Morgunblaðið - 24.11.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 35
HINN 20. september sl. var kveð-
inn upp dómur í Hæstarétti í svoköll-
uðu Impregilo-máli. Hér verður ekki
fjallað um það umfangsmikla mál í
heild sinni heldur einungis um nið-
urstöðu Hæstaréttar um hverjum
beri skylda til að standa skil á
greiðslu opinberra gjalda vegna
launa portúgalskra starfsmanna
tveggja starfsmannaleigna og við-
brögð stjórnvalda við dómnum.
Starfsmannaleigur greiði opinber
gjöld vegna launa starfsmanna
Hæstiréttur felldi úr gildi nið-
urstöðu yfirskattanefndar um að
verktakafyrirtækinu Impregilo bæri
að greiða staðgreiðslu opinberra
gjalda vegna launa fyrrnefndra
starfsmanna starfsmannaleigunnar.
Mat réttarins var að starfs-
mannaleigurnar sjálfar teldust al-
mennt launagreiðendur portúgölsku
starfsmannanna og að Impregilo
hefði því ekki borið almenn skylda til
að standa skil á staðgreiðslu vegna
launa viðkomandi starfsmanna. Vís-
aði Hæstiréttur til þess að af samn-
ingum Impregilo og starfs-
mannaleignanna mætti ráða að
starfsmannaleigurnar önnuðust
launagreiðslur til hinna útleigðu
starfsmanna. Milliganga Impregilo
lyti einungis að því að leggja til nauð-
synlegar upplýsingar til að hægt væri
að reikna út launin.
Ummæli í greinargerð ekki nóg
Lögum um tekjuskatt var breytt
með lögum nr. 145/1995. Sett var inn í
lögin ákvæði um takmarkaða skatt-
skyldu starfsmanna starfsmanna-
leigna sem dveljast hér á landi skem-
ur en 183 daga á ári. Í athugasemdum
með frumvarpi til laganna var ekki
aðeins að finna skýringu á hinu nýja
ákvæði frumvarpsins um takmarkaða
skattskyldu útleigðra starfsmanna
hér á landinu. Þar var einnig ráða-
gerð um að það skuli vera notandi
þjónustunnar en ekki starfs-
mannaleigan sem skuli vera launa-
greiðandi og honum sé þar með skylt
að standa skil á staðgreiðslu. Þessari
ráðagerð var hins vegar ekki fylgt
eftir með breytingu á lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda. Niðurstaða
Hæstaréttar var því sú að þessi um-
mæli í greinargerð með frumvarpi til
breytinga á öðrum lögum en þeim,
sem gilda um staðgreiðslu opinberra
gjalda, gátu ekki verið grundvöllur til
að skylda notendur þjónustu starfs-
mannaleigna til staðgreiðsluskila af
launum útleigðra starfsmanna. Til
þess þyrfti skýra heimild í lögum.
Impregilo hafði jafnframt haldið
því fram í málinu að hinir portú-
gölsku starfsmenn væru ekki skatt-
skyldir hér á landi þar sem þeir hefðu
dvalist hér svo skamman tíma. Sam-
kvæmt tvísköttunarsamningi milli Ís-
lands og Portúgals væru þeir því ekki
skattskyldir hér, heldur í Portúgal.
Hæstiréttur taldi hins vegar að þar
sem Impregilo væri vinnuveitandi
starfsmanna í skilningi ákvæða tví-
sköttunarsamningsins ættu und-
antekningarreglur samningsins, sem
Impregilo vitnaði til, ekki við. Þar
með væru starfsmennirnir skatt-
skyldir hér á landi í samræmi við
meginreglu samningsins.
Niðurstaða Hæstaréttar um að
sýkna Impreglio í þessu máli ætti
ekki að þurfa að koma á óvart ef horft
er til dómaframkvæmdar annars
staðar í Evrópu þar sem starfs-
mannaleigur bera almennt ábyrgð á
skilum opinberra gjalda starfsmanna
sinna. Auk þess hefur Hæstiréttur
áður komist að sambærilegri nið-
urstöðu í máli nr. 77/2004 (Þrotabú
MD flugfélagsins ehf.).
Sérkennileg
viðbrögð stjórnvalda
Viðbrögð stjórnvalda við sýknu-
dómi Hæstaréttar koma hins vegar
verulega á óvart. Fjármálaráðherra
hefur lagt fram frumvarp fyrir Al-
þingi um breytingar á lögum nr. 45/
1987 um staðgreiðslu opinberra
gjalda. Samkvæmt því eru það not-
endur þjónustunnar en ekki starfs-
mannaleigan sem teljast launagreið-
endur á grundvelli samninga um
útleigu á vinnuafli hafi
starfsmannaleigan ekki
skattalega heimilisfesti
hér á landi. Það eru von-
brigði að stjórnvöld
kjósa að reyna að stoppa
í glufu með þessum
hætti í stað þess að finna
heildarlausn á þessum
málum í samráði við at-
vinnulífið. Reglur um
erlenda starfsmenn og
starfsmannaleigur eru
mikið hagsmunamál fyr-
ir atvinnulífið og því
nauðsynlegt að rétt sé
staðið að málum og unnið í sátt við
alla þá sem eiga hagsmuna að gæta.
Augljóst er að stjórn-
völd treysta sér ekki til
að rukka erlendar
starfsmannaleigur um
opinber gjöld og varpa
því ábyrgðinni á inn-
lenda viðskiptavini
þeirra. Þar að auki eru
erlendar starfs-
mannaleigur þvingaðar
til að setja upp starfs-
stöð hér á landi til að
geta boðið fram þjón-
ustu sína.
Hæpið að frum-
varpið standist reglur ESB
Frumvarpið stenst trauðla reglur
Evrópusambandsins, þ.m.t. skuld-
bindingar Íslands skv. EES-
samningnum um frjálsa þjónustu-
starfsemi í aðildarríkjum ESB og
EFTA-ríkjunum. Í því sambandi má
benda á dóm Evrópudómstólsins í
máli C-433/04, Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins gegn Belgíu. Í
því máli höfðu stjórnvöld með lögum
gert þjónustukaupendur ábyrga fyrir
að halda eftir fyrir belgísk skatta-
yfirvöld 15% af launum erlendra
verktaka sem voru ekki með skráða
starfsstöð í Belgíu. Evrópudómstóll-
inn taldi að belgísk stjórnvöld hefðu
þar með brotið reglur Evrópusam-
bandsins um frelsi verktakanna til að
veita þjónustu í Belgíu.
Þá má jafnframt spyrja sig hvort
íslensk fyrirtæki myndu sætta sig við
sambærilegar kvaðir í útrás sinni, þ.e.
að þurfa að vera með skráða starfs-
stöð í þeim löndum þar sem þau bjóða
þjónustu sína.
Stjórnvöld taka ekki á vandanum
Sigurður B. Halldórsson » Fjallað er um við-brögð stjórnvalda
við niðurstöðu Hæsta-
réttar í hinu svokallaða
Impregilo-máli.
Sigurður B.
Halldórsson
Höfundur er lögfræðingur Samtaka
iðnaðarins
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
www.mirale.is
TILBOÐ
laugardag og sunnudag
Ávaxtakarfan
frá ALESSI
kr. 7.900,-
áður kr. 10.900,-
takmarkað magn
Fegraðu
þitt heimili!