Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 12
FL GROUP Senn er lokið viðburðaríku ári hjá FL Group. Samsetning eignasafns hefur tekið miklum stakkaskiptum á árinu, félagið hefur nú að stóru leyti selt eignir sínar í félögum tengdum flugrekstri og lagt áherslu á kaup í öflugum félögum á sviði fjármála, trygginga og fasteigna. Fjárhagsstyrkur FL Group er mikill og félagið vel í stakk búið til að skoða áhugaverð tækifæri á markaði á næstu misserum, auk þess að halda áfram að styðja við sínar lykilfjárfestingar. Upplýsingar um eignasafn og efnahag miðast við desember 2007. [ 01 ] [ 03 ] MANNAUÐUR FJÖLBREYTT EIGNASAFN FJÁRMÁL OG TRYGGINGAR FASTEIGNIR60% 15% Hjá FL Group starfa um 40 manns í Reykjavík og Lundúnum. Menntun, reynsla og þekking starfsmanna er á mörgum sviðum en saman mynda þeir öfluga liðsheild. Starfsfólk félagsins starfar í hröðu og krefjandi umhverfi og nýtur svigrúms til að vera skapandi, leiðandi og framsækið í vinnu sinni. Tveir þriðju hlutar eignasafns FL Group samanstanda af eignarhlutum í fjármála- og tryggingafyrirtækjum. Félagið er kjölfestufjárfestir í Glitni banka og lauk ný- verið kaupum á 99% hlut í Tryggingamiðstöðinni. Glitnir banki er í örum vexti með starfsemi í 11 löndum og um 2.300 starfsmenn. Tryggingamiðstöðin hefur lengi verið í hópi stærstu tryggingafyrirtækja landsins og hefur auk þess haslað sér völl í Noregi. FL Group á einnig hluti í ýmsum fjármálafyrirtækjum í Evrópu. FL Group lauk nýlega kaupum á fasteignafélaginu Landic Property, einu stærsta fasteignafélagi á Norðurlöndunum. Með kaupunum styrkir FL Group enn frekar eignasafn sitt og mun í samstarfi við stjórnendur félaganna leita tækifæra til frekari vaxtar. Eignir Landic eru um 450 milljarðar króna og félagið rekur yfir 500 fasteignir í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Að auki á FL Group eignarhluti í Bayrock, Þyrpingu og Fasteignafélagi Íslands. Eignir félaganna á Íslandi eru m.a. Smáralind, Kringlan, 101 Skuggahverfi og Hilton Nordica. F ít o n /S ÍA F I0 2 4 3 0 7 Öflugt alþjóðlegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.