Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 26
|laugardagur|24. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Íbúð Sonotu Urboniene ber þess merki að þar býr listakona sem hefur gott auga fyrir hlut- unum. »30 innlit Glitrandi klæði og svolítill glam- úr er jafnan fylgifiskur jólatísk- unnar og á því verður engin breyting þetta árið. »28 tíska Aflaskerðingin setur vissulega sinn svip á lífið í Sandgerði, en listalífið blómstrar engu að síð- ur í bænum. »29 bæjarlífið Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Um þessar mundir má víðaum lönd sjá verk á sýn-ingum eftir íslenskahönnuðinn Dögg Guð- mundsdóttur. Sýningar eru, og hafa verið, í borgum á borð við Rio de Ja- neiro, Madríd, Róm, Mílanó, Bel- grad, Luelå, og víðar. Einnig hanga nýir lampar eftir Dögg uppi í Epal í Reykjavík á sýningu í tilefni af stækkun verslunarinnar. „Þessar sýningar úti um heim eru flestar á vegum gamla skólans míns í Milano, Istituto Europeo di design,“ segir Dögg sem starfar og rekur vinnustofu í Kaupmannahöfn. „Skól- inn gaf út bók í sumar með verkum 100 gamalla nemenda og þar var ein opna með myndum af nokkrum verkum mínum. Á sýningu skólans eru hnífapörin mín Hekla (Chri- stofle) og Kína matarprjónarnir mínir frá Ligne Roset. Í Svíþjóð og Serbíu voru svo sýningarnar haldnar á vegum annarra en skólans.Svo má nefna að ég verð með á sýningu í Denver í Bandaríkjunum árið 2009. Þar er verið að undirbúa útgáfu bók- ar um hönnun frá 1985-2000 og í henni verður fjallað um Wing-stólinn minn sem er úr fjöðrum og var hann- aður 1998-1999.“ Vikið frá hinu hefðbundna Hugmyndin að lömpunum, sem sýndir hafa verið í Epal, er að sögn Daggar að víkja frá hinum hefð- bundna hringlótta lampa og skapa lampa með þríhyrnt form. „Lampinn er kónískur, minnir svolítið á pýramída með rúnnuðum hornum og sem búið er að skera toppinn af. Reyndar fékk ég þessa hugmynd þegar ég var að hanna jólalampa sem hefur dálítið svipað form. Ætlunin var að hanna lampa sem bæði væri hægt að nota heima og á stærri stöðum, skrifstofum, hót- elum, veitingastöðum o.fl. Lampinn er hugsaður sem standlampi, borð- lampi og loftljós. Loftljósið býður upp á svolítið nýtt. Það á að vera hægt að halla skerminum með því að tylla honum upp með einu af stuðningsböndunum sem hann hangir í. Með því móti lýs- ir lampinn á þann sem situr við borð- ið, undir honum, og er t.d. að borða morgunmatinn. Gert er ráð fyrir að sérstakur ljósgjafi sé í lampanum, sem á að hafa góð áhrif á fólk sem á við skammdegisþunglyndi að stríða. Ljósgjafinn getur sem sagt virkað eins og sólarljós og ætti fólk að láta ljósið skína á sig í um 30 mínútur, kvölds og morgun,“ segir Dögg. Þessir nýju lampar Daggar eru enn í þróun að hennar sögn svo ekki er vitað fyrir víst í hversu mörgum útgáfum þeir gætu átt eftir að verða. Hún segist vera að hugsa um að láta búa til eina týpu úr gleri og aðra jafnvel úr gúmmíi eða öðru efni en lamparnir sem eru í Epal eru úr málmi og stífu efni. Þorskaljós og fiskihnífapör Dögg er með eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn og deilir teikni- stofu og sýningarsal á Østerbro með sex öðrum konum. Eftir áramótin mega menn eiga vona á fiskihnífa- pörum í Heklu hnífaparaseríunni og kannski líka jólalampanum, sem drepið var á, og er enn í vinnslu. Einnig mun hún og Fanney Erla Antonsdóttir hönnuður hefja fram- leiðslu á Þorskaljósum sem hægt verður að skoða í Kraum og kannski fleiri búðum hér á landi fyrir jólin. Dögg hóf hönnunarnámið í Mílanó en lauk prófi í iðnhönnun árið 1998 frá Danmarks Designskole. Hún er þekktust fyrir hönnun á húsgögnum og ljósum og hefur hlotið fjölda við- urkenninga fyrir verk sín. Fjölbreyttni Hér má sjá fjölbreytnina í nýju ljósunum eftir Dögg. Ljósmynd/ Emil Þór Krjúpandi listakona Dögg Guðmundsdóttir að hengja upp ljósin sín á sýningunni í Epal. Þunglyndislampinn Í þetta ljós mætti setja sérstakan ljósgjafa sem gæfi frá sér eins konar sólarljósbirtu sem get- ur gert þeim gott sem eiga við skammdeg- isþunglyndi að stríða. Hönnun Daggar sýnd vítt og breitt um heiminn Standlampi Einn af mörgum standlömpum í nýju ljósaseríunni. Litríki Skermarnir eru ekki eins á litin innan og utan. Ætlunin var að hanna lampa sem bæði væri hægt að nota heima og á stærri stöðum. www.doggdesign.com Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttirorti um Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra sem „skartaði mikið rauðum jakka á fundum“. Gersemið Jóhönnu, er gaman að sjá gneista í Alþingis brýnum. Reka svo löðrunga, rökstyðja þá í róttæka jakkanum sínum. Hreiðar Karlsson tekur eftir því að Veðurstofan er sífellt að verða nákvæmari í vinnubrögðum sínum. Og tekur sem dæmi: Sér fyrir lokin á sumri og hita, senn munu byljir ýfa dröfn. Lægð sem er stödd við Straumnesvita stefnu tekur á Raufarhöfn. Konráð Erlendsson tekur undir þetta með Hreiðari og honum „sýnist hann vera að fara í norðvestan með frosti.“ Ill er tíð við Ólafsfjörð öldur brotna á Skaga. Fýkur snjór um freðna jörð fennir yfir haga. Pétur Stefánsson er talandi hagmæltur eins og þessi vísa sýnir vel: Margoft hef ég stigið á stokk, strengt þess heit að yrkja minna og betur. – Á 4. hæð í fínni blokk fæddist þetta smellna vísutetur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af veðurspá og vísutetri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.