Morgunblaðið - 24.11.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 57
REYNSLA … og einhvers konar
áunnið átakaleysi, prýðir hvern tón á
þessari sólóplötu Magnúsar Þórs
Sigmundssonar.
Magnús er einn
af okkar allra
kunnustu laga-
smiðum og á að
baki lög eins og
„Ísland er land
þitt“; lag sem menn hafa alvarlega
viljað að yrði tekið upp sem þjóð-
söngur.
Á þessari plötu nostrar Magnús
hins vegar við hlið á sér sem hefur
verið hulin í allnokkra tíð eins og
hann lýsti í viðtali við þetta blað fyr-
ir stuttu. Það er búið að leggja laga-
höfundinum sem stendur á bak við
tjöldin og fylgist með öðrum lista-
mönnum gera verkunum skil, í stað
hans stígur fram veðraður trúbadúr
með gítar að vopni, syngjandi eigin
lög og texta af ungæðislegri sann-
færingu þess sem hefur engu að
tapa og allt að vinna. Og lögin eru
harla ólík þeim lögum sem sá Magn-
ús Þór sem þjóðin þekkir hvað best
er vanur að semja. Yfirhalning já,
jafnvel endurfæðing ef við viljum
gerast eilítið dramatísk.
Það er hlýr bragur yfir plötunni
og lögin koma eitt af öðru í þægileg-
um millitakti. Smíðarnar eru kassa-
gítardrifnar og eru sjarmerandi hrá-
ar og hryssingslegar – minna mig
sum hver á seinni tíma Springsteen.
Öll bera þau þess merki að sá sem
semur er langreyndur völundur á
því sviðinu; bygging þeirra og fram-
vinda er á einhvern hátt fumlaus, án
þess þó að einhverjar glæður tapist
við það. Textar eiga til að vera full
kauðslegir, sem er þó eini bletturinn
á þessari stórfínu plötu. Mest er um
vert að maður heyrir að Magnús er á
heimavelli í þessu hlutverki; og því
greinilega aldrei of seint að finna
fjölina. Aftur.
Að láta vaða …
TÓNLIST
Magnús Þór Sigmundsson – Sea Son
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAÐ er stundum grínast með það
hér á skrifstofunni að allir tónlistar-
gagnrýnendur þurfi að dæma a.m.k.
eina slökunarplötu eftir Friðrik
Karlsson vilji þeir teljast fulltækir í
stéttina. Sjálfur hef ég dæmt þær
nokkrar enda snarar Friðrik inn
nýrri plötu svo gott sem árlega og
hefur gert í hartnær tíu ár. Það er
hins vegar ekkert grín að Friðrik er
fjandi fær í því sem hann er að gera
og ekki tilviljun að fyrirtæki hans í
Bretlandi, sem gefur út og dreifir
slökunartónlist,
er eitt fremsta og
farsælasta fyr-
irtæki sinnar
tegundar þar í
landi, og víðar ef
út í það er farið.
Fyrir mörgum er slökunartónlist
(stundum kölluð nýaldar- eða hug-
leiðslutónlist) allt sama súpan en
Friðrik hefur boðið upp á mismun-
andi stemmur fyrir mismunandi til-
efni. Á Feng Shui mátti greina aust-
ræn áhrif og á Morgunn/kvöld var
reynt að kokka upp hljóðmynd fyrir
þá tíma dags. Sæld virðist hins veg-
ar vera nokkuð þemalaus, annað en
að þetta er „tónlist til að skapa þægi-
legt andrúmsloft“ eins og segir á
umslagi. Það næst og fram hér þar
sem tónlistin er letileg og endur-
tekningarsöm og gárar létt undir
eyrunum. Full mikið finnst mér þó
vera um trommur og takta og sum
lögin eiginlega ofskreytt; hljóma
meira eins og létt bræðingspopp og
sveitir eins og Level 42 og Steely
Dan koma upp í hugann (sem er ekki
hrós í þessu samhengi). Tónlistin er
þó í öllu falli róandi út í gegn og ætti
þá megintilganginum með henni að
vera náð.
Þey, þey og ró, ró
Arnar Eggert Thoroddsen
TÓNLIST
Friðrik Karlsson – Sæld
ÓPERUPERLUR
WWW.OPERA.IS
MIÐASALA 511 4200
Í KVÖLD, 24. NÓVEMBER, KL. 20
Ráðhús Reykjavíkur
Sunnudag 25. nóv. kl.: 17:00
Dick Oatts er einn af fremstu saxófónleikurum New York-
borgar og bandaríska stórsveitaheimsins. Hann hefur verið
fyrsti saxófónleikari The Village Vanguard Jazz Orchestra um
rúmlega tveggja áratuga skeið. Oatts hefur auk þess leikið og
hljóðritað með fjölmörgum heimsþekktum listamönnum, svo
sem Joe Lovano, Red Rodney, Bob Brookmeyer, Eddie
Gomez, Carnegie Hall Jazz Band og Tito Puente.
Aðgangur ókeypis
Stjórnandi og einleikari:
Bandaríski saxófónleikarinn Dick Oatts
DICK OATTS
með Stórsveit Reykjavíkur
Beint frá
NEW YORK
v
ilb
o
rg
a
@
c
e
n
tr
u
m
.i
s