Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E inn nánasti aðstoð- armaður sænska for- sætisráðherrans sagði af sér um daginn. Hún sást vel hífuð kyssa fjölmiðla- mann á bar. Það kom ekki strax fram hvort hún var á vakt sem yfirmaður ör- yggismála eða ekki, en það virtist ekki skipta máli. Út, þú kona daðurs, út! Nú dreg ég ekki í efa að við heyrðum öll afar yfirborðskenndar fréttir af mál- inu enda dó það eins fljótt og það kom – eins og flestallar fréttir nú til dags. En ég er fegin að geta staðið í þeirri trú að það skipti okkur hér litlu máli hver daðrar við hvern á bar úti í bæ. Slíkt er að sjálfsögðu efni í slúður og al- mennar kjaftasögur en það kemur ekki beinlínis neinum í opinberan bobba. Sem betur fer. En er til einhvers konar kelerí ólíkra hagsmunaaðila sem ætti að vera um- talsefni en er það ekki? Um hvers konar kossa og funheit faðmlög er þagað á Ís- landi? Ekki veit ég hvernig kolkrabbar kyssast en svo mikið er víst að kol- krabbarnir á Íslandi hafa svo marga alltumlykjandi anga sem læsast svo vel saman að maður þekkir hvorki haus né sporð á einum né neinum. Þeir renna saman í eitt. Ekkert upphaf, engir end- ir, var það ekki sagt um guðleg allsráð- andi öfl hér einu sinni? Með jafnaðarmenn jafnt sem frels- ishetjur í taktvissri sveiflu knúsar súp- er-dúper-risa-kolkrabbinn alla sem á vegi hans verða og innlimar þá beint inn í einhvern angann sem passar. Stjórn- mál og peningaöfl, peningaöfl og stjórn- mál, upphaf og endir, eggið og hænan. Í einum anganum, tja, kannski nokkrum nálægt hjartanu, er faðmlagið svo náið að enginn veit hver á hvað í hverjum hve lengi og hvenær. A á í B sem á í C sem á í A sem á í E sem á í D sem á í B og C. D og A eiga svo í E og B sem eiga í A og D. Ha? Harðlæstir. „Markaðsráðandi öfl“, „fákeppni“, „efl- um samkeppniseftirlitið“, „styrkjum lýðræðið,“ segir fólk brúnaþungt á tylli- dögum. Svo heldur allt áfram eins og vanalega. Loppur læsast, hjartað slær. Nýi kolkrabbinn í góðum gír, súper- dúper. Við erum ein stór fjölskylda og við smyrjum vélina saman. Einhvers staðar á mörkum anga A og E eru svo fjölmiðlarnir sem ilma af bis- ness jafnt sem pólitík og knúsast líkt og sænska kona öryggisins í funheitu faðmlagi. Ekki á bar, nei, þeir hafa vit á því. Kannski bara óeiginlega á blaða- mannafundum, ósýnilega, kannski bara alls ekki. Hvað vitum við – allir angar snúast svo hratt og okkur er stöðugt sagt að allt sé þetta hlutlaust, gagn- rýnið og sjálfstætt í glimrandi sveiflu. Allt sé bara lúrílúrí í besta gír lýðræð- isins. Í boði hvers er lýðræði dagsins? Væntanlega einhvers sem fær að fara í gegnum flýtidyr á flugvöllum. Listageirinn? Hugvísindin? Er það ekki þar sem frelsið á að eiga sína raun- verulegu málsvara? Er það ekki þar sem ögrunin á að eiga sér stað í einu og öllu, ekkert heilagt, allt skorað á hólm, allt og allir? Fólkið á fyrstu bekkjunum pússar lógóin á sýningarskránum og stendur svo upp fyrir forsetanum þegar hann mætir aðeins of seint. Hver bítur höndina sem fæðir okkur og klæðir? Ekki þú, ekki ég, hver þá? Þarna standa þeir saman í útrásinni, með Hellisheiðina og íslenskar nátt- úruperlur á eina hlið, uppkeyptar jarðir bænda á hina. Bessastaðir bjóða til und- irskrifta áður en þeir svo snara sér saman upp í einkaþotuna. Hvaða lógó er á brjóstvasanum? Úps, þarna gerði ég eitthvað sem ég má víst ekki gera. Sumt á ekki að tala um á Íslandi. Vertu með, ekki vera púkó. Ætlarðu að enda í skamm- arkróknum? Tikk takk, hjartað slær. Hvaða peningaöfl tilheyra helst hvaða flokkum, hvaða prófkjörum? Við þykjumst vita nokkuð um B og D. Hver ætli séu tengsl Jafnaðarmannaflokks Íslands við peningaöflin í landinu? Jafn- aðarmannaflokks Íslands? Ha? Ætlaðu að endurtaka þetta, hvað segist hann heita, flokkurinn? Allt það sem skiptir mestu máli að vita í nútímasamfélagi, samkrull ólíkra grunnstoða samfélagsins sem hafa það að verkefni sínu að veita hver annarri aðhald og fjarlægð í stað þess að faðma hver aðra með æ nánari hætti, þéttriðið net viðskipta-, stjórnmála- , markaðs- og fjölmiðlatengsla ólíklegustu fyr- irbæra, allt þetta er í rauninni ekki svo mikið talað um. Nei, ekki hér hjá okkur. Við erum lítil. Við erum vön því að vera klíkusamfélag. Það er ekki til siðs að ráðast að friðhelgi valdatengslanna. Er ég að fara yfir strikið? Langt yfir strikið? Já, auðvitað. Skamm. Þögnin hefur sín þægilegheit, sinn lúxus. En ég hef sagt það áður að laugardagar séu til þess gerðir að fara yfir strikið. Ef ekki í dag, hvenær þá? Hver kyssir hvern? » Í einum anganum, tja,kannski nokkrum ná- lægt hjartanu, er faðm- lagið svo náið að enginn veit hver á hvað í hverjum hve lengi og hvenær. A á í B sem á í C sem á í A sem á í E sem á í D sem á í B og C. D og A eiga svo í E og B sem eiga í A og D. Ha? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÁRIÐ 1980 voru heildaratvinnu- tekjur kvenna 46,6% af heildar- atvinnutekjum karla. Tæpum þremur áratug- um síðar, eða árið 2006, var hlutfall- ið komið upp í 61,3%. Haldi bilið áfram að minnka með sama hraða og verið hefur má gera ráð fyrir því að heildaratvinnu- tekjur karla og kvenna verði jafnar á Íslandi árið 2072. Þetta er meðal þeirra frumniður- staðna sem rannsókn Jafnfréttis- stofu á tekjumun karla og kvenna sem unnin er upp úr upplýsingum úr skattframtölum leiðir í ljós. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsókna- sviðs Jafnréttisstofu, hefur unnið að rannsókninni ásamt Margréti Ei- ríksdóttur hjá Háskólanum á Akur- eyri og kynnti hann frumniðurstöð- urnar á ráðstefnunni „Kynbundinn launamunur – Aðferðir til úrbóta“ sem Jafnréttisstofa stóð í gær fyrir í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið. Að sögn Ingólfs er mjög sveiflu- kennt eftir tímabilum hversu hratt fyrrgreint hlutfall tekna hefur minnkað á umliðnum áratugum. „Þróunin var sérstaklega hröð á seinnihluta tíunda áratugarins og í upphafi 21. aldar,“ segir Ingólfur og bendir á að hugsanleg skýring á þessu sé að menntunarbylting kvenna hafi skilað þeim betur laun- uðum störfum á atvinnumarkaði. „Á allra síðustu árum, t.d. frá 2003- 2006, dregur hins vegar ekki saman nema um 0,4%,“ segir Ingólfur. Bendir hann á að þenslutímabilið sem ríkt hafi þá geti hugsanlega skýrt þetta og bendir á að þenslunn- ar hafi aðallega gætt á hefðbundnum karlasviðum á borð við byggingar- vinnu. Aðspurður segir Ingólfur afar mikilvægt að geta rýnt í rannsókn- artölurnar til að hægt sé að fylgjast með launaþróun á íslenskum vinnu- markaði. Segir hann stefnt að því að klára að vinna úr gögnunum undir lok þessa árs, en framundan er að skoða tölurnar betur út frá t.d. bú- setu, aldri og hjúskaparstöðu. Töluverður munur á tekjum kvenna eftir búsetu „Megintilgangurinn er að reyna að finna einhverjar skynsamlegar skýringar á þessum viðvarandi tekjumun kynjanna í þeim tilgangi að búa til einhverjar aðgerðir sem bætt geti stöðuna.“ Inntur eftir töl- um greindum eftir hjúskaparstöðu segir Ingólfur ljóst að giftir karlar séu þar ótvíræðir sigurvegarar, ef svo megi segja. „Þannig þéna giftir karlar að meðaltali fimm milljónir króna árið 2006 en giftar konur og ógiftir karlar þéna þetta sama ár að meðaltali 2,6 milljónir. Langneðstar eru síðan ógiftar konur með 1.905 þúsund krónur í meðalárstekjur árið 2006.“ Spurður hvort hann kunni skýringu á þessum mikla mun eftir hjúskaparstöðu bendir Ingólfur á að erlendar rannsóknir sýni að það sé mat atvinnurekenda að fjölskyldu- maður sé tryggari og traustari starfskraftur en karlmaður sem er fjölskyldulaus. „Þannig megi ganga að því sem vísu að fjölskyldumaður sé til í yfir- og helgarvinnu því hann þurfi á peningunum að halda. Konur sem eignast fjölskyldu teljast ekki eins traustur starfskraftur, þar sem þær þurfi frekar að vera heima með veikum börnum og meira heima í tengslum við fæðingu og slíkt.“ Spurður um leiðir til þess að jafna þennan mun segir Ingólfur ljóst að jafna þurfi betur fjölskylduábyrgð- ina auk þess sem gera þurfi verulegt átak í því að brjóta markvisst upp þann kynjaskipta vinnumarkað sem sé við lýði hérlendis. Að sögn Ingólfs er munurinn á heildaratvinnutekjum þónokkur eft- ir landshlutum. „Konur í póstnúmeri 101 Reykjavík eru með 70% af heild- aratvinnutekjum karla og konur í 105 Reykjavík með 72% af tekjum karla, en konur í Vestmannaeyjum eru aðeins með 47% af tekjum karla, konur á Reyðarfirði með 50% af tekjum karla og konur á Akureyri með 60% af tekjum karla,“ segir Ing- ólfur og tekur fram að þetta séu töl- ur án þess að tekið sé tillit til vinnu- tíma, þar sem þær tölur liggi ekki fyrir eftir póstnúmerum. Verður launajafnrétt- inu náð árið 2072? Nauðsynlegt að brjóta upp hinn kynjaskipta vinnumarkað Króna konunnar Barmmerki sem Ungliðahópur Femínistafélags Ís- lands lét útbúa árið 2005 til að vekja athygli á launamun kynjanna.              !  ""!    !  "# "                      ! "  "   !" Ingólfur V. Gíslason Í HNOTSKURN »Árið 1991 voru konur með73,9% af heildaratvinnu- tekjum karla að teknu tilliti til heildaratvinnutíma kynjanna. »Árið 2000 var hlutfalliðkomið upp í 79,2% og árið 2006 var hlutfallið komið upp í 80,9%. MIÐAÐ við árstíma er hafís mjög nálægt landi, skemmst um 30 sjó- mílur. Einar Sveinbjörnsson birtir þessa mynd á vef sínum, esv.blog.is, og segir þar að einkum séu tvær ástæður fyrir þessari nálægð íssins. Undanfarnar vikur hefur SV-læg átt verið ríkjandi á kostnað hinnar algengu NA-áttar í Grænlands- sundi. NA-áttin heldur ísnum frá og þjappar honum upp að strönd Grænlands. Hina ástæðuna segir Einar ekki vera mjög augljósa. Í sumar höfðu vindar þau áhrif að ísinn í N-Íshafi hrannaðist með meira móti upp við Framsund og áfram til suðurs með Grænlandsströnd. Þó að stór haf- svæði hafi komið undan ísbreiðunni var ísmagnið meira í flatarmáli hans á slóðum útfallsins úr Íshaf- inu. Þessar sumarfyrningar hafa borist til suðurs með A-Grænlands- straumnum í haust. Hafís Bláa línan sýnir ísjaðarinn, skemmst 30 sjómílur frá landi. Hafísinn er óvenju nálægt landinu GUÐBRANDUR Sigurðsson hefur ákveðið að láta af störfum sem for- stjóri Mjólkursamsölunnar um næstu áramót en heldur áfram sem forstjóri Auðhumlu. Magnús Ólafs- son, sem áður var forstjóri Osta- og smjörsölunnar og aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur verið ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunn- ar frá sama tíma. Mjólkursamsalan ehf. er rekstrar- félag mjólkuriðnaðarins en Auð- humla tekur við mjólk frá fé- lagsmönnum sínum og vinnur úr afurðir. Félagið er 85% eigandi að MS og sinnir margvíslegri starfsemi sem tengist ávöxtun á fjármunum fé- lagsins og umsjón með eignarhaldi. Hlutverkaskipti hjá Mjólkursamsölunni Magnús Guðbrandur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.