Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 9

Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „JÖKLAR munu væntanlega hverfa enn fyrr í Himalaja en hér á landi á komandi árum vegna hlýnandi loftslags, en frekari rannsóknir þarf til þess að meta nánar hve lengi þeir endast. Óttast er að jökl- ar þar gætu meira eða minna horfið á næstu þrjátíu til sjötíu árum. Það hefði mjög mikil áhrif á alla búsetu sjö hundruð milljón manna á Indlandsslétt- unni þar sem stærstu árnar flytja leysingavatn frá jöklun- um, svo sem Indus, Ganges og Brahmapurta,“ segir Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands, um fyrirhugaða þátt- töku Íslendinga í jöklarannsóknum í Himalaja- fjöllunum. Að sögn Helga hefur forseti Íslands haft frum- kvæði að því að setja á fót samstarf íslenskra og indverskra vísindamanna um jöklarannsóknir þar sem nýta mætti reynslu af áratuga starfi hér á landi sem á margan hátt er meiri en Indverja. „Þessar rannsóknir felast í því að setja af stað mælingar eins og þær sem við höfum gert á Ís- landi. Það er að rannsaka stærð jöklanna, gera kort af yfirborði þeirra og botni; meta síðan af- komu þeirra, það er hversu mikill snjór safnast á þá á hverju ári, hve mikið bráðnar og rennur burt til fallvatna og tengja það veðurþáttum. Fylgst verður með hreyfingu jöklanna og sett- ar upp veðurstöðvar og gögnin síðan notuð til að gera líkön af tengslum afkomu jökla og loftslags. Að lokum verða gögnin og líkönin notuð til að spá fyrir um framtíðina út frá gefnum sviðs- myndum um hugsanlega loftslagsþróun á næstu árum, alveg á sama hátt og við höfum unnið hér á landi. Þessar niðurstöður verða síðan notaðar við mat á jöklabreytingum á næstu áratugum í Himalaja-fjöllunum og við allt skipulag um við- brögð við þeim.“ Helgi segir Indverja standa mjög framarlega á mörgum sviðum vísinda og m.a. fylgjast vel með jöklum sínum úr gervitunglum. Þeir séu hins vegar skemmra á veg komnir á þessu sviði jöklarannsókna og hluti verkefnisins verði að þjálfa þarlenda nemendur hér á landi við að afla gagna á jöklum og nota þau til líkanasmíði af tengslum veðurs og afkomu og lýsa síðan við- brögðum jökla við breytingum í loftslagi. „Það er ekki ætlun okkar að taka að okkur jöklarannsóknir í Indlandi heldur munu Indverj- ar að sjálfsögðu vinna þær. Hins vegar getum við lagt til reynslu okkar og aðferðir. Samanlagt eru í Himalaja mestu jöklar utan heimskautasvæða svo þátttaka okkar í rannsóknunum yrði gagn- legt framlag til alþjóðlegra jöklarannsókna.“ Listinn yfir afleiðingarnar langur Helgi segir rýrnun og hvarf jökla í Himalaja myndu hafa mikil áhrif á líf milljóna manna. „Úrkoma berst með vestanvindum að vetri og monsúnvindum að sumri en þess á milli er þurrt. Þegar jöklarnir eru horfnir fá árnar ekkert ann- að en úrkomu, þær þorna því í þurrkatíð og þá er ekkert vatn að hafa til áveitna. Allt samfélagið hefur treyst á að leysingarvatn frá jöklunum haldi við ánum í árstíðum þegar ekki rignir. Í fyrstu verða jökulár vatnsmiklar og hættu- leg jökulhlaup munu verða tíð frá jökulstífluðum vötnum. Þau falla úr mikilli hæð og sópa burt öllu sem fyrir verður allt niður á sléttlendi. Áhrif á vegi, brýr og ferðamannaiðnað eru augljós. Þegar jöklarnir hverfa minnkar vatnsmagnið og sums staðar hverfa ár. Það getur haft áhrif á vatnsorkuver, áveitur til landbúnaðarhéraða, fæðuframleiðslu, drykkjarvatn, reyndar allt skipulag byggðar og að lokum má minna á heilsufarsvanda. Samstarfsverkefninu sem for- seti Íslands hefur haft frumkvæði að því að koma á er ætlað að leggja grunn að mati á áhrifum loftslagsbreytinga á jökla svo að vinna megi markvisst að því að takast á við efnahagslegar og félagslegar afleiðingar þeirra.“ Íslenskir vísindamenn hyggjast þjálfa Indverja í jöklarannsóknum Hop jökla í Himalaja gæti ógnað afkomu hundraða milljóna manna AP Vatnsforðabúr Við Dal-vatnið í Srinagar, Ind- landi. Hluti Himalaja-fjalla er í bakgrunni. Helgi Björnsson Fréttir á SMS Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending Stakir jakkar, kjólar, hördress, pils og skokkar M bl .9 89 14 2 FLOTTAR YFIRHAFNIR jakkar og frakkar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Nokkur sæti eru laus í eftirtaldar sumarferðir hjá okkur: Austurland 18. - 21. júní Vesturland 23. - 27. júní Danmörk 6. - 12. júní Skotland 26. júní - 1. júlí Nánari upplýsingar eru á skrifstofunni mánud. þriðjud. og miðvikudaga kl. 16:30 - 18:00 í síma 551 2617 eða 864 2617. Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Síðumúla 3 · Sími 553 7355 Hæðasmára 4 · Sími 555 7355 undirföt A-FF skálar Verð: Bh 5.500 kr. Boxer 3.100 kr. Laugavegi 63 • S: 551 4422 ALLRA VEÐRA HETTUKÁPUR STR. 34-48 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Fallegar sumar- peysur Str. S-4XL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.