Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhald yfir pólskum karl-
manni sem grunaður er um að hafa
ráðist að vinnufélaga sínum með
hnífi í vinnubúðum við Hellisheið-
arvirkjun. Maðurinn sem neitar
eindregið sök verður í haldi til 26.
nóvember nk.
Í greinargerð lögreglustjóra
kemur fram að rannsóknin sé afar
umfangsmikil enda hafi þurfti að
yfirheyra um fjörutíu pólska karl-
menn sem voru á vettvangi. Einnig
eigi eftir að rannsaka bifreið sem
maðurinn komst burtu á, s.s. með
tilliti til lífsýna. Þá hafi vopnið sem
notað var við rannsóknina ekki
fundist og ætla megi að maðurinn
muni reyna að koma því undan.
Í rannsóknargögnum sem liggja
fyrir kemur fram að vitni hafi séð
manninn ásamt tveimur öðrum yf-
irgefa vinnubúðirnar mjög skyndi-
lega eftir atburðinn.
Varðhald
staðfest vegna
hnífárásar
ÞÓR Sigfússon, forstjóri Sjóvár,
átti fund með fulltrúum heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins í
gær og fór yfir tilboð Sjóvár um
þátttöku í uppbyggingu Grens-
ásdeildar Landspítalans.
Hinn 12. september sl. sendu
Sjóvá og Landspítalinn ráðuneytinu
nánari útfærslu á tilboði Sjóvár,
sem miðar að því að reist verði
sjúkrahótel auk byggingar fyrir
þjálfunaraðstöðu og rými fyrir
starfsfólk. Hugmyndin er að Sjóvá
annist daglegan rekstur þjálfunar-
aðstöðunnar og leigi hana til Land-
spítalans fyrir starfsemi þess.
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Þór Sigfússon bjartsýnn á fram-
haldið, fundurinn hafi verið á já-
kvæðum nótum og áhugi væri
innan ráðuneytisins þó að enn hafi
engar ákvarðanir verið teknar.
Tilboð Sjóvár
rætt á fundi
GUÐNI Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, var sendur
til fundar við Ólaf Ragnar Gríms-
son, forseta Íslands, sumarið 2004
til að kanna hug hans til nýs og
endurbætts fjölmiðlafrumvarps sem
þá var í smíðum. Áður hafði Ólafur
Ragnar neitað að staðfesta fjöl-
miðlalögin sem Alþingi hafði sam-
þykkt og í stað þess að fara með
málið í þjóðaratkvæðagreiðslu var
ákveðið að vinna að breytingum á
frumvarpinu. Svar forsetans var af-
dráttarlaust.
„Guðni heldur á fund forsetans
undir hádegi í hásumri. […] Guðni
þreifar varlega á forsetanum en er
samt í mun að komast að því hvaða
hug hann beri til nýja fjölmiðla-
frumvarpsins. Svarið er afdráttar-
laust. Forsetinn gefur Guðna fast-
lega til kynna að hann muni hafna
nýju lögunum rétt eins og þeim
fyrri. Hann verði að vera sam-
kvæmur sjálfum sér,“ segir m.a. í
bókinni Guðni – Af lífi og sál sem
kom út í gær.
Fjölmiðlamálið
erfiðasta úrlausnarefnið
Bókin er skrifuð af Sigmundi
Erni Rúnarssyni fréttamanni og er
hún byggð á samtölum við Guðna
og samferðamenn hans. Meðal þess
sem er til umfjöllunar eru viðkvæm
pólitísk deilumál en Guðni nefnir
einmitt fjölmiðlamálið sem eitthvert
erfiðasta úrlausnarefni sem hann
hafi glímt við á pólitískum ferli sín-
um.
Í bókinni lýsir Guðni því að hann
hafi greint á forsetanum að hann
væri þreyttur og greinilegt að átök-
in um fjölmiðlamálið hafi tekið á
hann. „Guðni snýr til baka af fund-
inum og getur ekki losnað við þá
mynd úr kollinum sem hann hefur
fengið af forsetanum á þessum sér-
stæða fundi; þar hafi setið beygður
maður og sár rétt eins og eldmóð-
urinn hafi slokknað um stund.“
Eftir fundinn með Ólafi Ragnari
kynnti Guðni ráðherrum í flokki
sínum hver afstaða forsetans var og
í kjölfarið var komist að þeirri nið-
urstöðu að leggja frumvarpsdrögin
til hliðar. Áður en það var gert fór
Guðni hins vegar á einkafund með
Davíð Oddssyni til að kynna honum
ákvörðun framsóknarmann. Davíð
brást reiður við og var þungt í
skapi.
„Hann er enn sannfærðari en áð-
ur um að framsóknarmenn séu
hræddir við forsetann, þar á bæ séu
menn nú meiri veimiltíturnar. […]
Þið eruð verri en kratarnir, alger-
lega kjarklausir, bætir Davíð svo
við,“ segir m.a. í bókinni.
Ólafur Ragnar
ætlaði að hafna
Guðni Ágústsson spurði hann álits á nýju fjölmiðlafrumvarpi
Morgunblaðið/Ásdís
Þing sett Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Ragnar Gríms-
son. Myndin var tekin við setningu Alþingis fyrir nokkrum árum.
UPP úr sauð á milli þeirra Halldórs
Ásgrímssonar, þáverandi forsætis-
ráðherra og formanns Framsókn-
arflokksins, og Guðna Ágústssonar,
þáverandi landbúnaðarráðherra og
varaformanns flokksins, er Halldór
ákvað vorið 2006 að segja af sér
embætti forsætisráðherra og hætta
sem formaður flokksins.
Fram kemur í ævisögu Guðna, að
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri
á Sauðárkróki, og Finnur Ingólfs-
son, þá forstjóri VÍS, hafi fært hon-
um þá frétt, að Halldór vildi hætta.
Ekki þó með þeim hætti, að vara-
formaður flokksins tæki beint við
formennskunni, heldur að haldið
yrði flokksþing þar sem kjörin yrði
ný forysta. Væri það vilji hans að
þeir Guðni hyrfu báðir úr stjórn
flokksins.
Hinn 5. júní tilkynnti Halldór
þingflokknum á fundi á Þingvöllum
að hann ætlaði að láta af embættum
sínum. Á blaðamannafundi á eftir
sagði Halldór að þeir Guðni hefðu
báðir sagt að þeir væru viljugir til
að hætta í pólitík en Guðni yrði að
svara fyrir sig um það. Guðni sendi
þá frá sér yfirlýsingu þar sem
sagði, að niðurstaðan, sem Halldór
hefði lýst, hefði miðast við að ný
forysta, sem samstaða væri um,
tæki við. Sú samstaða hefði ekki
náðst.
Helgi S. Guðmundsson kom síðan
á sáttafundi milli þeirra Guðna og
Halldórs. Í bókinni segir um það:
Enginn friðarfundur
„Fundur Guðna og Halldórs
verður enginn friðarfundur. Hann
hefst reyndar á þessum orðum
Halldórs í garð Guðna: Hvað ætlar
þú að gera í þínum málum? Guðni
spyr hann hvað hann eigi við. Hall-
dór segir: Hvað ætlar þú að gera í
þínum ráðherramálum? Guðni spyr
Halldór hvort hann sé að biðja sig
um að hætta. Halldór heldur áfram:
Já, ég álít að þú eigir að hætta.
Nú rennur reiði á Guðna sem seg-
ir Halldóri að hann muni aldrei
komast með sæmd frá sínum störf-
um nema hann láti af heiftinni í
sinn garð. Hann muni ekki standa
sjálfviljugur upp. Ef Halldór ætli að
draga sig nauðbeygðan af ráð-
herrastóli þá skuli hann bara reyna
það en hafa af því mikla skömm.
Halldór er ekki hættur, segir að
allir séu honum sammála um að
Guðni hafi lengi verið veikur í
flokknum og nú hafi þingflokk-
urinn misst alla trú á honum, sú
litla tiltrú sem hann hafi þó haft sé
nú endanlega farin.
Nú getur Guðni ekki annað en
sleppt sér og geldur líku líkt. Hann
segir Halldóri umbúðalaust frá
þeim veiku tökum sem hann hafi
haft á flokki sínum á síðustu árum
sínum í formannsstarfinu, þar hafi
ofríkið riðið honum endanlega að
fullu. Hann megi sín vegna fara í
friði en hann geri það alls ekki á
sinn kostnað.
Þetta verða mestu gífuryrði og
orðahnippingar sem Halldór og
Guðni láta ganga hvor yfir annan.
Það hefur sorfið til stáls þeirra í
millum. Og það má ljóst vera að það
eru alls engir vinir sem skilja að af-
loknum þessum fundi.“
Skildu ekki sem vinir
eftir heiftarleg átök
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti Starfsmennta-
verðlaunin í gær. Verðlaunin eru
þrískipt og eru veitt fyrirtæki, skóla
og einstaklingi fyrir að skara fram
úr í fræðslumálum fullorðinna.
Guðjónína Sæmundsdóttir, for-
stöðumaður Miðstöðvar símennt-
unar á Suðurnesjum, tók við verð-
launum í flokki skóla og
fræðsluaðila.
Verðlaun í flokki fyrirtækja og fé-
lagasamtaka hlaut Icelandair, Una
Eyþórsdóttir starfsmannastjóri og
Jón Karl Ólafsson forstjóri veittu
þeim viðtöku.
Í opnum flokki hlaut Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi for-
maður Sóknar og fyrrverandi vara-
formaður Eflingar, verðlaun fyrir
að fara nýjar leiðir í fullorð-
insfræðslu.
Skara
fram úr
Morgunblaðið/Sverrir
ORKUVEITA Reykjavíkur mun
kaupa aftur hlutafé eignarhaldsfélaga
Bjarna Ármannssonar og Jóns Dið-
riks Jónssonar, sem þeir lögðu inn í
Reykjavík Energy Invest í septem-
ber síðastliðnum.
Á fréttavef Morgunblaðsins í gær
kom fram að Orkuveitan myndi
kaupa hlutabréf eignarhaldsfélag-
anna í REI á sama verði og þau voru
seld, að viðbættum vöxtum.
Bjarni Ármannsson, stjórnarfor-
maður REI, segist vera sáttur við
samkomulagið við OR og að hann hafi
ekki hlotið af fjárhagslegan skaða
frekar en Orkuveitan. Hann segir að
afskiptum sínum af REI muni ljúka
um áramótin þegar hann lætur af
störfum sem stjórnarformaður.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
stjórn Orkuveitunnar, Júlíus Vífill
Ingvarsson og Kjartan Magnússon,
eru ósáttir við upplýsingaflæði innan
stjórnarinnar og hafa krafist þess að
stjórnarfundur
verði haldinn hið
fyrsta. Til stóð að
halda stjórnar-
fund í vikunni en
honum var frest-
að.
„Við teljum að
þetta sé dóna-
skapur í garð okk-
ar sem sitjum í
stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur og viljum fá þessar upp-
lýsingar upp á borðið og ræða um þær
í stjórn Orkuveitunnar, sem er móð-
urfélag REI,“ sagði Júlíus Vífill í
samtali við fréttavef Morgunblaðsins
í gær.
Bryndís Hlöðversdóttir gerir ráð
fyrir að boðað verði til stjórnarfundar
OR fljótlega og að hann fari fram í
næstu viku.
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Í HNOTSKURN
»OR eignast REI að fullu meðþví að kaupa hlut eign-
arhaldsfélaga.
»Óánægja ríkir meðal fulltrúaSjálfstæðisflokks í stjórn OR
vegna skorts á upplýsingum til
stjórnarmanna.
»Stjórnarfundur OR er ráð-gerður í næstu viku.
Bjarni
Ármansson
Bryndís
Hlöðversdóttir
Orkuveitan kaupir hlut
eignarhaldsfélaga í REI