Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 40

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 40
40 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurIngi Krist- mundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. apríl 1944. Hann lést í Vest- mannaeyjum 10. nóvember síðastlið- inn. Guðmundur var sonur Soffíu Bjarn- heiðar Guðmunds- dóttur og Krist- mundar Meldal Kristmundssonar. Guðmundur ólst upp í Húnavatns- sýslu, var bóndi á Breiðabólsstað í Vesturhópi í Vestur-Húnavatns- sýslu og Eyjum í Breiðdal í Suður- Múlasýslu. Síðustu ár bjó Guðmundur Ingi í Vest- mannaeyjum. Árið 1974 giftist Guðmundur Sigríði Einarsdóttur, þau slitu samvistum. Þau eignuðust einn son, Hörð. Fyrir átti Sigríður son, sem Guðmundur gekk í föður stað. Útför Guðmundar Inga fer fram frá og hefst athöfn- in klukkan 11. Kveðja frá Framsóknarfélagi Vestmannaeyja Þegar Guðmundur settist með okkur í stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja fyrir rúmum fjór- um árum þekkti ég hann lítið sem ekkert. Nú þegar hann er allur veltir maður fyrir sér hversu vel maður kynntist Guðmundi í raun þessi fjögur ár sem við störfuðum saman í félaginu. Guðmundur var nefni- lega hlédrægur maður, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg. Hann var ekki mikið fyrir að ræða sjálf- an sig og sína hagi. Hann var held- ur ekki einn af þeim sem þurftu sí- fellt að tjá sig um menn og málefni, en þegar hann tók til máls hlustaði maður. Guðmundur kann að hafa verið maður fárra orða, en þegar hann hafði eitthvað að segja sagði hann það svo eftir var tekið. En maður þurfti ekki að hlusta á Guðmund til að sjá hvernig maður hann var. Það var nóg að fylgjast með honum. Sjá hlýjuna í aug- unum þegar hann kjáði framan í unga dóttur okkar hjóna á fundum og dillaði henni á læri sér þegar hún þreyttist á kjaftaganginum í kringum sig. Sjá hvernig hann vann myrkranna á milli til að sjá sér og sínum farborða. Sjá hvernig hann lét sig ekki muna um, eftir 12-14 tíma vinnu- tarnir, að mæta niður í Framsókn- arheimili og smíða og mála fram á nætur í undirbúningi kosninganna í vor. Guðmundur var ávallt reiðubú- inn að aðstoða þá sem minna máttu sín. Hann var ávallt reiðubúinn að leggja hönd á plóg þegar honum þótti málstaðurinn góður. Guðmundur var góður fé- lagi og samstarfsmaður og þannig verður hans minnst. Missir okkar er mikill, en missir fjölskyldu Guðmundar enn meiri. Við sendum ættingjum og vinum Guðmundar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hans verður sárt saknað. Sigurður E. Vilhelmsson, formaður Framsókn- arfélags Vestmannaeyja. Guðmundur Ingi Kristmundsson ✝ Marteinn Vig-fússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði hinn 8. maí 1934. Hann lést á heimili sínu hinn 16. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Vigfús Sig- urjónsson, f. á Borgum í Þist- ilfirði 26. nóv. 1891, d. 2. ágúst 1941, og Björg Davíðsdóttir, f. á Hamri í Vopnafirði 19. nóv. 1897, d. 25. maí 1959. Marteinn var tíundi í röðinni af tólf börn- um þeirra, hin eru Svavar, f. 1918, d. 1984, Herdís Jóhanna, f. 1919, Davíð Sigurjón, f. 1922, d. 1997, Katrín Stefanía, f. 1924, d. 1927, Þorsteinn Lárus, f. 1926, d. 1927, Þorsteinn Lár- Kristján Friðbjörn Einarsson, f. á Víðihóli á Fjöllum 25. feb. 1896, d. á Vopnafirði 16. nóv. 1970, og Gunnhildur Í. Gríms- dóttir, f. á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði 7. júní 1900, d. 11. jan. 1968. Marteinn og Bergþóra bjuggu allan sinn búskap á Vopnafirði. Fyrstu árin voru þau í Götu en árið 1971 flytja þau í nýtt hús sem Marteinn byggði. Þau eignuðust einn son, Kristján Friðbjörn, f. 25. okt. 1959, sam- býliskona Þórunn Anna Björns- dóttir, f. 28. apríl 1962. Börn hennar eru Arnbjörg Anna Kjartansdóttir, f. 16. jan. 1982, Björn Davíð Kjartansson, f. 9. feb. 1985, dóttir hans Eva Na- talía, f. 11. ágúst 2005, Helga Ósk Sigurjónsdóttir, f. 23. feb. 1989, Guðbjörn Sigurþór Sig- urjónsson, f. 22. jan. 1992, og Lára Sif Sigurjónsdóttir, f. 2. maí 1994. Útför Marteins verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. us, f. 1927, d. 1995, Rósa Katrín, f. 1928, Helga Fann- ey, f. 1930, Ásdís Erna, f. 1932, d. 1935, Ásdís Erna, f. 1937, d. 1994, Haukur Vopni, f. 1939. Marteinn ólst upp í þessum stóra systkinahópi á Vopnafirði, ungur fór hann að vinna og 15 ára fer hann á vertíð til Horna- fjarðar. Marteinn vann ýmis störf til sjós og lands en lengst var hann hjá Rarik með starfsstöðu á Vopnafirði og lét af störfum þar árið 2004 sjö- tugur að aldri. Marteinn kvæntist 29. nóv. 1969 Sigríði Bergþóru Frið- björnsdóttur, f. 3. ágúst 1940. Foreldrar hennar voru hjónin Elsku Matti minn, ekki grunaði mig að þetta yrði síðasta sumarið sem ég sæi þig. Mikið var það skrítið þegar Halldór hringdi til mín til Nairobi með þær fréttir að þú værir fallinn frá. Þú sem varst svo fullur af lífi og glettni. Ég veit ekki hvar á að byrja, þú varst alltaf hluti af lífi mínu, alla tíð þegar ég var að alast upp varstu til staðar. Enda þú föðurbróðir minn og Begga konan þín móðursystir mín. Við töluðum oft um að Fribbi sonur þinn væri eins nærri því að vera bróðir minn og hægt væri. Ég er þakklát fyrir sjóferðina okkar í sumar og hef einmitt verið með mynd frá þeirri ferð á tölvunni minni þegar hún er opnuð. Þá léstu mig rifja það upp hvernig ætti að flaka fiskinn, en ég hafði eitthvað ryðgað í því og það dillaði í þér hláturinn yfir því hvað Eyrún var spennt þegar við vorum að draga inn fiskana. Mér fannst eins og þú skemmtir þér ekki minna en hún þegar hún skoppaði um allt af kát- ínu og ekki varstu á því að gefast upp þegar það ætlaði ekki að lóða hjá okkur. Þú naust þess svo að vera í kringum börn, enda elskuðu krakk- arnir mínir það þegar þau voru lítil í heimsókn á Vopnafirði að skreppa til Matta frænda og Beggu. Börn systkina minna voru jafn- velkomin hjá þér og þau væru þín barnabörn og kölluðu þig jafnvel afa. Mömmu minni varstu svo hjálpsamur eftir að pabbi féll frá og mættir ósjaldan með sláttuvél- ina eða klippurnar til að dytta að- eins að garðinum hjá henni. Þegar ég hringdi í hana og spurði hvort einhver hefði kíkt til hennar í dag, þá brást það varla að þú hafðir að- eins litið inn. Það verður skrítið að heyra ekki glettinn og eilítið stríð- inn hlátur þinn og mikið verður tómlegt heima á Vopnafirði nú þegar þið pabbi eruð báðir fallnir frá. Ég fékk líka að njóta þessa sl. sumar að hafa ykkur Beggu og mömmu hjá mér í nokkra daga þegar þið voruð öll á leið til út- landa og þú í fyrsta sinn á ævinni. Ferðinni var heitið til Birnu syst- ur í Noregi og þér fannst þetta nú allt hálfgert vesen, lést eins og þú gerðir þetta bara fyrir Beggu og mömmu. Okkur þótti voða vænt um þegar þú lagaðir kranann á baðinu hjá okkur og fleira, eins og pabbi var vanur að gera. Þú kunn- ir alltaf best við þig á Vopnafirði. Þér fannst borgarstressið of mik- ið. Enda var það orðið orðatiltæki hjá mér „Matti frændi ætti að sjá til mín núna“ þegar ég stressaðist yfir smámunum. En svo naustu dvalarinnar í Noregi og við höfð- um á orði í gamni að þú ættir eftir að fara aftur. En ferðinni var bara heitið annað. Krökkunum mínum fannst þú svo skemmtilegur, svo notuð séu orð þeirra frá því þau voru lítil. Kaja á enn dúkkuna sem heitir í höfuðið á þér, henni fannst ómögulegt að þú ættir ekki nafna. Elsku Begga mín, Fribbi og fjöl- skylda, það eru erfiðir dagar fram- undan hjá ykkur, þið voruð svo ná- in. Ég bið Guð að styrkja ykkur og hjálpa að horfa til framtíðar. Aðrir sem eiga um sárt að binda, ég votta ykkur dýpstu samúð. Megi Guð geyma ykkur og styrkja í sorg ykkar. Björg Davíðsdóttir. Elsku Matti frændi. Við kveðjum þig með þessu ljóði: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi , og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Okkur finnst þetta ljóð lýsa þér best. Birna og fjölskylda í Noregi. Elsku frændi. Mér finnst gott að hugsa um að þú sért í öruggum höndum hjá Guði. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín á Vopnafirði. Ég get lokað aug- unum og séð þig sitjandi við eld- húsborðið, við gluggann, með pípu í munninum og að leggja kapal með gömlu spilunum. Þegar við vorum litlar, kenndir þú mér og Elínu Ósk kapal sem við kölluðum Matta-kapal. Ég legg þann kapal enn þann dag í dag. Ég vil þakka þér fyrir góðar stundir á Vopna- firði. Ég vil líka þakka þér fyrir að þú skulir hafa komið hingað til Noregs í sumar. Ég mun aldrei gleyma þér, né minningunum um þig. Ég mun ekki hitta þig aftur hér á jörðinni, en þegar ég kem til himins skulum við sko leggja Matta-kapal saman. Elín (Biddu dóttir). Það er komið að kveðjustund. Marteinn Vigfússon, eða Matti, hennar Beggu, eins og hann var kallaður af minni fjölskyldu, er far- inn og verður kvaddur í dag. Eftir standa Begga, Friðbjörn (Fribbi) og fjölskylda, vinir og vandamenn. Orð eru svo vanmeg- nug gagnvart svona missi. Þegar litið er til baka þá er margs að minnast og margar góðar stundir sem við áttum saman. Við ferðuðumst víða en oftast var það bara í huganum. Eins og þegar við vorum að plana að sigla frá Suður-Afríku til Vopnafjarðar. Þessi ferð var nú ekki farin nema á kortinu í jólaboði hjá þeim hjón- um. Matti var fróður um margt og hafði ég gaman af að keyra um Vopnafjörðinn með honum. Þá sýndi hann mér fegurð staðarins og benti mér á allt mögulegt, kennileiti, fugla og annað. Hann kunni alltaf best við sig á heima- slóðum. Þá fékk ég hann stundum til að stilla sér upp fyrir mynda- tökur þó hann væri nú ekkert sér- lega gefinn fyrir það. Ánægjulegt var þegar Matti og Begga komu frá Vopnafirði til að gista, nú síðast þegar ferðinni var heitið til Noregs, en það var fyrsta og eina utanlandsferð Matta og gaman að hann fékk að upplifa það. Matti var skemmtilegur, hress, og alltaf var stutt í kímnina, en hann var einnig kappsamur og gafst ekki auðveldlega upp. Það var mér heiður að fá að kynnast þess- um mannkosta manni. Elsku Begga, Fribbi og fjöl- skylda, aðrir ættingjar og vinir, missir ykkar er mikill og bið ég Guð að styrkja ykkur í þessari raun. Mér finnst leitt að geta ekki verið við útförina, en er þakklátur fyrir að hafa getað heimsótt ykkur áður en ég þurfti að fara úr landi. Halldór Pálsson. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti. Matti var dáinn. Við stóðum bara stjörf úr sorg. Við héldum að við ættum mörg ár eftir með þér, en sú var ekki raunin. Við hittum ykkur Beggu í sumar og fengum sem betur fer að eyða með ykkur tíma áður en þið fóruð að heimsækja Biddu og fjölskyldu til Noregs. Það er ekki hægt að minnast Matta öðruvísi en brosandi. Hress karl sem vissi allt um vindáttir, veður og náttúruna yfirhöfuð, sem hægt var að vita. Oft stóð maður bara og kinkaði kolli hálf kjánalega og jánkaði því sem hann sagði, þeg- ar maður skildi í raun ekki helm- inginn af vitneskjunni sem valt upp úr honum. Matti var alltaf svo af- slappaður og viðkunnanlegur. Mak- ar okkar voru ekki lengi að kynnast honum og líka vel við, annað var náttúrulega ekki hægt. Hann var svo góðhjartaður og ljúfur að manni þótti alltaf voða gott að koma í heimsókn til þeirra Beggu. Matti og Begga voru líka einstak- lega skemmtilegt par og var gaman að fylgjast með samskiptum þeirra. Það var oft dálítill kýtingur þeirra á milli og gátu þau þrætt um hluti fram og aftur og strítt hvort öðru, en þó alltaf í góðu. Á meðan sátum við gjarnan og flissuðum að þeim í laumi. Þegar þau voru frá hvort öðru, til dæmis þegar Begga var í heimsókn fyrir sunnan, þá hringd- ust þau oft á eins og ástfangnir táningar. Það fannst okkur alltaf ofboðslega krúttlegt. En nú er komið að kveðjustund og viljum við fá að þakka innilega fyrir þann tíma sem við fengum að hafa Matta hjá okkur. Við viljum líka fá að votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna frá- falls Matta samúð okkar. Stefanía (Nína), Davíð, Katrín (Kaja), Ryan og Albert Guðmann. Elsku Matti, mikið er erfitt að sjá á eftir þér. Með fátæklegum orðum þakka ég þér fyrir það hvað þú varst mér mikill stuðningur við fráfall Davíðs. Þú varst svo dugleg- ur að kíkja til mín og veita mér þá aðstoð sem ég þurfti. Ósjaldan slóstu fyrir mig garðinn og klipptir runnana óbeðinn. Þú hélst þessu áfram alveg fram á síðasta dag. Alltaf umhyggjusamur og hjálp- samur. Beggu, Fribba, öðrum fjölskyldu- meðlimum og vinum votta ég mína innilegustu samúð. Stefanía Friðbjörnsdóttir (Nína). Marteinn móðurbróðir minn er allur, 73 ára að aldri. Marteinn, eða Matti frændi, var fínn kall, kátur og viðræðugóður, duglegur og reyndist mér og mínum alltaf vel. Sem ungur maður stundaði Matti sjóinn, fór 15 ára á vertíð á Horna- fjörð á Guðbjörgu frá Norðfirði og síðar var hann á vertíð í Keflavík með Ásmundi Jakobssyni á Auð- björgu frá Norðfirði, eftir það var hann aðallega á vertíð á Hornafirði. Það er óhætt að segja að Matti hafi verið tengdur sjómennsku alla sína tíð. Matti hóf störf hjá RARIK árið 1961 en þótt hann ynni þar var hugur hans oft á bryggjunni eða hjá sjómönnunum sem voru að stunda róðra. Fyrstu kynni mín af Matta voru er ég sem smástrákur horfði á hann hjólandi eftir Hafnarbyggð- inni í og úr vinnu sinni við að keyra vélarnar í rafstöðinni. Það var ekki laust við ákveðna aðdáun hjá okkur bræðrunum í Múla í garð frænda okkar, er Matti hjól- aði án þess að halda um stýrið inn eða út götu og notaði tímann til að tálga til korka eða flot sem síðar voru notuð á grásleppunet annað hvort á hans netum eða einhverra honum tengdum. Sjálfsagt hef ég handfjatlað marga af þessum korkum þegar ég fór að stunda grásleppuveiðar með þeim feðgum, Matta og Friðbirni á Marvin NS 150, báti Friðbjörns, en ég var einar 4-5 grásleppuvertíðir með þeim á árunum eftir 1990 og get ég fullyrt að í félagsskap þar sem Matti var, leiddist mér aldrei enda fróðleikur mikill og minni hans gott. Matti þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni, hann var duglegri en flestir sem ég þekki, á útstíminu var hann alltaf að gera klárt fyrir daginn á einn eða annan hátt og þótt róðrar væru stundum langir var Matti oftar en ekki síðastur inn í stýrishús á heimstími. Áralöng reynsla til sjós hefur orðið þess valdandi að Matti var einhver besti veðurfræðingur um fjörðinn sinn og næsta nágrenni sem ég hef kynnst. Það kom ósjald- an fyrir, er verið var að draga net- in, að Matti leit í átt að suðurfjöll- unum og gaf það út að í ljósi skýjafars eða einhvers annars myndi vera skynsamlegt að fara að draga grynnra eða í versta falli að halda heim, þótt hann vildi oftast draga mun fleiri trossur en við sem yngri vorum. Nær undantekning- arlaust gekk þetta eftir. Sl. 5 ár hef ég ásamt fjölskyldu minni verið svo heppinn að vera aftur nágranni þeirra hjóna, Matta og Beggu, og haft gaman af að fylgjast með Matta en hann var kominn á eftirlaun og er óhætt að segja að engan eftirlaunaþega þekki ég sem hafði jafnmikið fyrir stafni og hann. Auk þess að aðstoða Friðbjörn son sinn í útgerðinni hirtu þau hjón garðinn sinn og nágrenni þannig að aðdáun vakti. Matti var barngóður, það er til dæmis ekki langt síðan hann kall- aði á son minn til sín, þar sem hann afhenti honum nýjan flugdreka sem hann hafði að eigin sögn „fundið“. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldna bræðranna frá Múla senda Beggu, Fribba, Þórunni, börnum og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall Marteins Vig- fússonar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Gísli Arnar Gíslason, Múla, Vopnafirði. Marteinn Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.