Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ undanförnu hefur verið mikil umræða í gangi um afnám og/eða lækkun tolla á innflutt matvæli. Þar hafa farið fremst í flokki formaður og varaformaður Samfylkingarinnar að ógleymdum forstjóra Bónuss. Í þess- ari umræðu hefur ým- islegt verið sagt sem vert er að skoða nánar og rétt er að taka fram að það er ekkert nýtt að reynt sé að sækja að kjúklinga-, eggja- og svínarækt, það hefur verið gert margoft áð- ur og hvatirnar að baki ekki alltaf verið þær að gæta hags neytenda og raunar ekki frekar ástæða til að reikna með að svo sé núna. Muna má þegar Pálmi Jónsson frá Akri var ráðherra landbún- aðarmála, skellti hann á 200% gjaldi á innflutt kjarnfóður og mun til- gangurinn hafa verið sá að vernda kinda- kjötsframleiðsluna fyrir kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu sem á þeim tíma var þó ekki nema brot af því sem nú er. Formaður Samfylk- ingarinnar lét svo um mælt á flokksstjórnarfundi 30. mars síðastliðinn að hún telji „… rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki telj- ast til hefðbundins landbúnaðar, s.s. fugla og svínakjöti. Það snerti hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda.“ Ágúst Ólafur varaformaður bætti um betur í Kastljósi og komst að þeirri upplýstu niðurstöðu að ástæðulaust væri að „… vernda tvo kjúklingabændur og sextán svína- bændur“. Var ekki annað á honum að skilja en að það væri nú bættur skaðinn þó að þeir yrðu að leggja upp laupana því að þar með væri mestallur vandi þjóðarinnar leystur. Bætti hann svo því við að slá skyldi skjaldborg um hinn hefðbundna landbúnað, allir ættu nú að geta verið sam- mála um það! Krossferð þeirra flokkssystkina virðist ekki vera þar með lokið því Ingibjörg bætti um betur á ársfundi Út- flutningsráðs og sagði þar: „Að mínu viti er ekki réttlætanlegt að halda uppi tollmúrum á pasta, kjúklingum og svínakjöti til þess að halda uppi verði á lambakjöti.“ Skjald- borgin sem Ágúst talaði um í Kastljósi er sem sagt fallin, eftir stendur formaðurinn vígamóður og ef henni tekst ætl- unarverkið getur þjóðin lifað í vellystingum það sem eftir er að hennar áliti. En er þetta nú allt saman rétt sem þau hafa látið eftir sér hafa að undanförnu? Skoðum það nánar: Ágúst heldur því fram að kjúk- lingabændur séu 2, hið rétta er að þeir eru ekki færri en 14. Á launa- skrá þeirra fyrirtækja sem starfa í búgreininni eru um 300 manns og að viðbættum verktökum er talan kom- in í 400 til 500. Fróðlegt væri að Ingibjörg út- skýrði fyrir þjóðinni hvað hún á við með því að halda því fram að hinar boðuðu aðgerðir snerti ekki hag bænda nema óbeint en hafi hins veg- ar veruleg áhrif á hag neytenda. Svo því sé nú til haga haldið þá eru bændur líka neytendur ef það skyldi nú hafa farið fram hjá utanrík- isráðherranum. Hvað þýðir orðið óbeint í þessu sambandi? Hið rétta mun vera að útgjöld heimilanna vegna kaupa á svína- og kjúklinga- kjöti eru um 1 til 2% af heildar- útgjöldum og fer þá að verða naumt um fyrir hin „verulegu áhrif“ sem hún telur verða af því að fella niður tolla á umræddum matvælum. Ekkert hefur komið fram í máli þeirra Ingibjargar og Ágústs um það hvernig framhaldið verði ef þau hafa sitt fram. Hvernig verður það til að mynda tryggt að hið innflutta kjöt uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þess sem framleitt er innan- lands varðandi hreinleika og heil- brigði? Skiptir það kannski eftir allt ekki neinu máli og er e.t.v. óþarft að verja í heilbrigðiseftirlit þeim fúlg- um fjár sem nú gert? Kannski bara best að hætta því strax og jafna þar með samkeppnisskilyrðin? Hafa þau kynnt sér hvernig t.d. Dönum geng- ur að halda sínum markaði lausum við innfluttan óþverra í örveru- formi? Ingibjörg er sem kunnugt er for- maður Samfylkingarinnar og Ágúst varaformaður. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætlast til þess að for- ystumenn í næststærsta stjórn- málaflokki landsins ræði af sæmi- legri skynsemi um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Það hefur brugðist hvað þetta varðar og verður að segjast að oft hafi þau ver- ið málefnalegri. Tollar á matvörum Ingimundur Bergmann vill málefnalegri umræðu frá forystu Samfylkingarinnar Ingimundur Bergmann »Rætt hefur verið um að fella niður tolla af matvælum og hafa þar farið einna fremst forystumenn Samfylking- arinnar og Bónuss. Höfundur er bóndi. UM DAGINN bárust fréttir af því að Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hygðist aftur hefja hvalveiðar í hagn- aðarskyni. Eftir geng- isfall og fjármála- kreppu í dymbilvikunni hefur þó verið kyrrt um slík áform. Það er sennilega eins gott. Í nýrri úttekt sem forsætisráðherra lét gera um ímynd Íslands segir þetta um hagn- aðarhvalveiðarnar sem ríkisstjórnin setti af stað í hittifyrra: „Því má segja að með upp- hafi hvalveiða árið 2006 hafi verið um aðgerðir að ræða sem hefði þurft að undirbúa bet- ur með samhæfingu ákveðinna atvinnu- greina og hags- munaaðila.“ Þessi niðurstaða er auðvitað orðuð af ýtr- ustu kurteisi. Þess vegna er rétt að leggja eyrun við frásögn nefndarinnar sem samdi skýrsluna: „Markaðsstarf í ferðaþjónustu hefur í aðalatriðum byggst á skilaboðum um hreina og ósnerta náttúru og að á Íslandi sé farið vel með hana. Verkefni tengd sölu á landbúnaðar- og sjávarafurðum … byggjast á sömu forsendum, auk þess sem þar er lögð áhersla á að um sjálfbæra framleiðslu sé að ræða. Margir voru þeirrar skoð- unar að með því að leyfa hvalveiðar aftur árið 2006, í trássi við alþjóðlegt hvalveiðibann og almenn viðhorf al- þjóðasamfélagsins, hafi íslensk stjórnvöld stefnt í hættu þeim ár- angri sem náðst hafði. Frétta- skot … af drápi og skurði hvala voru sýnd í erlendum fjölmiðlum og gengu milli manna í tölvupósti. Þannig var dregin upp mynd af Íslendingum sem villimönnum og óvinum náttúruverndar. Í framhaldinu voru ís- lenskar vörur fjar- lægðar úr hillum í stór- vörumarkaðnum Whole Food Market í Banda- ríkjunum og íslenskir eða íslenskættaðir birgj- ar evrópskra stórmark- aða fundu fyrir þrýst- ingi og megnri óánægju með ákvörðun stjórn- valda um hvalveiðarnar. Þarna voru við- skiptatengsl í húfi sem langan tíma hafði tekið að byggja upp. Einnig var talið að aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda ferðamanna til landsins. Afleiðingarnar urðu þó ef til vill minni en búist var við samkvæmt könnun Ferðamálastofu og ParX en þó er alltaf erfitt um vik að meta raunveruleg áhrif slíkrar umfjöllunar á hagkerfi eins og það ís- lenska. Mögulega eru áhrifin þó ekki að öllu leyti komin fram því umfjöllun í fjöl- miðlum og á veraldarvefnum mun lifa áfram og verða grafin upp þegar ástæða verður aftur til.“ Augljóst er að nefndin telur þessar veiðar afar varhugaverðar fyrir ímynd Íslands. Það snertir alveg sérstaklega ferðaþjónustuna, en ímynd landsins skiptir ekki síður miklu í almennum viðskiptum, einsog íslenskir banka- menn þekkja vel eftir tíðindin und- anfarið – og sömuleiðis allur almenn- ingur. Ímyndaráhrif hvalveiða hafa raunar verið tekin upp áður. Til dæmis báðu nokkrir þingmenn haustið 2003 að mínu frumkvæði um skýrslu frá sam- gönguráðherra, sem þá var einnig um- sjónarmaður ferðamála, um áhrif hval- veiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands. Eftir japl, jaml og fuður fól ráðherrann þáverandi ferða- málaráði að sjá um skýrsluna og að liðnu hálfu öðru ári, í mars 2005, birtist loksins svolítil samantekt þar sem þessi áhrif voru talin hverfandi. Þess má geta að samgönguráðherra var þá Sturla Böðvarsson en formaður ferða- málaráðs Einar K. Guðfinnsson, sem vorið 2006 hóf einmitt hagn- aðarhvalveiðarnar sem sjávarútvegs- ráðherra. Sú ákvörðun virðist raunar hafa valdið þáttaskilum í þessu máli. Óbeit viðskiptamanna okkar og gistivina á þessum veiðum var augljós þótt nátt- úrverndarsamtök ákvæðu að beita sér ekki af fullu afli. Þá kom berlega ljós að ekki var hægt að selja afurðirnar, hvorki á erlendum markaði né inn- lendum, og hinir glaðbeittu útgerð- armenn urðu að lokum að henda veru- legum hluta aflans á haugana. Í ljósi reynslunnar og niðurstöðu nefndarinnar um undirbúninginn 2006 er eðlilegt að áður en sjávarútvegs- ráðherra tekur ákvörðun um framhald veiðanna geri hann grein fyrir samráði sínu þá og nú við forystumenn at- vinnugreina og aðra hagsmunaaðila sem helst koma við sögu. Með orðum eins viðmælanda nefndarinnar sem samdi hina ágætu ímyndarskýrslu: „Við getum skerpt ímynd en ekki búið hana til. Ímyndin þarf að vera traust, samrýmast raun- veruleikanum, má ekki bara vera glansmynd.“ Hvalveiðarnar og ímynd Íslands Mörður Árnason kallar eftir rökstuðningi yfirvalda áður en teknar verða ákvarðanir um hvalveiðar Mörður Árnason »Nefndin tel- ur hvalveið- arnar var- hugaverðar fyrir ímynd Ís- lands – sem skiptir miklu í viðskiptum, einsog menn þekkja vel eftir tíðindin und- anfarið. Höfundur er varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Í UMRÆÐUNNI um Reykja- víkurflugvöll, skiptast menn í tvo hópa, þá sem vilja hafa Völlinn í Vatnsmýrinni og hina sem vilja flytja hann burtu. Um málið var haldin atkvæðagreiðsla 17. mars 2001. Spurt var „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“ Niðurstöð- urnar voru þessar: Þeir sem vildu að Völlurinn færi voru 14913 eða 49,3%, þeir sem vildu hafa Völl- inn áfram í Vatns- mýrinni voru 14529 eða 48,1%, aðeins 384 atkvæði skildu að þessa tvo hópa. At- hygli vekur að það voru 777 auðir eða ógildir seðlar. Á kjör- skrá voru 81.258 og kjörsókn var aðeins 37,2 %. Þetta þýðir að þessi meirihluti sem alltaf er verið að guma af er aðeins um 18% af Reykvík- ingum sem voru á kjörskrá. Allir sanngjarnir menn sjá að þessi naumi meiri- hluti er ekki nóg til að taka ákvörðun um þetta mikilvæga mál sem skiptir alla landsmenn miklu máli, sérstaklega fólk á lands- byggðinni. Tekið var fram að kosningin væri ekki bindandi. Samt sem áður tók Aðalskipulag Reykjavíkur mið af niðurstöðunum með því að gera ráð fyrir að flug- starfsemi hopaði í áföngum. Á þeim forsendum var efnt til al- þjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýr- arinnar. Miðað við hvað skiptar skoðanir eru um framtíð Vatns- mýrarinnar er sanngirniskrafa að fram fari önnur alþjóðleg hug- myndasamkeppni um heild- arskipulag Vatnsmýrarinnar með þeim forsendum að Völlurinn verði þar til framtíðar. Hér með skora ég á samgöngu- ráðherra og borgarstjórann í Reykjavík að efna til þannig hug- myndasamkeppni. Síðan á að kjósa um bestu tillöguna í hvorum flokki með þátttöku allra lands- manna, helst í tengslum við al- þingiskosningar til að tryggja kjörsókn. Minn draumur er að í Vatns- mýrinni verði flugvöllurinn, Há- skóli Íslands, Háskóli Reykjavík- ur, Landspítalinn, Valur, útivistarsvæðið og ylströndin í Nauthólsvík. Þarna yrði rúmt um stofnanirnar alla þessa öld. Að mínum dómi er ekkert sem myndi styrkja miðborg Reykjavíkur meira en að hafa flugvöllinn þar sem hann er í dag. Þetta myndi styrkja innanlandsflugið og einnig mætti hugsa sér að hluti af milli- landaflugi okkar til annarra landa í Evrópu færi frá Reykjavík- urflugvelli með hentugum hljóð- látum þotum. Það er mikið hag- ræði fyrir almennt farþegaflug að hafa tvo flugvelli nálægt hvor öðr- um eins og í Reykjavík og Kefla- vík. Flugrekendur spara mikið fé, þar sem flugvélarnar þurfta ekki að bera eins mikið eldsneyti til varavallar. Þetta eyk- ur aðbæra hleðslu, sem skilar lægri far- gjöldum. Í öðru lagi, ef náttúruhamfarir eins og eldgos eða jarðskjálftar hæfust á suður-vesturlandi þá má alveg búast við að annar hvor flugvöll- urinn gæti lokast. Í þriðja lagi er mikið öryggi að hafa flug- völl í nálægð Land- spítalans í sambandi við allt sjúkraflug á landinu. Völlurinn þarf ekki að raska ró okkar, hann er nú þegar lok- aður á nóttinni nema í neyðartilfellum. Til að minnka flugumferð yfir Reykjavík finnst mér að allt ferjuflug, kennslu- og æfing- arflug eigi að fara til Keflavíkurflugvallar. Til að minnka enn frekar flug yfir byggð þyrfti að lengja austur-vestur flugbrautina til vesturs upp í ca 2500 m til að auðvelda hlið- arvinds-flugtök og -lendingar. Norður-suður flugbrautin yrði að- eins notuð í undantekning- artilfellum þegar hliðarvindur væri of mikill fyrir austur-vestur flugbrautina. Með þessum aðgerð- um öllum verður flugumferð yfir byggð í Reykjavík aðeins brot af því sem nú er. Ef völlurinn yrði fluttur á Hólmsheiðina sem er að- eins í 2500 m fjarlægð frá austur- enda Rauðavatns myndi flug- umferð yfir byggð ekki minnka. Í umræðunni hefur mikið verið talað um að við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til að þétta íbúð- arbyggðina í Reykjavík. Ég tel aftur á móti að þétting byggðar í Reykjavík sé aðalorsakavaldurinn í því umferðaröngþveiti sem hrjá- ir okkur Reykvíkinga. Um tíu þúsund manna byggð í Vatnsmýr- inni með ca sjö þúsund bifreiðum, til viðbótar þeim bifreiðum sem fylgja stofnunum sem verða í Vatnsmýrinni myndi gera ástand- ið óviðráðanlegt. Í ritinu Vatnsmýri 102 Reykja- vík er birt viðtal sem Kastljós Ríkisútvarpsins átti við hollenska arkitektinn Rem Koolhaas 15. feb. 2006. Kristján Kristjánsson blaðamaður spyr hann: „Ertu fylgjandi þéttri byggð? Eiga borgir að reyna að þétta sig og hvað finnst þér um Reykjavík með tilliti til þessa?“ Rem Ko- olhaas svarar: „Þegar litið er til þess að fólk um allan heim vill hafa sífellt meira val og eigin for- gangsröðun er hæpið að sú reglu- festa og agi sem þétt byggð krefst sé boðleg, eða þá pólitískt möguleg, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Líklega þurfum við að gefa hugmyndina um þétt- leika upp á bátinn og hugsa um meiri dreifingu…“. Ég er Rem hjartanlega sammála og við þurf- um að snúa frá þeirri óheilla- stefnu að troða okkur Reykvík- ingum á sem fæsta fermetra. Við eigum nóg landrými til að byggja íbúðir á. Leyfum Vatnsmýrinni að vera í friði með þær stofnanir sem þar eru núna. Vatnsmýri 102 Reykjavík Rúnar Guðbjartsson vill að efnt verði til nýrrar hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarskipulag Rúnar Guðbjartsson » ... við þurfum að snúa frá þeirri óheilla- stefnu að troða okkur Reykvík- ingum á sem fæsta fermetra. Við eigum nóg landrými ... Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.