Morgunblaðið - 24.11.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 24.11.2007, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Svein-björnsdóttir fæddist í Noregi 31. október 1951. Hún lést á Land- spítalanum 13. nóv- ember síðastliðinn. Móðir hennar var Þórunn Benjamíns- dóttir, f. 1915, d. 26. apríl 1981. Seinni maður Þór- unnar, Guðmundur Jón Guðmundsson, varð stjúpi Mar- grétar. Margrét var 5-6 ára gömul þegar móðir hennar flutti hana frá Noregi til Ísafjarðar og þar ólst hún upp og byrjaði sinn búskap. Margrét giftist 24. september 1983 Páli Inga Árnasyni. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Ágúst, f. 3. mars 1983, unnusta Sunna Sigurðardóttir. Þau eru búsett í Reykjavík og ala upp einn son. 2) Helga Guðný, f. 18. febrúar 1985, unnusti Þórarinn Pálsson. Þau eru búsett á Selfossi. Sonur Margrétar og Jóhanns Egils Hólm er Guðmundur Þór, f. 22. ágúst 1972. Hann ólst upp hjá móður sinni. Eig- inkona Guðmundar Þórs er Lilja Sig- urjónsdóttir. Börn þeirra eru Alexand- er, f. 13. febrúar 1998, og Sindri Þór, f. 25. apríl 2007. Margrét gekk í fiskvinnsluskóla í Reykjavík. Hún starfaði til fjölda ára sem verkstjóri í Hraðfrystihúsinu á Ísafirði. Síð- ar varð hún verkstjóri í Hrað- frystistöðinni í Reykjavík en þangað fluttu þau hjónin 1982. Þá starfaði hún einnig við umönnun aldraðra hjá Hrafnistu. Margrét vann á leikskóla í Reykjavík og einnig í Gnúpverja- hreppnum en þangað fluttu þau hjónin að Leiti 1992 og varð það heimili þeirra og vettvangur æ síðan. Útför Margrétar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Núna þegar aðventan nálgast tek ég fram rauðu jólahjörtun sem hún Margrét saumaði og gaf mér. Þau eru vel gerð og mjúk eins og hún og minna á smekkvísi hennar og vand- virkni en ekki síst umhyggju hennar fyrir okkur í fjölskyldunni. Ég hitti Margréti fyrst á síldar- vertíð í Þorlákshöfn haustið 1978 Ekki grunaði mig þá að hún ætti eftir að verða svilkona mín en 5 ár- um seinna giftust þau Palli og síðan höfum við átt margar góðar stundir þó lengst af væri nokkur vegalengd milli okkar. Símtölin síðasta árið styrktu þau bönd enn frekar. Fjölskyldan og heimilið var efst á forgangslista Margrétar. Hún var myndarleg húsmóðir, hvort sem laut að matargerð, bakstri eða hannyrð- um. Hún hugsaði afar vel um Palla sinn og bræður hans töldu það nú algert dekur en þetta var hennar aðferð að tjá ást og umhyggju. Frystikistan var fyllt að hausti, og þess gætt að alltaf væri nóg að bíta og brenna. Börnin og Palli í fal- legum handprjónuðum peysum, jólakjólarnir hennar Helgu Guðnýj- ar hver öðrum glæsilegri og barna- börnin nutu líka góðs af sköpunar- gleði ömmunnar. Alls kyns föndur var henni hugleikið og heimilið ber vott um nostursemi hennar og fima fingur. Hún sýndi líka ræktarsemi og stuðlaði að samkennd innan fjöl- skyldunnar. Gróf upp gamlar mynd- ir og lét taka eftir þeim handa okkur hinum og afhenti bræðrunum ný- lega innrammað ljóð eftir yngsta skáldið í fjölskyldunni. Síðastliðið vor undirbjó hún ættarmót í fjöl- skyldu sinni, orðin sárlasin. Lét sig ekki muna um að baka ástarpunga fyrir hófið og annaðist fráganginn þegar öllu var lokið. Vissulega var síðasta ár litað af erfiðri læknismeðferð en Margrét hélt sínu striki eftir mætti. Hún stundaði sundlaugina í góða veðrinu, skrapp til Kaupmannahafnar með vinkonunum, mætti á Fiskidag á Dalvík og komst til Ísafjarðar í haust. Fjörugt heimboð á Leiti í vor, þegar nærri 30 vinkonur trölluðu til morguns var henni ógleymanleg upplifun. Ég samdi texta eftir upp- lýsingum frá vinkonum Margrétar og ekki fór milli mála hversu vel þær kunnu að meta hana. Húmorinn hennar og hláturinn glaði og hjartað svo stórt sem í brjóstinu slær. Að hreinskilni hennar er heldur ei skaði maður hrós eða skammir í andlitið fær. Enda er aldeilis augljóst og bert, að við elskum þig, Margrét já, eins og þú ert! Margrét var ekki há í loftinu en hún stóð fyrir sínu og sannarlega óx hún í augum okkar sem urðum vitni að sjúkdómsbaráttu hennar. Ég færði henni nýlega lítinn fíl sem teygði ranann og hafði það hlutverk að geyma hringana hennar. Ég valdi hann vegna þess að að fíllinn er traustur og jarðbundinn og kemst það sem hann ætlar sér. Þannig var Margrét líka og sýndi þar ítrekað í veikindum sínum. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allar okkar gæðastundir, fullviss um að við tökum upp þráðinn á öðru til- verustigi. Palla og börnunum, tengdabörnum og barnabörnum færi ég innilega samúðarkveðjur okkar Hjartar og veit að björt minn- ingin um Margréti lýsir þeim langan veg. Unnur Halldórsdóttir. Elsku Margrét. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt frænka. Saknaðarkveðja, Andrea Ingibjörg (Adda). Elsku Magga æskuvinkona okk- ar, við þökkum þér samfylgd og vin- áttu. Máría, ljáðu mér möttul þinn, mæðir hretið skýja; tekur mig að kala á kinn, kuldi smýgur í hjartað inn; mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja. Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. (Einar Ól. Sveinsson) Elsku Páll og fjölskylda, okkar dýpsta samúð. Bjarney og Guðný. Elsku Magga, þegar við í sauma- klúbbnum ákváðum fyrir mörgum árum að við myndum skrifa minn- ingargrein hver um aðra þá held ég að við höfum haldið að við yrðum ei- lífar, þetta yrði eitt af því sem við þyrftum aldrei að klára. En lífið er víst ekki svo einfalt og nú ert þú far- in. Við sitjum eftir með söknuð í hjarta en líka gleði yfir að hafa átt samleið með þér. Þú varst ekki há í loftinu, jafnlöng málbandinu eins og við grínuðumst svo oft með. En margur er knár þótt hann sé smár og það sannaðist svo sannarlega á þér. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú hafðir stórt hjarta og mikinn kjark. Þú varst alltaf hreinskiptin og sagðir þína skoðun opinskátt og lást aldrei á liði þínu. Við eigum eft- ir að sakna þess að geta ekki rætt hlutina við þig og þegið ráð frá þér, en þau áttir þú svo oft í pokahorn- inu. Við eigum eftir að sakna þín í sumarbústaðaferðunum, þar sem þú varst nú oftast fyrst á fætur og komin með handavinnuna í hend- urnar. Við eigum eftir að sakna ferðanna til þín í pottinn undir norð- urljósunum á Leiti þar sem málin voru nú oft krufin til mergjar. Þú tókst alltaf á móti okkur eins og höfðingi enda gestrisni þér í blóð borin. Við eigum eftir að sakna ferð- anna vestur á heimahagana sem voru þér ávallt svo kærir. Þér var alltaf svo umhugað um aðra en sjálfa þig. Þegar við buð- umst til þess að gera eitthvað fyrir þig var alltaf svarið: Stelpur, ekkert vesen ég er í góðum málum. En þú gast haft áhyggjur af okkur og varst alltaf tilbúin að styðja okkur í gegn- um þykkt og þunnt. Þær eru svo margar minningarnar sem við eig- um, glettið brosið og notalegi hlát- urinn þinn, allar litlu gjafirnar hvort sem var í orðum eða á borði. Þú varst svo mikil punturófa og hélst því fram á síðustu stund. Hverjum dettur í hug að láta þig fá fjólublátt flísteppi – það var sko ekki í þínu litakorti. Samverustundirnar sem við áttum í vor þegar við fórum allar saman til Kaupmannahafnar eru al- veg ómetanlegar. Sú minning á al- veg örugglega eftir að kalla fram bros í gegnum tárin. Það er komið að kveðjustund í bili og við kveðjum þig með orðunum sem þú gafst okkur í sumar, „vinir að eilífu“. Við vitum, Magga mín, að þú tekur á móti okkur með hnall- þórum og verður búin að skreyta í kringum þig með handunnum list- munum þegar við hittumst á ný. Elsku Palli, Guðmundur, Þórar- inn og Helga Guðný og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þínir vinir að eilífu. Brynja Guðmundsdóttir, Elfa Dís Arnórsdóttir, Guðný Elíasdóttir, Guðný Hólmgeirsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Helga Harðardóttir, Sesselja Magnea Matthías- dóttir, Sigríður Bragadóttir, Steinunn Árnadóttir. Í dag kveðja stjórn og starfsfólk Trésmiðafélags Reykjavíkur góðan samstarfsmann til margra ára, Mar- gréti Sveinbjörnsdóttur. Það var upp úr 1990 sem félagið festi kaup á jörðinni Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Í framhaldi af því réðum við einn félagsmann okkar, Pál Inga Árnason, til að stýra upp- byggingastarfi félagsins þar. Hann flutti ásamt konu sinni Margréti og börnum að Stóra-Hofi og bjuggu þau þar fyrst um sinn. Þau hafa búið í Gnúpverjahreppi síðan. Félagið hefur notið starfskrafta þeirra einn- ig síðan. Margrét var umsjónarmað- ur með eignum félagsins og það hef- ur verið mikið lán félagsins að hafa fengið jafntrausta manneskju til þess starfs. Hún hefur hugsað um eignir félagsins sem sínar og var okkur harður húsbóndi ef henni fannst eitthvað skorta á áhuga fyrir staðnum. Þrátt fyrir veikindi und- anfarið stóð hún vaktina fyrir okkur eins og heilsa leyfði. Fyrir alla við- kynningu okkar við Margréti erum við þakklát. Við sendum Páli Inga og öðrum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stjórn og starfsfólk Trésmiða- félags Reykjavíkur. Kveðja frá Kvenfélagi Gnúpverja Lífsgöngu Margrétar á Leiti er lokið. Illvígur sjúkdómur sem ekki spyr um aldur hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Margrét var ötul félagsmálakona. Hún var ritari Kvenfélags Gnúp- verja í nokkur ár, þar kynntist ég Margréti og við áttum mjög gott samstarf. Hún var hugmyndarík, já- kvæð og ósérhlífin og alltaf tilbúin að taka að sér hin ýmsu verkefni fyrir kvenfélagið. Þegar heilsan fór að gefa sig og kraftar tóku að þverra var hún einnig alltaf tilbúin að starfa, þá oft meira af hug en mætti. Þannig var Margrét, dugn- aður og kraftur í fyrirrúmi. Nú á haustdögum ætluðum við kvenfélagskonur saman í ferðalag til útlanda en örlagavaldar tóku í taumana og Margrét fór í aðra ferð. Kvenfélagið þakkar henni öll hennar góðu störf í þágu félagsins og við kvenfélagskonur sendum Páli, börnum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning hennar. f.h. kvenfélagsins, Rosemarie B. Þorleifsdóttir. Elskuleg vinkona okkar, hún Magga Todd, er nú látin og eftir sitjum við með sorg í hjarta. Okkar fyrstu kynni voru þegar við vorum að vinna í frystihúsinu heima, þá 13 og 14 ára gamlar, og þótti okkur hún frekar merkileg kona, svona smá að geta lyft þessum þungu pönnum eins og ekkert væri. Svo þegar önnur okkar komst í pönn- urnar með henni var það eins og að komast inn í helgidóm. Þegar við urðum eldri fórum við að kynnast henni betur utan vinnu og eru þetta góðar minningar sem við geymum vel í hjörtum okkar. Svo datt Palli inn í líf hennar eins og engill og áttu þau tvö yndisleg börn saman en fyr- ir átti Magga einn son. Þau fluttust úr borginni í sveitina og undu sér vel þar á fallegum stað í Árnesi. Síðastliðið vor, þegar Magga var ennþá hress, bauð hún öllum vin- konum sínum til veislu í sveitinni og skemmtum við okkur við söng og gítarspil. Umhyggja og fórnfýsi Palla og barnanna í baráttu hennar við þenn- an erfiða sjúkdóm síðustu mánuðina snerta hjörtu okkar. Elsku Palli, Guðmundur, Þórarinn, Helga Guðný og aðrir aðstandendur, við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að Guð megi styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Sólveig og Marta. Elsku vinkona, nú ertu farin á vit feðranna eftir að hafa barist á annað ár við erfiðan sjúkdóm. Þú skilur eftir þig góðar og margvíslegar minningar í okkar huga; Rúnturinn á Ísafirði, Esso, samfélagið í Íshús- félaginu og böllin í Hnífsdal, auk annars sem við áttum og brölluðum saman fyrir vestan. Margrét Sveinbjörnsdóttir Hinsta kveðja frá langafabörnum. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Saknaðarkveðjur. Egill Vagn, Ásdís og Skúli Þór. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum. Þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum. Bragi Skarphéðinsson ✝ Bragi Skarp-héðinsson fædd- ist í Reykjavík 24. nóvember 1933. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 20. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Glerárkirkju 26. október. Við sumaryl og sól- ardýrð. Og stundum sigli ég blíðan byr og bræðra samfylgd þá hlýt ég og kjölfars hinna er fóru fyrr án fyrirhafnar þá nýt ég. Í sólarljósi er særinn fríður og sérhver dagurinn óðum líður, er siglt er fyrir fullum byr. En stundum aftur ég aleinn má, í ofsarokinu berjast. Þá skellur niðadimm nóttin á, svo naumast hægt er að verjast. Ég greini ei vita né landið lengur, en ljúfur Jesús á öldum gengur, um borð til mín í tæka tíð. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð.Vald. V. Snævarr) Elsku afi minn. Loksins ertu laus og horfinn yfir landamærin, erfiðum veikindum er lokið. Ég man brosið þitt og hlát- urinn, minningar sem munu ylja mér á komandi árum.Þú vaktir áhuga minn á ljóðum og tónlist, og margar ljóðabækur hafðirðu gefið mér frá því ég var lítil stelpa. Minningar þegar ég sat á hné þér, lítil stelpa, sögurnar og vísurnar sem við sungum saman.Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur, bæði sem barn og á fullorðinsárum. Árið 1997 þegar ég gekk með frumburð minn, Egil Vagn, þá hringdir þú í mig í hverri viku. Það var yndislegt hvað þú varst spenntur að verða langafi, eins fylgdist þú vel með þegar ég gekk með litlu prinsess- una. Þau sakna þín sárt, en skilja vel hvað hvíldin var þér kær.Yngsti sonur minn, Skúli Þór, mun fá að heyra margar sögur um langafa sinn. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég sakna þín sárt, og veit þú tekur á móti mér, þegar minn tími kemur. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson) Ástar og saknaðarkveðjur, þín sonardóttir Adda Laufey og Sigurður Hallmann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.