Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 10

Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Og nú mega Bónus og Hagkaups-pokarnir kyssast. VEÐUR Sú ákvörðun Anders Foghs Rasm-ussens, forsætisráðherra Dan- merkur, að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu á nýju kjörtímabili m.a. um evruna á vafalaust eftir að hafa áhrif á umræður um Evrópumálin hér á Íslandi.     Stuðningsmenn þess að Ísland ger-ist aðili að Evrópusambandinu munu vafalaust nýta sér slíka at- kvæðagreiðslu í Danmörku til þess að ýta undir umræður um ESB-aðild hér.     Jafnframt erljóst að aðild að ESB er ekki á dagskrá núver- andi ríkisstjórnar og raunar erfitt að sjá hvers konar ríkisstjórn væri hægt að mynda á Íslandi, sem tæki aðild að ESB upp á stefnuskrá sína.     Til þess að það gæti gerzt þyrftiSjálfstæðisflokkurinn að breyta um stefnu í ESB-málum. Þótt innan hans sé að finna sterkan stuðning við aðild að ESB er þar líka að finna svo sterka andstöðu, að erfitt yrði fyrir sjálfstæðismenn að halda sam- an í einum flokki ef reynt yrði að knýja í gegn stefnubreytingu t.d. á landsfundi.     Við slíkar aðstæður gæti Sjálfstæð-isflokkurinn lent í sömu stöðu og brezki Íhaldsflokkurinn. Sá flokkur hefur í raun verið lamaður árum saman vegna átaka um stefnuna í Evrópumálum.     Þótt atkvæðagreiðslan um evrunaí Danmörku geti ýtt undir um- ræður hér er ólíklegt að þær mundu hafa nokkur afgerandi áhrif á stöðu málsins.     Ef Bretar, Danir og Svíar tækjuallir upp evruna gæti staða okk- ar hins vegar orðið vandasöm. STAKSTEINAR Anders Fogh Rasmussen Danir og evran SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                               !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              " !# " !#         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   $ $ %     %  %       %         $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $                 *$BC             !!" # $  %  *! $$ B *! & ' (# '# " )# *) <2 <! <2 <! <2 &"#( + , -.!)/  CD!-            8   &'    ( " )    " 6 2  *  +  '      " % " *    B &' ,     -   " )' 01 )22 )#  3) ! )+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Rósa Guðrún Erlingsdóttir | 23. nóv. Framsækið borgarráð Sá þær gleðilegu frétt- ir að borgarráð hefði samþykkt neikvæða umsögn um útgáfu leyfa fyrir nektardansi. Nú kveður við nýjan tón í baráttunni gegn vændi og mansali en leið reka aðrir upp ramakvein … Sömu vinnubrögð voru viðhöfð af fyrri meirihluta á þingi við afgreiðslu vændisfrum- varpsins svokallaða og þegar kyn- ferðisbrotakafli hegningarlaganna var endurskoðaður. Meira: rosin.blog.is Matthildur Helgadóttir | 23. nóvember Gengur þér vel eða hleypur þér vel Í geðorði númer átta er þjóðinni ráðlagt að gef- ast ekki upp, velgengni sé langhlaup … Mín útgáfa af þessu geðorði er slappaðu af, lífið er eins og að lesa góða bók. Stundum spennandi, stundum langdregin en alltaf góð. Og það er gamall og góður siður að láta bókina ekki frá sér fyrr en þú ert búin að lesa hana alla. Meira: matthildurh.blog.is Daði Einarsson | 23. nóvember Agi er það sem þarf Hlutverk foreldra er að ala upp börnin sín og hluti af því er að setja skýrar reglur. Eitt af því er að setja börnum sínum mörk t.d. varðandi sjón- varpsgláp, notkun á tölvum (fyrir ut- an heimanám), hvenær farið er að sofa. Ennfremur er mikilvægt að hvetja börnin til að taka þátt í öðru heldur en að vera bara eitt heima t.d. með því að taka þátt í fé- lagsstörfum, íþróttum, o.fl. … Meira: rustikus.blog.is Einar Kristinn Guðfinnsson | 22. nóv. Blekkingartjöld og ímyndarsköpun Beint fyrir framan mig, á fundi hjá FAO á dögunum, sátu fulltrú- ar frá Norður Kóreu. Þeir virtust ekki vin- margir, en fögnuðu hins vegar innilega þegar vinir þeirra frá Burma ( Myanmar) gengu að borði þeirra. Sækjast sér um líkir. Þarna var greinilega fagnaðar- og vinafundur og undireins spurt hvort Kínverjar væru á næstu grösum. Það er með Norður-Kóreu eins og ýmis önnur ríki, þar sem mannrétt- indi eru fótum troðin og virðing fyrir einstaklingunum engin, að heiti rík- isins er skrautlegt. Það er svo að sjá að í þeim ríkjum þar sem orðspor á sviði mannréttinda er verst sé reynt að hafa heitin þannig að telja megi að þar sé sem himnaríki á jörð. De- mocratic People’s Republic of Ko- rea, eða Lýðræðislega alþýðu- lýðveldið í Kóreu, er til dæmis nafn Norður Kóreu, þar sem hvorki fer þó vel um alþýðu manna né ríkið á nokkurn hátt lýðræðislegt. Við þekkjum þetta svosem frá tímum gömlu austurblokkarinnar. Alþýðulýðveldin voru alræðisríkin í Austur-Evrópu kölluð. Ætli þetta sé ekki dæmi um tilraun til ímynd- arsköpunar, sem hvert mannsbarn sér þó í gegnum. Lýðræðisríkin skreyta sig ekki með þess konar heitum. Þar sem ástand mannréttinda er gott þurfa menn ekkert að dylja sig með felulit- um eða sveipa sig blekking- artjöldum, fráleitra nafngifta. Okkar fámenna ríki nýtur á vett- vangi eins og FAO mikils álits. Ár- angur okkar við auðlindanýtingu og uppbyggingu sjávarútvegs sem at- vinnugreinar skapar okkur gott orð- spor. Eftir að ég hafði til að mynda flutt ræðu mína sem fjallaði um sjáv- arútvegs og landbúnaðarmál, kom til okkar fulltrúi fiskimáladeildar FAO, til þess að fá eintak af ræðunni. Orð Íslendinga vigta í umræðunni sagði hann, sem gladdi vissulega. Á fjölþjóðlegum vettvangi getum við látið til okkar taka á efnislegum forsendum og það eigum við sann- arlega að gera. Samstarf okkar við FAO er gott og þar má sjá ýmislegt sem við höfum haft áhrif á til góðs. Við þurfum hins vegar ekki … Meira: ekg.blog.is BLOG.IS MÖRG ákvæði stjórnarfrumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru til þess fallin að auka réttaróvissu, draga úr sveigjanleika í atvinnulífi og mögu- leikum fyrirtækja til að tryggja hagsmuni sína við ráðningar, launa- setningar og uppsagnir starfs- manna, að mati Samtaka atvinnu- lífsins sem sent hafa umsögn vegna frumvarpsins. Samtökin taka skýrt fram að þau séu sammála því markmiði frum- varpsins að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla en ósammála þeim aðferðum sem gert er ráð fyrir. Nefna samtökin íþyngjandi kröfur um skýrslugerð, rökstuðning ráðn- inga og afhendingu gagna auk við- urlaga í formi dagsekta. „Áhersla er þannig lögð á eftirlit og þvingunar- aðferðir frekar en samstarf, leið- beiningar og hvatningu sem sam- tökin telja vænlegri leið til árangurs,“ segir m.a. í frétt á vef- svæði SA. Samtökin telja m.a. að reglur og þvingunaraðgerðir frumvarpsins gangi lengra en leiðir af jafnrétt- issjónarmiðum og nefna þar m.a. ákvæði um að umsækjandi um starf geti krafist rökstuðnings atvinnu- rekanda fyrir ráðningu annars um- sækjanda af gagnstæðu kyni. Slíkar reglur gilda ekki um ráðningar á al- mennum vinnumarkaði né heldur er atvinnurekendum skylt að auglýsa störf, enda óbundnir af kvöðum sem gilda um opinberar stofnanir. „Hér er um verulega breytingu að ræða sem gengur þvert á allar venjur og framkvæmd á almennum vinnu- markaði. […] SA leggjast alfarið gegn því að ósveigjanlegum reglum hins opinbera sé með þessum hætti lætt inn í vinnurétt á almennum vinnumarkaði, sveigjanleiki hans takmarkaður og samkeppnishæfni atvinnulífsins þar með sköðuð.“ Samtökin telja fjölmörg atriði í frumvarpinu beinlínis skaðleg og ekki hugsuð til enda. Gagnrýna jafn- réttisfrumvarp Í HNOTSKURN »Stjórnarfrumvarp umjafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er nú til um- fjöllunar í félags- og trygg- ingamálanefnd Alþingis. »Samtök atvinnulífsins hafaskilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gera alvar- legar athugasemdir við það. »SA telja fjölmörg atriðiskaðleg og þvingunar- aðgerðir ganga lengra en leið- ir af jafnréttissjónarmiðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.