Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGT SKREF ÍMorgunblaðinu í fyrradag skýrðiBjörk Vilhelmsdóttir, formaðurVelferðarráðs Reykjavíkur- borgar, frá því, að tekin hefði verið ákvörðun um að koma upp sambæri- legri þjónustu við geðfatlaða í Reykjavík eins og gert hefur verið á Akureyri. Þar er um að ræða þver- faglega þjónustu á einum stað í sam- vinnu sjúkrahúss, félagsþjónustu og heilsugæzlu úti á vettvangi, ef svo ber undir. Ákveðið hefur verið að ráða verkefnisstjóra frá og með næstu áramótum til þess að vinna að málinu. Það er sérstök ástæða til að fagna þessu framtaki Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Síðustu árin hef- ur smátt og smátt orðið ljóst, að í ná- lægum löndum hafa verið tekin upp ný vinnubrögð í þjónustu og meðferð geðsjúkra, sem m.a. byggjast á því að tala við þá á heimavelli eða jafnvel á vinnustað. Sjálfsagt gera fæstir sér grein fyrir að í þessu felst bylting en ekki bara breyting. Akureyringar hafa orðið á undan Reykvíkingum í að taka upp nýjar starfsaðferðir á þessu sviði. Um þessa ákvörðun Reykjavíkur- borgar segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í stefnumótun á geð- heilbrigðissviði í heilbrigðisráðu- neytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er mjög jákvætt. Í Evrópu er þróunin sú, að þjónustan við geð- sjúka er að færast frá stóru sjúkra- húsunum til nærsamfélagsins og heilsugæzlunnar, nær borgurunum. Þetta er angi af víðtækri þróun, sem er sú, að þjónustan er víða að færast frá ríki til sveitarfélaga. Mér finnst þetta hluti af opnu lýðræði, þar sem borgurunum er gert mögulegt að hafa áhrif á þjónustuna, af því að hún er nær þeim.“ Og Auður Axelsdóttir, forstöðu- maður hjá Geðheilsu – eftirfylgd inn- an Heilsugæzlu höfuðborgarsvæðis- ins, segir: „Þjónustan þarf að vera hreyfan- leg. Við þurfum að gera meira af því að vinna með fólki á vettvangi þess, hvort sem er heima, í skóla eða á vinnustað. Það höfum við þegar próf- að með góðum árangri.“ Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðuiðjuþjálfi á Landspítala og lekt- or við Háskólann á Akureyri, segir: „Akureyrarbær hefur ráðið til sín starfsfólk, sem er sérmenntað í færni, hvernig eigi að efla hana sem og sjálfstæði fólks með geðraskanir og það er það, sem skilar árangri fyr- ir norðan.“ Þau þrjú, sem hér hefur verið vitn- að til, hafa lengi barizt fyrir breyt- ingum í þá veru, sem nú er að verða að veruleika, og sjá því árangur erf- iðis síns. Það er ástæða til að þakka Björk Vilhelmsdóttur fyrir þetta framtak. Stundum skipta einstaklingar máli og í þessu tilviki er á ferð kona, sem þekkir þau vandamál, sem hér er um að tefla. Hér eru merkilegar umbæt- ur að koma til framkvæmda í þágu geðsjúkra. VERÐUR TÆKIFÆRIÐ NÝTT? Í næstu viku hefjast viðræður umfrið í Mið-Austurlöndum í Anna- polis í Bandaríkjunum. George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir því að hann vonist til að þær skili þeim árangri að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Komið hefur fram bæði í máli Bush og Condo- leezzu Rice utanríkisráðherra að Bandaríkjastjórn hyggist leggja áherslu á að leysa úr deilum Ísraela og Palestínumanna næsta árið. Bush á rúmt ár eftir í embætti og greinilegt er að hann vill nýta þann tíma til að koma á friði. Þetta eru ánægjuleg sinnaskipti hjá forsetanum, sem hef- ur ekki látið sig ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs miklu varða frá því að hann tók við völdum árið 2001. Spurningin er hins vegar hvort ástæða er til bjartsýni. Ekki er neinnar niðurstöðu að vænta á fund- inum í Annapolis, honum er ætlað að marka upphaf. Bush er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn, sem tekur sér þetta verkefni fyrir hendur. Árið 1978 leiddi Jimmy Carter Egypta og Ísraela saman og úr varð friðarsam- komulag. 1993 kom að Palestínu- mönnum. Yasser Arafat og Yitzak Rabin tókust í hendur fyrir utan Hvíta húsið. Bill Clinton gerði aðra atlögu árið 2000 og samkomulag virt- ist innan seilingar, en allt kom fyrir ekki. Nú á að reyna aftur. Ágrein- ingsmálin eru þau sömu og ekki fyr- irséð hvernig eigi að leysa þau. Það eru landamæri Ísraels og Palestínu, framtíð Jerúsalem, svokallaðar land- nemabyggðir gyðinga á hernumdu svæðunum og réttur palestínskra flóttamanna, sem hröktust brott 1948, til að snúa aftur. Krafa Ísraela um að Palestínu- menn viðurkenni Ísrael sem sérstakt ríki gyðinga hefur vakið reiði. Palest- ínumenn halda því fram að þar með sé verið að slá kröfuna um rétt palest- ínsku flóttamannanna út af borðinu áður en viðræður hefjist. Friður mun ekki komast á fyrir botni Miðjarðarhafs án atbeina Bandaríkjamanna. Ekkert annað ríki hefur bolmagn til þess. Þeir þurfa hins vegar að sýna að þeir gangi til leiks af heilindum. Í áranna rás hefur ekkert ríki fengið jafn hátt hlutfall af erlendri aðstoð Bandaríkjamanna og Ísrael. Palestínumenn hafa fulla ástæðu til að vera tortryggnir í þeirra garð. Ekki má heldur gleyma því að Ísr- aelar eru sterkari aðilinn í þeim við- ræðum, sem nú fara í hönd. Þeir semja úr styrkri stöðu. Hjá Palest- ínumönnum er hins vegar allt í rúst. Að þeim hefur verið þjarmað svo ár- um skiptir og nú ríkir í þokkabót upp- lausn í þeirra röðum. Nú hefst enn ein tilraun til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs og ef til vill er full ástæða til svartsýni, en hins vegar er ljóst að án þess að reyna næst enginn árangur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vinur minn, Silli á Húsavík, brá sér fyrir hornið dul- arfulla, en gaf sér tíma til að kveðja fallega. Hann gaf frá sér í einu lagi hús sitt og innbú allt til Safnahússins á Húsavík, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, og ég vissi að hann hafði í huga að það væri meira í minningu foreldra sinna en hans sjálfs. Ég held endilega að hann hafi farið sáttur úr því að hann náði að verða níræður, enda seigur að láta eigin vilja ráða, reyndar talinn ráðríkur nokkuð sem útibússtjóri á sínum tíma. Ég spurði hann eitt sinn hvort starf hans sem bankastjóri í útibúi á stað eins og Húsavík hefði á einhvern hátt einangrað hann. Honum fannst það svona með árunum og ég spurði þá hvort hann væri eins íhaldssamur og sagt væri. Hann svaraði: „Já, ég er það. Þess vegna er ég búinn að vera þetta lengi starf- andi við þetta. Ég er dálítið líkur honum afa mínum í móð- urættina. Hann var talinn heldur fastur fyrir og þurfti að athuga málin áður en hann framkvæmdi. Ég vil nátt- úrlega vita hvert peningarnir sem ég lána Það var nú einkum hérna áður fyrr að ég íhaldssamur ef menn ætluðu að fara að ka að hafa efni á því. Og ég hef oft ráðlagt m aðra og betri leið, og þeir hefðu betur fari um. Og þó að ég sé talinn íhaldssamur ban ur Húsavík ekki liðið neitt fyrir það. Hún bær og ýmsir geta þakkað mér fyrir að þe meira en þeir gera.“ Saga Silla er merk sa andans yfir líkama. Hann fékk mjög ungu og þess vegna fór sem fór. Þegar hann va þurfti að setja hann í gifs vegna þess að h bogna mjög í baki. Silli lýsti þessu svona f „Fyrsta nóttin mín í gifsinu er nótt sem é ég fékk svo mikla innilokunarkennd. Það v af helmingnum af líkamanum og svo var m ofan í þetta; lá bara á bakinu og gat ekker Sigurður Pétur Björnsson Nýlega barst frá Louvre-safninuí París bréf þar sem framkemur, að brot af lítilli styttu,meðal annars andlit, sem kom í leitirnar við uppgröft í klausturrústun- um á Skriðuklaustri sé af heilagri Bar- böru. „Sumarið 2005 fundust fyrst styttubrot í kór klausturkirkj- unnar,“ segir Stein- unn Kristjánsdóttir sem hefur ásamt fleir- um annast fyrrefndan fornleifauppgröft. „Brotin eru úr rauð- um leir en ekki er al- veg búið að greina efnasamsetningu hans. Úr þessum brot- um sáum við að þetta var einhver mann- eskja sem hélt á bók, hún var í kjól eða kufli. Af þessu hafði varðveist brot af stallinum líka og eitthvað af hárinu. Við gátum límt þetta svolítið saman og sáum að þetta var af líkneskju sem hafði verið 25 til 30 sentimetrar. Það var í fyrstu giskað á að styttan ætti að vera af einum af postulunum, sú ályktun var dregin af bókinni fyrrnefndu. En í sumar fundum við hins vegar andlitið af líkneskjunni. Svona er þetta stundum í fornleifafræð- inni. Það var mikil ánægja með þennan fund, en hann varð til þess að við fórum aftur af stað, nú til að fá sérfræðingsálit hjá Louvre-safninu í París. Við vorum bú- in að leita með brotin til Norðurlanda en enginn kannaðist við hvaða stytta þetta gæti verið. Strax þegar andlitið fannst var okkur sagt að það bæri þau einkenni, m.a. möndlulaga augu, sem eru einkennandi fyrir 14. og 15. öld. Þetta líkneski væri því örugglega frá kaþólskum tíma. Hárið var ekki síst einkennandi fyrir þetta tímabil. Í framhaldi af þessu var haft sambandi við forvörð hjá Louvre, Sophie Guillot de Su- duiraut, og hún hefur nú fundið sambæri- lega styttu, sem er mjög lík okkar styttu og hennar niðurstaða er að styttan okkar sé af heilagri Barböru.“ Heilög Barbara hefur því verið einn af verndardýrðlingum Skriðuklausturs? „Já, það má reikna með því. Líkneskið sem fannst á Skriðuklaustri mun hafa verið gert í Utrecht í Hollandi og þar eru sambærileg líkneski varðveitt t.d. í klaustursafni þar sem var bæði klaustur og spítali. Í framhaldi af þessu fórum við að skoða sögu heilagrar Barböru. Hún er gjarnan tengd við eld og þótti góð til áheita til varnar eldsvoðum.“ Ágrip af sögu heilagrar Barböru En hvernig er saga heilagrar Barböru? Í riti eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur segir frá þessum merka dýrðlingi. Þar segir m.a. að Barbara mær hafi verið í hinum fróma flokki sem með hjartaprýði sinni og hugrekki á fyrstu árum kristn- innar gerðist vottur trúar sinnar með líf sitt að veði. Vegna þessara eiginleika sigr- aði kristnin í baráttu sinni við Decíus keis- ara og Maximinius Daja. Helgisagan hef- ur spunnið guðvef um minningu Barböru. Slíkar sögur teljast þó ekki til venjulegrar sagnfræði, fremur hafa þær verið kristi- leg skemmtirit, sem voru lesin upphátt í klaustrum og á stórbýlum miðaldanna. Ef litið er til Barbörusögu er þar lýst afar viljasterkri og sjálfstæðri konu sem rís gegn ofurvaldi föður síns. Samkvæmt rómverski venju og lögum hafði faðirinn öll ráð barna sinna í hendi sér, jafnvel hafði hann ráð á lífi þeirra. Barbara gerði ekki aðeins uppreisn gegn föður sínum heldur einnig gegn rómverskum yfirvöld- um. Hugrekkið og kjarkurinn var óbil- andi. Hún bar hinar hörðu píslir eins og hin hraustasta hetja. Hún var lokuð inni í turni og svo höggvin af föður sínum með nafn Krists á vörum, tveimur nóttum fyr- ir Nikulásarme sté ofan af fjalli eldur úr lofti og einu sinni aska maður kom ley Barböru og gró var sólarstaður í minningu hen jarteinir til lofs Kristi. Heilög Barba Héðinsfjarðar Hér á landi dýrðlingur allt t Margar myn heilagri Barbör Maríumynd e inska Madonna málverki krýpu Sixtusi páfa við Þótt heilög B Íslandi gegnir Hún þoldi píslir að varnar gegn sérstakur vern Svo einkennileg lingsins Barbör við Straumsvík bræðsla fer nú þykja góð til fy tektum, múrur þá er hún líka námuverkaman styttu heilagra Heilög Barbar Brot og heilt andlit af styttu sem fannst við uppgröft á Skriðuklaustri hefur nú af sérfræðingi Louvre-safnsins í París verið greint sem stytta af heilagri Barböru. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Steinunni Krist- jánsdóttur fornleifafræðing sem kemur ásamt fleirum að þessum uppgrefti á Skriðu- klaustri sem starfrækt var frá 1493 til um 1550. Andlit Barböru Stytta sem fannst í brotum í uppgrefti á SkSteinunn Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.