Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 39 Erla Ágústsdóttir, mín besta frænka, kvaddi þennan heim eftir veikindi hinn 20. mars síðast- liðinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð að vera hjá henni síðasta spöl- inn. Erla var einstök kona, fór aldr- ei í manngreinarálit og gerði aldrei upp á milli barna systkina sinna og vina. Öll börn elskuðu Erlu. Samband okkar Erlu var alveg einstakt, þegar ég var lítill fannst mér ekkert skemmtilegra en að koma til Erlu því hún var svo sæt, átti alltaf nammi og svo átti hún svo fínt dót. Þegar ég komst á unglings- árin þá fannst mér svo gott að tala við hana um hluti sem ég þorði ekki að tala um við aðra. Þegar ég var kominn á fullorðinsaldurinn heim- sótti ég hana reglulega í Grænuhlíð- ina. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar í eldhúsinu með kaffi og sígó. Alltaf kvaddi ég Erlu með bros á vör. Börnunum mínum, Jóhanni Berg og Díönu Írisi, þótti mjög vænt um Erlu frænku. Hún lét sig aldrei vanta á tímamótum í lífi þeirra og fyrir það er ég þakk- látur. Í heimsóknum mínum til hennar í Skógarbæ þar sem hún dvaldi síð- ustu daga ævi sinnar, stoppaði tím- inn. Ég sat hjá henni og rifjaði upp samverustundir okkar frá því ég man eftir mér og fram á daginn í dag. Þarna tjáði ég henni vænt- umþykju mína í hennar garð og ég gat hlegið og grátið. Ég náði að kalla fram bros hjá henni þótt lífs- neistinn væri að fjara út og þegar hún kvaddi svo þennan heim þá var hún með bros á vör. Hún var sátt við að fara í sitt hinsta ferðalag. Erla var ein af þessum konum sem gaf mikið en þáði lítið. Stund- um óskaði ég þess að hún hefði þeg- ið meira. Ég kveð Erlu frænku mína með söknuði og þakklæti fyrir að fá að vera henni samferða í 47 ár. Minn- ingin um hana lifir. Guðmundur Örn Jóhannsson. Erla hefur verið til staðar alveg frá því að ég man eftir mér. Ég á minningar um hana leiðandi lítinn þybbinn strák um götur grískra bæja. Hún var mikið hjá okkur eftir að við fluttum til Bandaríkjanna. Á sumrin þegar hún heimsótti okkur flaug hún inn í flugfreyjubúningi, alveg stórglæsileg. Hún var fljót að skipta honum út fyrir sundfötin og henti sér út í sólina á veröndinni okkar. Ég hló alltaf því það brást ekki að hún kom inn eftir fyrsta daginn sólbrennd og rauð. Hún kom ávallt með hluta af Íslandi með sér í ferðum sínum til okkar, yndislegan íslenskan ost, Opal, Toblerone og harðfisk, sem var uppáhald móður okkar. Það er erfitt að lýsa lífi einhvers í örfáum setningum, hún var svo miklu meira en bara þessi orð. Hún var sú sem tengdi saman fjölskyld- ur tveggja heimsálfa sem ekki sáust oft. Með sögum hennar og myndum sáum við íslensku frændsystkin okkar vaxa úr grasi og eignast sínar eigin fjölskyldur. Ég mun sakna þess mikið og Erlu mun ég sér- staklega sakna. Jim Houhoulis. Erla var ávallt mjög stór partur af mínu lífi og því er erfitt að rifja upp aðeins nokkrar minningar. Hún kom til okkar þegar við áttum heima á Grikklandi og upplifði með mér þar hluta af besta tíma lífs míns; fyrstu ferðar minnar á Erla Ágústsdóttir ✝ Erla Ágústs-dóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík að kvöldi skír- dags, 20. mars síð- astliðins, og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. apríl. ströndina, heimsóknir á merka staði og gönguferðir um skemmtilega bæi. Hún var með mér nánast á öllum merk- isstundum í lífi mínu. Hún tók virkan þátt í lífi fjölskyldunnar eft- ir að ég átti börnin mín, hún mætti á hafnaboltaleiki Evans og ballettæfingar Andreu, kom með okkur í dýragarðinn o.s.frv. Eftir að heilsu hennar hrakaði og hún hætti að geta ferðast til Bandaríkjanna hélt hún stuðningi sínum við okkur áfram með dýrmætum símtölum. Erla var ekki aðeins frænka mín, hún var ein af mínum bestu vinkon- um. Hún mun ávallt eiga stað í hjarta mínu. Donna Lefever. Elskulega Erla, með þessum fáu og fátæklegu orðum langar okkur að þakka þér yndislegar samveru- stundir, hugsun okkar um þig yljar okkur um hjartarætur og við minn- umst þín með gleði og hlátri þegar við rifjum upp þær stundir sem við áttum með þér. Á afmælisdögum mættir þú ávallt eldsnemma morg- uns með eitthvað fallegt í pokahorn- inu og oftar en ekki keypt í Am- eríku sem okkur þótti spennandi. Alltaf þegar við hittumst breiddir þú út arminn og knúsaðir okkur þétt og innilega. Þú varst einsök kona. Elskulega Erla, megi Guð geyma þig og varðveita og það er trú okkar og vissa að þér líði vel nú þar sem þú ert í faðmi þeirra sem þér þykir vænt um. Við kveðjum þig með orðunum sem þú kvaddir okkur ávallt með. „I love you“ … Íris, Díana Íris og Jóhann Berg. Elsku frænka, það verður mikið skarð að geta ekki komið til þín eins og áður, hlegið yfir góðum kaffi- bolla og talað mikið, fengið fréttir frá Ameríku og fleirum. Þegar ég bjó hjá þér á yngri ár- um, sem var yndislegur tími, kenndir þú mér margt varðandi matargerð (góðu ostasósuna, tún- fisksalat og miklu meira). Svo var það að strauja allan þvott og ekki sama hvar maður byrjaði, t.d. skyrtan; muna flibbann fyrst, svo ermar. Svona gæti ég nefnt marga góða hluti sem ég bý að og geri enn í dag. Skrítið hvað hlutirnir gerast hratt. Það er ekki nema rúmt ár síðan við snæddum saman á góðum stað þegar ég varð fimmtug, þú varst svo hress og ræðin eins og alltaf þegar við hittumst. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ég gæti skrifað um svo margt gegnum árin hjá okkur. Þín er sárt saknað. Þín frænka Erla Kristín Magnúsdóttir. Elskuleg guðmóðir mín, frænka og barnavinur mesti, Erla Perla, er látin. Það hellast yfir mig minn- ingar. Allar eru þær góðar. Ógleym- anlegar eru stundirnar á Sunnuveg- inum þegar ég fékk að gramsa í snyrtibuddunni og mála á hana hvert það andlit sem mér sýndist. Ljúfar voru heimsóknirnar í Grænuhlíð. Þar var gamla ameríska leikdótið í norðurherberginu engu líkt og á flugfreyjuárunum fylgdi ávallt mikil spenna öllum trakter- ingum úr geymslunni á ganginum. Ég var 16 ára þegar Erla Perla bauð mér í vikuferð til New York. Þar leið mér eins og prinsessu enda snæddum við á hennar uppáhalds- veitingastöðum, japönskum, frönsk- um og ítölskum, við píanóundirspil. Síðan þræddum við götur borgar- innar, kínahverfið, Central Park og skoðuðum Twin Towers. Þessi ferð var mikil upplifun fyrir unga stúlku. Erla Perla var æskuvinkona móður minnar, þátttakandi í öllum helstu viðburðum fjölskyldunnar og nutum við allra áramóta saman í seinni tíð. Elskulegheit og hlýja Erlu voru mikil og fékk hún ung viðurnefnið Perla frá ömmu minni Klöru og var aldrei kölluð annað í fjölskyldunni eftir það. Hún var gædd þeim sér- staka eiginleika að öllum leið vel í návist hennar því jákvæðni hennar og glaðværð var smitandi. En Erla Perla var líka föst fyrir og skemmtilega ákveðin og var sú hlið hennar mér ekki síður kær. Fór hún ekki leynt með þá skoðun sína við mig að gott væri að konur menntuðu sig og færu út á vinnu- markaðinn en aldrei mættu litlu börnin vera metin afgangsstærð. Við vorum lánsöm sem fengum að fylgja Erlu Perlu á lífsleiðinni. Missirinn er mikill. Megi þú hvíla í friði, elsku guðmóðir mín. Helga Erla Þórisdóttir. Kæra vina, hvað erum við búnar að kveðjast oft? Óteljandi skipti. Fyrsta kynning var í Kvennó þar sem þú varst einum bekk á undan mér. Við litum allar upp til þín, þú varst sérstakur nemandi og fram- koma þín einstök. Ragnheiður skólastýra leit á þig sem fyrirmynd- arnemanda og það varst þú svo sannarlega allt þitt líf elsku vina. Ég fór að heiman skömmu eftir að ég kláraði skólann og við hitt- umst ekki oft næstu árin. En svo fórstu að vinna hjá Loftleiðum sem varð til þess að þú komst oft til Bandaríkjanna og svo kom ég líka heim af og til og vinskapur okkar hélst ævinlega. Það var alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn. Þú komst oft til Wash- ington þar sem Kristín systir þín bjó og við nutum þess í ríkum mæli að fara saman á söfnin, konserta, alls konar sýningar og annað slíkt. Þú hafðir alltaf gaman af að læra sem mest, skoða og kynnast sem flestu. Stundum fórum við upp í sumarbústaðinn okkar í Vestur- Virginíu og þar tókstu mig í langa göngutúra og þá töluðum við oft um sögu staðarins og ósnerta náttúruna allt í kringum okkur. Norður-Karól- ína var einn af þeim stöðum sem heilluðu okkur. Eitt sinn bjuggum við Fred rétt við Fort Bragg. Hann vann þá rétt hjá yndislegri strönd við Atlantshafið. Þá var það þitt yndi að synda og njóta sólarinnar. Best af öllu var þó þegar þú komst alla leið til Filippseyja þegar ég og börnin mín bjuggum þar þann tíma sem Fred eiginmaður minn var í stríðinu í Víetnam. Fred gat ekki komist í frí nema endrum og eins svo ég og börnin vorum mikið ein. Langt, erfitt flugið frá Keflavík til Manilla hafði ekki aftrað þér frá að koma. Við erum þér ævinlega þakk- lát fyrir það. Þú komst með töskur fullar af frísku lofti frá Íslandi sem við nutum í ríkum mæli í stækjunni á Clark Base. Þú varst svo góð vin- kona barnanna minna. Þau voru þá táningar – hvert fyrir sig að kvelj- ast við þá hugsun að pabbi þeirra væri í daglegri hættu, þau gátu tal- að við þig um alla hluti sem þau vildu helst ekki hrella mig með. Þú varst einnig sú gestrisnasta kona sem hægt er að hugsa sér. Ég man eftir yndislegum matarboðum með fyrsta flokks réttum, hverjum á eftir öðrum, sem þú sjálf reiddir fram og við nutum saman með vin- um og vandamönnum. Að koma til þín var bókstaflega eins og að koma heim, þú tókst á móti mér með opn- um örmum og vináttu og umhyggju sem ég naut margsinnis. Það er ekki möguleiki fyrir mig að lýsa því hve oft þú gerðir mér lífið léttara, betra og þolanlegra. Ég hefði misst mikils ef þú hefðir ekki verið stór partur af lífi mínu. Þú varst ung telpa þegar Auður Jónsdóttir frænka þín gaf þér gælu- nafnið Erla perla, sem var svo sannarlega það sem þú varst, algjör perla. Kveð þig nú í síðasta sinn með tárum í augum elsku vina, ást- arþakkir fyrir allt og allt. Ástar- kveðja frá Lindu, Söndru, Frikka, Donna og Lou. Þín alltaf Svala. Kær vinkona er kvödd. Erla varð flugfreyja hjá Loftleiðum 1956. Hóf- ust þá kynni okkar, og þar með traust og góð vinátta meðan báðar lifðu. Hún var mjög samviskusöm og ósérhlífin, og hafði brennandi áhuga á flugmálum almennt. Hún var gerð að eftirlitsfreyju og kenn- ara á námskeiðum vinnuveitenda. Barngóð var hún með afbrigðum, og sá ég það bæði í leik og starfi. Heilsuleysi gerði vart við sig fyrir áratugum, og fannst mér aðdáun- arvert og jafnframt lærdómsríkt að sjá hvað hún tók því með miklu jafnaðargeði og jafnvel skopskyni á stundum. Nú er ferðalagi okkar lok- ið að sinni, og þakka ég samfylgd- ina. Ég sendi fjölskyldu Erlu innileg- ar samúðarkveðjur. Andrea Þorleifsdóttir. Kveðja frá Flugfreyjufélagi Íslands Mín fyrstu kynni af Erlu voru vorið 1987 á nýliðanámskeiði hjá Flugleiðum, þar sem hún kenndi okkur nýliðunum ásamt honum Kela. Erla var lítið hrifin af leti og slóðaskap svo ekki sé sterkara til orða tekið, hún lagði ríka áherlsu á að við, ,,krakkarnir hennar“, yrðum henni til sóma þegar út í flotann væri komið. ,,Undir öllum kringumstæðum eigið þið að ferðast í bláum/svörtum buxum og hvítri skyrtu þegar þið eruð farþegar, þar sem það er aldr- ei að vita hvenær ykkar er þörf.“ Þessi setning segir svo mikið um Erlu og hennar tengsl við vinnuna. Ef maður sýndi tilburði í átt að verkviti og áhuga varð hún glöð en benti manni jafnframt á að það væri það eina sem dygði í þessu starfi. Hún var konan sem maður hringdi í þegar tilkynna þurfti veikindi, þessi símtöl voru stundum ansi lík þeim símtölum sem maður átti við móður sína. Hvað er að? Ertu með hita? Hvað ertu búin að vera með hita lengi? Ertu búin að fara til læknis? Hún ,,átti“ okkur og því voru þetta ofureðlileg samtöl. Hún var húm- oristi og ég gæti rifjað upp litla sögu en sagan er ekki við hæfi í minningargrein, ég segi bara: Manstu eftir ísskápaseglinum sem ég gaf þér? Ég er þess fullviss að grunnurinn að mínum metnaði og stolti gagn- vart flugfreyjustarfinu var lagður á nýliðanámskeiðinu og bar Erla þar mikla ábyrgð. Fjölskyldu og ættingjum Erlu votta ég mína dýpstu samúð. Fyrir hönd Flugfreyjufélags Ís- lands Sigrún Jónsdóttir. Öryggið var í fyrirrúmi hjá Erlu Ágústsdóttur. Hún kenndi öryggið, hún var öryggið, það var eins gott að kunna handtökin rétt. Skammir frá Erlu voru eitthvað sem við til- vonandi flugfreyjur og -þjónar forð- uðumst eins og heitan eldinn. Þetta var árið 1984, Erla þá hætt störfum sem flugfreyja en sinnti ör- yggismálum hjá Flugleiðum. Hún var af þeirri kynslóð í fluginu sem hafði reynt allt. Flogið Þristum, Sexum, Monsum, DC-áttum og komist í hann krappan. Hún var gallharður kvenkynstöffari. Vælu- skjóður voru eitur í hennar beinum. Erla var ströng og krafðist ávallt þess besta af nemendum sínum. Undir hrjúfu yfirborði sló hins veg- ar hlýtt hjarta, hlátur hennar og húmor ógleymanlegur. Margur Íslendingurinn hefur flogið glaður um loftin blá með Erlu þegar flugævintýrið mikla hélt inn- reið sína í íslenskt samfélag. Lítið atvik úr fluginu sem aldrei gleymist: Erla vann þá á áhafna- vaktinni. Ég var ófrísk á 5. mánuði og átti varavakt í þrjá daga. Bjallan hringir heima og mér bregður svakalega þegar Erla Ágústsdóttir birtist á tröppunum. Hvað hafði ég gert af mér? Ekkert, en hún hafði ekki náð sambandi í síma og gerði sér ferð upp í Árbæ. Bauð mér flug sem farþegi til Baltimore til að ferja tvö lítil börn til baka tveimur dög- um síðar. Hún vildi forða mér frá að fara kannski 3 erfiðar morgunferðir á varavaktinni. Svona var Erla, hugulsöm á réttum stundum. Mér hlýnar enn um hjartarætur. Tómas Guðmundsson orti þessar línur sem við þekkjum svo vel: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Erla lifði og hrærðist í flugheim- inum, hótel voru stór hluti af henn- ar lífi. Nú hefur Erla „tékkað út“ í hinsta sinn af stærsta og fallegasta hótelinu. Reikningurinn að fullu greiddur. Farmiði á nýjar og óþekktar slóðir. Megi þessi skemmtilega kona eiga GÓÐA FERÐ. Með samúðarkveðju, Birna Katrín Sigurðardóttir. Gulla föðursystir mín er látin, hún hefði orðið 82 ára í júlí nk. Ég man fyrst eftir Gullu er ég var lítil stelpa. Ég fékk að fara til Reykjavíkur í heimsókn til ömmu minnar sem bjó á Grettisgötu 61, en þar var Gulla líka með dætur sínar tvær, Ásthildi og Siggu ný- fædda. Þegar ég var ung og var að vinna í Reykjavík heimsótti ég oft Gullu frænku mína. 1965 fékk ég Guðleif Ólafsdóttir ✝ Guðleif Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 16. júlí 1926. Hún lést á Borgarspítalanum að morgni 7. febr- úar síðastliðins og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 28. febrúar. mér göngutúr að Sogavegi 172 með Björgu dóttur mína í barnavagninum, en þá var Gulla gift aft- ur, honum Júlla sín- um, en hann var þá skipstjóri. Mér sveitastelpunni fannst það rosa merkilegt. Gulla tók alltaf vel á móti mér, og dró fram heimabakkelsi og spurði hvort ég væri ekki svöng og þyrst eftir göngutúrinn. Gulla var mjög gestrisin og allir voru vel- komnir. Hún var mjög dugleg kona. Stundum varð ég hugsi, því mér fannst hún búa í svo litlu húsi og hún var fimm barna móðir. Henni þótti vænt um hjúkrunar- starfið sitt, og var eftirsótt í hjúkrunarstörf hjá ýmsum stofn- unum í Reykjavík. Hún var líka mikil listakona, málaði fallegar myndir er hún hafði tíma til. Hún sagði stundum: „Þetta róar hug- ann Solla mín.“ Við Gulla vorum töluvert líkar í okkur. En svo breyttist allt er ég flutti árið 1966 af landi brott, sambandið við hana og marga aðra rofnaði. Það tók mikið á Gullu er hún missti tengdason sinn árið 2006, hún sagði mér það við jarðaför hans. Síðari ár hitti ég hana stundum hér á Selfossi, það voru gleði- stundir, hún var svo hress og kát og faðmaði mig að sér. Hún sagði alltaf Solla mín, en ég var kölluð það í gamladaga. Ég mun alltaf muna rödd hennar og þessa setn- ingu. Með þessum fátæku orðum sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur til Júlla og allra barnanna og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning um góða og dugmikla konu. Sólrún Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.