Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 35
sem skógi viðkom og við lékum okkur oft á því
svæði og fórum á veiðar. Ég skaut héra – alveg
óvart. Síðan hef ég ekki tekið í riffil. Vinur
minn sagði að hérinn hlypi hratt og ég ákvað að
skjóta því upp í loftið en þá stökk hérinn beint
upp í skotið og dó. Mér fannst þetta hræðilegt
því ég ræktaði kanínur á þessum tíma, ég gat
raunar ekki etið þær, hinir átu þær, afi mat-
reiddi þær mjög vel og við mamma sögðum
ekki frá hvaðan kjötið kom. Þessi strákur var
með brún augu eins og ég og mjög svart hár.
Hann bar stundum fyrir mig vatnskönnurnar í
skólagörðunum. Þessi minning er mér kær en
ég hef ekki séð þennan strák síðan loftbrúin
var sett af stað í Berlín. Þá kom upp möguleiki
á að stinga af.“
Um loftbrúna til Vestur-Berlínar
„Ef maður dvaldi 24 klukkutíma þar sem
kallað var Vestur-Berlín þá átti maður rétt á að
fara með flugvél til Vestur-Þýskalands. Við átt-
um frænku í Berlín, við fórum til hennar og
næsta dag fórum við með flugvél vestur yfir.
Þannig sluppum við frá Austur-Þýskalandi.
Áður höfðu systur mínar tvær verið settar í
lest og lokaðar inni á klósetti meðan hún fór yf-
ir landamærin til að sleppa við landamæra-
skoðunina. Yngsta systir mín, ég og mamma
flugum hins vegar. Vinir okkar komu systrum
mínum fyrir inni á klósettinu og aðrir vinir
tóku við þeim í Hildesheim þar sem fjölskyldan
sameinaðist svo. Þetta var æsispennandi. Við
fórum svo með lest til Ruhr-héraðsins. Þetta
var heilmikil skipulagning, það kom sér vel að
Þjóðverjar eru góðir að skipuleggja. En það
má ekkert útaf bregða, þá bregðast þeir illa
við. Þjóðverjar hafa það fram yfir Íslendinga
að kunna að skipuleggja langt fram í tímann,
en Íslendingar geta hins vegar gert kraftaverk
á tveimur vikum, eins og t.d. þegar Reagan og
Gorbatsjov hittust hér, slíkt hefði engin þjóð
leikið eftir. Ég hugsa að fólk hér ætti að hafa
augun hjá sér áður en athafnamennirnir ís-
lensku selja landið í fljótheitum.
Jæja, við settumst að í Ruhr-héraðinu og þar
vorum við frá 1949. Móðir mín dó þar og nú á
ég búsettar þar tvær systur. Ég lauk þar
skyldunámi. Ég var góð í latínu og kennarinn
minn vildi að ég héldi áfram, yrði stúdent og
lærði grísku og latínu í háskóla. En það var
vonlaust, ég þurfti að komast á vinnumark-
aðinn sem fyrst. Foreldrar mínir fengu styrk
með mér meðan ég var í námi og þau ákváðu að
ég skyldi verða meinatæknir. Ég vildi heldur
verða skurðlæknir eða efnafræðingur. En þau
tóku það ekki í mál, pabba fannst þetta ekki
fyrir stúlkur.“
Meinatæknir á Íslandi
„Ég útskrifaðist sem meinatæknir 19 ára, sá
yngsti af 40 það árið. Námið var eitt ár á spít-
ala og tveggja ára skólanám í mjög góðum
skóla í Gelsenkirchen, sem er borg, mjög þekkt
fyrir fótboltalið sitt, Schalke.
Strax eftir að hinu mjög svo alhliða námi
mínu lauk var ég komin í starf. Mér fannst
gaman að vinna á sjúkrahúsinu, skemmtilegir
læknar. Andrúmsloftið var raunar gott í
Þýskalandi þá. Allir lögðust á eitt að byggja
upp, eyðileggingin hafði verið mikil í Ruhr-
héraðinu, svo mikið þurfti að endurbyggja, auk
þess sem greiða þurfti frá héraðinu miklar
stríðsbætur til Breta. Marshall-hjálpin og góð
stjórn gerðu kraftaverk.
Pabbi var umboðsmaður í fataiðnaði en hann
efnaðist ekki, hafði bara rétt fyrir sig. Við eign-
uðumst þó bíl, en hann fór aldrei í gang. Við
stelpurnar urðum að byrja daginn á að ýta
bílnum niður götuna svo pabbi kæmist í vinn-
una. Seinna eignaðist pabbi betri bíla. Systur
mínar menntuðust líka, ein fékk versl-
unarskólamenntun, önnur tók stúdentspróf og
er raftæknifræðingur, hún hefur efnast, sú
yngsta er meinatæknir eins og ég.“
– En hvers vegna lá leið Barböru til Íslands?
„Ég var haldin ævintýraþrá og var rótlaus-
ari en gerist og gengur vegna hinna óvenjulegu
uppeldisaðstæðna minna. Ég valdi á milli Ís-
lands og Indlands. Það var verið að byggja
nýja höfn á Akranesi í sambandi við Sements-
verksmiðjuna þar. Ég vann með konu sem átti
mág sem var forstjóri Hoch-und-Tief í Düssel-
dorf. Þetta var 1956. Mágurinn fór á fund á Ís-
landi vegna hafnarinnar en Gísli Sigurbjörns-
son á Grund, sem hafði fingurna í ýmsu, útbýtti
kveðjugjöf til allra sem fundinn sátu og það var
eitt fyrsta myndbandið um Ísland. Konan sem
ég vann með kom með myndbandið einn morg-
uninn í vinnuna og sagði við mig: „Þetta er ein-
mitt það sem þig vantar, Barbara!“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 35
Tengdafjölskyldan Frá hægri Guðmundur , Guðni, Ingimundur, Guðrún, Eggert, Sigríður,
Kristján, Jóhanna, Sigurður, Þórður og Leifur með foreldrum sínum Guðjóni og Jónu. Barnið
fremst er Jónas píanóleikari, sonur Ingimundar og Guðrúnar Kristjánsdóttur fyrri konu hans.
„Faðir minn hafði verið í Rúmeníu, herdeild
hans vék undan Rússum til Thüringen, þangað
voru þá Bretar komnir og þeir tóku hann til
fanga. Litlu síðar var Þýskalandi skipt upp og
hann lenti á yfirráðasvæði Rússa. Pabbi var
ásamt öðrum föngum settur upp á vörubíl og
keyrður austur á bóginn til að byggja járn-
braut, við það var hann í 2 ár eftir að friður var
saminn.
Hann vissi ekkert um okkur og verst þótti
honum að vita ekki hvort fjórða barnið væri
strákur eða stelpa. Hann óskaði sér mjög að
eignast son til að halda Stanzeit-nafninu uppi.
Hefðum við mamma og systur mínar verið í
Berlín hefðum við soltið en við vorum í ná-
grenni við bændur og það bjargaði okkur.
Þorpið sem við vorum í varð raunar æ fjöl-
mennara, þar bjuggu áður 4.000 manns en íbú-
arnir urðu smám saman 8.000. Síðan ég var
þarna hef ég litið á land sem uppsprettu matar
fyrst og fremst. Þessar aðstæður gerðu mig
mjög útsjónarsama. Ég sá um aðdrætti og
mamma nýtti þá vel, hún var mjög nýtin kona.
Ég var þarna tíu ára gömul og kom mér vel hjá
öllum bændafjölskyldunum í nágrenninu. Þeg-
ar ég vissi að kornuppskeran stóð yfir fór ég á
eftir og tíndi korn, svo malaði mamma hveiti og
ristaði. Þegar sykurrófurnar voru teknar upp
var ég þar og úr þeim bjó mamma svo til síróp.
Ég hjálpaði til við að taka upp kúrbít og fékk
smávegis í minn hlut. En helsta fæðið okkar
voru kartöflur. Þegar búið var að taka upp fékk
ég að tína upp allar þær kartöflur sem eftir
höfðu orðið. Árið eftir vorum við sjálfar með
kartöflugarð. Þegar afi minn kom vorum við
bæði í kartöflutínslunni og fórum líka út í skóg
að tína sprek. Ég hafði því nóg að gera því ég
var líka í skóla og passaði systur mínar. Þegar
stundir gáfust prjónaði ég með mömmu og
saumaði. Þá var allt nýtt og saumað upp úr
gömlu. Ég hef alltaf haft nóg að gera allt mitt
líf.
Þessi reynsla kenndi mér að velta mér ekki
upp úr hlutunum heldur leita lausna. Ég var
aldrei hrædd á þessum tíma nema eftir að
pabbi minn kom heim. Hann hafði verið í
flokknum og dró ekki dul á það. Ég óttaðist um
tíma að hann yrði sóttur og sakfelldur. Hann
hafði verið oberlautinant í hernum.
En eftir að pabbi kom gekk samt allt miklu
betur. Hann gat unnið. Við vorum undir vernd-
arvæng Hildegard frænku sem var mikil
manneskja í þessu þorpi. Hún var með bókhald
fyrir flesta bændurna þarna í kring og vissi allt
um alla. Pabbi fór að hjálpa henni við bókhald-
ið. Frænka var í kristilega flokknum og var um
tíma fulltrúi í bæjarráði. Pabbi fór í tengslum
við starf sitt til bændanna og þar fékk hann
ýmislegt góðgæti, svo sem egg. En mamma fór
ekki að vinna utan heimilis. Ég held að hún hafi
misst kjarkinn. Þessi kynslóð var brotin niður
og satt að segja náði pabbi aldrei almennilega
fótfestu eftir stríðsreynsluna. Við fengum ekki
mikinn hlut í Marshall-aðstoðinni sem Þýska-
landi var veitt.
Þrátt fyrir allt var eitt stærsta áfallið fyrir
pabba það að systir mín yngsta skyldi ekki
vera strákur. Hann tók það mjög nærri sér. En
óskin um að sjá strákinn sem hann var viss um
að væri fæddur hefur ábyggilega haldið honum
á lífi. Þegar pabbi kom til baka þá þekkti ég
hann ekki. Ég sá mann í slitnum her-
mannafötum á miðri þorpsgötunni, næstum
tannlausan, ég þekkti hann ekki – og hann fór
að gráta. Hann missti tennurnar á því að japla
á hörðu brauði í fangabúðum í Rússlandi. Auk
brauðsins fékk hann sígarettur. Tóbak róar
menn. Pabbi var slíkur tóbaksfíkill að enginn
þorði að yrða á hann fyrr en hann hafði fengið
sígarettu á morgnana. Ég fékk oft sígarettur
fyrir hann hjá ömmu vinkonu minnar sem seldi
tóbak. Þangað komu Rússarnir að versla og ég
hafði þá lært nógu mikið í rússnesku til að
spjalla aðeins við þá, þeir söknuðu fjölskyld-
unnar og viku að mér einum eða tveimur pökk-
um af sígarettum. Rússarnir komu til Þýska-
lands með það loforð upp á vasann að þeir
mættu nýta allar þýskar konur að vild og voru
aldir upp í hatri. En þetta voru menn eins og
aðrir og sumir þeirra ágætir menn þótt aðrir
höguðu sér verr en nokkrar skepnur. Einn
rússneskur strákur, innan við tvítugt, kom oft
að tala við mig, hann átti systur á sama aldri og
ég minnti hann á hana.“
Flúðu vestur fyrir 1949
„Þegar ég hugsa til baka, til Þýskalands, þá
finn ég að árin fjögur sem ég bjó í þessu þorpi,
Gransee, mótuðu mig mest. Þar gekk ég í
skóla, fermdist og þar var litla systir mín skírð,
hún var veikburða fyrst en náði sér á strik. Afi
minn var mjög strangtrúaður en hann gerði
mig ekki trúaða, ef einhver gerði það var það
amma mín. Mér var oft komið fyrir hjá þeim
þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni
minni. Afi var forsöngvari í sinni kirkju og auð-
vitað tók hann mig alltaf með í messu með þeim
árangri að ég syng enn í kirkjukór. Ég lærði að
lesa nótur með því að horfa á nótnablöðin, sá
hvernig þær fóru upp og niður, ég lærði reynd-
ar að lesa nótur áður en ég lærði að lesa texta.
Stundum var ég að syngja sálmalögin heima en
amma sagði: „Nei, þetta er ekki svona.“ Þá
reyndi ég aftur og aftur þar til amma sagði:
„Já, svona er þetta.“ Hún var vita laglaus en
hún hafði gott tóneyra. Ég hef kynnst tveimur
gegnumgóðum konum, móðurömmu minni og
tengdamóður minni. Móðuramma mín var líka
fyrsta rauðsokkan sem ég kynntist.
Við flúðum vestur yfir Berlínarmúrinn 1949,
þá var ég nýfermd og var skotin í strák. Raun-
ar er ég ennþá skotin í honum en hann er sá
eini í mínum bekk sem finnst ekki. Hann fædd-
ist í sama bæ og afi og amma bjuggu og hann
var afskaplega góður. Afi hans var skógareftir-
litsmaður og hann hafði því mikinn áhuga á öllu
Fjölskyldan F.v. Gunnar, Bryndís, Gylfi, Barbara Margarita, Baldur, Berglind, Gréta, Bar-
bara og Guðni.
Brúðkaupsmynd Systir Barböru reiknaði út
að hún myndi hafa verið orðin ófrísk að
fyrsta barninu þegar hún og Guðni giftust.
Foreldrarnir Faðirinn var fordekraður og
móðirin mjög nýtin, segir Barbara um for-
eldra sína.
Grund Barbara tekur blóð úr dönskum sam-
starfsmanni sínum.
stóran blett!