Morgunblaðið - 17.12.2007, Side 29

Morgunblaðið - 17.12.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 29 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KATRÍN BÍLDDAL, dvalarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar skal bent á : Bergmál, Líknar- og vinafélag, reikningur: 0117-26-1616, kt: 490294– 2019. Sigurður Valgeir Jósefsson, María Halldórsdóttir, Eugenia Björk Jósefsdóttir, Ársæll Óskarsson, Þorgrímur Dúi Jósefsson, Erna Björg Bjarnadóttir, Heiðdís Halla Sigurðardóttir, Jósef Fannar Sigurðsson, Ástrós Eva Ársælsdóttir, Alex Daniel Dúason, Valgerður Bílddal. ✝ RagnheiðurHermannsdóttir fæddist á Glitstöð- um í Norðurárdal 24. desember 1927, en flutti fjögurra mánaða með for- eldrum sínum að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð. Hún lést á Droplaugarstöð- um að kvöldi mið- vikudagsins 5. des- ember síðastliðins. Foreldrar Ragn- heiðar voru Her- mann Þórðarson, f. 19. febrúar 1881, d. 1. febrúar 1962, skóla- stjóri á Patreksfirði, kennari á Hvítárbakka og bóndi á Glitstöð- um í Norðurárdal og síðar Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð og síðast kennari við Laugarnesskól- ann og kona hans Ragnheiður Gísladóttir, f. 6. apríl 1884, d. 21. ágúst 1979. Hermann var sonur Þórðar, bónda á Glitstöðum, Þor- steinssonar, bónda á Glitstöðum, Sigurðssonar á Höll í Þverárhlíð. Móðir Þórðar var Halldóra Þórð- ardóttir frá Hlíðartúni í Miðdala- hreppi í Dalasýslu. Móðir Her- manns var Guðrún Hermannsdótt- ir frá Höll. Ragnheiður var dóttir Gísla, prests í Hvammi og Staf- holti, bróður Indriða, leikrita- skálds, föður Ingibjargar Thors mann; Guðrún kennari, f. 1. maí 1918, d. 8. maí 2003, gift Alfreð Kristjánssyni; Vigdís kennari, f. 12. júlí 1920, d. 8. nóvember 1984; Ragnar cand. ing. chemie, f. 17. janúar 1922, d. 15. desember 1992; Valborg Elísabet lyfjafræðingur, f. 22. nóvember 1923, d. 12. desem- ber 1997, var gift Kurt Stenager lyfjafræðingi. Ragnheiður átti tvö hálfsystk- ini, samfeðra: Jón gjaldkera, f. 12. ágúst 1924, og Ester Mörtu skrif- stofustúlku, f. 23. mars 1928, d. 26. janúar 1990. Árið 1937 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þar hefur Ragn- heiður átt heima síðan. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla vorið 1944 og hóf að því loknu starf við Landsbanka Íslands, sem hún gegndi í rúm 52 ár eða allt til ársins 1996. Í fyrstu var hún fulltrúi og síðan forstöðumaður gjaldeyrisdeildar bankans, árin 1978-1982 var hún forstöðumaður víxladeildar og forstöðumaður innheimtudeildar um árabil, en síðustu árin starfaði hún að innra eftirliti í bankanum. Ragnheiður hefur tekið virkan þátt í félagslífi. Hún var formaður námssjóðs Landsbankans til margra ára og í orlofsbúðanefnd starfsmannafélags bankans. Hún var ritari í stjórn Borgfirðinga- félagsins í fjöldamörg ár og lengi í stjórn kvennadeildar þess, Hún hefur verið félagi í Zontaklúbbi Reykjavíkur frá 1971, og formað- ur hans 1982-1983. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og leikkvennanna Guðrúnar og Eufe- míu Waage, móður Indriða, leikara. Gísli var sonur Einars, bónda og smiðs í Krossanesi í Seylu- hreppi í Skagafirði, Magnússonar, prests í Glaumbæ. Móðir Einars var Sigríður Halldórsdóttir frá Reynistað, systir Reynistaðarbræðra, er úti urðu á Kili og Benedikts Vídalín, langafa Einars Benediktssonar, skálds, Jón Þorlákssonar, for- sætisráðherra og Jóhannesar, ís- hússtjóra, föður Sigurðar Nordals. Móðir Gísla var Eufemía, systir Konráðs, prófessors í Kaupa- mannahöfn og Fjölnismanns, Gíslasonar, sagnaritara, Konráðs- sonar. Móðir Ragnheiðar var Vig- dís Pálsdóttir, alþingismanns í Dæli í Víðidal, Pálssonar. Ragnheiður eignaðist sjö al- systkini og eru þau öll látin. Þau voru: Unnur kennari, f. 27. júlí 1912, d. 24. nóvember 1994, gift Hans Guðnasyni, bónda á Hjalla í Kjós; Svavar efnaverkfræðingur, f. 16. janúar 1914, d. 30. mars 1980, kvæntur Ursulu Funck; Gísli, f. 28. febrúar 1916, d. 8. jan- úar 1983, kvæntur Betty Epel- Mínar fyrstu minningar um Rönku ömmusystur mína eru þegar við systurnar komum í heimsóknir með foreldrum okkar til hennar og langömmu á Bragagötuna. Það var alltaf svo fínt inni í herberginu hennar Rönku og ég man að ég kíkti stundum þangað inn, bara til að horfa á hvað allt var fínt. Ranka sjálf var alltaf svo glæsileg, mér fannst hún alltaf í svo fínum fötum, alltaf í kjól, og svo var líka merki- legt að hún ynni í banka. Við heim- sóttum hana stundum í bankann og fengum meira að segja kisubauka í einhverri heimsókninni. Jólapakkarnir frá Rönku eru líka góð minning. Við fengum alltaf skemmtilega, litla pakka frá henni, jólabarninu sjálfu, og sá siður skap- aðist í Hlíðartúninu að við opnuðum pakkana frá Rönku við matarborð- ið. Löngu seinna tók ég svo að mér að koma til Rönku á hálfsmánaðar fresti eða svo, þrífa hjá henni og snúast fyrir hana ef hana vantaði eitthvert smáræði úr búð. Enn var Ranka sama fína konan og enn vann hún í bankanum. Hún kom stundum ekki heim fyrr en ég var langt kom- in með það sem ég átti að gera fyrir hana og við settumst þá gjarnan niður til að spjalla um alla heima og geima. Oft fór ég líka heim frá henni með heimabakað brauð að launum. Þessi siður hélst í mjög mörg ár og þegar Ranka flutti seinna á Droplaugarstaði hélt ég áfram að koma reglulega til hennar og sendast eftir smáræði og spjalla. Heilsu Rönku hrakaði hratt og samverustundum okkar fækkaði síðustu árin. En það var þó alltaf þannig að þegar ég kom til hennar sat hún og saumaði út og var tilbúin að spjalla, spurði frétta af fólkinu mínu og við ræddum um það sem var að gerast í þjóðfélaginu ásamt fleiru. Eftir hana eru til ógrynnin öll af útsaumuðum púðum, myndum og fleiru sem hún gaf okkur sem stóðum henni nærri. Hins vegar hafði gleðin í augunum dofnað og áhuginn fyrir umhverfinu minnkað og síðustu misserin fór hún lítið út á meðal fólks. En minningin um glæsilegu kon- una síðan ég var barn og unglingur er enn ljóslifandi í huga mér. Hvíl í friði, Ranka mín, Unnur Hermannsdóttir. Ég ætla að minnast Ragnheiðar, Rönku eins og hún var kölluð, móð- ursystur minnar í nokkrum orðum. Fyrstu minningar mínar um Rönku eru þegar hún kom í heimsókn til okkar að Hjalla. Það var mikil til- hlökkun hjá okkur krökkunum vegna þess að hún var óþreytandi að skemmta okkur. Hún fór með okkur í berjamó og spilaði við okk- ur. Hún kunni mörg skemmtileg spil sem margir gátu spilað sem kom sér vel vegna þess að við vor- um svo mörg. Því var þannig háttað í sveitinni að við krakkarnir vorum send til Reykjavíkur á sundnámskeið á hverju vori. Við systkinin bjuggum þá hjá afa og ömmu og fór þá Ranka með með okkur í bíó og skemmti okkur á margan hátt. Ég man eftir henni þar sem hún sat inni í herberginu sínu og las. Ég reyndi að lesa bækurnar hennar en komst að því að oft voru þær á tungumáli sem ég skildi ekki. Hún las bækur á ensku og dönsku ekki síður en á íslensku þó hafði hún ekki farið í langskólanám. Hún sat líka og saumaði út mynd- ir og dúka. Þetta var mjög fínleg handavinna sem hún taldi út. Það var eitt af mínum verkum núna síð- ustu árin að aðstoða hana við að pakka inn jólagjöfum handa yngstu kynslóðinni í fjölskyldunni. Það voru oftast litlar myndir, smekkir eða annað sem hún saumað út handa þeim. Mér fannst þetta mjög skemmtileg vinna og gaman að sjá hve mikil alúð var lögð í hvern hlut. Ég á eftir að sakna þessarar skemmtilegu vinnu. Ranka átti alla tíð heimili hjá foreldrum sínum og síðustu árin sem amma lifði bjuggu þær saman og hugsaði hún mjög vel um hana. Ég leit mjög upp til henn- ar og fannst hún eiga margt fallegt og falleg föt. Hún átti líka marga fallega hluti sem hún keypti í þeim mörgu löndum sem hún heimsótti. Síðustu árin átti hún heima á Droplaugarstöðum og leið henni þar ágætlega. Í veikindum hennar núna síðustu mánuði hefur verið mjög vel hugsað um hana sem ég þakka fyrir. Ég trúi því að núna líði henni vel og þakka fyrir allt. Helga Hansdóttir. Ragnheiður frænka mín og sam- starfskona í mörg ár er látin, hún lést að kvöldi 5. desember eftir erfið veikindi. Ragnheiður var móðursystir mín og var mér mikil fyrirmynd þegar ég var að vaxa úr grasi. Hún og systir hennar Valborg komu með framandi ilm og tísku úr höfuðborg- inni í helgarheimsóknir í sveitina og við systurnar horfðum á þær með stjörnur í augum og ætluðum svo sannarlega að verða eins og Ranka og Valla þegar við yrðum stórar. Ragnheiður var yngst systkina sinna. Hún giftist ekki og eignaðist ekki börn en hún var óþreytandi að skóla okkur systkinabörn sín í mannasiðum og strjúka af okkur sveitamennskuna, gera okkur fág- aðri í framkomu. Hún kynnti mig meðal annars fyrir sígildri tónlist og fagurbókmenntum. Hún kenndi mér líka að ganga á háum hælum og að ungar stúlkur ættu alltaf að hafa á sér „mad money“, þegar þeim væri boðið út, nægilega mikla pen- inga til að komast heim með leigubíl ef á þyrfti að halda. Stattu á eigin fótum og vertu sjálfri þér nóg, var það veganesti sem hún gaf ungri frænku sinni út í lífið, og eftir því lifði hún sjálf. Ragnheiður lauk gagnfræðapróf með góðum vitnis- burði 1944, en hún hélt ekki áfram námi þrátt fyrir góðar námsgáfur, ef til vill óx henni í augum pen- ingaleysið eða kannski var það óvissan um bræður hennar tvo sem fóru til náms erlendis fyrir heims- styrjöldina síðari og lokuðust inni, hvor í sínu Evrópulandinu allt stríð- ið. Ragnheiður fór, vorið 1944, með prófskírteinið sitt og sótti um vinnu í Landsbanka Íslands, þá aðeins 16 ára. Tveimur árum seinna var hún farin að vinna í gjaldeyrisdeild sem var ein af sérhæfðustu deildum bankans. Hún varð fulltrúi í gjaldeyrisdeild eftir nokkur ár og síðan deildar- stjóri 1968. Á þessum tímum skömmtunar og hafta var þetta töluverð valdastaða enda var sagt um hana 1978 að hún væri eina konan í Landsbankanum sem gegndi háu embætti. Þetta var í viðtali sem bar yfirskriftina „Hvers vegna verða konur ekki bankastjórar?“ Svar Ragnheiðar við þessari spurningu, og því hvort kon- ur sæktu ekki um bankastjórastöð- ur, var á þá leið að það lenti ávallt á konum að bera ábyrgð á heimilis- haldinu og ekki væri gott að gegna þýðingarmiklu embætti ef eitthvað færi úrskeiðis á heimilinu og konan þyrfti að vera heima. Síðan bætti hún við: „Ertu viss um að þeir karl- ar sem nú gegna bankastjórastöð- um hafi sótt um þær?“ Ragnheiður var mikil baráttu- kona fyrir réttindum kvenna þótt ekki hrópaði hún á torgum. Hún var okkur yngri konum í bankanum mikil fyrirmynd með sínu fordæmi og hve langt hún náði í starfi. Ragn- heiður var félagi í Zontaklúbbi Reykjavíkur, elsta Zontaklúbbnum á Íslandi yfir 30 ár og formaður hans eitt ár. Hún naut sín vel í þess- ari alþjóða kvennahreyfingu, sem vinnur að bættum hag kvenna um allan heim. Því miður veiktist Ragn- heiður fáum árum eftir sextugt og varð aldrei söm eftir það. Hún kom til vinnu aftur eftir þessi veikindi en hafði ekki fullt starfsþrek seinustu árin. Alls vann hún í bankanum sín- um í 52 ár eða til 1996. Árið 2000 varð hún heimilismaður á Droplaugarstöðum og bjó þar til dauðadags. Ragnheiður átti við mikil veikindi að stríða síðasta árið. Ég samgleðst henni að vera nú laus við þjáningarnar og þakka fyrir samfylgdina og leiðsögnina. Guðrún Hansdóttir. Hún fæddist á aðfangadag og dó á jólaföstu nokkrum dögum fyrir áttræðisafmæli sitt. Í lifanda lífi var jólahátíðin henni afar kær og hún naut undirbúningsins og hátíðahald- anna. Hún gaf öllum í fjölskyldunni, ungum sem öldnum, jólagjafir, skreytti híbýli sín hátt og lágt og jólasmákökurnar hennar voru mikið lostæti. Á Þorláksmessukvöld var hún vön að halda upp á afmælið sitt með nánustu fjölskyldu og þá byrj- aði í raun hátíðleiki jólanna. Hún var afar trúuð og heiðarleg manneskja, orðvör og prúð og sam- viskusöm og mátti ekki vamm sitt vita. Hún var móðursystir mín, yngst af átta alsystkinum, en Unnur móð- ir mín var þeirra elst. Hún var eins og klettur í lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Hún var ein af þessu góða fólki, sem gerði líf mitt og systkina minna svo bjart og ham- ingjuríkt, sem raun ber vitni. Hún samgladdist einlæglega á góðum stundum og hvatti til dáða ef hik og efi var á ferðinni, sýndi tillitsemi og samúð á erfiðum stundum og trún- aður hennar var algjör, ef henni var trúað fyrir einhverju. Hún var kölluð Ranka í fjölskyld- unni. Hún var aufúsugestur í Kjós- inni, þegar ég var barn. Þegar hún kom var spilað á spil tímunum sam- an og hún kenndi okkur öll möguleg spil og það var glatt á hjalla við eld- húsborðið, þar sem hópurinn sat og spilaði. Hún var líka liðtæk við hey- skapinn og heldur munaði um hana í öllum fermingarveislunum, þar sem hún var alltaf nærstödd. Þegar við Gurra eldri systir mín hleyptum heimdraganum og fórum í landspróf í Reykjavík var okkur boðið að búa hjá afa og ömmu og þremur móðursystkinum okkar, Rönku og Dísu og Ragnari. Þar var bæði húsrúm og hjartarúm. Seinna, þegar við vorum orðin mörg systk- inin við nám í Reykjavík, leigðum við okkur húsnæði, en vorum alltaf í nánu sambandi við ömmu og afa og móðursystkini okkar. Þar áttum við okkar annað heimili. Síðustu ár ömmu bjuggu þær Ranka tvær saman og Ragnheiður amma mín, sem varð 95 ára, átti hjá henni nota- legt ævikvöld. Ranka var mjög vel lesin og fróð um flesta hluti. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og heimsmálum, mönnum og málefnum. Á fyrstu ár- um sjónvarpsins var hún í liði Landsbankans í spurningakeppni fyrirtækja og vann liðið þá keppni. Hún starfaði mikið í Kvennadeild Borgfirðingafélagsins og Zonta- klúbbi Reykjavíkur og átti þar margar góðar vinkonur. Hún var góð tungumálamann- eskja og hafði mikið yndi af því að ferðast. Hún fór víða erlendis, en ferðaðist einnig mikið um Ísland. Margar ógleymanlegar stundir átt- um við með henni í sumarbústöðum Landsbankans bæði í Selvík og Þórðarstaðaskógi. Hún var dugleg að heimsækja ættingja sína, ekki síst systkina- börn sín, sem voru eins og hennar eigin börn. Hún dvaldi nokkrum sinnum hjá okkur Benna á Akureyri og það voru góðar stundir. Síðustu árin dvaldi hún á Drop- laugarstöðum og átti þar lengi góð- an tíma. Hún undi sér bæði við lest- ur og útsaum. Dúkar og myndir, sem hún saumaði listilega vel, prýða heimili flestra í fjölskyldunni. Hún tók drjúgan þátt í félagslífi þar, meðan heilsan leyfði. Starfsfólki Droplaugarstaða færum við ætt- ingjar hennar innilegar þakkir fyrir umönnunina. Lífið er fátæklegra og tómlegra án Rönku, en það eru forréttindi að hafa þekkt hana og átt hana að og það er ylur og birta yfir minningu hennar. Ragnheiður Hansdóttir. Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Einn af tryggustu félögum í Zontaklúbbi Reykjavíkur Ragn- heiður Hermannsdóttir er látin. Fá- ar, ef nokkrar konur, sóttu betur fundi, hún tók fúslega að sér störf þegar eftir var leitað og sótti fyrir hönd klúbbsins þing bæði hérlendis og erlendis. Tryggð hennar og áhugi á störfunum sýndi sig líka í því að síðustu árin, þegar heilsan leyfði ekki lengur virka þátttöku, spurði hún jafnan um hvað hefði verið rætt og hvaða verkefni væru framundan. Henni er innilega þökk- uð samvera og samvinna í áratugi. Persónulega þakka ég Ragnheiði langa samvinnu í kvennadeild Borg- firðingafélagsins svo og sumarferðir og sumarbústaðaferðir í fjölda ára. Blessuð sé minning Ragnheiðar Hermannsdóttur. Fyrir hönd Zontaklúbbs Reykja- víkur Þuríður J. Kristjánsdóttir. Ragnheiður Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.