Morgunblaðið - 24.11.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 23
Við samantekt á bóksölulist-
anum sem birtist í Morgun-
blaðinu síðastliðinn fimmtudag
urðu þau mistök að rangur út-
gefandi var skráður fyrir tveim-
ur bókum. Þetta eru bækurnar
Leyndarmálið, sem er í öðru
sæti á lista yfir söluhæstu bæk-
ur almenns efnis og handbóka
og Skáld-Rósa: Ljósmóðirin
Rósa Guðmundsdóttir, sem er í
fjórða sæti á lista yfir söluhæstu
ævisögur og endurminningar.
Hið rétta er að báðar þessar
bækur eru gefnar út af Sölku.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Leiðrétt
EDDA Andrésdóttir, höfundur bók-
arinnar, Í öðru landi – Saga úr líf-
inu, opnar margbrotnar litlar gáttir
inn í heim bernskuminninga sinna
og sýn inn í lífsferð foreldra hennar
sem bjuggu lengst af í blokk á
Kleppsveginum. Kjarnmikið al-
þýðufólk sem féll ekki verk úr
hendi og gaf börnum sínum vega-
nesti og lífgildi – og vitund um hið
liðna. Sveitafólk sem varð borgarar
í ört vaxandi þéttbýli við Sundin blá
en á sér svæðisbundnar rætur útá
land ættarsamfélagsins.
Edda vekur athygli á að ýmsir
hópar í æsku hennar hafi verið
sýnilegri en nú í samfélaginu: Sum-
ir voru jú sagðir „brjálaðir“ og aðr-
ir voru „aumingjar“. Þannig var
orðaforðinn takmarkaður og lítt
greinandi en almennt var borin
virðing fyrir gömlu fólki í samfélag-
inu s.s. í Vestmannaeyjum. Nú get-
ur opinber notkun orðsins gamall
sætt ámæli en henni finnst það fela
í sér virðingu fyrir aldri og reynslu
(9) og það skipti
máli.
Í bókinni ferð-
umst við með
höfundi m.a.
austur fyrir fjall
– komum við á
Skógum og dvelj-
um í litlu húsi í
Vík í Mýrdal.
Önnur ferð ligg-
ur upp í Hvalfjörð – þar sem faðir
hennar brýndi kuta á planinu en
mamman bakaði ofan í káta svark-
ana. Og til Vestmannaeyja – tólf
tíma sigling fyrir Reykjanes og les-
endur fá að setjast á koll í eldhúsi
móðurömmu hennar með skraf-
hreifum og glaðsinna dætrum sín-
um. Amman á hús með mörgum
hurðum – sem brennur í gosinu
1973 en trú hennar er bjargföst.
Það var að sögn Eddu „eins og hún
og almættið væru saman á
skemmtigöngu þótt hún tæki á sig
dimma króka eins og gengur“ (232).
Lesendur fylgja einnig Eddu og
móður hennar um hverfi Reykjavík-
ur í leit að minningum, inn í íbúðir
á hálofti og í kjöllurum þar sem
fjölskyldan bjó tímabundið – og
okkur er boðið til stofu á Klepps-
veginum.
Hvunndagar og tyllidagar – hver
og einn hafði sína áru eins og þulan
kenndi Eddu. Hún uppgötvaði einn-
ig að „dagarnir væru vængjaðir;
þeir kæmu fljúgandi, tylltu sér nið-
ur og hyrfu síðan aftur eitthvert
þangað sem enginn vissi.“ (7). Það
er gangur lífsins.
Hins vegar eru það örlög föður
hennar sem skapa tilurð bókar-
innar. Hann er maður hafsins og sí-
vinnandi en þegar heim er komið
málar hann myndir – fangar skynj-
un í liti og form. Hann réttir einnig
að börnum sínum bækur sem skipta
máli – sem búa þau undir að mæta
ráðgátum lífsins og fylgja þeim enn.
Óvænt bankar ráðgáta upp á á
Kleppsveginum. Það er Elli kerling.
Hún læðist inn, vekur hann og
„bregður fyrir hann fæti á illyrmis-
legan hátt“ (21). Hremmir hann í
heim minnisveikinnar – Alzheimer.
Um var ræða afbrigði af Lewbody –
fá þau að vita síðar meir. Sjúkdóm-
urinn rænir hann reisn, ruglar
sjálfsvitund, veldur honum angist
og „riðu“. Þó gat hann gat haldið
sjúkdómnum leyndum um skeið.
Móðir hennar víkur ekki frá eig-
inmanni sínum, þau eru ávallt eitt.
Það er annað afbrigði og heitir
kærleikur.
Móðir Eddu biður hana að skrifa
um svona veikindi. „Fólk veit ekk-
ert hvað er að gerast þegar svona
dynur yfir. Nei, fólk veit það ekki,“
skrifar Edda (194) og hún tók upp
penna og miðlar til okkar af visku
þess sem saknar, lítur sér nær – og
spyr spurninga. Hún hallast þá m.a.
um stund að því að tíminn sé kam-
elljón sem bregður sér í allra kvik-
inda líki og birtist af og til. Hún
hefur þörf fyrir að koma á hann
mælistiku (48) og hún hélt inní
horfinn heim. Til „að skoða og
skilja – veikleik sinn, styrkleika,
þrár sínar og vonir“.
Bókin, Í öðru landi – saga úr líf-
inu, er góð gjöf sem Edda á þökk
fyrir að skrifa. Hún gefur okkur
einnig í bókinni málverk eftir föður
sinni á bókarkápu, uppskrift
móðurinnar af kaffitertu og trega-
fullt ljóð eftir Borges. Hún bætir
við tækifærisvísum, húsgöngum og
fleiru sem setti mark sitt á þessa
tíma og bætir við mikilvægum
fræðilegum fróðleik um minnisveiki.
Lýsir veikindum og viðbrögðum og
bregður ljósi á aðstæður aldraðra í
samfélagi nútímans – þegar þeir
missa þrekið – og þurfa á aðstoð
okkar að halda til að halda reisn
sinni. Áhrifarík og persónuleg bók
um mikilvægt málefni.
Áhrifarík saga um tímann og minnisveiki
BÆKUR
Minningar
Eftir Eddu Andrésdóttur. Málverk á kápu:
Andrés Magnússon. JPV útgáfa. Reykja-
vík 2007 – 149 bls.
Í öðru landi – Saga úr lífinu
Edda Andrésdóttir
Friðbjörg Ingimarsdóttir
Í ljóðabókinni Án spora leitar Stef-
anía G. Gísladóttir á vit náttúrunnar
til að tjá sig því þar er enga borg að
finna heldur fjöll og firnindi, fugla-
söng og þyt í laufum, sól og tungl
ásamt grasi og húsdýrum að
ógleymdu hafinu. Ljóðin varpa einn-
ig ljósi á að höfundur hefur búið í
fjarlægri heimsálfu, Ástralíu, og
verið bóndi í Seldal í Norðfirði.
Réttilega stendur á bókarkápu:
Stefanía er náttúrubarn og hefur
næma tilfinningu fyrir leik að orðum
og andstæðum.
Bókinni er skipti upp í þrjá hluta.
Sá fyrsti er tjáning til látinna systra
Stefaníu sem féllu frá vegna krabba-
meins. Ljóðin eru falleg kveðja.
Systirin býr sig til vetursetu við
svalandi útsynning og Stefanía end-
ar ljóð sitt á þessa leið (9):
… er vetur konungur
leggst yfir
nærliggjandi hraun
gægjast bláar breiður
af gleymmérei
upp úr
hvítri vetrarmjöll.
Vel ort það. Höfundur bókarinnar
birtir verulega falleg myndljóð í
miðkafla bókar sinnar. Flestöll ljóð-
in eru nosturlega unnin og vel mið-
uð. Kveðið er um eðli ljóðsins, lands-
lag og nokkra viðburði. Hæst ber í
ljóðinu Skin (43):
Ljómandi birta
ferskjulituð
breiðist yfir
sinustráð tún
dáinn puntur
lifnar
í eldhafi himins.
Þriðji hluti bókarinnar er prósi og
ekki alltaf ljóðrænn og ætti ef til vill
betur heima í annarri bók. Lokatext-
inn í þessum kafla er þó fallegur.
Ljóðmælandi stekkur yfir á og
gengur heiði sem tekur engan enda
„… en mér er sama. Ég leggst niður
til svefns. Veit að á morgun vakna ég
ein og held áfram, því engar spurnir
hef ég haft af því að álögunum muni
létt.“ (80). Aðrir textar eru líkari
hugleiðingum eins og: „Ég spyr
hvert förinni sé heitið. „Á ófarnar
slóðir,“ svarar hann að bragði og ég
veit að óvissan mun verða förunaut-
ur okkar í þessari magnþrungnu
ferð.“ (64)
Stefanía yrkir heim og fléttar
saman minningar sínum úr ólíkum
heimsálfum. Lesendur rekast á
framandi eðlur og íslenskar kindur.
Íslensku jólasveinarnir skjóta upp
kollinum en einnig jól veðurblíð-
unnar án ljósa.
Ljóðið skrýðir hvunndaginn, ljóð-
ið er grágrýti og ljóðið er eldfluga,
yrkir Stefanía í glímu sinni við ljóðin
og hún kveður systur sína úr fjar-
lægð (10):
… ég bið þess í hljóði
að þú hrasir ekki um þröskuldinn
að þú svífir létt
og óttalaust
inn í stjörnubjarta nóttina.
Ferskjulituð ljóðabirta
Gunnar Hersveinn
BÆKUR
Ljóð
Eftir Stefaníu G. Gísladóttur. Salka. 2007
– 80 bls.
Án spora
SKÁLD-RÓSA eða Vatnsenda-Rósa
(1795-1855) var goðsögn í lifanda
lífi. Ekki var það eingöngu vegna
rómaðrar fegurðar hennar og hag-
mælsku heldur einnig vegna skraut-
legs ástalífs. Flestir þekkja vísur
sem hún orti til Natans Ketilssonar,
ástmanns síns, þess er skötuhjúin
Agnes og Friðrik myrtu með köldu
blóði, en færri vita um afdrif afkom-
enda hennar eða um stöðu hennar
og störf í samfélaginu, en Rósa
lærði til ljósmóður hjá landlækni á
sínum tíma. Nú hefur sr. Gísli H.
Kolbeins ritað ævisögu Rósu eftir
bestu heimildum sem tiltækar eru.
Efnistök Gísla einkennast af vand-
virkni og virðingu fyrir viðfangsefn-
inu, stíllinn er fornlegur, bókin rituð
á gullaldarmáli. Ævi Rósu er rakin
og innan um útlistanir og ítarlegar
sviðsetningar koma skáldlegir kafl-
ar eða innskot og samtöl, en Gísli
vill hafa aðeins það í sögunni sem
sannara reynist: „Stundum verður
ágiskun færð í stílinn, hugsanlega
nærri veruleika. Ágiskunin er af-
mörkuð með orðinu „þankainnskot“
við upphaf og
enduð með striki
undir getgát-
unni“ (8).
Mikil rann-
sóknarvinna ligg-
ur að baki ævi-
sögunni. Sr. Gísli
hefur lúslesið
prestsþjón-
ustubækur, ann-
ála, manntöl,
bréfabækur og æviskrár. Farið er
vandlega yfir heimildir og ekki
skensast með neitt. Aðdáendur
Rósu verða eflaust fyrir vonbrigðum
þegar þeir sjá rök leidd gegn
meintu ástarsambandi hennar og
Páls Melsteðs sýslumanns. Auk
þess eru settar fram nýjar sögu-
skýringar um frægar vísur eins og
„Augun mín …“ og „Langt er síðan
sá ég hann“ (93). Gísli sýnir örlögum
Rósu djúpan skilning og samúð;
Ólafur, fyrri eiginmaður Rósu, á sér
nokkrar málsbætur en Natan er
eins og djöfull í mannsmynd, hold-
gervingur losta og ógæfu. Ritun
ævisögu Vatnsenda-Rósu er löngu
tímabær. Hún er auðsjáanlega rituð
af nákvæmni og elju en er einhvern
veginn tvístígandi, hvorki hreinn
skáldskapur né eiginleg sagnfræði.
„Augun mín eru
eins og þín“
BÆKUR
Ævisaga
Eftir Gísla H. Kolbeins. 279 bls.
Bókaútgáfan Salka 2007.
Skáld-Rósa.
Ljósmóðirin Rósa Guðmundsdóttir
Gísli H.
Kolbeins
Steinunn Inga Óttarsdóttir
lýsir landslagi, vinnubrögðum og bú-
skaparháttum í sveitinni. Þótt ungur
væri hafði hann metnað til að takast
á við erfiðleikana. Tækist honum
eitthvert verk miður en skyldi var
óspart að því fundið en hrósað ef vel
tókst. Hvoru tveggja tók hann með
jafnaðargeði. Hesturinn var enn
þarfasti þjóninn. Kristinn komst
skjótt að raun um að hann var ekki
endilega sú þægðarskepna til var
ætlast. Hann gat verið bæði þrjósk-
ur og stríðinn. Með lipurð og lagni
mátti þó ná viðunandi samkomulagi
við gangvarann; jafnvel öðlast ævar-
andi vináttu hans ef sérlega gæti-
lega var að honum farið.
Enda þótt höfundur sé hér að
rekja bernskuminningar sínar er
ljóst að sagan er hvorki samin fyrir
börn né neinn aldurshóp annan.
Þetta er fyrst og fremst þjóðlífslýs-
ing, greining á sjálfsþurftarþjóð-
félaginu íslenska á lokaskeiði þess.
Allir vissu af stríðinu sem geisaði
allt um kring og breyta mundi heim-
inum. Dag einn flýgur herflugvél
lágt yfir höfði drengsins, þýsk að
hann hyggur. Drengurinn reyndi að
skjóta hana niður með því að kasta
til hennar glerflösku!
Kristinn Snæland er enginn byrj-
andi í ritlistinni. Hann skrifar skýr-
an og gagnorðan texta á vandaðri ís-
lensku sem efninu hæfir.
Erlendur Jónsson