Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í DAG kl. 14 verður sýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur opnuð í Suðsuðvestur. Sýningin samanstendur af hljóðverki og teikningum. Teikningarnar eru unnar með ólíkum efnum og aðferðum, ým- ist á pappír eða þá að þær eru skornar út beint á vegg. Guðný Rósa hefur verið búsett í Belgíu frá árinu 1994 og tekið þátt í sýningum þar og víðar í Evr- ópu. Hún starfar með www.koraalberg.be í Ant- werpen og www.galerie-conrads.de í Düsseldorf. Guðný sýndi síðast hér heima árið 2006 í Skaft- felli. Sýningin mun standa til 31. desember. Myndlist Guðný Rósa opnar í galleríi Suðsuðvestur Verk eftir Guðnýju Rósu. ÞRIÐJA stofuspjall vetrarins fer fram á Gljúfrasteini kl. 16 á morgun, sunnudag. Að þessu sinni verður skáldsagan Sjálf- stætt fólk í öndvegi. Snorri Þórisson kvikmyndagerðar- maður kemur í heimsókn og ræðir um kvikmynd sem stend- ur til að vinna upp úr bókinni. Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og hefur hand- ritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala þegar skrifað handrit eftir bókinni. Það má búast við fjörugum umræðum um skáldverkið, Bjart í Sumarhúsum og íslenskar kvikmyndir á morgun. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Sjálfstætt fólk á Gljúfrasteini Halldór Laxness ÞÓR Sigmundsson og Pjetur Stefánsson opna sýningu í Grafíksafni Íslands kl. 16 í dag. „Þetta er góð sýning sem lætur lítið fyrir sér fara í taóískri ró og stillingu, en tekur á ákveðnum grundvallarspurn- ingum lífsins, bæði með afger- andi og óræðum hætti,“ segir Pjetur um sýninguna. Á sýn- ingunni sýnir hann grafískt verk sem nefnist Í leit að saumnál í hlöðu ríka mannsins, en Þór sýnir högg- myndaverk. Sýningin stendur til 2. desember og er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Myndlist Þór og Pjetur sýna í Grafíksafninu Pjetur Stefánsson Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „VIÐ erum búin að vera að smíða bíl með torfþaki og eldflaug og alla þessa hluti sem Sigrún hefur búið til í sögunum. Það er svo gaman að sjá þetta svona í alvörunni,“ segir Una Stígsdóttir sem er ásamt Anik Todd sýningarstjóri Allt í plati í Gerðu- bergi. Þar hafa þau endurskapað ævintýraveröldina sem birtist í barnabókum Sigrúnar Eldjárn og ætla að opna hana fyrir gestum klukkan fjögur í dag. Fyrir opnunina stendur Gerðuberg fyrir ritþingi um verk Sigrúnar og hefst það klukkan hálf tvö. Stjarna sýningarinnar er Mál- fríður, enda hefur Sigrún skrifað fjölmargar bækur um ævintýri hennar og Kuggs. „Við ákváðum að hafa þetta eins og að koma heim til Málfríðar og mömmu hennar. Bíll- inn þeirra stendur fyrir utan og svo notum við leikmuni til þess að bæta við og sýna hvernig gæti verið heima hjá þeim. Í bakgarðinum bjuggum við til svolítið sveitaævintýri og þar vex blómkálið hennar Málfríðar.“ Markmiðið í upphafi var að búa til myndlistasýningu sem bæri svolít- inn keim af leikhúsi. Una segir að það hafi ráðið ferðinni við val á þeim sögum Sigrúnar sem gerð eru skil á sýningunni. Þar er af mörgu af taka því hún hefur myndskreytt barna- bækur í 30 ár. „Þetta er sambland af mörgum bókum, þetta snýst ekki bara um Málfríði, heldur líka fleiri persónur,“ segir Una. „Mér fannst til dæmis Afi drullumallar skemmti- legasta bókin og á sýningunni er portrett af honum upp á vegg hjá Málfríði.“ Alin upp á Þjóðminjasafninu Málfríður er með skotthúfu eins og svo margar konur í verkum Sig- rúnar, sem margar eru klæddar í þjóðbúninga. Sigrún segir þær eiga uppruna í æsku hennar. „Þá voru ennþá til kellingar svona klæddar. Ég er nú þar að auki alin upp á Þjóð- minjasafninu fyrstu fjórtán ár ævi minnar, sem var mjög sérstakt. Þar voru gjarnan eldri konur sem sáu um gæsluna í safninu og margar þeirra voru á peysufötum eða upp- hlut. Nú er þetta horfið, nema sem eitthvað hobbí.“ Hún myndskreytti sína fyrstu barnabók á meðan hún var enn í námi í Myndlista- og handíðaskól- anum. Nokkrum árum síðar, árið 1980, skrifaði hún sína fyrstu bók, Allt í plati. Hún segir persónur bók- anna ekki tengjast beinlínis, heldur skiptast í nokkra hópa. Málfríður og hennar fólk er henni kærast. „Ég hef verið að fást við þau meirihlut- ann af mínum ferli. Sýningin er mest unnin uppúr þeim sögum.“ Sigrún kom sjálf ekki nálægt gerð sýningarinnar, heldur vildi hún láta koma sér á óvart. „Ég hitti þau í byrjun þegar þau voru búin að taka þetta að sér og þá voru þau komin með ýmsar hugmyndir og þegar orð- ið ljóst að þetta yrði engin venjuleg sýning með myndum á veggjum. Ég heyrði á þeim að þau voru á svo skemmtilegu róli og ég ákvað bara að láta þau um þetta. Mér fannst það eiginlega meira spennandi.“ Bíll með torfþaki og blóm- kálshausar í garði Málfríðar Torfþak Málfríður keyrir um á bíl með torfþaki og hefur lagt honum fyrir utan sýninguna. Inni eru fleiri forvitnilegir gripir úr hennar eigu. FYRSTI upp- tökustjóri Doc- tor Who og fyrsti kvenkyns upptökustjórinn hjá BBC, Verity Lambert, er lát- in, 71 árs að aldri. Hún var einnig yngsta persónan til að stjórna sjónvarpsþætti hjá BBC þegar Doctor Who hóf göngu sína árið 1963, en hún yfirgaf þáttinn eftir tvær seríur, árið 1965. Lambert stjórnaði auk þess þáttum eins og Minder, Quater- mass, Rumpole of the Bailey og Jonathan Creek. Árið 1985 stofn- aði Lambert sitt eigið framleiðslu- fyrirtæki, Cinema Verity, sem fór út í að gera þættina May to Dec- ember og sápuóperuna Eldorado. Ekki er langt síðan hún lauk við þáttaseríu fyrir BBC, One’s Love Soup. Áætlað var að afhenta Lambert verðlaun fyrir ævistarf sitt á há- tíð tileinkaðri konum í kvikmynd- um og sjónvarpi í næsta mánuði. Fyrst til að stjórna Doctor Who Verity Lambert er látin, 71 árs að aldri Verity Lambert MORGUNBLAÐIÐ óskaði í tilefni af Degi íslenskrar tungu eftir ný- yrðum ýmiss konar yfir erlend orð sem enn hafa ekki verið íslenskuð. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hér má sjá nokkrar tillögur: Hörður Jónasson stingur upp á orðinu tónjarl í stað japanska orðs- ins „karaoke“. Einnig stingur hann upp á nafnorðinu ritl í stað „bloggs“ og ritlari í stað „blogg- ara“ og svo sögninni að ritla. Blogggreinar yrðu í því sambandi ritlur. Sigríður Ólafsdóttir leggur til sögnina að glugga í stað að „go- ogle-a“ sbr. að glugga í texta. Hvað bloggið varðar stingur hún upp á sögninni að spjallrita í stað „að blogga“ og vonframi fyrir enska nafnorðið „wannabe“. Dæmi: Hún er vonframa söngstjarna Guðfinna Guðnadóttir stingur upp á sögninni að ugla í stað að „go- ogle-a“. Það væri hægt að ugla þetta eða hitt. Í stað „grandp- arents“ leggur hún til forforeldrar. Að ugla þetta og hitt STOFNUN um almannaheill tekur til starfa klukkan fjögur í dag þeg- ar frú Vigdís Finnbogadóttir opnar aðsetur hennar í Nýlistasafninu. Það eru myndlistakonurnar Olga Bergmann og Valgerður Guðlaugs- dóttir sem eru í forsvari fyrir stofn- unina, sem þær segja að sé í raun- inni bara útibú frá höfuðstöðvunum í Svíþjóð. „Undir hattinum al- mannaheill er ýmislegt sem lýtur að fegurð, framförum, sálfræði, ættspeki og fleiru. Við störfum í sjö deildum þar sem fara fram rann- sóknir á ýmsum málum. Svo erum við hér með fallegan garð fyrir fólk að njóta sín í,“ segir Olga. „Það eru náttúrlega margar stofnanir sem vinna að almannaheill, en hjá okkur er þetta svona þverfaglegt. Við inn- limum allt og erum búnar að inn- lima Nýlistasafnið inn í stofnunina.“ Forstöðukonurnar tvær segja að stofnunin eigi að gegna hlutverki heilsulindar fyrir sál og líkama og jafnframt að vekja spurningar um hvað fólki sé fyrir bestu og í hvers verkahring það sé að beina almenn- ingi inn á réttar brautir. „Eitt verkefnið fjallar meðal annars um tengsl við frægt fólk og annað um útlitsumbreytingar. Því er haldið fram að manni líði betur ef maður lítur út á ákveðinn hátt og hagi sér á ákveðinn hátt. Það er spurning hvort það sé endilega hundrað pró- sent rétt.“ Stofnun um almannaheill hefur starfsemi í dag Fegurð og framfarir í Nýló Forstöðukonur Þær Olga og Valgerður taka til starfa í dag ♦♦♦ FIÐLAN verður grand- skoðuð frá öllum sjón- arhornum á Degi hljóðfær- isins í Gerðubergi á morg- un. Þar koma fiðluleikarar, fiðlusmiðir, fiðlusafnarar og fiðlunemar og kynna hljóð- færið. Dagskráin hefst klukkan hálf tvö. Félag íslenskra tónlist- armanna skipuleggur Dag hljóðfærisins í sam- starfi við Gerðuberg og Margrét Bóasdóttir for- maður félagsins verður kynnir á hátíðinni. Hún segir þetta næstsíðasta Dag hljóðfærisins. „Það má segja að þetta magnist stig af stigi, því nú er það fiðlan og á næsta ári verður það röddin og þar með ljúk- um við þessu verkefni. Þá Dagur fiðlunnar verðum við búin að vera í þessu samstarfi í tíu ár.“ Fiðlan kemur við sögu í flestum tegundum tónlistar, allt frá tangó að sveitatónlist og öll þekktustu tónskáld sög- unnar hafa samið verk fyrir þetta vinsæla hljóðfæri. Fjöl- breytnin verður í fyr- irrúmi í Gerðubergi á morgun, bæði hvað varðar efnisval og hljóðfæraleikara. Korn- ungir Suzuki-nemar hefja dagskrána, frum- kvöðlar á sviði fiðlu- tónlistar verða heiðr- aðir og færustu hljóð- færaleikarar Sinfóníuhljómsveit- arinnar koma fram. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á www.gerduberg.is Fiðlusérfræðingar úr öllum áttum kynna hljóðfærið á Degi hljóðfærisins FJÖLDI listamanna tekur þátt í Þetta vilja börnin sjá! sem er árleg sýning á myndskreytingum úr barnabókum. Sýningin verður opn- uð á sama tíma og sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn, svo listelsk börn hafa af nógu að taka í Gerðubergi á næstunni. Í byrjun næsta mánaðar verða síðan veitt verðlaun fyrir bestu myndskreytinguna. Þau eru kennd við Dimmalimm, litlu prinsessuna hans Muggs. Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa Brian Pilkington og Áslaug Jóns- dóttir meðal annarra hlotið þau á síðustu árum. Þetta vilja börnin sjá! Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.