Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUNNAR I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, og Ómar Stef- ánsson, formaður bæjarráðs, tóku í gær formlega í notkun eigið vatnsból Kópavogsbæjar í Vatns- endakrikum í Heiðmörk. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur bærinn fram að þessu keypt vatn af Orkuveitu Reykjavíkur en bæjarfélagið verð- ur framvegis sjálfu sér nægt um vatn og hefur auk þess gert samn- ing um vatnsöflun fyrir Garðabæ til 40 ára. Við gangsetningu aðveitunnar var tilkynnt að bæjaryfirvöld hefðu í tilefni þessara tímamóta ákveðið að lækka vatnsskattinn í Kópavogi um 10%, þ.e. úr 0,13% af heildarfasteignamati í 0,117% frá og með 1. janúar 2008. 700 milljóna kr. framkvæmd Framkvæmd vatnsveitunnar skiptist að mestu leyti í tvo hluta, annars vegar sjálfa dælingu vatns- ins úr borholum ásamt nauðsyn- legum tækjabúnaði, stöðvarhúsi og vatnsgeymi og hins vegar lagningu vatnsleiðslunnar frá borholustað til dreifikerfis. Samkvæmt upplýs- ingum frá bænum nemur kostn- aðurinn við framkvæmdina ríflega 700 milljónum króna. Boraðar hafa verið fjórar vinnsluholur suðvestur af núver- andi borholum OR í Vatnsenda- krikum. Settar hafa verið dælur í hverja vinnsluholu sem dæla vatni upp í vatnsgeyminn. Meðaldæling úr holunum verður að hámarki 210 l/s eða um 6,6 milljón m3 ári. Stöðvarhús og um 1.000 m3 vatns- geymir er við borholurnar. Stöðv- arhúsið er um 170 m2 og um 3,5 m hátt og sambyggt vatnsgeymi og er byggt yfir vinnsluholurnar. Í stöðvarhúsinu verður m.a. spenni- stöð, rafstöð og vélasalur ásamt hreinlætisaðstöðu. Vatnsgeymirinn er um 6,5 m hár og um 200 m2 að flatarmáli. Lögð var vatnslögn frá vatns- geyminum við Vatnsendakrika að 4.000 m3 miðlunargeymi við Vatns- endahverfi í Kópavogi. Lagnaleiðin er um 5 km löng, þar af eru 2,5 km innan Heiðmerkur. Lagnaleiðin fylgir að mestu leyti slóðum og vegum í Heiðmörk. Samkvæmt upplýsingum frá bænum var við allan frágang haft í huga að sem minnst bæri á mannvirkjunum í umhverfinu. Vatnsból Kópavogsbæjar formlega tekið í notkun Kópavogsbær boðar lækkun á vatnsskatti um 10% frá og með 1. janúar nk. ÞINGMENN úr öllum flokkum sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að litlu muni breyta fyrir Íslendinga þó Danir kæmust að þeirri niðurstöðu að taka upp evru. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á kjörtímabilinu um undanþágur Dana í ESB-samstarfinu og hvort taka skuli upp evru. Framsókn skoðar framtíð krónunnar Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sem situr í utanríkismálanefnd, segir mjög skilj- anlegt að Danir vilji ganga til kosninga um evr- una en það myndi líklega ekki hafa miklar breytingar í för með sér í Danmörku þó Danir tækju upp evru því danska krónan hefur verið tengd evrunni. „Eftir því sem fleiri lönd verða aðilar að evrunni verður hún væntanlega sterkari og öflugri gjaldmiðill og það gæti haft einhver óbein áhrif hér á landi en ég tel að þau verði frekar óveruleg,“ segir Siv. Hún segir að framsóknarmenn hafi miklar áhyggjur af stöðu íslensku krónunnar og ákveðið hafi verið að setja af stað vinnu innan flokksins þar sem skoða á stöðu og framtíð krónunnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, bendir á að danska krónan hefur verið tengd evrunni og allan þann tíma hafi Danir í reynd ekki haft sjálfstæða pen- ingastefnu þar sem danska krónan hefur fylgt evrunni. ,,Við eigum talsverð viðskipti við Dani og ef Danir taka upp evru, þá breytast auðvit- að þær myntir sem lúta þeim viðskiptum. Staða evrunnar sem gjaldmiðils mun þá styrkjast í okkar utanríkisviðskiptum.“ Ágúst Ólafur segir að eflaust myndi ákvörðun Dana um að taka upp evru setja eitthvað meiri kraft í umræðu um evruna hér á landi. „En þetta mun ekki valda neinum straumhvörfum hvað okkar hagsmuni eða umræðu varðar að mínu mati. Þessi evru-umræða er alls staðar á fullri ferð hvort sem það er í Danmörku eða hjá íslensk- um fyrirtækjum og við verðum að fylgjast vel með,“ segir hann. Á eftir að sjá að Danir samþykki Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að þó Danir tækju upp evru myndi það engu breyta um stöðu þessara mála hér á landi. Danir hafi lengi verið aðilar að ESB og danska krónan bundin við evruna. „Í raun er það mjög lítil breyting efnahagslega séð og ég held að það sætti engum sérstökum tíðindum þó Danir gerðu þetta,“ segir hann. „Ég á þó eftir að sjá að Danir samþykki þetta,“ segir Steingrímur og bendir einnig á að Fogh forsætisráðherra virðist ætla að slá tvær flugur í sama höggi og reyna að koma undanþágum Dana út úr heim- inum, en þær ná til varnarmála, dómsmála og innanríkismála auk myntsamstarfsins. Þetta verði örugglega mjög umdeilt í dönskum stjórnmálum, sérstaklega ef Fogh ætli ein- göngu að láta kjósa um undanþágurnar og evr- una en ekki stjórnarskrána þ.e. nýja samning- inn um breytingar á skipulagi og starfsháttum ESB. „Það hafa verið uppi kröfur í Danmörku um að kosið verði um hana.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og aðrir viðmælendur og segist ekki sjá að þó Danir tækju upp evru myndi það breyta neinu fyrir Íslendinga. „Ég sé ekki að ákvörðun Dana myndi breyta miklu fyrir okkur nema þá að hún leiddi til meiri umræðna um hvort fleiri ríki gerist aðilar að myntsamstarfi Evrópu, en við eigum ekki greiðan aðgang að því nema þá með aðild að sambandinu,“ segir hann. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, og formaður utanríkismálanefndar, telur ekki að upptaka evru í Danmörku myndi hafa áhrif hér. „Danir eru með samkomulag við evrópska seðlabankann um stuðning við krónuna og þurfa að lúta mjög ströngum skilyrðum. Í raun og veru eru þeir með gjaldmiðil sem hegðar sér eins og evra og það hefur verið að hluta til þjóðernisstolt hjá þeim að halda í gömlu krón- una,“ segir Bjarni. „Ég sé því ekki að þetta sé stórt skref fyrir Dani að stíga,“ bætir Bjarni við. Þingmenn úr öllum flokkum eru á einu máli um að ekki yrðu nein straumhvörf hér á landi við það að Danir innleiddu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu  Búast megi þó við aukinni umræðu um evru-mál Breytir litlu þó Danir tækju upp evru Siv Friðleifsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Ágúst Ólafur Ágústsson Guðjón Arnar Kristjánsson Bjarni Benediktsson Í HNOTSKURN »Aðildarríki Evrópusambandsins eru27 og 13 þeirra hafa tekið upp evr- una sem gjaldmiðil. »Danir felldu í þjóðaratkvæða-greiðslu árið 2000 tillögu um að taka upp evru. »Fimm ríki hafa mótað sér tímasettmarkmið um að taka upp evru. ALLIR helstu hlutabréfamarkaðir heimsins hafa fallið umtalsvert að undanförnu og hefur í vaxandi mæli borið á því að fjárfestar leiti yfir á skuldabréfamarkaði, og er Ísland þá engin undantekning. Allir eiga hins vegar ekki auðvelda aðkomu að skuldabréfamörkuðum og þá er best að fara í gegnum skuldabréfa- sjóði. Á vefsíðunni sjodir.is er hægt að fá yfirlit yfir frammistöðu skuldabréfasjóða þeirra sem í boði eru hérlendis og þegar það er skoð- að kemur í ljós að það sem af er ári hafa svokallaðir peningamarkaðs- sjóðir gefið besta ávöxtun. Peningamarkaðssjóðir eru ýmist verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðir sem m.a. fjárfesta í skuldabréfum hins opinbera eða fyrirtækja. Þann- ig hafa þeir heimild til þess að byggja eignasafn sitt að öllu leyti upp með bankabréfum, víxlum eða innlánum eða að öllu leyti á rík- isskuldabréfum. Samkvæmt lögum ber þeim engin skylda til þess að eiga ríkisskuldabréf. Hvað skráð skuldabréf fyrirtækja varðar má hlutfall þeirra af eignum sjóðanna að hámarki nema 30% og önnur skuldabréf mega að hámarki vega 25% í sjóðunum. Samkvæmt lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði skiptir flokkun sjóðsins máli um hversu stór skuld eins útgefanda við hann má vera. Flokkist sjóð- urinn sem verðbréfasjóður má einn útgefandi skulda að hámarki 10% af eignum sjóðum en flokkist hann sem fjárfestingarsjóður má einn út- gefandi skulda að hámarki 20% af eignum sjóðsins. Í upplýsingablöðum sjóðanna má oft sjá hvernig eignaskipting þeirra er og má nefna að 69% eigna Sjóðs 9, sem Glitnir rekur, eru bankabréf, víxlar og innlán en 1% ríkisskulda- bréf. Hlutfallið er ekki ósvipað hjá peningamarkaðssjóði Íslenskra verðbréfa en hlutfall ríkisskulda- bréfa í peningamarkaðssjóði Lands- bankans er 17%. Sjóður 9 er sá eini sem gefur upp hverjir eru helstu skuldarar, en þeir eru Straumur, FL Group, Glitnir, Kaupþing og Baugur, en ekki endilega í þeirri röð. Góður val- kostur við hlutabréf „NÚMER eitt þýðir þetta það að við erum sjálfstæðir með okkar eigin vatnsöflun og munum geta haft vatnið á lægra verði en það er í dag,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um þýðingu nýju vatnsveitunnar í Vatnsendakrikum í Heiðmörk. „Við vorum að kaupa vatn á mjög háu verði frá Reykjavík og þess vegna fórum við í það að stofna eigin vatnsöflun,“ segir hann. „Þetta gekk nú ekki alveg hreint og beint fyrir sig. 1993 stofnuðum við sameiginlega vatnsveitu með Garðabæ og Hafnarfirði, en illa gekk að fá hreinar línur með það. Árið 2000 ákváðum við að fara þá leið að fara upp í Vatnsendakrika og þar keyptum við fyrirtæki sem var í eigu Vatnsendabónda og hafði vatns- tökurétt á svæðinu.“ Eftir ýmsa örðugleika í ferlinu segir Gunnar að góð tilfinning fylgi því að taka vatnsbólið í notkun. „Það er stór dagur hjá okkur í dag, við erum búnir að hleypa Kópavogsvatninu á og það er besta vatn sem til er. Þetta er góður dagur,“ segir Gunnar. Góður dagur í Kópavogi Morgunblaðið/RAX Fyrsti vatnssopinn Ómar Stefánsson og Gunnar I. Birg- isson bragða á vatni úr vatnsleiðslunni við opnunina. Morgunblaðið/RAX Vatnsdælur Boraðar hafa verið fjórar vinnsluholur suðvestur af núverandi borholum OR í Vatnsendakrikum. Meðaldæling úr holunum verður að hámarki 6,6 milljón m3 ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.