Morgunblaðið - 30.12.2007, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-lands, hefur vakið reiði í
Egyptalandi þar sem hann hefur
verið á jólaferðalagi ásamt vinkonu
sinni, söngkonunni og fyrirsætunni
Cörlu Bruni. Ástæðan fyrir reiðinni
er sú að þau sváfu í sama hótelher-
bergi en eru ógift. Karl og kona
mega ekki sofa í sama hótelher-
bergi í Egyptalandi nema að geta
sýnt fram á að þau séu hjón, nema
um ferðamenn sé að ræða. Sömu-
leiðis hafa egypsk stjórnvöld verið
gagnrýnd á egypska þinginu fyrir
að sýna slæmt siðferðislegt for-
dæmi með því að taka opinberlega
á móti parinu.
Frakklands-forseti hefur
einnig vakið gagn-
rýni heima fyrir,
en ekki út af til-
hugalífinu, heldur
þess hvað hann er
viljugur til að
þiggja greiða auð-
manna. Þegar Sarkozy flaug til
Luxor fékk hann lánaða þotu Vinc-
ents Bolloré, vinar síns, sem lánaði
Sarkozy flugvél sína og snekkju eft-
ir kosningarnar svo hann gæti farið
í fjölskyldufrí á Möltu. Í Sharm-el-
Sheik í Egyptalandi gisti parið síð-
an í boði sjeiksins af Abu Dhabi.
Ségolène Royal, sem bauð sigfram til forseta gegn Sarkozy,
sagði að hann ætti ekki að stefna
virðingu forsetaembættisins í voða
og forðast að verða auðmönnum,
sem ættu sitt undir samningum við
ríkið, fjárhagsleg byrði. Í dag-
blaðinu Le Monde sagði að ekki
væri í lagi að Sarkozy léti auðkýf-
inginn Bolloré kosta ferðir sínar og
var bætt við að hann minnti meira á
Silvio Berlusconi en Charles de
Gaulle. De Gaulle hefði aldrei sést
opinberlega í návígi við iðnjöfra og
óhugsandi væri að forseti Banda-
ríkjanna fengi lánaðar flugvélar
auðkýfinga til að komast leiðar
sinnar.
Leiðtogar verða að umgangastvald sitt og embætti með gát.
STAKSTEINAR
Nicolas Sarkozy
og Carla Bruni í
Egyptalandi.
Saumað að Sarkozy
ÁRAMÓT
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!
"
#$$
%$
%
#$$
%$
%
$$
%$
%
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
"
$$
&
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
!% %"!
%"
%!!
%"'
!% %"
"% %"
"% "% !%!"
!%"'
'% %!"
*$BCD $$
!
*!
$$
B *!
() *$
$)$
+
<2
<! <2
<! <2
(* $,
&
-$./
E -
87 " # $ ! %
%FB
&&
'
#
(
. B
&)
' " #
* +
# $
01 $$22
$$3
$,
&
$4
%$
$ %$'% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Eysteinn Skarphéðinsson | 29. des
Djöfullegir femínistar
Það gengur djöfullegur
andi laus sem heitir
femínistar sagði predik-
arinn á Omega sem eitt
sinn þjónaði hjá þjóð-
kirkjunni. Konur eiga að
vera undirgefnar manni
sínum segir í Biblíunni, konan á að
sýni manni sínum lotningu en auðvit-
að elskum við konurnar okkar og þær
mega leggja eitthvað til málanna en
við eigum að eiga síðasta orðið. Mað-
urinn er höfuð fjölskyldunnar, ekki
keyrir konan bílinn, nú?
Meira: vinursolons.blog.is
Guðmundur H. Helgason | 29. des
„The Secret“
Mér finnst þetta vera
hálfgerð popp-andleg
viðleitni. Styður undir
meiri sjálfshverfu og
lætur fólki líða eins og
heimurinn snúist í kring-
um þau [...] Allur heim-
urinn og allir í honum eru framlenging
af þínu egói og þannig ert þú óhæfur
til að taka til greina annarra manna
sjónarmið [...] Eitt sem angrar mig
líka varðandi Leyndarmálið er að það
sýnir litla sanngirni varðandi fólki sem
er veikt eða fátækt.
Meira: gudmundurhelgi.blog.is
Tómas Sveinsson | 29. desember
Til hamingju, Margrét
Það fór eins og maður
vonaði að Margrét Lára
yrði fyrir valinu sem
Íþróttamaður ársins, en
samt kom þetta
skemmtilega á óvart og
vil ég taka ofann fyrir
íþróttafréttamönnum og þá sér-
staklega fyrir það að velja konu, en
manni finnst þær stundum fara hall-
oka í þessu vali [...] Enn og aftur til
hamingu Margrét Lára, þú ert vel að
þessu komin og örugglega mikill
meirihluti þjóðarinnar sammála.
Meira: tommisveins.blog.is
Ari Guðmar Hallgrímsson | 29. des
Ofbeldi suður með sjó
Það virðist hafa gengið
á ýmsu í nótt, bæði í
Grindavík og Reykja-
nesbæ, unglingarnir
virðast vera að taka
létta æfingu fyrir ára-
mótin, utan sá sem var
að dunda sér í kirkjugarðinum, spurn-
ing hvað honum hefur gengið til,
finnst of ódýrt að afgreiða það með
því að „hann var fullur greyið“.
Svona mál á að taka föstum tökum
og senda skýr skilaboð út í þjóðfélag-
ið um að framkoma sem þessi verði
ekki liðin, það er ekki nóg með að fólk
sé ekki lengur óhult utandyra þegar
kvöldar, það getur ekki heldur treyst
því að grafir ástvina þeirra fái að vera
í friði.
Heimur versnandi fer var einhvern
tíma sagt, og hafi það átt við þá,
passar það ekki síður nú. Það er eins
og fólki sé ekkert heilagt lengur,
hvorki eigur manna, né líf og limir.
Fólskulegar og tilefnislausar árásir
á fólk bæði heima og heiman,
skemmdir á eigum manna svo sem
bílum og öðru slíku, þetta er það sem
dynur á manni dags daglega bæði í
ljósvakamiðlum og dagblöðum.
Getum við átt von á því að eitthvað
lagist í þessum efnum á nýju ári, eða
heldur þetta áfram að versna?
Þegar stórt er spurt verður fátt um
svör. En það má lifa í voninni.
Meira: sabroe.blog.is/blog
BLOG.IS
FRÉTTIR
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur skipað sérstak-
an starfshóp til að fjalla um þjónustu
við langveik börn og fjölskyldur
þeirra. Nefndin hefur það hlutverk
að fara yfir þjónustuúrræði sem þeg-
ar eru fyrir hendi innan ólíkra þjón-
ustukerfa, s.s. heilbrigðiskerfisins,
menntakerfisins og félaglega kerfis-
ins, og meta hvar ástæða er til að
virkja þá þjónustu enn frekar en nú
er og á hvaða sviðum er mikilvægt að
taka upp ný úrræði í því skyni að
unnt verði að veita sem heildstæð-
asta þjónustu við langveik börn og
fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram
í frétt á vef ráðuneytisins.
Starfshópnum er ætlað að skila til-
lögum til ráðherra eigi síðar en 15.
febrúar nk. Starfshópinn skipa þau
Ingibjörg Georgsdóttir, Ellý Alda
Þorsteinsdóttir, Guðni Olgeirsson,
Margrét Björnsdóttir og Andrés
Ragnarsson.
Eftir því sem fram kemur í frétt
ráðuneytisins leggur félagsmálaráð-
herra áherslu á að langveikum börn-
um og fjölskyldum þeirra verði veitt
aukið aðgengi að félagslegri þjón-
ustu sem og að sálfélagslegur stuðn-
ingur við fjölskyldur þessara barna
verði efldur. Tilgangurinn sé að veita
langveikum börnum umönnun og
þjálfun ásamt nauðsynlegri aðstoð
við fjölskyldur þeirra svo unnt sé að
búa börnunum örugg og þroska-
vænleg uppeldisskilyrði þrátt fyrir
veikindin. Mikilvægt sé að auðvelda
fjölskyldum langveikra barna að lifa
sem eðlilegustu lífi sem og að efla
þroska barnanna í samræmi við eðli
og þarfir hvers þeirra og hlúa að
þeim svo þau fái notið bernsku
sinnar.
Þjónusta við
langveik börn
Starfshópur fer yfir þjónustuúrræðin
Í HNOTSKURN
»Félagsmálaráðherra hefurskipað starfshóp sem ætlað
er að fara yfir þjónustuúrræði
við langveik börn.
»Hópurinn á að skila tillögumtil ráðherra eigi síðar en 15.
febrúar.
»Markmið úttektarinnar er aðveita langveikum börnum
umönnun og þjálfun ásamt nauð-
synlegri aðstoð við fjölskyldur
þeirra.
Morgunblaðið/Kristinn
Snjómokstur Kári Sigurðsson undirbýr flugeldasölu hjá björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Þorsteinn Ingimarsson | 29. des
Af kjarasamningum
Meðal þeirra hugmynda sem fram
hafa komið í aðdraganda kjarasamn-
inga var að þeir laun-
þegar sem eru með yfir
300.000 kr. í mán-
aðarlaun afsöluðu sér
að prósentu- og/eða
krónutöluhækkun.
Áherzlan yrði á að
hækka lægstu launin. Hugmyndin á
bakvið það væri þá ekki yrði launa-
skrið upp alla launaflokka sem ýtti
undir verðbólgu og launahækkunin
rynni öll til baka. Allt til að halda
„stöðugleikanum“. Orð sem kemur
alltaf upp á yfirborðið þegar kjara-
samningar eru að renna út en deyr
þess á milli. Einnig er horft mikið til
ríkisins um að leiðrétta persónu-
afsláttinn.
Meira: thorsteinni.blog.is