Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 39 þess hvað varpið dreifist á tíma voru ýmis tilbrigði af ástarleikjum enn í gangi, sömuleiðis hreiðurgerð og til- stand með aðföng og efni. Vinnu var hætt kl. 5 en þá fengum við lykil að svæðishliðinu og máttum vinna að vild okkar. Um miðjan dag byrjuðu fuglar að koma af hafi í hóp- um, þá skaraðist flug að og frá varp- inu. Þegar skammt var til sólseturs stefndu allir fuglarnir inn á land, floti eftir flota óslitið fram í sólarlag. Þetta var ótrúleg sjón. Daginn eftir fórum við að sæ- ljónasetri, sem Friddi mundi eftir úr fyrri ferð á þessar slóðir. Eftir áhættusaman akstur í lausasandi náðum við á tangann þar sem sæ- ljónin héldu sig. Í hópnum voru nokkur hundruð dýr og olli gesta- koman miklum handagangi í öskj- unni. Selirnir sem í sjóinn fóru syntu til okkar með miklum buslugangi að skoða þessi bleiku furðudýr svo langt að komin. Skarfarnir voru þarna líka og svipað fum á þeim. Skammt frá okkur var lítil sæ- ljónahjörð, tveir brimlar og hópur af urtum. Dýrin voru í látum og annar brimillinn upptekinn af urtu sem lík- lega var fjórum sinnum minni en hann. Fangbrögðin voru ekki mjúk en sjálfsagt hafa bæði verið sátt þegar hópurinn hljóp í sjóinn. Mátti telja grana- hárin á karlljóninu Etosha-þjóðgarðurinn er eitt þekktasta griðlandið í Afríku. Hann er um 500 km norður af Windhoek, þar sem íslenzka ræðismanns- skrifstofan er, og liggur sunnan undir Himbalandi. Við komuna í Etosha fengum við leiðarkort og upplýsingar um gildandi reglur í garðinum. Ein var okkur í óhag, bannað var að fara út úr bílum á verndarsvæðinu, en skutbíllinn okk- ar var yfirbyggður og opnanleg lúga á hliðinni. Við fylgdum svo kortinu og stoppuðum á merktum útsýn- isstöðum. Ævintýrin hófust fljótt, en flest voru dýrin við vatnsból þar sem enn var dreggjar að finna. Dádýr, sebrahestar, gnýir, gíraffar og fílar voru mest áberandi, en einnig antil- ópur, strútar og ýmsir aðrir fuglar. Á einum áningarstaðnum var stórt tré. Ekki var neitt að sjá úr bílnum þannig að við ætluðum að gera stutt- an stans. Friddi beygði við tréð á drjúgri ferð, en í skugganum gerðist undrið. Tíu eða tólf ljón reistu haus- inn eða stóðu upp. Friðþjófur setti í bakkgírinn og forðaði okkur hið bráðasta. Hann segir að þau hafi urrað, ekki heyrði ég það, en eftir augnablik voru þau lögst aftur. Við tókum fram græjurnar og byrjuðum að mynda. Það var einfalt verk. Á nærmyndunum má telja granahárin á karldýrunum. Í næstu áningu var vatnsból, þar sem mikill fjöldi dýra sótti í dreggj- arnar. Mest var af smárri gasellu, springbok, og sebrahestum. Þarna voru líka sjakalar, krákur og þús- undir smáfugla. Einhver regla virt- ist á að þau dýr sem fengið höfðu sopann sinn viku fyrir hinum. Þetta gekk hljóðalaust fyrir sig hjá gasell- unum, en sebrarnir hrinu og stymp- uðust áður en þeir leyfðu öðrum að komast að. Úr fjarska sáust þrjú grá tröll nálgast. Þau þrömmuðu þung- um taktföstum skrefum og urðu þeim mun fyrirferðarmeiri sem þau komu nær. Við bólið var engum blöðum um það að fletta hver réði hér. Hljóðalaust viku önnur dýr fyr- ir fílunum. Þeir dunduðu líka lengi, en síðan kom leirbað sem líka tók drjúga stund. Tveir bættust í hópinn og sama ferli hófst upp á nýtt. Vatnið Etosha, sem einhvern tíma hefur verið, eða verður til á regn- tíma, var gjörsamlega horfið enda kallað Etosha Pan (Etoshapannan) á kortinu, er 120 km á lengd og 70 km breitt. Þjóðgarðurinn liggur með suðurströnd vatnsbeðsins og drjúg- an spöl lengra bæði í vestur og aust- ur. Við fórum fram að bökkum og aðeins út á hvítgráa auðnina sem teygði sig svo langt sem augað eygði. Ekki stingandi strá, ekki neitt lífsmark, ekki einu sinni skordýr. Næturdýrin eins og leiksýning á sviði Vatnsbólin voru merkt á leiða- kortinu. Við fylgdum þeim því þar voru mestar líkur á að finna dýrin, en smáar og stórar hjarðir voru líka á gresjunni. Bólin voru misstór og misaðgengileg, sama var að segja um fjölbreytni dýrategunda. Vörtu- svín sáum við nálægt einu bólinu. Það lét ekki haggast við nærveru okkar á bílnum en hélt áfram að gófla upp í sig fílataði. Ekki er lík- legt að í því sé mikil næring, en ein- hver fylling hlýtur það að vera. Aft- ur sáum við fíla drekka í pytti. Þeir innbyrða 100-200 lítra á dag og í einu sogi tekur raninn 20 lítra. Oft- ast enda þeir með baði í vatnsból- unum. Þannig var það einnig núna, en leðjan var svargrá og af henni einskonar hveralykt. Við keyrðum líka fram á nokkra gíraffa sem átu gul blóm af þyrnirunna rétt við veg- inn. Þyrnarnir eru nálhvassir en húðin á grönum gíraffans er óvenju hörð. Af blómunum er stæk lykt, einskonar kattahlandslykt, eða kannski ljónahlandslykt? Um kvöldið var boðið upp á næt- urakstur til að upplifa næturdýrin. Við vildum endilega reyna það og tókum þátt í leiðangrinum. Keyrt var í opnum bíl með sætum fyrir 10 farþega. Hann var reyndar ekki nema hálffullur og því rúmt um okk- ur. Myndavélin var með og bættum við nokkrum tegundum í safnið. Merkilegasta upplifunin var kannski ljónin, ekki mynd þeirra í skærum geisla kastarans, heldur drynjandi öskur þeirra sem sat eftir í hlust- unum þegar keyrt var frá. Að sjá dýrin koma í upplýst umhverfið var eins og leiksýning á sviði. Þungavigtin Þegar fílarnir nálguðust hörfuðu hin dýrin frá vatnsbólinu. Hjörðin Skarfur við skarf. Laupurinn Andartakshvíld í amstri dagsins.Við vatnsbólið Drukkið í sátt og samlyndi Vökull Fátt fer framhjá þeim sem horfir úr háum sessi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.