Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þ
að er undarlegt hvaða
áhrif dagarnir hafa á mig
og á jóladag rekja þau sig
60 ár til baka á Laugaveg
66, þar sem við Benedikt
bróðir minn flettum þeim bókum,
sem okkur höfðu verið gefnar. Ég
var að því leyti í betri stöðu, að ég
vissi, að hans bækur yrðu mínar
smám saman, nema Þúsund og ein
nótt. Þær bækur myndi ég aldrei
eignast. Þar dró stóri bróðir mörkin.
Eins og þá hreiðra ég þægilega um
mig við bóklestur um jólin. Ekki
endilega við lestur nýrra bóka, en
þær verða þá að vera mér kærar. Og
nú fór ég að glugga í ritgerðir Einars
Benediktssonar og rifja upp Land-
mörk íslenskrar orðlistar. Hann ber
þar saman Gunnar Gunnarsson, sem
hafði haslað sér völl á stærra mál-
svæði en íslenskan náði til, svo að
hann ætti fyrir salti í grautinn, og
Guðmund Friðjónsson á Sandi. Mér
þykir Einar harkalegur í dómum sín-
um um hinn fyrrnefnda. Það stafar
vafalaust sumpart af því, að hann
finnur sig einangraðan í list sinni, þó
að hann sé ekki einn um það hlut-
skipti: „En jafnframt hefur íslenska
sveitaskáldið G.F. hlotið að finna sárt
til þess, að svo lítið hefur verið gjört
til þess að bæta honum það upp, hve
þröngt svarfssvið hans er hér í fá-
menninu – .“
Einar tekur dæmi af sterkum
hendingum Guðmundar, þar sem
hann minnist andláts móður sinnar:
- - foldin lá í hlekkjum með frosin tár á
kinn
og fannakjólinn strengdan inn að beini.
Einar varð ekki auðveldlega þýdd-
ur á erlend mál. Það vissi hann. Til
þess var hljómurinn og hrynjandin of
sterk, sem er mikið einkenni ljóða
Einars eins og Kristján Karlsson hef-
ur bent á. Skilningur á einstökum
orðum er ekki nóg til að njóta kvæð-
isins, heldur verður að fara með það
upphátt og helst kunna það. Svo að
dæmi sé tekið af tveim hendingum úr
Spánarvíni, þar sem Einar er stadd-
ur í gildaskála í Madrid:
- - yfir náttsvörtum hárum og vínrauðri vör
í vorandans fyrsta blævængjaleik.
Þetta las ég fyrir Stefán vin minn
Þorláksson og hann lauk erindinu.
Nei, Einar verður ekki þýddur. Í því-
líkum skeggræðum við Kristján Al-
bertsson sagði hann mæddur í raun-
um sínum: „Skelfing var það af
Drottni, að leggja þessa fæð á Ís-
lendinga.“
Samt sem áður heldur glíman
PISTILL » Samt sem áður heldur
glíman áfram að ná
þeim tökum á þjóðtung-
unum, að listaverk njóti
sín á mismunandi mál-
svæðum.
Halldór
Blöndal
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Nei, Einar verður ekki þýddur
áfram að ná þeim tökum á þjóðtung-
unum, að listaverk njóti sín á mis-
munandi málsvæðum. Og okkur ber-
ast stöðugt fréttir af landvinningum
sem betur fer. Landmörk íslenskrar
orðlistar færast út.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
MARGT hefur breyst í störfum Hag-
stofunnar frá því að Hallgrímur
Snorrason tók við stöðu hag-
stofustjóra árið 1985, en Hallgrímur
lætur af störfum um þessi áramót.
Hann hefur gegnt stöðunni í 23 ár og
setið lengst þeirra hagstofustjóra
sem nú gegna slíkum embættum í
heiminum.
Hallgrímur segir að á þeim tíma
sem hann hafi gegnt embætti hag-
stofustjóra hafi verkefnum Hagstof-
unnar fjölgað. „Þeim hefur fjölgað
vegna þess að það eru gerðar meiri
kröfur til talnaefnis og hagskýrslna
heldur en áður var.“ Þessi skýrslu-
gerð miðist ekki síst við þarfir stjórn-
valda og annarra sem fara með efna-
hags- og félagsmál. Vöxtur
fjármálageirans hafi til að mynda
kallað á aðrar og fullkomnari upplýs-
ingar frá Hagstofunni. Þá hafi aðildin
að Evrópska efnahagssvæðinu og
þátttaka í Evrópusamstarfi haft mik-
il áhrif á starf Hagstofunnar og aukið
verkefni hennar.
Mörg ný verkefni
Hallgrímur segir að á þeim tíma
sem hann hefur starfað sem hag-
stofustjóri hafi einnig mörg verkefni
verið færð til Hagstofunnar, sem áð-
ur hafi verið sinnt annars staðar.
„Þegar ég hóf hér störf var hag-
skýrslugerð hins opinbera frekar
dreifð og sinnt í mörgum stofnunum.
Núna er hún í höndum mjög fárra
stofnana og miðstöðin er fyrst og
fremst hér á Hagstofunni,“ segir
Hallgrímur. Sú hagskýrslugerð sem
færst hafi til Hagstofunnar lýtur m.a.
að afla og úrvinnslu sjávarafurða,
heilbrigðis- og skóla- og mennta-
málum. Þá hafi hagskýrsluþáttur
Þjóðhagsstofnunar, þ.e. gerð þjóð-
hagsreikninga og fleiri efnahags-
kýrslna, verið fluttur til Hagstof-
unnar. Enn fremur hefur starf
Kjararannsóknanefndar aðila vinnu-
markaðarins að gerð hagskýrslna um
launamál flust til hennar.
Og fleiri breytingar eru í und-
irbúningi, til að mynda að flytja
skýrslugerð um þjónustuviðskipti ut-
anríkisviðskipta frá Seðlabankanum
til Hagstofunnar. Hallgrímur bendir
á að starfsemi Hagstofunnar sé afar
sérhæfð og með sem mestri tengingu
sé verið að styrkja starfið frekar.
„En það er ekki síður mikilvægt að
stórir þættir hafa verið fluttir frá
Hagstofunni,“ segir Hallgrímur. Þar
megi fyrst nefna fyrirtækja- og fé-
lagaskrár. Hagstofan stofnaði fyr-
irtækjaskrána árið 1969 og hluta-
félagaskrár voru fluttar til
Hagstofunnar 1997.
Miklir áfangar
„Þessar skrár voru þróaðar áfram
og byggðar upp hér en svo fluttar til
Ríkisskattstjóra árið 2003.“ Þá hafi
þjóðskráin, sem Hagstofan kom á fót
upp úr 1950, verið flutt til dóms-
málaráðuneytisins árið 2006. „Þetta
eru mjög miklir áfangar. Þetta voru
stjórnsýslu- en ekki hagskýrsluverk-
efni. Það voru góðar og gildar ástæð-
ur fyrir því að Hagstofan hóf þessi
verkefni á sínum tíma og þróaði þau.
En jafngóðar og -gildar ástæður
voru fyrir því að skilja þau frá hag-
skýrslugerðinni eins og nú er komið.
Hagstofan er eftir þessar breytingar
orðin hrein hagskýrslustofnun,“ seg-
ir Hallgrímur. Þetta sé líka ein
ástæða fyrir þeim breytingum sem
verða á Hagstofunni um áramótin, en
þá verður henni breytt úr ráðuneyti í
stofnun. „Það að breyta henni úr
ráðuneyti í stofnun er rökrétt
ákvörðun í framhaldi af þeim breyt-
ingum sem hafa orðið á stofnuninni
síðastliðin 20 ár.“
Dýnamískt fyrirbrigði
Hallgrímur segir að mikil verkefni
séu framundan og bíði eftirmanns
hans á Hagstofunni. „Hagstofa er
mjög dýnamískt fyrirbrigði og þarf
að vera í sífelldri breytingu,“ segir
Hallgrímur. Hagstofan hafi í sínum
röðum hæft starfsfólk sem beri uppi
starf hennar. En hvað skyldi taka við
hjá Hallgrími þegar hann lætur af
störfum hjá Hagstofunni. „Ég tek því
rólega til að byrja með en ég á eftir
að hreinsa ýmislegt til í tölvuskrán-
um mínum og fyrstu vikurnar fara
eflaust í það,“ segir Hallgrímur.
Hann segir að með tímanum geri
hann ráð fyrir að taka að sér önnur
verkefni. „Ég hef svolítið sinnt verk-
efnum í útlöndum sem tengjast upp-
byggingu á hagstofum í þróun-
arríkjum. Ég vonast til þess að geta
fengið fleiri slík verkefni þegar fram
líða stundir.“
Morgunblaðið/Frikki
Ný verkefni Hallgrímur Snorrason vonast til þess að sinna verkefnum sem
tengjast uppbyggingu á hagstofum í þróunarríkjum.
Mörg ný verkefni hjá Hagstofu
Fjölgun verkefna
á starfstíma
fráfarandi
hagstofustjóra
ÞJÓÐIN skiptist í tvær andstæðar
fylkingar þegar hún er spurð um af-
stöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju.
Naumur meirihluti, eða 51%, er
hlynntur aðskilnaði en 49% eru and-
víg. Mun færri eru hlynntir aðskiln-
aði ríkis og kirkju en síðast þegar
þetta var kannað hjá Gallup, í sept-
ember árið 2005. Þá voru 66% hlynnt
aðskilnaði, en um þriðjungur var
andvígur. Jafnframt er þetta lægsta
hlutfall þeirra sem eru hlynntir að-
skilnaði frá því að Gallup spurði
þessarar spurningar fyrst árið 1994.
Hjá Gallup benda menn á að hafa
beri í huga að þetta sé í fyrsta skipti
sem spurt er í desember og því kunni
tímasetning könnunarinnar að hafa
einhver áhrif á afstöðu fólks.
Þegar þetta er borið undir herra
Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, segir hann
rétt að kirkjan sé
vissulega sýni-
legri í kringum
jólin og að það
geti haft áhrif, en
hann telur að
ekki síður hafi
skipt máli sú
mikla umræða
sem fram hafi far-
ið í þjóðfélaginu
að undanförnu um grundvallargildin
í samfélaginu og sess trúar í uppeldi
og menningu. „Ég get ímyndað mér
að sú umræða hafi opnað augu
margra fyrir því að [aðskilnaðurinn]
er flóknara mál en gjarnan hefur
verið látið í veðri vaka,“ segir Karl
og tekur fram að hann hafi skynjað
ákveðna viðhorfsbreytingu eða við-
snúning í samfélaginu að undan-
förnu gagnvart aðskilnaði ríkis og
kirkju. Þannig hafi almenningur lát-
ið meira í sér heyra um trú og kirkju
á jákvæðum nótum. „Lengi hefur
manni fundist að hin neikvæðu við-
horf í garð kirkjunnar hafi verið
meira áberandi í umræðunni.“
Trúin tengir kynslóðir
Sem fyrr eru karlar hlynntari að-
skilnaði en konur, höfuðborgarbúar
vilja frekar aðskilnað en íbúar lands-
byggðarinnar og yngri svarendur
eru hlynntari aðskilnaði en þeir
eldri. Þeir sem hafa meiri menntun
aðhyllast fremur aðskilnað en þeir
sem minni menntun hafa. Mesta
andstöðu við aðskilnað ríkis og
kirkju er að finna meðal þeirra sem
styðja Framsóknarflokkinn, en 74%
kjósenda flokksins eru andvígir að-
skilnaði. Fylgismenn Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna eru hlynnt-
astir aðskilnaði, en 62% kjósenda
flokkanna eru hlynntir honum.
Þegar munur á afstöðu eftir aldri
er borinn undir biskup segir hann
það mjög vel þekkt og eðlilegt að
yngra fólk sé róttækt, óþolinmótt og
vilji breyta og bylta á meðan lífssýn
fólks breytist og þroskist með aldr-
inum. „Með aldri og þroska fá menn
aðra sýn á lífið, umhverfið og sam-
hengi sem við stöndum í. Trú snýst
svo mikið um þetta samhengi, þetta
sem tengir kynslóðirnar og flytur
hefð og reynslu milli kynslóða,“ seg-
ir Karl og tekur fram að einnig auk-
ist með aldrinum innsæið gagnvart
því sem er ósýnilegt og þar með
trúnni.
Biskup skynjar viðhorfsbreytingu
gagnvart mikilvægi trúar
Hlutfall þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði ríkis og kirkju hefur aldrei verið lægra
Karl
Sigurbjörnsson
ATVINNULEYSISBÆTUR hækka
um 3,3% hinn 1. janúar. Þetta þýðir
að greiðslur á dag hjá þeim sem er
með fullar bætur koma til með að
hækka úr 5.272 í 5.446 krónur.
Fullar grunnbætur á mánuði
hækka úr 114.244 krónum í 118.015
krónur. Þetta kemur fram á vef
Vinnumálastofnunar. Hámarks-
fjárhæð greiðslna vegna tekju-
tengdra atvinnuleysisbóta verður
eftir þetta 191.518 á mánuði, en frí-
tekjumark verður 53.716 á mánuði.
Alls voru 1.615 manns atvinnu-
lausir á landinu í gær, þar af 56%
konur. Atvinnuleysi mældist 0,8% í
nóvember á þessu ári eða að með-
altali 1.321 einstaklingur. Atvinnu-
leysi var 1,1% á sama tíma í fyrra.
Flestir atvinnulausir eru á höfuð-
borgarsvæðinu, eða 718 manns, en
atvinnuleysi mældist 0,6% á höfuð-
borgarsvæðinu í nóvember, en 1,2%
á landsbyggðinni.
Fullar bætur
í 118.000
um áramótin
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir síbrota-
manni, en markað varðhaldinu
styttri tíma eða til 29. febrúar nk.
Héraðsdómur hafði úrskurðað
manninn í varðhald til 31. mars nk.
Í kröfu lögreglustjóra höf-
uðborgarsvæðisins kemur fram að
maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi
frá 11. september sl. og með dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4.
desember sl. hafi hann hlotið tólf
mánaða fangelsisrefsingu fyrir
auðgunarbrot, fíkniefnalagabrot
og umferðarlagabrot framin á
tímabilinu 11. júní til 11. sept-
ember.
Dóminum var áfrýjað og er málið
til meðferðar hjá Hæstarétti.
Maðurinn sem á að baki nær
óslitinn sakarferil frá árinu 1985
hefur verið atvinnu- og húsnæð-
islaus auk þess að vera í mikilli
neyslu fíkniefna. Telur lögregla lík-
ur á að hann muni framfleyta sér
með afbrotum.
Síbrotamaður í
gæsluvarðhald
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu lagði hald á um 500-600 lítra af
landa og um 50 lítra af spíra í heima-
húsi við Laugaveg um kvöldmatar-
leyti á föstudag. Að sögn lögreglu
var farið í húsleit vegna gruns um að
þar væri þýfi að finna og reyndist sá
grunur á rökum reistur.
Talið er að landinn hafi verið ætl-
aður til sölu og var húsráðandi
handtekinn, en sleppt af lokinni
skýrslutöku.
Fundu brugg-
verksmiðju