Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 31

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 31 MINNINGAR ✝ Ingibjörg El-ínborg Sigurð- ardóttir fæddist í Skálholtsvík í Hrútafirði 6. maí 1933. Hún lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 3. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Lýðsson, bóndi og trésmiður frá Bakkaseli í Hrútafirði, f. 7. nóvember 1908, d. 4. júní 1972, og kona hans Guðný Margrét Jóhannesdóttir, hús- freyja og saumakona frá Skál- holtsvík, f. 12. júní 1903, d. 3. mars 1979. Ingibjörg var elst fjögurra systkina. Hin eru Sig- urrós Jóhanna, f. 17. desember 1935, Lilja, f. 26. júlí 1937 og Daníel Gunnar, f. 1. apríl 1941. Ingibjörg giftist hinn 26. júní 1954 Þorsteini Elíssyni bónda í ember 2000. 2) Guðrún, f. 29. febrúar 1956, maki Jón Ein- arsson, f. 2. júlí 1953, sonur þeirra Einar Jónsson, f. 10. sept- ember 1979, sambýliskona Ósk Ólafsdóttir, f. 22. október 1981. Fyrir átti Jón soninn Björgvin Jó- hann, f. 20.11.1974, sambýliskona Margrét Anna Atladóttir, f. 7. september 1980. 3) Karólína Dóra, f. 15. ágúst 1962, maki Böðvar Stefánsson, f. 16. janúar 1964. Dætur þeirra Elín Björk, f. 25. ágúst 1992, og Steinunn Björg, f. 7. september 2000. 4) El- ínborg, f. 28. ágúst 1966, maki Bergvin Sævar Guðmundsson, f. 18. okt. 1961. Dætur þeirra a) Sigurrós Sandra, f. 13. nóvember 1984, unnusti Þorsteinn Hjalta- son, f. 14. maí 1984, b) Ingibjörg Eyrún, f. 20. júlí 1987, unnusti Runólfur Jóhann Kristjánsson, f. 10. ágúst 1985, og c) Sólveig Ásta, f. 27. mars 1995. 5) Ólöf, f. 16. október 1970, gift Böðvari Sigvalda Böðvarssyni, f. 1. des. 1964. Börn þeirra eru Ása Berg- lind, f. 13. febrúar 1997, Inga Rósa, f. 5. september 1998, og Stefán Páll, f. 29. ágúst 2002. Útför Ingibjargar fer fram frá Prestsbakkakirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Laxárdal, f. 10. okt. 1925. Þau hjónin hófu búskap í Lax- árdal sama ár og bjuggu þar allt til sl. áramóta, er þau fluttu að Glósölum 7 í Kópavogi. Þau eignuðust 5 dætur, þær eru: 1) Guðný Sigríður, f. 10. nóv- ember 1953, maki Sveinn Karlsson, f. 21. nóvember 1957. Börn þeirra eru a) Linda Björk, f. 19. júní 1980, sambýlismaður Ottó Ólafsson, f. 5. janúar 1979, sonur þeirra Sveinn Mikael, f. 19. ágúst 2006. b) Þorsteinn Ingi, f. 10. júní 1985, unnusta Brynja Ingimars- dóttir, f. 9. desember 1986. Fyrir átti Guðný soninn Birki Þór, f. 30. desember 1975, maki Sóley Lára Árnadóttir, f. 15. apríl 1979. Fað- ir hans Kristmundur Stefánsson, f. 26. febrúar 1950, d. 4. nóv- Nú skilja leiðir um stund, kæra tengdamóðir, þú hefur kvatt þitt jarðneska líf. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá því er ég, lítill drengur, var að alast upp á Kollsá. Í mínum huga varst þú alltaf fína konan frá Laxárdal. Það var ekki mikið farið af bæ í þá daga en það var sama hvar maður sá þig, í Kollsáréttum, í aftekningunum upp í Bakkaseli eða á barnaballinu á Borðeyri, þú varst alltaf svo fín og ekki voru dæturnar þínar síðri, í heimasaumuðum fötum frá hvirfli til ilja minntu þær mig alltaf á flottustu dúkkulísurnar sem eldri systur mín- ar áttu. Svo fór að elsta dúkkulísan þín, hún Guðný Sigríður, varð konan mín. Enn þann dag í dag man ég hversu lítill kall ég var þegar ég kom fyrst upp í Laxárdal sem unnusti Guðnýj- ar, spurningin var sú hvernig stráknum yrði tekið sem tengdasyni. En sá ótti var ástæðulaus, í Lax- árdal mætti ég bara hlýhug og vel- vild frá ykkur hjónunum, sem alltaf hefur verið ríkjandi á ykkar heimili. Ég hef verið heimagangur í Lax- árdal í 30 ár og þar hefur alltaf verið gott að koma, sama hvort maður kom svangur eða saddur, maður fór alltaf saddari heim. Ég hefði þegið að fá oftar að taka meira til hendinni við bústörfin hjá ykkur hjónunum en viðkvæðið hjá þér var svo oft; ég skal bara gera þetta, þú þarft að hvíla þig Sveinn minn þegar þú átt frí. Eitt skipti er mér í fersku minni, við Guðný komum eitt sinni sem oft- ar upp í Laxárdal til að hjálpa til við heyskapinn, þú varst að moka í blás- arann með heykvísl, þegar næsti heyvagn kom tók ég kvíslina þína og ætlaði að hvíla þig, þó ekki væri nema eins og einn vagn, en þú sagð- ir; ég skal bara gera þetta og tók- umst við svo á um heykvíslina um stund og þú hafðir betur, ég reyndi þetta ekki aftur. Þú mokaðir í blásarann og að því loknu vorum við drifin heim í kaffi og kökur, þar til næsti vagn kom, þá varstu rokin. Þetta var svo lýsandi dæmi um þig, þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um að öðrum liði vel, bæði mönnum og dýrum. Sveitin, bústörfin og fjölskyldan voru þitt líf og eitt af þínum ríki- dæmum var að þú undir alltaf glöð við þitt. Þannig hefur háttað hjá mér að ég hef verið einn í mínu koti tímabundið undanfarna vetur, þegar svo bar undir passaðir þú alltaf vel upp á að ég fengi að borða, hafðir umsvifa- laust samband og spurðir: „Viltu ekki koma í kvöldmatinn Sveinn minn“. Þær voru ómetanlegar kvöld- stundirnar sem ég átti með ykkur hjónunum við rabb um daginn og veginn að afloknum kvöldverði, og er ég ríkari maður eftir. Jæja Imba mín, „Fína konan frá Laxárdal“, nú verða þessi kveðjuorð ekki öllu fleiri, við sjáumst ef til vill síðar, hver veit. Minn er heiðurinn að fá að aka þér heim í sveitina þína í hinsta sinn. Ætla ég að lokum að gera þín orð að mínum er við kvöddumst í hinsta sinn fjórum dögum fyrir andlátið. Góða ferð, ég bið að heilsa. Sveinn Karlsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku amma. Þá er komið að kveðjustund. Okkur langar til að minnast þín með örfáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að þú skulir ekki vera lengur á meðal okkar, og að geta ekki farið í heimsókn til þín og talað um daginn og veginn. Það sem er okkur helst minnis- stætt þegar við komum í sveitina til ykkar afa er að við komum beint í veislu til ykkar, kræsingarnar voru ekki af verra taginu. Við vorum saddar allan tímann sem við vorum hjá ykkur. Það var svo gaman að fletta í gegnum myndaalbúmin með þér, sem þú varst búin að setja allar myndirnar ykkar í. Þú hugsaðir alltaf svo vel um alla í kringum þig. Okkur leið alltaf vel í návist þinni. Það var rosalega gaman þegar þú komst í kaffi til okkar í drullubúið. Við vorum búnar að malla þessar fínu drullukökur og vorum auðvitað að reyna að stæla kökurnar sem þú hafðir boðið okkur uppá, en það gekk ekki vel. Við viljum þakka þér fyrir allar þær skemmtilegu og góðu stundir sem við áttum saman. Þú munt ávallt lifa í hjarta okkar. Að lokum viljum við biðja góðan guð um að styrkja afa okkar á þessari sorgarstundu. Bless- uð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Þínar Rósa, Ingibjörg og Sólveig Ásta Bergvinsdætur. Elsku amma okkar, þá er kallið komið eftir hetjulega baráttu þína síðustu mánuði. Sorgin er mikil en við vitum að þér líður vel á nýjum stað. Þegar við hugsum til baka koma minningarnar streymandi því það er svo margs að minnast. Fyrir okkur systkinin verður Lax- árdalur ávallt okkar annað heimili og dvöldum við þar öll sumur á okkar yngri árum enda er hvergi betra að vera. Þegar skólinn kláraðist á vorin vorum við mætt til að taka þátt í sauðburðinum þó að við bræðurnir hlökkuðum reyndar alltaf meira til heyskaparins. Þú kenndir okkur að umgangast dýrin og náttúruna enda varstu mikið náttúrubarn og undir þér hvergi betur en í sveitinni. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur breyttist í gull og nutum við góðs af því. Ófá dúkkuföt, lopasokka og vett- linga hefur þú gefið okkur í gegnum tíðina auk þess sem þú kenndir okk- ur að sauma í og prjóna. Þá verður myndarskapnum í eldhúsinu aldrei gleymt. Snilli þín í kökubakstri og matargerð hreif alla gesti sem bar að garði enda svignuðu borðin undan gómsætum kræsingum í öll mál. Meira að segja þegar þú sagðist ekki eiga neitt með kaffinu var dregið upp hlaðborð á mettíma. Það var alltaf velkomið að koma með séróskir um mat og kökur en þú vissir þó alltaf hvað var í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Auk þess tókst þú upp á ýmsu til að gleðja okkur og voru kleinukarlar og dúkkusmákökur alltaf vel þegin. Góðvild, rausnarskapur, gjafmildi og snyrtimennska einkenndu þig. Allt fyrir aðra vildir þú gera og voru allir greiðar borgaðir margfalt til baka. Okkur finnst þetta ljóð lýsa þér nokkuð vel, alltaf að segja okkur sög- ur frá gamla tímanum og hugsandi vel um aðra. Marga góða sögu amma sagði mér, -sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn og í bréfi sendi þessa bæn: Vonir þínar rætist kæri vinur minn, vertu alltaf sanni góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á, ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn verndi og blessi elskulega drenginn minn, gefi lán og yndi hvert ógengið spor, gæfumsömum vini hug og þor. (Höf. Jenni Jóns.) Þín er sárt saknað en þú munt ávallt lifa í minningum okkar. Takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur. Megi Guð geyma þig um allar aldir. Systkinin Lyngbrekku. Það var haustið 2001, í réttarskúr kvenfélagsins í sveitinni sem ég hafði nýlega flutt í, að ég tók eftir henni, fallegri og hljóðlátri, og það sem vakti m.a. athygli mína var hin vand- aða og vel strokna svunta sem hún bar. Það var auðvitað ekki eingöngu svuntan sem dró athygli mína að henni, heldur var fas hennar og framkoma svo fáguð að af bar. Stuttu síðar kynntist ég henni, Ingi- björgu í Laxárdal, fyrir alvöru er ég gekk til liðs við konurnar í Iðunni, en svo nefnist kvenfélag sveitarinnar. Hún var þessi velvirka kona sem ætíð lagði gott til allra mála. Það var alveg sama hver viðfangsefnin voru, hún var alltaf reiðubúin að vinna verkin í þágu félagsins af alúð. Hún gekk 15 ára gömul í kvenfélagið Ið- unni, í vetrarbyrjun 1948, þegar fé- lagið var endurreist, en starfsemin hafði þá legið niðri um nokkurra ára skeið. Á 50 ára afmæli félagsins 1998, voru þrjár félagskonur við- staddar sem höfðu tekið þátt í seinna upphafinu og Ingibjörg var ein þeirra. Hún hafði reyndar tekið sér hlé vegna ungs aldurs í einhver ár, en hafði unnið félaginu í áratugi af þeirri tryggð sem einkenndi hana. Ingibjörg var fædd og uppalin í Bæjarhreppi og bjó hér alla tíð. Hún var tengd sveitinni sinni sterkum böndum, giftist bóndasyni í Laxár- dal, Þorsteini, miklum öðlingsmanni, og bjó honum fallegt heimili á fæð- ingarstað hans. Þau voru afar sam- hent hjón og unnu saman í meira en 50 ár að bústörfum og eignuðust fimm elskaðar dætur sem allar bera móður sinni og foreldrum báðum fagurt vitni. Hún annaðist heimilið af stakri kostgæfni og var mikil bú- kona, sérlega natin við skepnurnar, unni blómum og fegurð náttúrunnar og var framúrskarandi gestrisin enda gestkvæmt í Laxárdal. Í Orðskviðum Salómons konungs segir m.a. „Mjúklegt andsvar stöðv- ar bræði en meiðandi orð vekur reiði.“ Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur komið annað andsvar frá Imbu okkar en mjúklegt og gætum við dregið lærdóm af viðhorfum hennar og framkomu gagnvart samferða- fólkinu. Hæversku hennar og ljúf- mennsku var við brugðið og gæti eft- irfarandi úr Orðskviðunum því átt við hana sem segir: „Hógværð tung- unnar er lífstré“. Þessa mætu konu kveðjum við í dag með mikilli eftirsjá og söknuði, en nú hefur líkn lagst með þraut og böli snúið til blessunar. En kærleikurinn sem umber allt og er mestur alls, leiðir okkur áfram í birtu alheimsins og byggir brúna sem bindur okkur öðrum heimi, eins og skáldið Einar Benediktsson mæl- ir í sálminum fagra: „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum?“ En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Já, ekkert líf er án dauða og eng- inn dauði án lífs. Við vitum að nú hef- ur Drottinn Guð tekið Ingibjörgu El- inborgu Sigurðardóttur til sín og hún er þar sem hann er, umvafin kærleika hans og ljósi. Við biðjum Guð allrar huggunar um að vera Þorsteini og öllum ást- vinum þeirra nálægur. Við, konurnar í Iðunni, þökkum Imbu farsæl störf í þágu félagsins okkar og samfélags- ins alls og biðjum henni Guðs bless- unar. Veri hún kært kvödd í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir formaður. Ingibjörg Elínborg Sigurðardóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EINARÍNA MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis að Blikabraut 3, Keflavík, lést 10. apríl á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju, föstudaginn 18. apríl kl. 11.00. Samúel Björnsson, Guðbjörg Samúelsdóttir, Kristján Þórðarson, Björn Samúelsson, Svanhildur Gunnarsdóttir, Rósa Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, áður til heimilis í Hæðargarði 35, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Leifur Þorsteinsson, Sigríður S. Friðgeirsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Áshildur Þorsteinsdóttir, Lúðvík Friðriksson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR MAGNI MAGNÚSSON framkvæmdastjóri, til heimilis á Stekkjarflöt 21, Garðabæ, andaðist þriðjudaginn 8. apríl á líknardeild Landspítalans á Landakoti. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.00. Gunnar Magnús Ragnarsson, Fran Ragnarsson, Ingjaldur Henrý Ragnarsson, Hafdís Odda Ingólfsdóttir, Egill Þór Ragnarsson, Ása Björk Sigurðardóttir, Eiríkur Snorri Ragnarsson, Leifur Ragnar Ragnarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.