Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MÁLIÐ AFGREITT
José Manuel Barroso, forsetiframkvæmdastjórnar Evrópu-sambandsins, sagði eftirfarandi
á blaðamannafundi í Brussel í gær að
loknum fundi með Geir H. Haarde
forsætisráðherra:
„Okkar skilningur, ekki aðeins
varðandi Ísland, heldur sérhvert
svipað tilfelli, er að myntsamruni við
evrusvæðið til lengri tíma litið komi
aðeins til greina innan hins stærri
ramma aðildar að Evrópusamband-
inu.“
Geir H. Haarde upplýsti í Brussel í
gær, að það hefði komið fram á fundi
hans með forystumönnum ESB, að
Ísland gæti lent í pólitískum erfið-
leikum gagnvart ESB ef einhliða
upptaka evru yrði reynd. Forsætis-
ráðherra sagði orðrétt:
„Það er staðfest hér af öllum að við
gætum lent í verulegum pólitískum
vandræðum gagnvart Evrópusam-
bandinu, ef okkur dytti í hug að taka
upp evruna einhliða... Og hvað eru
pólitísk vandræði í því sambandi? Jú,
það eru auðvitað vandræði í kringum
EES-samninginn og Schengen-sam-
starfið og fleira, þar sem þeir gætu þá
lagt steina í okkar götu.“
Nú er þessi mynd alveg skýr og
hefur þó verið skýr áður. En þegar
sjálfur forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins segir beint og
umbúðalaust, að einhliða upptaka
evru geti ekki komið til greina fyrir
Íslendinga, hljóta menn hér að trúa
því. Þarf maðurinn að tala eitthvað
skýrar?!
Auðvitað hafa endalausar umræður
hér síðustu misseri um að við ættum
að taka evruna upp einhliða verið tóm
vitleysa og ábyrgðarhluti af þeim ís-
lenzku stjórnmálamönnum, sem
þannig hafa talað, að reyna að
blekkja almenning hér með slíku tali.
En nú verður að telja, að hér með
sé þessum umræðum lokið. Eftir sem
áður geta menn rætt kosti og galla
aðildar að Evrópusambandinu eins
og hverjum og einum sýnist en vænt-
anlega er umræðum hér með lokið um
einhliða upptöku evru.
Það er ótrúlegt hvað opinberar um-
ræður hér geta stundum farið út í vit-
lausan farveg og hverjir láta draga
sig út í þær.Það er hins vegar mjög
gott, að ferð forsætisráðherra hefur
orðið til þess að hreinsa þetta rugl út
úr umræðum hér.
Það verður svo fróðlegt að sjá,
hvernig umræður um evruna þróast í
nágrannalöndum okkar. Fyrir all-
mörgum árum kom út skýrsla á veg-
um þáverandi ríkisstjórnar, þar sem
þeirri skoðun var lýst, að þá fyrst ef
Bretar, Danir og Svíar tækju upp
evru, en þær þjóðir eru allar í Evr-
ópusambandinu, þyrftum við Íslend-
ingar að hugsa okkar gang. Það hefur
ekki gerzt og engar vísbendingar um
að það sé að gerast.
Nú er hægt að ræða málefni krón-
unnar á skynsamlegri forsendum.
GRÆNN KOSTUR
Hrein orka er mikilvæg og verð-mæt, ekki síst á okkar tímum
þegar grípa þarf til aðgerða vegna
hlýnunar jarðar og loftslagsbreyt-
inga af manna völdum. Á Íslandi hef-
ur verið litið til orkufrekrar stóriðju í
leit að leiðum til að nýta þá orku, sem
á landinu er að finna, með áherslu á
álver. Frekari virkjun fallvatna er
umdeild en djúpboranir vekja vonir
um að nýta megi hita í iðrum jarðar
til að framleiða rafmagn í stórum stíl.
Álverin hafa skipt miklu máli í ís-
lensku efnahagslífi en þótt þau séu
knúin hreinni orku fylgir álvinnsl-
unni sjálfri talsverð mengun, sem
getur valdið erfiðleikum við að upp-
fylla losunarskilyrði þegar fram í
sækir. Álver eru hins vegar ekki eini
kosturinn í orkunýtingu og síður en
svo sá grænasti.
Í fyrradag var undirritaður samn-
ingur um raforku, gagnaflutninga og
lóð fyrir nýtt, alþjóðlegt gagnaver við
Keflavíkurflugvöll. Samninginn gerði
fyrirtækið Verne Holdings, sem er í
eigu Novators, félags Björgólfs
Thors Björgólfssonar, og bandaríska
fjárfestingafyrirtækisins General
Catalyst Partners, við Landsvirkjun,
Farice og Þróunarfélag Keflavíkur-
flugvallar.
Þar er gert ráð fyrir um tuttugu
milljarða króna fjárfestingu á næstu
fimm árum og er gert ráð fyrir að á
næstu fjórum árum verði til 100 störf
tengd gagnaverinu. Óbein efnahags-
áhrif gætu numið um 40 milljörðum
króna.
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Verne Holdings, sagði þeg-
ar samningurinn var undirritaður að
erlendir viðskiptavinir sæju sér hag í
því að hafa aðgang að endurnýjan-
legri orku á stöðugu verðlagi til langs
tíma. Nú væri orkuskortur á þétt-
býlissvæðum beggja vegna Atlants-
hafsins og orkuverð bæði hátt og
sveiflukennt, auk þess sem sú orka
væri yfirleitt framleidd með kolefn-
iseldsneyti: „Í þessu verkefni mætast
hnattrænar breytingar og íslenskar
kjöraðstæður.“
Björgólfur Thor sagði að bregðast
þyrfti við skaðlegum breytingum,
sem óumdeilt væri að koltvísýrings-
mengun ylli í öllu vistkerfinu: „Ég er
í hópi þeirra sem telja að ábyrgðin
hvíli á herðum okkar allra og við sem
stöndum að þessu verkefni teljum
það ekki síst vera á ábyrgð athafna-
manna og fjárfesta að beina atvinnu-
lífi heimsins inn á grænar brautir. Og
við viljum að verkin tali.“
Tímasetning þessa samnings er
mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf.
Um þessar mundir hægir verulega á
hjólum þess og blikur eru á lofti um
framhaldið en framkvæmdir vegna
gagnavers gætu dregið úr áhrifunum
og mýkt lendinguna.
Samningurinn er einnig mikil-
vægur vegna umhverfissjónarmiða.
Ákvörðun um að virkja snýst ekki að-
eins um virkjunina sjálfa, heldur
einnig í hvaða tilgangi er virkjað. Í
þeim efnum eru gagnaver hinn græni
kostur.
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Í fyrsta sinn í meira en hálfa öld mánú eygja von fyrir þá sem orðiðhafa fyrir mænuskaða. Þetta eruþeir sammála um sérfræðingarnir
tveir, sem dvöldu hér á landi nýlega á
vegum Mænuskaðastofnunar Íslands,
Laurance Johnston og Harry Goldsmith.
Johnston er yfirmaður gagnabanka Ís-
lands og Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
arinnar um mænuskaða en íslenska
heilbrigðisráðuneytið kom gagnabankan-
um á fót.
„Engar framfarir hafa orðið gagnvart
mænuskaða árum saman, í hálfa öld
reyndar,“ segir Goldsmith. „Og það sem
okkur vantar er nýjar hugmyndir, ný
meðferð. Það er grundvöllur
Mænuskaðastofnunar Íslands.“
Johnston og Goldsmith hafa komið
hingað til lands þó nokkrum sinnum, yf-
irleitt fyrir tilstilli Auðar Guðjónsdóttur,
sem þekkt er orðin fyrir baráttu sína í
málefnum mænuskaðaðra. Johnston
kynntist Auði fyrst árið 2001, þegar hann
kom hingað á ráðstefnu um mænuskaða,
og með þeim tókust kynni sem leiddu til
stofnunar gagnabankans. „Aðalhug-
myndin þá var að reyna með opnum huga
að samþætta alla hluta þessa púsluspils,“
segir Johnston. „Mænuskaði hefur verið
ógurlegur bölvaldur fyrir allt mannkynið
og jafnvel nefndur „hinn heilagi kaleikur
taugafræðilegra rannsókna“. Ef við get-
um læknað hann, getum við læknað nán-
ast hvað sem er.“ Með miklum þunga lýs-
ir Johnston því að í gegnum alla
mannkynssöguna hafi engin von verið til
handa mænusköðuðum. „Í fyrsta sinn
hefur nú orðið jákvæð þróun. Núna get-
um við púslað saman bútum víða að,
hvort sem þeir er
Evrópu eða Kína
veruleg,“ segir J
þessa von hafa br
hvað er mögulegt o
því að hann ákvað
inu á sínum tíma.
„Þó að eingöng
fáum í gegnum v
kemur það gríðar
um víða veröld,“
mér er það þann
þjóðfélag.“ Aðspu
Íslendingar geti r
verkefninu til góðs
„Með því að sty
hjálpað okkur að
heitna lands lækni
Goldsmith bend
stofum hafi menn
sem hafi vakið mik
og vakið von. „En
Sérfræðingar La
Íslendingar frumkvöðlar á sviði mænu-
skaða Ný vitund um hvað er mögulegt
Von í fyrsta
sinn í meira
en hálfa öld
Eftir Ólaf Þ. Stephensen í Brussel
José Manuel Barroso, forseti fram-kvæmdastjórnar Evrópusam-bandsins, vill fá hugmyndir fráÍslendingum þegar sjávarútvegs-
stefna ESB verður endurskoðuð á næstu
árum. Barroso og Geir H. Haarde ræddu
mikið um sjávarútvegsmál og málefni
hafsins á fundi sínum í Brussel í gær –
ekki þó í samhengi við hugsanlega aðild
Íslands að bandalaginu í framtíðinni. Það
mál var ekki á dagskrá.
Á blaðamannafundi eftir hádegisverð-
arfund Geirs og forsetans sagðist Bar-
roso vilja lýsa tengslum ESB og Íslands
sem „prýðisgóðum“, bæði tvíhliða og inn-
an ramma samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið. Rekstur EES-samn-
ingsins gengi vel. Geir tók undir það;
sagði að EES- og Schengen-samningarn-
ir væru grundvöllur tengsla Íslands við
sambandið.
Barroso sagði að Ísland og ESB ættu
þegar í nánu samstarfi, en það mætti enn
efla. Þar nefndi hann málefni hafsins sér-
staklega, þar með talda baráttu gegn sjó-
ræningjaveiðum í Norður-Atlantshafi.
Hann sagði þá Geir hafa rætt sjávarút-
vegsstefnu ESB og stefnu Íslands „og ég
verð að segja að í því efni getum við lært
ýmislegt af Íslendingum,“ sagði Barroso.
Hann boðaði m.a. aukið samstarf Íslands
og Evrópusambandsins um vöktun og
eftirlit á hafinu.
Geir og Barroso ræddu einnig málefni
norðurslóða, en sá síðarnefndi sagði
framkvæmdastjórnina myndu veita
norðurslóðum meiri athygli í framtíðinni.
„Þess vegna var líka mjög mikilvægt fyr-
ir mig að hitta forsætisráðherra Íslands,“
sagði Barroso. Hann sagði að í hinni nýju
svokölluðu norðlægu vídd utanríkis-
stefnu sambandsins væru heimskauts-
svæðið og Barentshafið skilgreind sem
sérstök áherzlusvæði ESB. „Við leggjum
mikla áherzlu á þessi mál. Við ætlum að
halda áfram okkar góða samstarfi og ég
er viss um að mörg af mikilvægustu
hnattrænu málunum eins og loftslags-
breytingar, fiskveiðar, orka og flutningar
verða ofarlega á dagskrá í viðræðum
okkar í framtíðinni,“ sagði Barroso.
Aðild ekki á dagskrá
Geir var spurður hvort hugsanleg aðild
Íslands að ESB í framtíðinni hefði komið
til umræðu á fundi þeirra Barrosos og
hvort þá hefðu verið ræddar einhverjar
hugsanlegar lausnir varðandi sjávarút-
vegsstefnu ESB. Geir svaraði: „Nei, við
ræddum þetta ekki sem sérstakt mál því
að það er ekki á dagskrá núverandi rík-
isstjórnar.“ Hann sagðist hafa útskýrt
stöðu Evrópuumræðna á Íslandi fyrir
Barroso og þeir hefðu einnig rætt um
evruna. „Þetta var hreinskilnisleg og op-
in umræða,“ sagði Geir.
Í svari við spurningu svissnesks blaða-
manns sagði Geir að Ísland hefði sínar
ástæður fyrir því að standa utan ESB.
„Umræðan hefur verið mismunandi og
skoðanakannanir sveiflast upp og niður.
Afstaða okkar verður að byggjast á mati
á hagsmunum. Ein
ið, flokkur minn se
isstjórninni og að
mennings, er út
þannig að kostirni
göllunum. Hvernig
kann að vera erfit
hagsmunamats er
sagði Geir.
Hann sagði að e
an núverandi stöð
og horfum til leng
ESB-aðild né upp
mörg ár, væri ne
vanda.
Barroso sagði
Barroso vill heyra hu
við endurskoðun sjáv
Ýmis helztu viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna voru til umr
ana, utanríkismálastjóra ESB, í Brussel í gær. Þeir ræddu m
öryggismál og ástandið í Kosovo. Solana þakkaði Íslendingu
að hitta gamlan vin að funda með Solana; hann hefði lengi ve
Gamlir vinir ræddu he