Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 35 HINN 20. september sl. var kveð- inn upp dómur í Hæstarétti í svoköll- uðu Impregilo-máli. Hér verður ekki fjallað um það umfangsmikla mál í heild sinni heldur einungis um nið- urstöðu Hæstaréttar um hverjum beri skylda til að standa skil á greiðslu opinberra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna tveggja starfsmannaleigna og við- brögð stjórnvalda við dómnum. Starfsmannaleigur greiði opinber gjöld vegna launa starfsmanna Hæstiréttur felldi úr gildi nið- urstöðu yfirskattanefndar um að verktakafyrirtækinu Impregilo bæri að greiða staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa fyrrnefndra starfsmanna starfsmannaleigunnar. Mat réttarins var að starfs- mannaleigurnar sjálfar teldust al- mennt launagreiðendur portúgölsku starfsmannanna og að Impregilo hefði því ekki borið almenn skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa viðkomandi starfsmanna. Vís- aði Hæstiréttur til þess að af samn- ingum Impregilo og starfs- mannaleignanna mætti ráða að starfsmannaleigurnar önnuðust launagreiðslur til hinna útleigðu starfsmanna. Milliganga Impregilo lyti einungis að því að leggja til nauð- synlegar upplýsingar til að hægt væri að reikna út launin. Ummæli í greinargerð ekki nóg Lögum um tekjuskatt var breytt með lögum nr. 145/1995. Sett var inn í lögin ákvæði um takmarkaða skatt- skyldu starfsmanna starfsmanna- leigna sem dveljast hér á landi skem- ur en 183 daga á ári. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna var ekki aðeins að finna skýringu á hinu nýja ákvæði frumvarpsins um takmarkaða skattskyldu útleigðra starfsmanna hér á landinu. Þar var einnig ráða- gerð um að það skuli vera notandi þjónustunnar en ekki starfs- mannaleigan sem skuli vera launa- greiðandi og honum sé þar með skylt að standa skil á staðgreiðslu. Þessari ráðagerð var hins vegar ekki fylgt eftir með breytingu á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda. Niðurstaða Hæstaréttar var því sú að þessi um- mæli í greinargerð með frumvarpi til breytinga á öðrum lögum en þeim, sem gilda um staðgreiðslu opinberra gjalda, gátu ekki verið grundvöllur til að skylda notendur þjónustu starfs- mannaleigna til staðgreiðsluskila af launum útleigðra starfsmanna. Til þess þyrfti skýra heimild í lögum. Impregilo hafði jafnframt haldið því fram í málinu að hinir portú- gölsku starfsmenn væru ekki skatt- skyldir hér á landi þar sem þeir hefðu dvalist hér svo skamman tíma. Sam- kvæmt tvísköttunarsamningi milli Ís- lands og Portúgals væru þeir því ekki skattskyldir hér, heldur í Portúgal. Hæstiréttur taldi hins vegar að þar sem Impregilo væri vinnuveitandi starfsmanna í skilningi ákvæða tví- sköttunarsamningsins ættu und- antekningarreglur samningsins, sem Impregilo vitnaði til, ekki við. Þar með væru starfsmennirnir skatt- skyldir hér á landi í samræmi við meginreglu samningsins. Niðurstaða Hæstaréttar um að sýkna Impreglio í þessu máli ætti ekki að þurfa að koma á óvart ef horft er til dómaframkvæmdar annars staðar í Evrópu þar sem starfs- mannaleigur bera almennt ábyrgð á skilum opinberra gjalda starfsmanna sinna. Auk þess hefur Hæstiréttur áður komist að sambærilegri nið- urstöðu í máli nr. 77/2004 (Þrotabú MD flugfélagsins ehf.). Sérkennileg viðbrögð stjórnvalda Viðbrögð stjórnvalda við sýknu- dómi Hæstaréttar koma hins vegar verulega á óvart. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp fyrir Al- þingi um breytingar á lögum nr. 45/ 1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt því eru það not- endur þjónustunnar en ekki starfs- mannaleigan sem teljast launagreið- endur á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli hafi starfsmannaleigan ekki skattalega heimilisfesti hér á landi. Það eru von- brigði að stjórnvöld kjósa að reyna að stoppa í glufu með þessum hætti í stað þess að finna heildarlausn á þessum málum í samráði við at- vinnulífið. Reglur um erlenda starfsmenn og starfsmannaleigur eru mikið hagsmunamál fyr- ir atvinnulífið og því nauðsynlegt að rétt sé staðið að málum og unnið í sátt við alla þá sem eiga hagsmuna að gæta. Augljóst er að stjórn- völd treysta sér ekki til að rukka erlendar starfsmannaleigur um opinber gjöld og varpa því ábyrgðinni á inn- lenda viðskiptavini þeirra. Þar að auki eru erlendar starfs- mannaleigur þvingaðar til að setja upp starfs- stöð hér á landi til að geta boðið fram þjón- ustu sína. Hæpið að frum- varpið standist reglur ESB Frumvarpið stenst trauðla reglur Evrópusambandsins, þ.m.t. skuld- bindingar Íslands skv. EES- samningnum um frjálsa þjónustu- starfsemi í aðildarríkjum ESB og EFTA-ríkjunum. Í því sambandi má benda á dóm Evrópudómstólsins í máli C-433/04, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gegn Belgíu. Í því máli höfðu stjórnvöld með lögum gert þjónustukaupendur ábyrga fyrir að halda eftir fyrir belgísk skatta- yfirvöld 15% af launum erlendra verktaka sem voru ekki með skráða starfsstöð í Belgíu. Evrópudómstóll- inn taldi að belgísk stjórnvöld hefðu þar með brotið reglur Evrópusam- bandsins um frelsi verktakanna til að veita þjónustu í Belgíu. Þá má jafnframt spyrja sig hvort íslensk fyrirtæki myndu sætta sig við sambærilegar kvaðir í útrás sinni, þ.e. að þurfa að vera með skráða starfs- stöð í þeim löndum þar sem þau bjóða þjónustu sína. Stjórnvöld taka ekki á vandanum Sigurður B. Halldórsson » Fjallað er um við-brögð stjórnvalda við niðurstöðu Hæsta- réttar í hinu svokallaða Impregilo-máli. Sigurður B. Halldórsson Höfundur er lögfræðingur Samtaka iðnaðarins MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is TILBOÐ laugardag og sunnudag Ávaxtakarfan frá ALESSI kr. 7.900,- áður kr. 10.900,- takmarkað magn Fegraðu þitt heimili!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.