Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 45 ✝ Katrín Guð-mundsdóttir fæddist á Siglufirði 29. október 1932. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Sigurðsson, verkstjóri frá Þrasastöðum í Fljót- um, f. 14.5. 1895, d. 3.8. 1970, og Oddný Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 14.09. 1901, d. 12.4. 1972. Systur Katrínar voru: Kristín, f. 31.8. 1927, d. 18.1. 1972, og Svandís, f. 18.6. 1935, d. 27.12. 1993. Katrín giftist 28.6. 1952 Páli Gíslasyni, útgerðarmanni og fisk- verkanda, f. 3.9. 1929. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson verk- stjóri, f. 8.12. 1899, d. 15.10. 1974, og Ólöf Kristinsdóttir húsfreyja f. 24.9. 1902, d. 24.5. 1996. Börn Katrínar og Páls eru: 1) Ólöf, bankastarfsmaður, f. 6.1. 1952, unnusti Ari Már Þorkelsson, f. 16.1. 1948. Börn Ólafar frá fyrra hjónabandi eru: a) Erla Björk, f. 1970, hún á tvö börn, b) Gísli Páll, f. 1973, giftur Hrefnu Valdimars- dóttur, þau eiga þrjú börn, 3) Rúnar Þór, f. 1984, unn- usta hans er Harpa. Ari Már á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi. 2) Guð- mundur, fram- kvæmdastjóri, f. 21.5. 1957. 3) Jó- hanna,, skurðhjúkr- unarfræðingur, f. 21.5. 1957, maki Þorsteinn Haralds- son, byggingarfræðingur og kennari, f. 19.4. 1952. Börn þeirra eru: a) Katrín Ósk, f. 18.5. 1991, og b) Kristín Björg, f. 31.12. 1995. 4) Ágústa Pálsdóttir, sjúkraliði, f. 4.2. 1962, maki Böðvar Eggerts- son vélfræðingur, f. 20.9. 1960. Ágústa á einn son, Pál, f. 16.7. 1984, og Böðvar á þrjá syni. Katrín útskrifaðist frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar 1949. Hún starfaði fyrri hluta ævinnar sem verkakona og húsmóðir og seinna sá hún um bókhald í eigin fyrirtæki þar til það var selt 1990. Katrín verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Er maður eldist er eins og for- tíðin sem liggur að baki sé byggð á misskýrum skyndimyndum. Bless- unarlega er mannlegri náttúru þannig farið að maður man þær gleðilegu meðan maður reynir að grafa hinar. Það eru margar skyndi- myndir af Kötu og Palla í okkar for- tíðarminningu. Glaðar skyndimynd- ir af traustum og glöðum vinum foreldra okkar. Samtímis voru Kata og Palli líflína okkar við Sigló eftir að flestir ættingjar og vinir voru fluttir á braut. Það sem upp úr stendur af öllum þessum skyndimyndum er gleðin og hláturinn. Gleðin á sjá þau birtast í gættinni nýkomin að norðan og vissa okkar að nú yrði kátt í höll- inni. Það brást ekki heldur að hlátrasköllin glumdu þar til tími var fyrir gestina til að tygja sig á ný. Það og svo móttökurnar sem við alltaf fengu þegar við villtumst til Sigló, alltaf þessi einstaka gestrisni, velvilji og vinátta. Nú hefur hins vegar elskuleg Kata okkar þurft að tygja sig í hinsta sinn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Hláturs hennar munum við ekki koma til með að fá að njóta framar í okkar heimi. Ætli hún sé ekki bara komin í gættina hjá þeim Valda og Sissu í þeirra nýju híbýlum og byrjuð að hlæja við þeim á ný. Elsku Palli, Ólöf, Gummi, Jó- hanna, Ágústa og fjölskyldur, við vottum ykkur innilegar samúðar- kveðjur á þessari erfiðu stund og vonum að þið getið eins og við yljað ykkur við góðu, glöðu minningarnar um yndislega Kötu. Helga, Björg, Barði og Guð- rún Margrét Valdimarsbörn og fjölskyldur. Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma. Við kveðjum þig nú með miklum söknuð og sorg í hjarta. Það er sárt að missa þig út úr lífi okkar en við vitum svo vel að þú ert komin á betri stað núna og vonandi mun þér líða betur eftir þessi erfiðu veikindi þín. Það er mikil huggun að finna fyrir því að þú skildir eftir falleg spor í hjörtum okkar og minningarnar munu varð- veitast þar um ókomna tíð. Þú varst sterk kona og það var svo gott að leita til þín þegar spurn- ingar vöknuðu um ættina eða af- mælisdaga því þú vissir allt um það enda með alveg einstakt minni. Húmorinn vantaði ekki heldur hjá þér og má svo sannarlega segja að þú hafir verið með munninn fyrir neðan nefið. Við dáðumst að baráttu þinni og þrjósku að halda í lífið eins lengi og hugsast gat. Við viljum þakka þér fyrir þau ár sem þú gafst okkur, þau munu aldrei gleymast. Við vitum að þú ert ekki ein á þeim fallega stað sem þú ert nú komin á heldur hefur hitt foreldra þína og systkini. Guð geymi þig. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni. Ágústa, Böðvar og Páll. Erla Björk og börn. Katrín Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar  Fleiri minningargreinar um Gutt- orm Óskarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. mættur fyrstur manna og heiðraði staðinn með nærveru sinni. Oft komu þau saman hjónin en ósjaldan voru þeir á ferð félagarnir Gutt- ormur og Kári Steinsson sem einnig er nýlega horfinn yfir móðuna miklu. Tryggð Guttorms, vinátta og hvatning var okkur samferðamönn- um hans styrkur. Guttormur var félagshyggjumað- ur, góður talsmaður landsbyggðar- innar og vildi veg héraðs síns sem mestan. Hann var gjaldkeri kaup- félagsins um áratugi og sem slíkur hluti af daglegu lífi Skagfirðinga. Guttormur var einlægur sam- vinnumaður og um langan tíma einn af burðarásum framsóknarmanna í Skagafirði. Þótti hann einstaklega fylginn sér á þeim vettvangi. Kímni og glettin svör Guttorms lifa á vörum Skagfirðinga og eru samofin minningunni um hann. Góð er sagan um það þegar einn flokksfélaga hans kom á sjúkrahúsið til að kynna honum lista framsókn- armanna fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar. Hann var spurður á eftir hvort Guttormur fylgdist nokkuð með í pólitíkinni. „Guttormur fylgist með og bregst ekki.“ Þegar boðist var til að lesa fyrir hann framboðs- lista andstæðinganna sagðist hann heldur vilja heyra framsóknarlistann lesinn tvisvar. Guttormur var alltaf hreinn og beinn og stóð með sínum. En ætíð var stutt í hlýja glettni sem yljaði þeim mörgu sem nutu fé- lagskapar hans. Fyrir alþingiskosningarnar í vor heimsóttum við Guttorm á sjúkra- húsinu. Hann var rækilega með á nótunum í pólitíkinni og ræddi ástand landsmála. Þó var það Skagafjörðurinn og velgengni Hóla- staðar sem átti hug hans allan. Gutt- ormur var sannur héraðssómi og virtur af samferðafólki sínu. Við hjónin minnumst Guttorms Óskarssonar með hlýju og þakklæti fyrir samfylgdina. Blessuð sé minn- ing hans. Eiginkonu Guttorms og fjölskyld- unni allri sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Kynni okkar Guttorms hófust fyr- ir nærri 48 árum. Náið og gott sam- starf okkar stóð hátt á tólfta ár, all- an þjónustutíma minn á Sauðárkróki, en vinátta okkar stend- ur enn og mun vara um eilífð. Þegar ég kom norður í ársbyrjun 1960, umsækjandi um Sauðarkróks- prestakall, gekk Guttormur til liðs við mig og vann ásamt mörgum öðr- um ágætum mönnum að kosningu minni. Þetta voru úrvalsmenn, vin- sælir og vammlausir, sem tóku höndum saman um að hjálpa mér. Og árangur þeirra var glæsilegur. Guttormur, sem var einn af for- ystumönnum Framsóknarflokksins í Skagafirði, var einn snjallasti mála- fylgjumaður, sem ég hef kynnst. Þess hæfileika naut ég í kosninga- baráttu minni. Þeir Guttormur og Ólafur Jóhann- esson, síðar forsætisráðherra, voru miklir vinir. Í sameiningu stofnuðu þeir Fræðsludeild SÍS, en síðan kom Guttormur norður og tók við gjald- kerastarfi hjá KS. Þau Ólafur og frú Dóra kona hans gistu ætíð hjá Gutt- ormi og Ingu, er hann var á ferð um kjördæmi sitt. Þar kynntist ég þeim og lærði þá að meta hinn mikla drengskaparmann og hans greindu konu. Mest unnum við Guttormur sam- an að skólamálum á Sauðárkróki. Ég var formaður fræðsluráðs, og Guttormur var þar í hópi þeirra, er sterkastar hugsjónir áttu um gott skólastarf og að efla Sauðárkrók sem menntasetur. Seinni árin mín á Króknum var Guttormur meðhjálpari minn og sinnti því starfi af fágætri smekk- vísi. Hann var einlægur trúmaður, frjálshuga og víðsýnn og því ætíð gott við hann að ræða. Hann var mikill mannþekkjari, þekkti marga, og sterk dómgreind hans olli því, að hann var annar tveggja Sauðkræk- inga, sem mér reyndist best að leita til um mannlýsingar fyrir líkræðu- gjörð, ekki síst á meðan ég var ókunnugur. Gagnkvæmar heimsóknir fjöl- skyldna okkar skópu minningar, sem við hjónin erum afar þakklát fyrir. Inga varð ekki síðri vinur okk- ar, og dæturnar þrjár, sem allar eru svo vel gerðar, eiga þar sinn góða hlut. Á árum mínum nyrðra fylgdi það mörgum fullorðnum mönnum, sem höfðu alist upp við fagran, víðan fjallahring héraðsins, að tala um skagfirska sól. Þeim fannst sem flest mein myndu hverfa, þegar sól hækk- aði á lofti og vorið kom í krafti sín- um. Guttormur var einn þessara manna. Hann naut þess að ganga um Krókinn á fögrum vorkvöldum og taka menn tali. Væru kosningar í nánd, vissu menn hvert erindið var – að ræða hin pólitísku mál og hver þeirra myndu skila mestri faræld. En væri það ekki umræðuefnið, þá voru það gjarnan menningarmál ým- is í sólu skrýddum Skagafirði. Þá fylgdi orðræðu hans gjarnan upp- hafning andans, og hann hóf mál sitt oftast á orðunum „Það er vor í lofti“. Þannig var honum lagið að hrífa menn með sér. Nú er lokið göngu hans um stétt- arnar á Króknum og það er kominn vetur. En samt hlýt ég að minna á, að það er „vor í lofti“ upprisuvor trúarinnar, „nóttlaus voraldar ver- öld, þar sem víðsýnið skín“. Við þá hugsun viljum við Dagbjört, kona mín, og börn okkar kveðja Guttorm í einlægri þökk fyrir allt okkur gert og horfa með Ingu, börnum þeirra og fjölskyldum á eftir Guttormi inn í hásumardýrð eilífðar til þess „meira að starfa Guðs um geim“. Við biðjum Guð að annast Gutt- orm og blessa Ingu og ástvini þeirra. Þórir Stephensen. Inga og Guttormur bjuggu um skeið á neðri hæðinni á Skagfirð- ingabraut 15 og tengdust þá for- eldrum mínum vináttuböndum, fluttu svo spölkorn sunnar á Skag- firðingabrautina og þar býr Inga enn. Milli heimilanna var alla tíð mikill samgangur. Þau hjón voru einstaklega greiðvikin og raungóð, gestrisin og hlý heim að sækja, enda var gestkvæmt hjá þeim alla tíð og mikil rausn. Margan sopann drakk ég hjá Ingu alveg frá barnæsku og víst er að kökurnar hennar voru – og eru – framúrskarandi góðar. Guttormur Óskarsson var um ára- tugi gjaldkeri kaupfélagsins og hann þekkti alla – og allir þekktu hann; honum var samvinnuhugsjón í blóð borin. Þorri manna í héraðinu átti erindi í kaupfélagið. Um langt skeið tóku bændur og Króksarar út í reikning það sem þeir þurftu í búð- um kaupfélagsins og reikningurinn fór síðan upp til Guttorms til greiðslu sem hann annaðist skil- víslega. Guttormur var nákvæmur starfsmaður og traustur, glaðsinna við þá sem áttu erindi og skrafhreif- inn. Öllu því sem honum var trúað fyrir sinnti hann af alúð og sam- viskusemi. Ég hygg að allir Króks- arar sem komnir eru til vits og ára muni eftir Guttormi í gjaldkerast- úkunni fyrir ofan Gránu – og ekki síður á hjóli eða akandi á leið í bank- ann. Guttormur var einstaklega póli- tískur maður og í margra augum persónugervingur Framsóknar- flokksins rétt eins og Sjálfstæðis- flokkurinn átti lengi lögheimili hjá Guðjóni í Bakaríinu, Alþýðuflokkur- inn hjá Magnúsi Bjarnasyni kennara og Alþýðubandalagið í húsi Skafta Magnússonar eða hjá Huldu frá Grófargili. Þau vissu gjörla hver kaus flokk þeirra og héldu vel utan um hópinn. Guttormur gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, umboðsmaður Tímans um áratugaskeið og unni sér ekki hvíld- ar í kosningabaráttu; að jafnaði bjartsýnn á úrslit. Hann var oft fulltrúi flokksins á talningarstað og tók glaðlega við hverjum kjörseðli með x við B! Ætli það hafi ekki verið vorið 1966 sem Hrygla hans pabba var þrílembd og bæjarstjórnarkosn- ingar framundan. „Hvað segirðu, Sveinn,“ sagði Guttormur, „Var hún þrílembd? Þetta er fyrirboði. Við fáum þrjá menn kjörna í bæjar- stjórn.“ Þetta þótti óraunsætt, en síðan kom á daginn að Guttormur hafði hitt naglann á höfuðið, hvað sem fjárhaldi leið! Hann hafði góða kímnigáfu, var jafnan glaður í góðra vina hópi. Hann fylgdist gjörla með allri þjóðmálaumræðu og las mikið sér til ánægju og hafði fulla einurð til að halda á lofti skoðunum sínum. Sér til yndis og hugarhægðar átti hann lengi hesta og hélt þá vel. Hann var fjörmaður á samkomum, fékk sér glaður í staup og fór vel með vín. Með Guttormi er genginn einn þeirra manna sem ég man svo vel eftir frá æskuárum á Króknum en þá voru þau Inga í blóma lífsins og Guttormur áberandi í bæjarlífinu. Þau voru sérstök sæmdarhjón sem ég á allt gott upp að unna við leið- arlok. Við systkinin á Skagfirðinga- braut 15 sendum Ingu og dætrum þeirra Guttorms innilegar samúðar- kveðjur. Sölvi Sveinsson. Guttormur Óskarsson var yngst- ur í hópi 12 systkina frá bænum Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi, sonur hjónanna Sigríðar Hallgríms- dóttur og Óskars Þorsteinssonar. Að Guttormi stóðu sterkir stofnar. Faðir hans var af eyfirskum og þingeyskum ættum en móðurættin var eyfirsk og húnvetnsk. Guttorm- ur sem sjálfur var fæddur í Skaga- firði var slíkur öðlingur að í mínum huga hlýtur í honum og systkinum hans að hafa sameinast allt það besta sem norðlenskt blóð hefur haft upp á að bjóða. Að sögn voru foreldrarnir enda mikið sæmdarfólk sem máttu hvergi vamm sitt vita og uppeldi barnanna samkvæmt því falið í guðsótta og góðum siðum. Vógu þar þungt á metum trú- mennska, heiðarleiki og drengskap- ur í hvívetna. Guttormur sjálfur, og bræður hans þeir Skafti og Ármann sem ég kynntist nokkuð, voru í mín- um huga eins konar holdgervingar allra þessara góðu kosta og því ljóst að þarna hefur vel til tekist. Þegar Guttormur var aðeins tæpra þriggja ára flutti fjölskyldan sig um set yfir á Langholtið, nánar tiltekið í Kjartansstaðakot í Stað- arhreppi hinum forna. Hefur heim- ilisbragnum þar verið lýst sem glað- værum og að þrátt fyrir annríki á stóru heimili hafi þess samt verið gætt að gefa gaum að bóklegum fróðleik, skáldskap og dægurmál- um. Oft var víst rætt um stjórn- málin og þar sem fjölskyldan var réttsýn og heiðarleg var aldrei spurning um hvar í sveit þau systk- ini skipuðu sér. Guttormi kynntist ég ekki fyrr en hann var orðinn talsvert fullorðinn og var raunar við það að ljúka ævi- starfi sínu en lengst af gegndi Gutt- ormur starfi gjaldkera hjá Kaup- félagi Skagfirðinga. Guttormur hafði þá um áratugaskeið verið í fylkingarbrjósti framsóknarmanna í Skagafirði og gegnt þar öllum helstu trúnaðarstöðum. Ég þekkti hins vegar ekki mikið þá hlið á Guttormi heldur fyrst og fremst manninn sem var hafsjór af fróðleik og skemmtilegur með eindæmum. Það var því gaman, og viss forrétt- indi fyrir ungan strákling, að fá að setjast niður með honum, spjalla um daginn og veginn og kynnast hreinum og tærum hugsjónum sanns samvinnumanns. Það vantaði ekki að oft brá fyrir skemmtilegum glampa í augum Guttorms þegar hann sagði frá enda kímnigáfan góð og frásagnargleðin fölskvalaus. Þarna naut ég þess mjög að afi minn, Helgi Sigurðsson, og Gutt- ormur voru nágrannar um nokkuð langt skeið og því hitti ég oft Gutt- orm fyrir heima hjá afa þegar hann var sóttur heim. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir samskiptin og ánægjuleg kynni við sannan drengskaparmann. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og ástvinum Guttorms dýpstu samúð mína um leið og ég bið honum Guðs bless- unar á nýjum leiðum. Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.