bíl á heimleið, varð einni okkar að orði „Á strákurinn heima aleinn í húsinu.“ Alla afmælisdaga okkar sendi hann okkur gjafir og hlýjar kveðjur til fjöl- skyldunnar á jólum. Það er dýrmætt að eiga þessar ljúfu bernskuminningar sem munu fylgja okkur í gegnum lífið. Okkur langar til að enda þessi kveðjuorð með 23. sálmi Davíðs: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Við systur ásamt móður okkar, Margréti Þóru, kveðjum nú Sigurð Pétur Björnsson með virðingu og innilegu þakklæti. Fallega sál, hvíl þú í guðs friði. Alexandra, Brynhildur, Elín og Diljá Guðjónsdætur.  Fleiri minningargreinar um Sigurður Pétur Björnsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.