Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Vinur minn sagði eitt sinn viðmig að Kim Larsen væriheilt sólkerfi í vetrarbraut
skandinavískrar tónlistar. Þetta
sagði hann í gamansömum tón en
þessi ýkta viðlíking er jafn haldbær
og hvað annað til að lýsa þeim ótrú-
legu vinsældum sem þessi danski
tónlistarmaður nýtur um gervöll
Norðurlöndin. Plötur hans seljast í
milljónum eintaka er þær koma út,
og yfirburðastaða hans í heima-
landinu er með slíkum ólíkindum að
það er erfitt að ná utan um það.
Kim Larsen heldur tónleika hér á
landi í kvöld og óþarfi að taka fram
að mikill fengur er að komu Lar-
sen. Síðast heimsótti hann okkur
haustið 2005 og lék á þrennum tón-
leikum á Nasa – en uppselt varð á
þá alla á innan við þremur tímum.
Nú leikur hann í nýrri tónleikahöll,
Vodafone-höllinni (Valsheimilinu á
Hlíðarenda) en Larsen verður sá er
vígir höllina en auk þess verða
þetta síðustu tónleikar hans og
sveitar hans Kjukken í yfirgrips-
miklu tónleikaferðalagi um Norð-
urlöndin.
Larsen er fyrir löngu orðin aðlifandi goðsögn í Danmörku
og víðar en það er ekki eins og
hann hafi ekki unnið fyrir því.
Undanfarin ár hefur hann styrkt
stöðu sína enn frekar og unnið nýj-
ar kynslóðir á sitt band næsta
áreynslulaust; en þeir sem hafa sótt
tónleika Larsen vita hvað átt er við.
Þessi maður fólksins leikur sér þar
að því að vefja salnum um fingur
sér; er jafn óheflaður og hann er
yndislegur og sjarminn nánast
drýpur af honum.
Segja má að Larsen hafi gengið í
gegnum endurnýjun lífdaganna er
hann flutti sig frá Kaupmannahöfn
til Óðinsvéa um miðbik tíunda ára-
tugarins. Fljótlega setti hann sveit-
ina Kjukken á stofn og varð ungur í
annað sinn í kjölfarið. Fyrsta platan
kom út 1996 og hafa útgáfurnar
verið mjög stöðugar síðan, og þar á
meðal er hinn metnaðarfulli þrí-
leikur Glemmebogen, sem hafði
það að markmiði að uppfæra og
kynna fólki gömul dönsk sönglög.
Gæðastaðallinn hefur verið hár á
þessum plötum og Larsen þarf ekki
á neinum ellilífeyrisþega-afslætti
að halda, það þarf ekki að klappa
honum á bakið og hrósa honum fyr-
ir það hversu duglegur hann er
þrátt fyrir aldurinn. Það mætti
jafnvel ganga svo langt að segja að
Larsen hafi aldrei verið betri en
einmitt nú, og þeir sem sótt hafa
tónleika með meistaranum geta
tekið undir það, ekki er tomma
slegin af í brjáluðum hamagang-
inum á sviðinu, frá fyrsta lagi til
hins síðasta.
Við væntanlega gesti í kvöld segiég því góða skemmtun. Eða
kannski öllu heldur: Ha’ det godt!
„Ha’ det godt!“
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Undanfarin ár hefurhann styrkt stöðu
sína enn frekar og unnið
nýjar kynslóðir á sitt
band næsta áreynslu-
laust.
Morgunblaðið/Frikki
Hreysiköttur Kim var kampakátur þegar hann lenti á Reykjavík-
urflugvelli í gær en hafði lítinn áhuga á að ræða við fréttamenn sem biðu. arnart@mbl.is
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Dan in Real Life kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15
Dan in Real Life kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Wedding Daze kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
Balls of Fury kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára
Dark is Rising kl. 1:30 B.i. 7 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6
Dan in Real Life kl. 8 - 10
Rendition kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Wedding Daze kl. 4 - 6 B.i. 10 ára
Rogue Assassin kl. 6 B.i. 16 ára
Ævintýraeyja IBBA kl. 4 m/ísl. tali
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dan in Real Life kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:15
La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 3 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
This is England kl. 3 - 6 - 8 - 10 * Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Ve
rð a
ðeins
600 kr
. Með íslensku tali
- Kauptu bíómiðann á netinu -
eeee
- H.J. Mbl.
eeee
- T.S.K., 24 Stundir
THIS IS ENGLAND
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING
ABOUT MARY"
ÁSTARSORG
Gríðarstór
gamanmynd
með litlum
kúlum!
BORÐTENNISBULL
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR
ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
Vönduð frönsk stórmynd,
sem er að fara sigurför um heiminn,
um litskrúðuga ævi Edith Piaf.
LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF
Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd
um ungan mann sem er sannfærður
um að hann muni aldrei verða
ástfanginn aftur!
MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM
OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS
Sannkölluð stórmynd
með mögnuðum leikurum.
LJÓN FYRIR LÖMB
eeee
- V.J.V., Topp5.is
eeee
- Empire
DAN Í RAUN OG VERU
Frábær rómantísk gamanmynd eftir handrithöfund About a Boy
Eitthvað hefur
komið fyrir Dan.
Það er flókið.
Það er óvenjulegt.
Það er fjölskylduvandamál.
Steve Carell úr 40 year Old Virgin
og Evan Almighty leikur ekkill sem verður
ástfanginn af kærastu bróður síns!
S T E V E
C A R E L L
Hvað ef sá sem þú elskar...
Hverfur sporlaust?