Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞORVARÐUR Helgason menntað- ist erlendis, sneri heim að námi loknu og hefur starfað hér að kennslu og ritstörfum, meðal annars sent frá sér allmargar skáldsögur. Svipuðu máli gegnir um Arnfreð, aðalsöguhetjuna í þessari nýjustu skáldsögu hans. Einnig hann er að snúa heim frá námi erlendis. Hann nemur staðar í Reykjavík. Hann sér strax að hún er ekki eins og aðrar borgir. Hún er ljót. Síðan heldur hann í smáþorp úti á landi, þaðan sem hann er upprunninn. Þar er hann ráðinn kennari við grunnskóla og framhaldsskóla. En lífsstíllinn í þorpinu er ekki lengur sem áður. Fiskurinn, sem fyrrum kostaði svo lítið, er orðinn rándýr. Eigi að síður hafa tekjur sjómanna dregist stór- lega saman. Hitt er þó verra að fast- eignirnar á slíku hnignandi plássi eru orðnar óseljanlegar. Menntamaðurinn Arnfreður gerir svo lágar kröfur til lífsins sem verða má. Húsaskjól og peningar til fæðis og klæða telur hann munu nægja, auk þess sem hann hefur fest kaup á gömlum bíl sem hann valdi með hlið- sjón af að hann gæti sofið í honum! Kröfur annarra – langt umfram nauðþurftir – eru honum bæði óskiljanlegar og ógeðfelldar. Þar með finnur hann sig í raun utan- garðs í mann- félaginu íslenska. Í huga sér glímir hann við gátuna sígildu um tilvist mannsins og mannlegt atferli. Að hætti afa síns hallast hann jafnt að guðspeki og kommúnisma. Svo mjög sem íhugun hans beinist inn á við ákveður hann eigi að síður að ganga á hólm við hagvaxtar- hyggjuna í þjóðfélaginu, þar með talið kvótakerfið og stórútgerðar- stefnuna sem hann telur eiga sök á því hvernig komið er fyrir þorps- búum. Á sjávarþorpið, þar sem hann kýs að lifa og starfa, lítur hann sem heiminn en miniature og deilir skoð- unum sínum með þeim sem á hann vilja hlýða. Hvergi er ofsagt að Þorvarður Helgason vandi til verks og skoði viðfangsefni sín af háum sjónarhóli. En samtölin í sögunni, sum gagnorð, önnur í mælskustíl, bera þess merki að hann er leikhúsmaður fremur en sögumaður. Því kann að vera álita- mál hvort skáldsöguformið henti honum alls kostar vel. Tilvist og firring BÆKUR Skáldsaga Eftir Þorvarð Helgason. 248 bls. Útg. Vestfirska forlagið. Brekku í Dýrafirði. 2007. BRIMALDA Þorvarður Helgason Erlendur Jónsson ÉG HYGG að þess hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, að Haraldur Bessason sendi frá sér nýja bók um mannlíf í Vest- urheimi. Hann var um þriggja ára- tuga skeið prófessor við Manito- baháskóla í Winnipeg og lét mjög til sín taka vestra, gagnkunnugur mönnum og málefnum. Bók hans, Bréf til Brands, sem út kom fyrir nokkrum árum, gaf tóninn. Dag- stund á Fort Garry, svipmyndir, ber sömu höfundareinkennin. Bók- ina tileinkar Haraldur konu sinni Margréti Björgvinsdóttur. Hér heldur á penna maður, sem leikur sér að tungunni. Hann er frábær sögumaður, fundvís á hið sérstaka og sérlega í röð atvika og í fari persóna. Stíll hans leynir á sér og er meira lagt á hann en í fyrstu sýnist. Húmor hans er fág- aður og ekki allur á yfirborði. At- huganir hans og athugasemdir eru settar fram af djúphygli. Og það hlýtur að vera sérstaklega áhuga- vert fyrir okkur Íslendinga nú um stundir að sjá með augum Haralds og vina hans hvernig hið fjölmenn- ingarlega kanadíska þjóðfélag hef- ur verið að breytast og samlagast síðustu öldina. Og enn liggur þangað straumur landnema af ólíklegum uppruna. Haraldur er nú sestur að í Toronto, þar sem þjóðabrot eru fleiri en annars staðar í Norður-Ameríku. Í sum- um hverfum ræða viðskiptavinir í matvöruverslunum og krambúð- um nær því eingöngu sín á milli og við afgreiðslufólkið á portú- gölsku eða ítölsku. Auglýsingar utan á búðargluggum eru þrátt fyrir það á ensku, segir Haraldur. Úkraínskur hótelhaldari var vin- ur Guttorms J. Guttormssonar og gat auðveldlega vitnað í ljóð hans. Guttormur hafði lært mál- lýsku Cree-indíána í bernsku enda leikfélagar sumir úr þeirra hópi. Haraldur nálgast söguefnið á óvenjulegan hátt. Hann hugsar sér að hann horfi yfir sviðið frá óformlegum fundi, sem hann átti á Fort-Garry-hótelinu í Winnipeg í lok júlímánaðar árið 1959 með Jósep Þórarni Thorsyni og tveim aldavinum hans. Þremenn- ingarnir voru mjög jafnaldra. Allir fæddir laust fyrir 1890. Jósep var meðal fremstu lögfræð- inga í Kanada og um skeið her- málaráðherra í síðari heimsstyrj- öldinni. Hann kemur víða við sögu og er Haraldi bersýnilega kær. Þótt Jósep væri fæddur í Winnipeg, talaði hann íslensku nánast eins og hann væri enn ófarinn úr Biskupstungunum en með fornlegu ívafi. Hann var stoltur af uppruna sínum og gaf sig hvergi, svo að ekki er brennt fyrir að það hafi skaðað hann sem stjórnmálamann. Þessi stund fjórmenninganna yfir ölglasi verður lífleg og teygir sig yfir nokkra áratugi, – má því ætla að tímarammi styðji þar ekki í einu og öllu rökrænt samhengi, segir Haraldur. Með þessum göldrum verður frásögnin dýpri og frjáls- ari en ella myndi og auðvitað per- sónuleg. Haraldur rekur hversu mik- ilvægt það er innflytjendum að varðveita uppruna sinn og gæta þess að strengurinn slitni ekki við heimalandið. Tekur hann dæmi af hinum ýmsu þjóðabrot- um og af samskiptum íslensku landnemanna við Úkraínumenn og Indíána, sem sumir hverjir lærðu tungu hver annars eða að minnsta kosti hrafl í tungu hver annars. Hann er ekki í vafa um, að hin íslenska menningararfleifð með ævafornar rætur skilaði fólki áleiðis til „hins háleita og fagra“ og segir enn fremur: „Látið hefur verið að því liggja að án goðsagna lifi enginn af, og hygg ég að þau orð eigi við um þann hóp Íslend- inga sem í reiðileysi steig á land við vesturströnd Winnipegvatns haustið 1875 og fann ógnir steðja að sér hvaðanæva.“ Dagstund á Fort Garry er skemmtileg bók. Þar er víða kom- ið við og á óvæntum stöðum, en alltaf forvitnilegum. Þessi bók skilur mikið eftir sig. Enginn lifir af án goðsagna Halldór Blöndal BÆKUR Svipmyndir Eftir Harald Bessason. Ormstunga 2007 144 bls. Dagstund á Fort Garry Haraldur Bessason KRISTINN Snæland var sendur í sveit eins og önnur reykvísk börn á stríðsárunum. Sveitalífið var svo rót- fast í vitund þjóðarinnar að börnun- um var talið nauðsynlegt að kynnast því af eigin raun. Í öðru lagi voru langflestir þéttbýlisbúar fæddir og upp aldir í sveit og áttu nána ætt- ingja í bændastétt. Þeim var þá gjarnan trúað fyrir börnunum. Í þriðja lagi væri ungviðinu forðað frá loftárásarhættunni sem talin var yfirvofandi í Reykjavík. Dvölin í sveitinni varð drengnum kærkomin tilbreyting frá ærustunni í bænum. Hvaðeina, sem fyrir eyru og augu bar í sveitinni, festi hann í minni. Börn voru undantekningar- laust látin vinna fyrir sér strax og þrek og aldur leyfði. Annað hafði aldrei þekkst. Þar sem þeim voru ætluð tiltekin störf kom vinna þeirra langoftast að tilætluðum notum. Kristinn var fyrst áhorfandi, síðan þátttakandi í bústörfunum. Hann Horft um öxl BÆKUR Endurminningar Eftir Kristin Snæland. 133 bls. Vestfirska forlagið. 2007. DIDDASÖGUR ÞAÐ er þungt yfir forseta Íslands þessa dagana. Venjulega er hann svo hress að hláturinn heyrist yfir í næsta hús og hann var alltaf tilbúinn að bregðast við bónum þegnanna. En skjótt skipast veður í lofti, hvorki grunnskólabörn í Kaup- mannahöfn né tilhugsunin um kan- ilsnúða á leikskólanum Skessukoti fá hreyft við honum. Þjóðhöfðinginn er þunglyndur og enginn veit hvað er til ráða. Þá kemur einnig í ljós að forsetinn getur verið ólíkindatól hið mesta, hálfgerður óþekktarangi, t.d. stingur hann af frá skrifstofunni á Sóleyjargötu til að gerast gröfu- stjóri og skrópar þannig viljandi í vinnunni. Seinna leikur hann sama leik á Álftanesi og gerist sirkusstjóri sem þjálfar seli. Úr vandamálunum rætist þó, í ljós kemur að það sem hrjáði forsetann var aðallega það að hann var einmana og stórt ball á Bessastöðum bjargar málunum, auk þess sem bláir lopasokkar sem hann fær senda í pósti reynast hafa um- talsverða þýðingu. Söguframvindan er með öðrum orðum frumleg og oft mjög skemmtileg í nýjustu barna- bók Gerðar Kristnýjar, Ball- inu á Bessastöð- um, en verkið getur talist örlítið óvenjulegt af barnabók að vera að því leytinu til að aðalpersónan er fullorðinn karlmaður í þjóðfélags- legri valdastöðu. En þar liggur nátt- úrlega húmorinn – og krökkum á vafalaust eftir að finnast bráðfyndið að fylgjast með hrakföllunum sem þessi hái embættismaður, sem allir bera svo mikla virðingu fyrir, lendir í. Í þessu sambandi má reyndar spyrja hversu heppilegur grái fiðr- ingurinn sé sem efniviður í barna- bók en segja má að hann kraumi í bakgrunni sögunnar. Sömu spurn- ingar má spyrja um þá tilvist- arkreppu sem forsetinn horfist í augu við í sambandi við starfsvett- vang sinn. Kannski eru skilaboðin sú, börnin góð, að þið skuluð ekki verða forsetar nema þið séuð viss um að ykkur langi mjög mikið til þess. Og gangið úr skugga um að þið hafið með ykkur góðan leikfélaga í embættið. Þungt yfir þjóð- höfðingjanum BÆKUR Barnabók Eftir Gerði Kristnýju, Halldór Baldursson teiknaði myndir. Mál og menning. 2007. 83 bls. Ballið á Bessastöðum Gerður Kristný Björn Þór Vilhjálmsson UPPLESTRARÖÐ Saltfélagsins heldur áfram á morgun, sunnudag. Að þessu sinni mun Davíð Logi Sigurðsson lesa upp úr bók sinni Velkominn til Bagdad, og Hildur Helgadóttir mun lesa upp úr sinni bók, Í felulitum. Báðar bækurnar fjalla um stríð og ástandið í tveim- ur löndum eftir að árásarstríði lýkur. Nokkur ár sem og heil heimsálfa skilja stríðin sem fjallað er um að, auk þess sem sögurnar eru sagðar frá ólíkum sjón- arhornum. Upplesturinn hefst upp úr klukkan 15 á kaffihúsinu Te & kaffi í Saltfélaginu, Grandagarði 2. Stríð og friður Davíð Logi Sigurðsson Hildur Helgadóttir Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.