Morgunblaðið - 28.02.2008, Qupperneq 44
■ Í dag kl. 19.30
Liszt og Bruckner
Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Annar einn mesti píanó-
snillingur sögunnar, hinn einn af jöfrum sínfóníunnar. Fluttur verður
píanókonsert nr. 2 eftir Liszt og sinfónía nr. 3 eftir Bruckner.
Hljómsveitarstjóri: Arvo Volmer. Einleikari: Ewa Kupiec.
■ Fim. 6. mars kl. 19.30
Gamalt og nýtt
Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða
fiðlukonsert Albans Berg.
■ Fim. 13. mars kl. 19.30
Páskatónleikar
Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð
taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta
snilldarverks kórbókmenntanna.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Hvað er mamma? Við
eigum hana öll. Hvað
gerir mamma? Hvað gerir þú
við hana?… 51
»
reykjavíkreykjavík
ÓMAR Ragnarsson er þekktur af
bílaástríðu sinni og hefur nú fest
kaup á forláta Fiat 126 blæjubíl og
fest á hann númeraplötu með áletr-
uninni „ÁST“. Sá er titillinn á leikriti
sem Ómar leikur í í Borgarleikhús-
inu þessa dagana og keyrði Ómar
inn í leikhúsið í gærkvöldi á bílnum
góða, viðstöddum til mikillar
skemmtunar. „Þetta er ástarbíll-
inn,“ sagði Ómar við blaðamann í
gærkvöldi, skömmu áður en sýning
hófst á Ást. Þetta væri minnsti
blæjubíll landsins og hann hefði leit-
að hans á netinu í ein fjögur ár. Bíll-
inn er mjög sjaldgæfur og því erfitt
að finna eintak til sölu.
„Á seinni parti síðustu aldar voru
þetta ódýrustu, einföldustu og
minnstu bílarnir í Evrópu, svona
nokkurs konar tákn Póllands,“ út-
skýrir Ómar. Vélin í bílnum er að-
eins 650 rúmsentimetrar að stærð
en þó segir Ómar bílinn ná 105 km
hraða á klst. Hann eyði um fimm
lítrum á hundraðið. „Það voru bara
smíðaðir 400 blæjubílar en það voru
alls framleiddar 8,5 milljónir af Fiat
500 og þessum. Þetta er sami bíllinn
en með mismunandi yfirbyggingu.“
Ómar segir þetta „limmósínu fátæka
mannsins“ og ef til vill verði limman
leigð út sem minnsta limma lands-
ins. Hún sé tilvalin í brúðkaup.
„Limmósína fátæka mannsins“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Ástarbíllinn Ómar Ragnarsson keyrði á ástarbílnum inn í anddyri Borg-
arleikhússins í gærkvöldi. Bíllinn verður þar til sýnis um óákveðinn tíma.
Eins og fram
hefur komið í fjöl-
miðlum var Gauk-
ur Úlfarsson
sjónvarpsþátta-
framleiðandi og
tónlistarmaður
dæmdur í gær í héraðsdómi
Reykjavíkur til að greiða Ómari R.
Valdimarssyni 300 þúsund kr. í
miskabætur fyrir ummæli sem
hann viðhafði á bloggsíðu sinni.
Viðbrögð bloggara eru misjöfn. All-
margir fagna niðurstöðunni og
segja að í henni felist upphefð fyrir
bloggið. Einhverjir hafa hvatt Gauk
til að áfrýja málinu til Hæstaréttar
sem hann virðist nú hafa gert en
vinsælir bloggarar á borð við Egil
Helgason eru gagnrýnir á dóm hér-
aðsdóms og segja hann opna fyrir
flóðgáttir málaferla vegna æru-
meiðinga.
Sjálfur segir Egill að dómsmálin
myndu skipta hundruðum ef hann
nennti að elta ólar við allar þær sví-
virðingar sem birst hafa um hann
sjálfan í bloggheimum. Segir hann
besta ráðið að loka tölvunni þegar
manni líkar ekki það sem um mann
er sagt úti í bæ.
Viðbrögð bloggara við
dómi æði misjöfn
Vikuleg spurningakeppni með
tónlistarlegu ívafi, Pop-Quiz, hefst
nú á föstudaginn á Organ kl. 18.
Fyrsti spyrill og spurningahöf-
undur er Valgeir Guðjónsson en í
framhaldi munu þau Ágúst Boga-
son á Rás 2, Helga Þórey tónlistar-
gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og
Steinþór Helgi af Fréttablaðinu og
X-inu stjórna keppni. Reglurnar
eru með svipuðu sniði og á sam-
bærilegri keppni á Grand Rokk,
þ.m.t. bjórspurningin vinsæla.
Pop-Quiz á Organ
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær virðist
sem fjöldi flytjenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins
hafi ekki gert samning við RÚV og þar með ekki
veitt samþykki sitt fyrir því að flutningur þeirra
yrði notaður á safndisknum Laugardagslögin
2008, né að sá flutningur yrði seldur á Tónlist.is.
Björn Th. Árnason, formaður og framkvæmda-
stjóri FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna)
segir að félagið muni taka málið í sínar hendur
og kanna með lögmönnum sínum hvort brotið
hafi verið á viðkomandi flytjendum. Telur hann
hins vegar að málið sé auðleyst, enda sé mikill
vilji fyrir því hjá RÚV að leiða málið til lykta.
„Eftir því sem ég get best séð benda menn hver á
annan og við þurfum fyrst og fremst að skoða þá
samninga sem gerðir voru,“ segir Björn.
Nú virðist sem margir flytjendur hafi ekki
skrifað undir neinn samning. Er það eðlilegt?
„Það er auðvitað ekki eðlilegt. Mér sýnist að í
þessu tilviki hafi Sjónvarpið gert samninga við
höfunda og höfundar hafi síðan átt að sjá til þess
að upplýsa flytjendur. Allar greiðslur til flytj-
enda hefðu átt að vera inn í þessum heildar-
pakka.“
Eiður Arnarson hjá Senu hefur sagt það sé
hlutverk rétthafa að semja við flytjendur?
„Það er hárrétt hjá honum. Þetta er eitt af því
sem við munum skoða. Í Söngvakeppninni í fyrra
og hittiðfyrra var FÍH haft með í ráðum við gerð
rammasamnings um Söngvakeppnina og þar
innanhúss eiga menn að vera upplýstir um þetta
atriði. Hins vegar er það mjög mikilvægt að flytj-
endur, séu meðvitaðir um það sem þeir eru að
taka að sér.“
Reglurnar taka af öll tvímæli
Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri segir
málið allt hið sérkennilegasta. Höfundarnir hafi
skrifað undir reglur Söngvakeppni Sjónvarpsins
en þar standi í 16. grein að allir þátttakendur,
lagahöfundar, textasmiðir og flytjendur gangist
undir þá skuldbindingu að tónlist þeirra og
flutningur komi út á safnplötu eða öðrum miðli
sem Sjónvarpið kýs að gefa út sjálft eða í sam-
vinnu við útgáfufyrirtæki. Þessi liður ætti að
taka af öll tvímæli um þetta en með undirskrift
samþykkja höfundarnir að það sé á þeirra for-
ræði að upplýsa flytjendur um málið.
Spurður að því hvort svipað mál hafi komið
upp áður segir Þórhallur að honum sé ekki
kunnugt um það enda hafi Söngvakeppnin í ár
verið sú fyrsta sem hann stýrir fyrir Sjónvarpið.
Skrítin vinnubrögð
Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður söng
bakraddir í nokkrum lögum í keppninni og hann
tekur undir þá gagnrýni sem þegar hefur komið
fram. „Í mínu tilviki var ég verktaki hjá höf-
undum sem hringdu í mig og báðu mig um að
syngja í laginu.“ Aðspurður hvað hann hafi feng-
ið greitt fyrir segir hann að upphæðirnar hafi
verið mjög mismunandi. „Höfundar fengu
ákveðna greiðslu frá Sjónvarpinu og svo fór það
bara eftir því hvað þeir höfðu mikið á milli hand-
anna eftir að búið var að sauma búninga og ann-
að. Þetta voru engar stórar upphæðir.“ Pétur
segist hins vegar aldrei hafa rætt það við nokk-
urn mann að hans flutningur yrði notaður á safn-
plötu en segir að hann hafi svo sem getað sagt
sér það sjálfur því þannig safnplötur hafi komið
út áður. „En þetta eru óneitanlega svolítið skrít-
in vinnubrögð. Þetta er eins og að spila á tón-
leikum sem RÚV tekur upp og svo eru þeir tón-
leikar bara komnir út á DVD-disk eftir nokkrar
vikur án þess að maður sé hafður með í ráðum.“
Örlygur Smári, höfundur sigurlagsins í
Söngvakeppninni í ár, vildi ekki tjá sig um málið
og Friðrik Ómar, einn flytjenda lagsins, vildi
heldur ekki tjá sig um málið með beinum hætti.
Hins vegar hafði hann þetta að segja: „Öll mál
sem snúa að flytjendum á Íslandi eru í molum.
Það er okkur sjálfum að kenna fyrst og fremst
því samstaðan er engin.“
FÍH kannar rétt flytjenda
Friðrik Ómar segir öll mál er varða flytjendur á Íslandi í molum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fullkomið líf Örlygur Smári, höfundur sigurlagsins í ár, vildi ekki tjá sig um málið. Pétur Örn Guð-
mundsson segir að hann hafi aldrei rætt það við nokkurn mann að flutningur hans kæmi út á safnplötu.
Björn Th.
Árnason
Þórhallur
Gunnarsson
Pétur Örn
Guðmundsson