Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 18
                                           !"#$ % & ' () *' + , $ -$ . ) /- + -+  . ) 0'&    1++% .2' -+ 1 )  3 $&0 %04.  1'  $  '  + , 5 6, 050' ) (  ' - + . ' '2    789 +/    $-   !"#$%!"$  ' &  '.  '( ! :.1) %%)&  *' ) 1  *!%% !+,-!./! + &(  ,0 12/!3 !-$!%% ,12/!3 !4' %  !" 5676 586 5  9 8 ':) FARÞEGASKIP með alls 154 innanborðs, 91 farþega, 9 fararstjóra og 54 skipverja, lenti í árekstri við ísjaka undan Suðurskautslandinu í gær og tók þegar að sökkva, hægt en örugglega. Skip í nágrenninu þeystu á vettvang þegar fréttist af atvikinu og tókst giftusamlega að bjarga öll- um úr björgunarbátunum, sem skot- ið hafði verið út. Skipið, MV Explorer, hefur marg- oft haft viðkomu á Íslandi. Skip- stjórinn og annar úr áhöfn skipsins munu hafa verið eftir í skipinu, eftir að allir höfðu farið í björgunarbáta. Hola á stærð við hnefa hafði komið á skipsskrokkinn og var talsmaður eigenda, Gap Adventures, ekki bjartsýnn á að tækist að koma í veg fyrir að það sykki þrátt fyrir að skipsdælur hefðu í fyrstu haft við að koma sjó aftur úr skipinu. Skipið var skoðað í Chile í mars og voru þá gerðar nokkrar athuga- semdir, þ.á m. tvær sem viku að stjórntækjum þess. Farþegum og skipverjum var bjargað um borð í norska skipið MS Nordnorge. Far- þegarnir voru af ýmsu sauðahúsi: breskir, hollenskir, ástralskir, bandarískir, kanadískir, írskir, svissneskir, belgískir, franskir, jap- anskir, þýskir og kínverskir, en algengt mun vera að farþegaskip fari um þessar slóðir á þessum árs- tíma í því skyni að skoða dýrð Suðurskautslandsins. Hnefa- stórt gat kom á skipið Sigldi á ísjaka undan Suðurskautslandinu Reuters Sekkur MV Explorer hallaði mjög á stjórnborða þegar myndin var tekin. 18 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sydney. AFP. | John Howard sagðist í gær sannfærður um að ríkisstjórn hans gæti enn haldið velli þrátt fyrir að hún hefði haft vindinn í fangið í áströlsku kosn- ingabaráttunni. Ástralar ganga að kjörborðinu í dag og þó að skoðana- kannanir hafi frá upphafi sýnt að Verkamanna- flokkurinn, undir stjórn Kevins Rudd, myndi sigra örugglega benda síðustu skoðanakannanir til þess að e.t.v. hafi heldur dregið saman með fylkingum. 100 kannanir í röð Íhaldsstjórn Howards hefur verið við völd í Ástralíu í rúm ellefu ár en flest bendir til að nú hilli undir lok valdaferils Howards. 13,5 milljónir manna eru á kjörskrá og í könnun, sem birt var í gær, hafði Verka- mannaflokkurinn 52% og íhaldsöflin 48%. Hafa a.m.k. 100 kannanir í röð sýnt að Rudd muni hafa betur á kjör- dag og þó að dregið hafi saman er munurinn enn nokkuð afgerandi. Önnur könnun sýndi raunar að mun- urinn væri meiri, 57-43%, sem varð til þess að dagblaðið Sydney Morn- ing Herald sagði í fyrirsögn: „How- ard þarf kraftaverk“. Ef Howard tekst að snúa taflinu við á endasprettinum myndi hann tryggja sér sinn fimmta kosninga- sigur í röð. „Ég trúi því að vindar blási nú í seglin hjá okkur á ný. Ég finn það úti á meðal fólksins,“ sagði Howard í gær. Þarf kraftaverk til að vinna John Howard Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is EMILE Lahoud, forseti Líbanons, fól í gærkvöld her landsins yfirstjórn öryggismála í landinu í stað ríkis- stjórnarinnar og bar því við að deilur stjórnar og stjórnarandstöðu væru svo heiftarlegar að hætta væri á neyðarástandi. Sjálfur styður forset- inn stjórnarandstæðinga. Fouad Si- niora forsætisráðherra brást þegar við með því að segja að aðgerðir Lahouds væru brot á stjórnar- skránni og hefðu því ekkert gildi. Mikil spenna er í Líbanon eftir að frestur sem þing landsins hafði til að velja nýjan forseta rann út á mið- nætti í gærkvöldi. Áætlað hafði verið að þingfundur færi fram um daginn þar sem kjósa átti forseta í stað Lahouds en umboð hans rann út á miðnætti. Fundinum var hins vegar frestað, í fimmta skipti á tveimur mánuðum. Stuðningsmenn stjórnar Siniora, sem nýtur velvildar á Vesturlöndum, höfðu vonast til þess að geta haldið löglegan þingfund til að kjósa nýjan forseta en stjórnarandstaðan mætti ekki til leiks. Varð því að fresta fundi, nú til næsta föstudags. Stjórnarskrá Líbanons gerir ráð fyrir að forseti sé kjörinn af þinginu með auknum meirihluta, þ.e. að hann njóti stuðnings tveggja af hverjum þremur fulltrúum á þinginu. Stjórn- arandstaðan, sem nýtur stuðnings Írana og Sýrlendinga, mætti hins vegar ekki til þingfundar í gær og hefur varað stjórn Siniora við því að reyna að kjósa nýjan forseta með einföldum meirihluta. Fylgismenn Siniora segjast nú vilja vinna að sáttum og Ali Hassan Khalil, þingmaður fyrir stjórnarand- stöðuna, sagði menn þar á bæ enn- fremur ákveðna í að tryggja stöðug- leika og frið í landinu. Stjórnarskrá Líbanons kveður á um að ef sátt náist ekki um forseta hverfi vald hans til ríkisstjórnarinn- ar. Lahoud, sem hefur verið forseti frá 1998 og er bandamaður Sýrlend- inga, hefur hins vegar heitið því að afsala völdum sínum ekki í hendur Siniora, enda viðurkennir hann ekki stjórnina sem réttkjörna. Hafði Lahoud gefið í skyn að hann myndi fremur fela Michel Suleiman, yfir- manni hersins, forsetavöld. Margir óttast nú að alger klofn- ingur verði og að tvær stjórnir verði í raun til í Líbanon, sem bítist um völdin, rétt eins og gerðist undir lok borgarastríðsins sem geisaði 1975- 1990. Herinn taki við yfir- stjórn öryggismála AP Spenna Líbanskir öryggisverðir voru við þinghúsið í Beirút í gær og her landsins hafði víða mikinn viðbúnað. Valdatóm eftir að um- boð forseta Líbanons rann út á miðnætti Í HNOTSKURN »Stjórn Fouads Siniora nýt-ur stuðnings 68 fulltrúa á líbanska þinginu, en þar eiga 127 manns sæti. Meirihlutinn er því mjög naumur. »Sýrlendingar réðu lögumog lofum í Líbanon frá því um 1990 þar til vorið 2005 er þeir neyddust til að draga her sinn á brott. SÁDI-ARABAR ákváðu í gær að taka þátt í ráð- stefnu um frið í Mið-Austurlöndum sem hefst í næstu viku í Bandaríkj- unum. Sagði utan- ríkisráðherra Sádi- Arabíu, Saud al-Faisal, stjórn sína hafa hikað mjög en ekki viljað rjúfa einingu arabaríkja sem ætla flest að verða með. Sádi-Arabar hafa ekki fyrr tekið þátt í slíkri ráðstefnu með Ísraelum. Taka þátt í ráðstefnu Saud al-Faisal YFIRVÖLD í Brasilíu kanna nú mál 15 ára gamallar stúlku sem grunuð var um þjófnað en lögreglan í borg- inni Abaetetuba lét hana hírast í fangaklefa með 20-30 körlum í mánuð. Var stúlkunni að sögn margoft nauðgað þar og hún látin greiða fyrir mat með kynmökum. Misþyrmingar TVEIR breskir umhverfissinnar hyggjast ferðast um vestanverða Afríku til Timbúktú á vörubíl sem gengur fyrir lífrænni dísilolíu úr fjórum tonnum af gölluðu súkku- laði. Hyggjast þeir þannig vekja at- hygli á umhverfisvænu eldsneyti. Súkkulaðibíll? Kaupmannahöfn. AFP. | Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, kynnti í gær skipan nýrrar ríkisstjórnar en stjórn mið- og hægri flokkanna hélt velli í nýafstöðnum þingkosningum. Lars Løkke Rasm- ussen, fyrrum innanríkis- og heil- brigðismálaráðherra, verður fjár- málaráðherra hinnar nýju stjórnar og Connie Hedegaard, fyrrum umhverf- isráðherra, verður ráðherra loftslags- og orkumála. Birthe Rønn Hornbech og Troels Lund Poulsen eru ný í stjórninni en Hornbech verður ráð- herra innflytjenda- og kirkjumála og Poulsen verður ráðherra umhverfis- mála. Þá verður Karen Jespersen ráðherra velferðarmála auk þess sem málefni sem áður heyrðu undir innan- ríkisráðuneytið falla nú undir hana. Thor Pedersen, fyrrum fjármálaráð- herra, verður forseti þingsins. Anders Fogh kynnir skipan nýrrar stjórnar STJÓRNVÖLD í Pakistan létu í gær í ljós óánægju sína með tímabundna brottvikningu úr breska samveldinu sem samþykkt var á fundi samveld- isríkja í Úganda. Sögðu þau að Per- vez Musharraf forseti hefði verið í fullum rétti er hann setti neyðarlög. Úr samveldinu Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 10 0 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.