Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 22
|laugardagur|12. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Vor í lofti Sá vetur sem senn er á enda hefur verið nokkuð óvenjulegur hér í Sandgerði. Hann hófst með sífelldum stórviðrum, roki og rigningum en frá jólum hefur verið snjór og meiri snjór. Snjórinn gladdi börnin og þann hóp manna sem á vélsleða, fjórhjól og torfæruhjól. Þeir eru margir enda fjölgaði þessum tækjum mikið hér í Sandgerði í vetur. Sumir hafa þeyst um götur, tún og lóðir með tilheyrandi hljóðum og nú er snjó hefur tekið upp má víða sjá hvern- ig kraftmikil tækin hafa tætt upp viðkvæman gróður. Vonandi sýna menn landinu meiri nær- gætni næsta vetur – ef það kemur snjór.    Krepputal hefur verið áberandi að undanförnu, alls konar kreppur eiga að vera að hellast yfir allt og alla. Ég hef verið í sambandi við iðnaðar- menn hér í bæ og þeir segjast ekki verða varir við þennan ófögnuð, þvert á móti eru mikill verkefni fram undan og sumir að bæta við starfsmönnum. Sú var tíðin að stjórnvöld voru sífellt að bjarga málum svo útgerðin færi ekki á hausinn, en nú snýst allt um að bjarga bönkum sem hafa keppst um að toppa hver annan í glæsileik og sýndarmennsku. Vonandi fer samt enginn á hausinn í þessari fjármálabrælu.    Bæjaryfirvöld í Sandgerði héldu íbúafund um forvarnastefnu bæjarins. Fundurinn var hald- inn í grunnskólanum og voru fyrirlesarar þeir Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fræðslu og forvarna, og Erlingur Jónsson, forstöðumaður Lundar. Ekki virðist vanþörf á að brýna fyrir fólki hætturnar af miskunnarlausum heimi fíkniefna, margir sem hafa ánetjast hafa endað líf sitt með voveiflegum hætti. Sæmileg mæting var á fundinum en það eru ansi margir sem hugsa, þetta er ekki fyrir mig, en óhætt er að fullyrða að á slíkt er ekki að treysta. Enginn veit hver á eftir að falla í hættulegt net fíkni- efna sem mörgum reynist erfitt að losa sig úr. Næsti íbúafundur fjallar um skólastefnu.    Í vetur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við endurbyggingu á Strandgötu að hluta, skipt var um allar lagnir auk þess sem gatan var færð um nokkra metra. Vel má vera að hin rysj- ótta tíð hafi tafið verkið, en það voru margir orðnir langþreyttir við verklok enda gatan aðalþungaflutningagata frá höfninni. Nú fer að sjá fyrir endann á því að gatan verði malbikuð og hinir miklu þungaflutningar sem hafa farið víða um bæinn færist á Strandgötuna.    Miðnesheiðin hefur lengi verið skeinuhætt þótt ekki sé hún há. Fyrr á öldum urðu margir þar úti, sérstaklega að vetri til. Hundurinn Brúnó, sem er lítill heimilishundur af Chihuahua-kyni, fór án leyfis húsbónda síns í smáferðalag og hefur sennilega ekki ratað heim aftur á Vallar- götuna í Sandgerði. Mikil leit var gerð að Brúnó um bæinn og víða um Miðnesheiði og komu þar að skólabörn, unglingasveit Sigur- vonar og fjöldi fólks. Eftir fjóra daga fannst Brúnó við Offiséraklúbbinn á Keflavíkur- flugvelli. Vera má að hann hafi ætlað að komast í ameríska stórsteik en því var ekki fyrir að fara enda Kaninn farinn. Nú er Brúnó kominn til síns heima og víkur ekki frá eiganda sínum, sjálfsagt minnugur lífsreynslunnar á Miðnes- heiðinni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Framkvæmt Mikill léttir verður þegar fram- kvæmdum verður lokið við Strandgötuna. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Sól, sjór, sandur. Svona hljómardraumafríið í huga margra íslenskrakvenna … ef ekki væri fyrir sundfatn-aðinn sem óumflýjanlega fylgir fríi á sólarströnd. Fæstar okkar geta státað af vaxt- arlagi sundfatafyrirsætu og jafnefnislítil klæði og sundföt eru oft illa til þess fallin að dylja ólögulegri svæði. Lærapokar, slappir maga- vöðvar, appelsínuhúð … þessum ógnvænlegu óvinum sjálfstraustsins virðist eflast ásmegin þegar komið er inn í mátunarklefann þar sem skerandi birtan tekur allt annað en mjúklega á móti nábleiku hörundi eftir langan íslenskan vetur. Vissulega veit hinn innri femínisti að réttu viðbrögðin í stöðunni væru að horfa stoltur í spegilinn, bera höfuðið hátt og gleðjast yfir hverjum einasta rúmsentimetra. Skipulagt nið- urrif tísku- og fegurðariðnaðarins, sem ekki lætur frá sér eina einustu mynd nema vandlega Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eldheit Lepel-tankinítoppur 4.600 kr., buxur 3.200 kr. Sel- ena. Selt sem sett. Áttundi áratugurinn Lepel- tankinítoppur 5.600 kr., buxur 3.500 kr. Selena. Selt sem sett. Sumarstemning Bikinítoppur 2.490 kr, buxur 2.490 kr.Oasis. Fortíðarskotið Lepel-bikiní- toppur 4.920 kr. buxur 3.500 kr. Selena. Selt sem sett. Litríki Skrautlegt páfuglabikiní 2.990 kr. Vero Moda. Grænt, grænt, grænt Bikinítoppur 1.290 kr., bux- ur 1.290 kr. Vero Moda. Klassískur Svartur sundbolur er alltaf góður í laugina. Sea- folly, 13.990 kr. Útilíf. Fyrir skrautfuglana Lepel- sundbolur með páfuglamynstri 7.200 kr. Selena. Sundlaugarsæla í sól og sumri Fyrir Bondstúlkuna Seafolly- bikinítoppur 9.900 kr., buxur 7.590 kr. Útilíf. fótósjoppaða, kemur hins vegar oftast í veg fyr- ir að hugurinn nái á svo hátt plan. Nei, sundfatakaup eru líklega nokkuð sem flestar konur fresta í lengstu lög. Skítt með það þó teygjan sé að mestu farin úr sundbolnum og bikiníið hafi verið upp á sitt besta á diskó- tímanum. Það er allt skárra en að leita að nýjum sundfötum. Eða hvað? Er hægt að einfalda leitina og horfa strax fram hjá því sem ekki hentar? Fyrsta skref í þá átt hlýtur að vera að sættast við eigið vaxtarlag. Bæði kosti og galla. Sættast á það að afturendinn er ef til vill örlítið mýkri en á unglingsárunum. Að lærin eru líkast til eitt- hvað umfangsmeiri, magavöðvarnir eilítið slappari og brjóstin ekki jafnstinn. Við getum líklega flestar skrifað undir að tíminn hafi haft íþyngjandi áhrif á einhvern ofangreindra þátta. Það er þó ekki ástæða til að forðast sundfata- kaup – maður þarf bara að undirbúa sig andlega og skella kannski á sig svona tveimur umferðum eða svo af brúnkukremi enda hylur gullinn húð- litur fjölmargar syndir. Sundfatatískuna sjálfa skyldi svo meira hafa til hliðsjónar, en einblína á eigið vaxtarlag af meira raunsæi. Státarðu af hinum svokallaða stundaglasvexti? Hví ekki að skoða sundföt í anda kvikmyndastjarna 5. og 6. áratugarins, kvenna á borð við Grace Kelly og Marilyn Monroe – því það er fjölmörg sundföt í þeim anda að finna í verslunum núna. Þær sem hafa grannan vöxt geta svo notið þess að spóka sig á sundfötum sem draga dám af áttunda áratugn- um, nú eða þá sundbol í anda þess sem Keira Kneightley skartaði nýlega í Óskarsverðlauna- myndinni Friðþægingu, séu þær svo heppnar að rekast á einn slíkan. Bikiníið sem Ursula Anders klæddist er hún reis úr hafinu í Dr. No er annað dæmi um ódauðlegan sundfatnað sem stenst einkar vel tímans tönn. Þær Grace Kelly, Marilyn Monroe og Ursula Anders myndu þó líklega ekki standast fótó- sjoppaðar kröfur samtímans, sem er kannski bara þörf áminning um að hafa húmor fyrir sjálfum sér, njóta sundfataleitarinnar og gleyma öllum firrtum kröfum um fullkomnun. Gott í sumarsportið Hvítt Speedo-bikiní 7.990 kr. Útilíf. úr bæjarlífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.