Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guttormur Ósk-arsson fæddist í
Hamarsgerði í Lýt-
ingsstaðarhreppi í
Skagafirði 29. des-
ember 1916. Hann
lést á Dvalarheimili
aldraðra á Sauð-
árkróki 13. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Óskar Á. Þor-
steinsson, bóndi í
Hamarsgerði, síðar
í Kjartansstaðakoti,
Langholti, f. 6.12.
1873, d. 20.2. 1967, og kona hans
Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 1.12.
1872, d. 3.9. 1953. Systkini Gutt-
orms voru tíu og eru þau öll látin:
Laufey, f. 25.7 1898, dó ung,
Helga, f. 22.1 1901, d. 27.1. 1998,
Steingrímur, f. 1.5. 1903, d. 18.11.
1990, Petrea, f. 30.6. 1904, d.
27.12. 1998, Sigurður, f. 6.6. 1905,
d.10.8. 1995, Ingibjörg, f. 20.12.
1906, d. 4.10. 1924, Margrét, f.
1.6. 1908, d. 30.12. 1926, Vil-
hjálmur, f. 18.10. 1910, d. 8.1.
2005, Skafti, f. 12.9 1912, d. 7.8.
arsson. Börn þeirra: María og
Frosti. b) Óskar, f. 16.4. 1983, í
sambúð með Hafrúnu Pálsdóttur.
3) fósturdóttirin, Elísabet Bjarn-
fríður Vilhjálmsdóttir, bróð-
urdóttir Guttorms, f. 27.2. 1958.
Dóttir hennar og Kára Sveins-
sonar er Inga Rún, í sambúð Aba-
yom Michael Banjoko. Sonur
þeirra: Michael Kári. Dóttir Ingu
Rúnar og Þráins Péturssonar er
Helga Bríet.
Guttormur stundaði nám í
Reykholti í Borgarfirði og síðan í
Samvinnuskólanum í Reykjavík,
1942-1944. Að námi loknu starfaði
hann hjá fræðsludeild Sambands
íslenskra samvinnufélaga í tvö ár.
1946 fluttust þau hjón til Sauð-
árkróks og Guttormur hóf störf
sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga þar sem hann starf-
aði óslitið til starfsloka. Guttormi
voru félagsstörf hugleikin. Auk
þátttöku í hinum ýmsu félögum á
Sauðárkróki var hann til æviloka
dyggur stuðningsmaður Fram-
sóknarflokksins og gegndi á þeim
vettvangi fjölmörgum trún-
aðarstörfum.
Útför Guttorms fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1994, Ármann, f. 1.1.
1914, d. 27.11. 1987,
og uppeldisbróðir
Ragnar Örn, f. 7.10.
1921, d. 11.1. 2005.
15. október 1944
kvæntist Guttormur
Ingveldi Hólmsteinu
Rögnvaldsdóttur, f.
4.1. 1922. Foreldrar
hennar voru Rögn-
valdur Jónsson,
bóndi og vegaverk-
stjóri á Tyrfings-
stöðum og Ytri Kot-
um í Akrahr., Skag.,
síðar á Sauðárkróki og k.h. Árný
Sigríður Árnadóttir. Dætur Gutt-
orms og Ingveldar eru: 1) Sigríð-
ur, f. 19.11. 1947, m. Pétur Skarp-
héðinsson, f. 26.3. 1946. Börn
þeirra: a) Skarphéðinn f. 1.6.
1974, m. Hildur Gróa Gunn-
arsdóttir. Dætur þeirra: Auður og
Vigdís. b) Inga Dóra, f. 8.1. 1980,
sambýlismaður Sveinn Eggerts-
son. 2) Ragnheiður, f. 5.12. 1953,
m. Sigurður Frostason, f. 22.3.
1954. Börn þeirra: a) Jórunn, f.
5.8. 1977, m. Valgarður Ragn-
Elsku afi minn. Ég vil þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Ég man að ég gat
varla beðið eftir skólafríunum því
að þá færi ég á Krókinn til afa og
ömmu. Flestar af mínum bestu
bernskuminningum eru þær sem ég
átti með þér og ömmu. Ég er svo
innilega glöð yfir því að börnin mín
skyldu fá að kynnast þér líka. Ég
gleymi aldrei hvernig Helga Bríet
ljómaði upp í hvert skipti sem hún
sá þig. Takk enn og aftur afi minn,
ég sakna þín mikið. Vonandi líður
þér vel þar sem þú ert núna. Guð
geymi þig.
Inga Rún.
Við fráfall Guttorms móðurbróð-
ur okkar leitar hugurinn aftur til
bernskuáranna og ljúfar minningar
vakna sem tengjast honum. Það er
sumar og sólin varpar geislum sín-
um yfir hinn fagurgjörða Skaga-
fjörð. Við börnin á Ögmundarstöð-
um erum úti að leikjum þegar við
sjáum ungan mann koma gangandi
heim tröðina, kvikan í spori. Við
þekkjum hver þar er á ferð og
hlaupum fagnandi á móti honum.
Guttormur frændi er kominn í
heimsókn svo hlýr í viðmóti, með
gleði í sinni en jafnframt býr hann
yfir einstakri prúðmennsku. Þessa
eiginleika átti hann í ríkum mæli
alla tíð. En á bernskuárum okkar
var grunnurinn lagður að frænd-
semi og vináttu sem haldist hefur
óslitið síðan, þrátt fyrir að oft hafi
verið vík milli vina þegar fjarlægðir
vegna búsetu hindruðu samveru.
Guttormur ólst upp við mikið ást-
ríki foreldra sinna og sú heiman-
fylgja hefur án efa reynst honum
heilladrjúg á lífsleiðinni og þrátt
fyrir að ekki væri auður í búi for-
eldra hans, tókst honum að komast
til náms og afla sér menntunar.
Hann fór fyrst í alþýðuskólann í
Reykholti og í framhaldi af því fór
hann til náms í Samvinnuskólann
þar sem hann hlaut góðan undir-
búning undir það lífsstarf sem hann
síðar tók að sér, sem var gjaldkeri
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Því
starfi sinnti hann í áratugi af ein-
stakri trúmennsku og vandvirkni.
En frændi okkar átti sér einnig
áhugamál utan vinnunnar, þar á
meðal stundaði hann hestamennsku
um árabil og átti góða reiðhesta. Þá
naut hann þess að berast á fáki
fráum, heilsa upp á frændfólkið í
sveitinni og taka þátt í hestaferðum
með góðum vinum. Annað áhugamál
hans var lestur góðra bóka, af ýmsu
tagi, enda bar heimili hans því vitni
að þar var um góðan bókakost að
ræða.
Guttormur varð þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga mikla mannkosta-
konu, hana Ingu, sem nú kveður
ástvin sinn eftir langt og farsælt
hjónaband. Þau eignuðust tvær
dætur sem bera foreldrum sínum
fagurt vitni með dugnaði og mynd-
arskap. En einnig tóku þau að sér
og ólu upp bróðurdóttur Guttorms,
þegar móðir hennar lést sviplega.
Með þessum kveðjuorðum viljum
við þakka fyrir að hafa fengið að
njóta vináttu og gefandi samvista
við frænda okkar og fjölskyldu
hans, og einnig viljum við þakka
þeim ómetanlega umhyggju og alúð
sem þau sýndu móður okkar síðustu
ár ævi hennar er hún dvaldi á öldr-
unarheimili á Sauðárkróki.
Við sendum Ingu, dætrunum
þremur og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Megi góðar
minningar lýsa þeim fram á veginn.
Margrét Margeirsdóttir,
Hróðmar Margeirsson.
Það sem gerir ekki síst starf
stjórnmálamannsins óvenjulegt og
litríkt er hversu mörgu fólki hann
kynnist vítt og breitt í byggðum
þessa lands. Þegar nafn Guttorms
Óskarssonar var nefnt í Framsókn-
arflokknum eða Samvinnuhreyfing-
unni í minni pólitísku æsku fann ég
strax að þar fór maður sem allir
treystu og vildu hlíta hans ráðum.
Þegar ég fór að fara um landið á
opna stjórnmálafundi þá fann ég
það í Skagafirði að hann var jarlinn
þar. Hann hafði það traust og orð á
sér að menn undu vel við hans leið-
sögn. Menn spurðu eftir afstöðu
Guttorms þegar mikið lá við.
Guttormur var hertur í Sam-
vinnuskóla Jónasar Jónssonar frá
Hriflu. Efniviðurinn var góður,
bóndasonur úr Skagafirði sem ólst
upp í stórum systkinahópi í einu
fegursta héraði þessa lands. „Þar
sem ríkir hin nóttlausa voraldar
veröld og víðsýnið skín“ eins og
skáldið orðaði það, með Mælifells-
hnjúkinn sem viðmið og hin tign-
arlegu fjöll sem umlykja héraðið
allt. Það þurfti ekki að brýna þenn-
an skólapilt á gildi samvinnuhreyf-
ingarinnar fyrir framtíð byggðanna
og landsins alls. Það drakk hann í
sig með móðurmjólkinni og hinu fé-
lagslynda og lífsglaða fólki í Skaga-
firði. Hann var í eðli sínu foringi og
athafnamaður en Jónas og hans
menn lögðu honum margt gott til í
kistil lífsins sem auðveldaði honum
förina og gerði hann að þeim ágæta
forystumanni sem hann varð fyrir
samtíð sína í Skagafirði.
Guttormur tók að sér það ábyrgð-
armikla starf að vera gjaldkeri
Kaupfélags Skagfirðinga í áratugi.
Þar naut hann hæfni sinnar, var
kappsamur fyrir Kaupfélagið og
gerði kröfur um góðan rekstur um
leið og hann var viðskiptamönnum
og ekki síst bændum hollráður um
öll fjármál og viðskipti. Enn búa
Skagfirðingar að störfum Guttorms.
Kaupfélagið þeirra stendur traust-
um fótum, svona rétt eins og Tinda-
stóll, og þjónar fólkinu og héraðinu,
meðan mörg önnur slík félög eru
fallin og farin.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Guttormi vel og naut þess að
vera gestur á því fallega heimili sem
þau Ingveldur áttu við Skagfirð-
ingabraut á Sauðárkróki. Guttorm-
ur var ósérhlífinn og fórnfús í öllu
því sem hann tók að sér, hann gerði
aldrei kröfur um völd eða fram-
göngu fyrir sjálfan sig. Hann var
skýr og afdráttarlaus ræðumaður,
sagði kost og löst á hverju máli, það
gat gustað af honum þegar hann
brýndi sína menn. Í eðli sínu bjó
hann yfir þeim bjartsýnisanda sem
einkennt hefur þá félagsmálamenn
sem Ungmennafélagshreyfingin
mótaði. Hann var hvetjandi, hann
kunni að þakka það sem vel var
gert og lagði mönnum til efni í nýtt
ferðalag til að berjast fyrir og bæta
lífskjör fólksins. Á örlagastundu
þegar kosningar fóru fram var hann
sá sem lagði á ráðin um sóknarleik
og stóð fast að baki sínum flokki og
þingmönnum.
Allir flokkar þurfa að eiga jarla
eins og Guttorm, þá er von á sigr-
um. Við framsóknarmenn áttum
hann að í blíðu og stríðu, heilan og
sannan. Ég þakka Guttormi Ósk-
arssyni allt það sem hann vann
flokki sínum, héraði og íslenskri
þjóð.
Blessuð sé minning hans.
Guðni Ágústsson.
Kveðja frá Kaupfélagi
Skagfirðinga
Með Guttormi Óskarssyni er
genginn einn af þeim mönnum, sem
störfuðu fyrir Kaupfélag Skagfirð-
inga stóran hluta af tuttugustu öld-
inni og settu svip sinn á félagið með
þeim hætti, að margir samtíðar-
menn litu á þá sem andlit félagsins
og persónugerðu það nánast í þeim.
Þeir voru ófáir, sem áttu erindi við
Guttorm Óskarsson í kaupfélaginu.
Um hans hendur fór stór hluti af
samskiptum Kaupfélagsins við fé-
lags- og viðskiptamenn þess. Hann
greiddi götu margra með ýmiss
konar útréttingum og fyrirgreiðslu
og margur bóndinn leit á hann sem
sérlegan erindreka sinn og sinnar
stéttar, „gjaldkeri okkar bænda“
kallaði einn þeirra hann iðulega.
Víst er að Guttormur sparaði ekki
sporin í þágu bænda í Skagafirði,
enda voru samgöngur lengst af
hans starfstíma hjá KS ekki jafn
greiðar og þær eru nú og bændum
mishægt að fara af bæ til erind-
reksturs. Af þessum störfum sínum
og annarri þátttöku í félagsmálum
var hann afskaplega vel liðinn af öll-
um almenningi, enda greiðvikinn
maður að eðlisfari, góðgjarn og
glaðlyndur.
Guttormur var alla tíð mjög virk-
ur í félagslífi Skagfirðinga. Hann
var félagi í Rótarýklúbbi Sauðár-
króks frá 1959 til æviloka, hann tók
mikinn þátt í félagsstarfi hesta-
manna, enda mikill áhugamaður um
hesta og hestamennsku og átti gæð-
inga framan af ævi. Hann bar góðan
hug til ungmennafélagshreyfingar-
innar og vann henni það sem hann
mátti frá æskudögum að heita má.
Ekki má heldur gleyma áhuga hans
á málefnum kaupfélagsins og sam-
vinnuhreyfingunni. Guttormur trúði
á þau góðu gildi, sem samvinnu-
hugsjónin byggir á. Hann var ein-
lægur samvinnumaður og vildi hlut
Kaupfélags Skagfirðinga sem allra
mestan. Alla tíð var hann mjög virk-
ur í því mikla og fjölbreytta fé-
lagsstarfi, sem er bakhjarl starf-
semi KS. Síðast en ekki síst má
nefna þátttöku Guttorms í stjórn-
málum, en hann var alla tíð mjög
virkur í starfi Framsóknarflokksins,
var þar áhrifamaður á landsvísu og
t.d. sat hann í miðstjórn flokksins
og var formaður Kjördæmissam-
bands Framsóknarmanna á Norð-
urlandi vestra um langt skeið, sem
og formaður og stjórnarmaður í
flokksfélögum í héraði.
Guttormur hóf störf hjá KS í nóv-
embermánuði árið 1946 og starfaði
samfellt hjá félaginu uns hann lét af
störfum kominn á áttræðisaldur
þegar lifði um áratugur af tuttug-
ustu öldinni. Guttormur var trúr
starfsmaður og alla ævi lagði hann
sig fram um að vera málsvari síns
fyrirtækis, hvar sem hann gat því
við komið. Fyrir störf hans, já-
kvæðni og virkni í málefnum KS vill
félagið nú að leiðarlokum færa hon-
um bestu þakkir. Jafnframt eru eft-
irlifandi eiginkonu hans, Ingveldi
Rögnvaldsdóttur, börnum, fóstur-
dóttur, barnabörnum og fjölskyldu
hans allri, sem hann bar alla tíð fyr-
ir brjósti, færðar innilegar samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirð-
inga,
Stefán Guðmundsson, stjórn-
arformaður.
Látinn er í hárri elli heiðursmað-
urinn Guttormur Óskarsson á Sauð-
árkróki. Þar er kvaddur mikill höfð-
ingi og öðlingur. Hann fæddist í
litlu koti hjá Mælifelli í Skagafirði
og ólst upp í stórum hópi mann-
vænlegra systkina. Þrátt fyrir örð-
ugan efnahag réðist Guttormur til
náms í Samvinnuskólanum og hafði
veran þar mótandi áhrif á hann.
Guttormur heillaðist af samvinnu-
hugsjóninni og vann henni alla ævi.
Fljótlega að námi loknu réðist hann
til Kaupfélags Skagfirðinga og
starfaði þar til starfsloka, lengst af
sem gjaldkeri.
Það var Skagfirðingum mikið lán
að Guttormur valdi sér þar starfs-
vettvang. Hann vildi hvers manns
vanda leysa, en það var ekki alltaf
auðvelt. KS var aðalviðskiptastofn-
un héraðsins og stundum var
þröngt í búi hjá ýmsum. Guttormur
tók öllum af ljúfmennsku og hlýju
og reyndi að finna úrræði og hvetja
menn til dáða.
Guttormur valdist strax í forystu-
sveit framsóknarmanna í Skaga-
firði, enda var hann maður sam-
hjálpar og félagshyggju. Hann var
mjög vel til forystu fallinn, prýð-
isvel gefinn og glæsilegur ræðu-
maður. Þegar honum tókst best upp
í ræðustól bókstaflega ljómaði af
honum. Einnig var hann alltaf
kjarkmikill og einstaklega bjart-
sýnn. Honum lét vel að laða fólk til
samstarfs og telja kjark í félaga
sína. Öll félagsmálastörf vann Gutt-
ormur af ótrúlegri fórnfýsi og ætl-
aðist aldrei til neinnar umbunar fyr-
ir sjálfan sig.
Guttormur giftist Ingveldi Rögn-
valdsdóttur mikilli myndar- og
sómakonu. Voru þau hjón mjög
samtaka í einstakri gestrisni. Heim-
ili þeirra á Skagfirðingabraut 25 var
um marga áratugi nokkurs konar
félagsheimili og samkomustaður
framsóknarmanna. Öllum var tekið
fagnandi og af mestu rausn.
Eðlilegt hefði verið að Guttormur
hefði valist til þingmennsku en hann
sóttist ekki eftir því, en gerði sér
ferð til Reykjavíkur og fékk talið
prófessor Ólaf Jóhannesson á að
taka sæti á framboðslista framsókn-
armanna í Skagafirði. Það var upp-
hafið að glæsilegum ferli Ólafs í
landsmálum.
Í framhaldi af kjördæmabreyt-
ingunni 1959 stofnuðu framsóknar-
menn í Norðurlandskjördæmi
vestra kjördæmasamband. Gutt-
ormur valdist strax í stjórn þess og
var fljótlega kjörinn formaður þess.
Gegndi hann formennskunni með
miklum sóma í meira en tvo áratugi.
Þá sat hann öll fokksþing framsókn-
armanna frá 1946 til 1996 og átti
sæti í miðstjórn flokksins langa
hríð. Framsóknarflokkurinn á Gutt-
ormi meira að þakka en flestum
öðrum fyrir elju hans, staðfestu og
bjartsýni.
Þau hjón eignuðust tvær mynd-
arlegar dætur og ólu einnig upp
bróðurdóttur Guttorms sem missti
móður sína barnung og reyndust
henni sem bestu foreldrar. Inga
skapaði þeim fallegt og aðlaðandi
heimili þar sem gott var að dvelja
og gott var að koma.
Ég sem þessar línur rita á þeim
hjónum margt að þakka, óbilandi
vináttu í hálfa öld, uppörvun og
hvatningu. Ég sendi Ingu, dætrun-
um þremur og öðrum aðstandend-
um innilegustu samúðarkveðjur og
kveð Guttorm með mikilli virðingu,
hann var snilldarmaður.
Páll Pétursson.
Mynd Guttorms Óskarssonar er
sem greypt í hugann. Hann situr á
bekk fyrir miðju norðanmegin í
Hóladómkirkju. Kímið bros leikur
um varir og svipurinn ljómar af ein-
lægni og hlýju. Guttormur var mik-
ill Hólamaður. Við minnumst varla
atburðar eða hátíðar á Hólum alla
okkar tíð þar að hann væri ekki
Guttormur Óskarsson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÓSKARS B. BJARNASONAR,
Hörðalandi 6,
Reykjavík.
Borghildur Óskarsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson,
Guðrún Óskarsdóttir, Jón Sveinsson,
Höskuldur Harri Gylfason, Anna Birna Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Refstað.
Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki Hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar fyrir alla þeirra hlýju og um-
hyggju.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hildur, Sigrún og Rannveig Káradætur.