Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 2007 hefur verið anna- samt ár á fasteignamarkaði, velta mikil og eignir hækkað í verði. Í áliti sem greiningarnefnd Félags fasteignasala sendi frá sér hinn 8. febrúar sl. var það mat hennar að verð íbúða á árinu 2007 myndi hækka talsvert umfram verðbólgu. Það hefur gengið eftir ólíkt spám ýmissa annarra sem spá fyrir um fasteignaverð en mat margra var að raunlækkun yrði á eignum á árinu 2007. Talsverðar blikur eru á hinn bóginn nú á lofti varðandi þróun fasteignaverðs enda hafa eins og kunnugt er vextir til íbúðalána hækkað nokkuð að und- anförnu og ástand í fjármálaheim- inum verið óstöðugt sem hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð hefur að und- anförnu lækkað nokkuð víða er- lendis og hefur þar helst verið tal- að um Bandaríkin og ýmis Evrópulönd en í stuttu máli þá var það glæfraleg lánastefna sem fór illa með markaðinn í Bandaríkj- unum en t.d. í Kaupmannahöfn var verð orðið mjög hátt og hækk- un vaxta samhliða gríðarlegu framboði nýbygginga og neikvæðu tali ráðamanna um fasteignamark- aðinn leiddu til að fasteignaverð lækkaði umtalsvert. Framboð af notuðum eignum hefur virst frekar tregt nú á haustmánuðum, þannig að eft- irspurn er í raun enn meiri en framboð. Hvað varðar nýbygg- ingar eru talsvert miklar bygg- ingaframkvæmdir í gangi og fram- boð þar talsvert. Fasteignamarkaðurinn er að stærstum hluta skiptimarkaður. Stór hluti markaðarins er með þeim hætti að fólk fer úr einni eign í aðra og getur þá tekið lán með sér og/eða þarfnast óveru- legra lána til viðbótar. Vaxta- hækkanir hafa ekki teljandi áhrif á þann hóp. Á hinn bóginn hafa vaxtahækkanir helst áhrif á þá sem eru að koma inn á markaðinn og þarfnast mikilla lána. Í dag er atvinnuástand mjög gott og horfur í efnahagsmálum almennt góðar. Rétt er að gæta að því þrátt fyrir hækkun vaxta að enn eru í boði lán Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða með lægri vöxtum, lán í erlendum gjaldmiðli á ágæt- um kjörum, en þó með geng- isáhættu. Þá verður ekki séð að sá fjöldi íbúða sem eru í byggingu sé mikið umfram það sem má búast við varðandi eftirspurn miðað við þá stöðu sem nú er. Vegna þessa er ekki annað að sjá en fast- eignaverð haldist al- mennt stöðugt á næstu mánuðum. Verð á fasteignum í vinsælum hverfum og grónum hefur hækkað talsvert um- fram önnur hverfi og hefur það leitt til þess að þær eignir eru hlutfallslega dýr- ari. Almennt er mjög góð eftirspurn eftir eignum á slík- um svæðum og má búast við að svo verði áfram og þ.a.l. að ein- hverjar verðhækkanir umfram verðbólgu geti orðið. Meiri vandi er á hinn bóginn að segja til um ný hverfi sem eru að byggjast upp en þangað má segja að þeir leiti í mestum mæli sem eru að koma inn á fasteignamarkaðinn og munu aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu skipta miklu um framvindu verð- lags þar. Telja verður vegna þessa að verð muni á næstu mánuðum hald- ast almennt stöðugt og ekki verði um raunlækkun að ræða haldist verðbólgumarkmið, þó geti verð á nýbyggingum í úthverfum farið eitthvað niður, komi ekki til neinna aðgerða stjórnvalda í þágu þeirra sem eru að koma nýir inn á markaðinn og efnalítils fólks. Grétar Jónasson, hdl. og lg.f., framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala, Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lg.f. Horfur á fasteigna- markaði á næstunni Grétar Jónasson og Viðar Böðvarsson skrifa um fast- eignamarkaðinn »… er ekki annað aðsjá en fasteignaverð haldist almennt stöðugt á næstu mánuðum. Viðar Böðvarsson Grétar er hdl., lgf. og fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala. Viðar er viðskiptafræðingur og lgf. Grétar Jónasson SAGT hefur verið að á Íslandi finnist aðeins tveir flokkar ljóð- skálda. Annars vegar yfirburða snillingurinn Jónas Hallgrímsson, og síðan allir hinir! Ekki verður hér reynt að leggja dóm á sann- leiksgildi þessarar fullyrðingar. Hins vegar kemur í hugann minning af fundi, sem sá er hér heldur á penna, sat í nóvember fyrir 34 árum. Und- irritaður var þá for- maður í sínum gamla, góða Lionsklúbbi. Dag einn nefndu tveir félagar hvort ég væri ekki reiðubúinn að fá sem ræðumann á klúbbfund þekkt- an geðlækni – mann sem á þeim tíma hafði – hér á landi – hvað mesta sérþekkingu á áfengissýki og tíðum skelfilegum afleiðingum sjúkdómsins. Greinarhöfundi þótti efnið einkar áhugavert og hafði samband við læknirinn. Hann brást ljúfmannlega við. Flutti snjalla ræðu – talaði blaðalaust – og hóf mál sitt á að fara með hend- ingu úr ljóði þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.“ Síð- an þagði læknirinn smástund, leit yfir fundarsalinn og sagði: „Þessar ljóðlínur sem ég las úr ljóðinu „Vísur Íslendinga“ kunna allir landsmenn“. – Hann hélt áfram ræðu sinni og fór næst með hend- ingu úr sama ljóði: „Látum því vin- ir, vínið andann hressa“ – Nú þagði læknirinn dágóða stund, sagði síðan með þunga í röddinni: „Hugsið ykkur ef sá andans jöfur sem orti þessi dýrðarljóð, og fjöl- mörg fleiri, hugsið ykkur ef hann hefði fengið að lifa nokkrum árum lengur. Tíu ár – fimmtán ár. Hví- líkan ótrúlegan fjölda ljóðaperlna ætti þá íslenska þjóðin eftir hann í dag. Þessi mikli snill- ingur náði aðeins að verða 38 ára. Sem unglingum var okkur öllum kennt að Jónas hefði fótbrotnað, blóð- eitrun komið í fótinn, síðan fengið lungna- bólgu og verið allur.“ – „En“ – sagði ræðu- maður – „þetta var aðeins hálf sagan. Samkvæmt sjúkra- skýrslu Friðriksspít- ala í Kaupmannahöfn er þess getið að tveimur sólarhringum eftir innlögn hafi Jónas fengið Delirium tre- mens – áfengisæði – og síðan segir orðrétt: „Hvor han under tilf. Af delir. trem, og gangræn incipiens I den afficerede ekstrem, döde d. 26. maj“ þ.e. „byrjandi rotnun í sýktu líffæri, andaðist hinn 26. maí“ Í krufningarskýrslu mátti síðan lesa: „Lifrin var stór og gulleit“. – Var þetta byrjun á skorpulifur? – Læknirinn hélt síðan áfram að lýsa afleiðingum alkóhólismans. Það ríkti dauðakyrrð í salnum. Menn sátu hljóðir og hugsandi. Á ævi- skeiði Jónasar átti Ísland farsælda frón hvorki – því miður – samtök áhugafólks um áfengisvarnir né sjúkrahúsið Vog. Hvers vegna að rifja upp sorg- leg skapadægur ástmagar Íslands? – Fyrr á árum voru mál sem þessi höfð í þagnargildi. Menn hvísluðu aðeins. Blessunarlega er íslenskt þjóðfélag í dag opnara fyrir um- ræðum um ýmis þau vandamál sem áður ríkti bannhelgi yfir. (Nauðganir, kynferðisafbrot o.s.frv.) Það er hins vegar einkar dap- urlegt að á sama tíma og minnst er 200 ára fæðingardags ljúflingsins Jónasar, skuli 17 þingmenn þjóð- arinnar, leggja fram frumvarp til laga um aukið aðgengi að áfengi í stórmörkuðum og matvöruversl- unum. Á sama tíma sýna nýjar skýrslur að áfengisdrykkja þjóð- arinnar hefur aukist um hvorki meira né minna en 68% á rúmum tveimur áratugum. Spyrja má með orðum skáldsins „Höfum við geng- ið til góðs, götuna frameftir veg?“ Í lok fundarins sem hér hefur verið gerður að umræðuefni, stóðu allir félagar klúbbsins á fætur og sungu kröftuglega: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.“ Þeir létu hins vegar ógert að kyrja „Látum því vinir, vínið andann hressa.“ Sársaukaþrungin frásögn- in af banalegu unga snillingsins frá Hrauni í Öxnadal hafði meitlast þennan drungalega nóvemberdag fyrir 34 árum, djúpt í hugarfylgsni fundarmanna. Bölvaldurinn Bakkus og skáldið Jónas Magnús Erlendsson fjallar um banamein Jónasar Hallgrímssonar »Hugsið ykkur ef sáandans jöfur sem orti þessi dýrðarljóð, og fjölmörg fleiri, hugsið ykkur ef hann hefði fengið að lifa nokkrum árum lengur. Magnús Erlendsson Höfundur er fv. forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. - kemur þér við Freyja Haraldsdóttir opnar myndaalbúmið Íslenskir karlar ódug- legir við húsverkin Stórar ferðatöskur seljast upp Aldraðir á elliheimilum endurheimta fjárráðin Sara í Nakta apanum saumar á sig föt 200 hestafla lögreglu- Volvo með glasahaldara Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.