Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 21
MENNING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÉG var nú bara að átta mig á
ákveðinni heildarmynd tónleikanna
fyrir tveimur dögum. Það vill svo til
að öll verkin eru í g-moll, öll há-
dramatísk og öll hárómantísk. Ég
held ég hafi aldrei spilað jafn
dramatíska efnisskrá,“ segir Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari í Tríó
Nordica, en tríóið, Auður, Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Mona Sandström píanóleikari, held-
ur tónleika í Kammermúsík-
klúbbnum í Bústaðakirkju, annað
kvöld kl. 20, ásamt gestum sínum,
Pálínu Árnadóttur fiðluleikara og
Iben Bramsnes Teilmann víóluleik-
ara. Auður segir nánar frá verk-
unum dramatísku:
Elskaður af konu Tolstojs
„Stærsta verkið er píanókvintett
eftir Sergei Tanejev. Tanejev var
mjög sérstakur og merkilegur.
Hann var nemandi Tsjaíkovskíjs en
kennari Rakhmaninovs og Skrjab-
ins. Eiginkona Tolstojs var yfir sig
ástfangin af honum, án þess að
hann sjálfur vissi af því. Tanejev
var mikill tónsmíðakennari og mjög
hrifinn af 16. öldinni og átti ekki
mikla samleið með tónskáldum
sinnar tíðar. Hann var á allt annarri
línu, mikið í kontrapunkti og var
stundum nefndur Brahms Rúss-
lands. Hann var lengi að semja og
skildi ekkert eftir sig annað en það
sem hann var fullkomlega sáttur
við.“
Auður segir að píanókvintettinn
hafi sjaldan heyrst, og að þetta sé
frumflutningur hans á Íslandi.
„Hann er líka þvílíkt torf að spila,
og eins og einleikskonsert fyrir
hvert hljóðfæranna. Ég hef aldrei
kynnst öðru eins verki – aldrei –
aldrei nokkurn tíma,“ segir Auður
með þunga í röddinni, en af svip
hennar má þó sannarlega ráða, að
glíman er bæði ögrandi og
skemmtileg. Hún nefnir annað verk
eftir Tanejev, píanótríó, sem hún
segir líka flott, og spáir því um leið
að nú sé tími Tanejevs að renna
upp. „Það er nýbúið að hljóðrita
kvintettinn og gefa hann út og hann
virðist vera að komast á flug í kjöl-
farið. Honum hefur ekki verið hald-
ið mikið á lofti hingað til, en það er
vonandi að breytast.“
Það er ekki að undra að drama-
tíkin sé ríkjandi í Píanótríói frá
1855 eftir Bedrich Smetana, sem
tríóið leikur á tónleikunum. Það var
samið í kjölfar þess að tónskáldið
missti unga dóttur sína. „Þetta
var annað barnið sem Smetana
missti úr ungbarnasjúkdómi og
verkið er rosalega dramatískt.“
Hálf grátandi í dramatíkinni
Þriðja verkið á efnisskránni er
Elegía eftir Sergei Rakhmaninov,
sú fyrri af tríóum hans með því
nafni. „Og hún er í g-moll,“ segir
Auður skellihlæjandi. „Dramað er
svo mikið að maður er hálf grát-
andi í öllum verkunum.“ Og til að
bæta enn á dramatíkina, þá varð
blaðamaður vitni að ævintýri í
kringum Elegíu Rakhmaninovs, en
það var á Tónlistarhátíðinni í Reyk-
holti fyrir nokkrum árum. Það var
ekki hlægilegt þá, en Auður rifjar
það upp með bros á vör. „Við Bryn-
dís Halla vorum hér, píanistinn í
Svíþjóð, og við lærðum sitt hvort
tríóið! Hann hafði æft lengra tríóið
með þessu nafni, en við það stutta.“
Þegar komið var í Reykholt var úr
vöndu að ráða, en þrautreyndir tón-
listarmennirnir réðu fram úr vand-
anum með nánasarlegum fyrirvara.
„Við eigum mjög dramatískar minn-
ingar um þetta verk.“
G-moll og dramatík – spurningin
er hvort það sé algengt að verk í g-
moll séu kraumandi drama. Auður
hugsar sig um. „Jú, g-moll píanó-
kvartettinn eftir Brahms er rosa-
lega dramatískur og fiðlukonsertinn
eftir Bruch er það líka. Ætli g-
mollinn sé ekki bara nokkuð drama-
tísk tóntegund.“
Auður segist þakklát fólkinu í
Kammermúsíkklúbbnum fyrir að
hafa beðið þær að spila kvintettinn
eftir Tanejev, sem þær þekktu ekki
áður, og segir það afar gott að hafa
þann vettvang sem klúbburinn er.
Þeir grafi oft upp verk sem heyrast
ekki oft og biðji tónlistarmenn að
leika þá hjá sér. Tónlistarfólkið geti
svo líka komið með sínar hug-
myndir að verkum. „Þessir menn
eru búnir að starfrækja klúbbinn í
50 ár, og eru ótrúlega duglegir. Það
er segin saga, að það skapast alltaf
einstök stemmning í
Kammermúsíkklúbbnum.“
Kvinnur þrinna dramatík í g-moll
Tríó Nordica og gestir leika á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju kl. 20 annað kvöld
Tríó Nordica Bryndís Halla Gylfadóttir, Iben Bramsnes Teilmann, Pálína Árnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og
Mona Sandström. Þær Pálína og Iben eru gestir tríósins á tónleikunum í Kammermúsíkklúbbnum annað kvöld.
Morgunblaðið/Ómar
SAMKVÆMT því sem Kristján Ingi-
marsson segir um Frelsarann sem
sýndur var í Þjóðleikhúsinu í fyrra-
dag er þetta verk hans sambland af
„leiklist, dansi, bardagaíþróttum, fim-
leikum og tónlist“ auk þess að vera
undir áhrifum frá Manga-teikni-
myndasögum.
Á fleti á stóra sviðinu, sem Kristján
líkir við A4-blað sem hægt er að lyfta
upp í allt að níutíu gráður, sjáum við
Kristján og Bo Madvig fara í gegnum
alls konar dans- og látbragðshreyf-
ingar. Báðir eru þeir klæddir jakka-
fötum með bindi og virðast því vera
tveir „bisnessmenn“ sem kynnast,
rífast, monta sig, keppa og herma
hvor eftir öðrum. En þegar við fáum
að vita að þetta er úr Opinber-
unarbókinni sjáum við eitthvað allt
annað. Ekki það að höfundur verks-
ins fylgi söguþræði þessarar merki-
legu biblíubókar nákvæmlega, en
hann vitnar í mörg atriði og býr til
dans- og látbragðsatriði úr ýmsu sem
finnst þar í textanum. Sumpart fjallar
boðskapur Opinberunarbókarinnar
um endurkomu Jesú bæði um glötun
og vonir en einmitt vegna þess að það
má túlka hann á svo marga vegu, þar
á meðal innbyggða viðvörun engilsins
að breyta ekki textanum. Sem sagt
nóg efni til að fylla eina sýningu.
Tæknilega er þetta nánast full-
komið. Dansararnir þrír búa allir yfir
ótrúlega miklum hæfileikum. Þegar
flöturinn fer að hallast verulega og
þeir halda samt jafnvægi verða hreyf-
ingar þeirra svo erfiðar í framkvæmd
að maður trúir ekki sínum eigin aug-
um. Þá er samhæfing hreyfinga
þeirra, stellinga og tónlistarinnar
stórkostleg og krefst mikils aga hjá
öllum. Ekki er það síður athyglisvert
að sviðsmunirnir eru ekki nema þrír;
ein skjalataska, nokkur A4-blöð og
einhverjar stangir, en úr þeim tekst
dönsurunum að búa til svo margar
mismunandi stellingar og myndir að
áhorfandinn getur ekki annað að
dáðst að leikni þeirra og ímyndunar-
afli höfundarins. Til skiptis kómískt,
ofbeldiskennt, dapurlegt og há-
dramatískt fer þetta allt saman fram
án orða, eða nánast án orða. Reyndar
er eitt „orð“ sagt í þessari orðlausu
sýningu og það er þegar frelsarinn
opnar munninn og jarmar – sem sagt
Jesús sem lamb, kominn til að bjarga
heiminum. Þetta er bráðfyndið og
skelfilegt í senn og ef til vill hápunkt-
ur verksins, sem hefði getað endað
þarna.
Þó að þetta sé að flestu leyti frá-
bær skemmtun er sýningin aðeins of
löng og svolítið einhæf. Að fylgjast til
dæmis með leikendunum þegar þeir
færa sig í alls konar stellingum á
milla stanganna á hallandi sviði er
bæði spennandi og töfrandi en stund-
um voru þessar endurtekningar á
mörkum þess að vera fyrirsjáanlegar.
Það sama má segja um lýsinguna og
tónlistina – hvort tveggja mjög
skemmtilegt lengst af, en samt svolít-
ið einhæft. Hins vegar eru góðu atrið-
in í sýningunni mjög mörg og það er
synd að sýningar verða ekki fleiri.
Þetta er nútímafrelsari að mínu
skapi.
Nútímafrelsarinn
Martin Regal
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið – gestasýning
Höfundur: Kristján Ingimarsson.
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson. Leikarar:
Bo Madvig, Camilla Marienhof og Krist-
ján Ingimarsson. Sviðsmynd: Kristján
Knudsen. Tónlist: Rúnar Þór Magnússon.
Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Bún-
ingar: Julie Forchhammer. Tæknimaður:
Jens Rosenlund Petersen. Sviðsmaður:
Bo Rønnow Andersen. Aðstoðarleik-
stjórn: Guðrún Þórisdóttir.
Verkefnastjórn: Gitte Nielsen.
Frelsarinn
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Dans? „Þetta er nútímafrelsari að
mínu skapi,“ segir m.a. í dómi.