Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 46

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 46
46 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ARRG! ÉG FÉKK TAK Í BAKIÐ SETTU UPP ÞENNAN SVIP AFTUR! ÞEGAR MAÐUR GENGUR FRAMHJÁ HUNDI Á MORGNANA ÆTTI MAÐUR ALLTAF AÐ KLAPPA HONUM... ÞAÐ ER GÓÐ LEIÐ TIL AÐ BYRJA DAGINN... ÞAÐ ER GOTT AÐ VITA AÐ ÉG ER AÐ HJÁLPA FÓLKI ROSALEGA VAR MAMMA ÞÍN GLÖÐ Í MORGUN HMPH ÉG HEF ALDREI ÁÐUR SÉÐ HANA SYNGJA OG DANSA Á MEÐAN HÚN BÝR TIL MORGUNMATINN HMPH HVAÐ ERUM VIÐ BÚNIR AÐ BÍÐA HÉRNA LENGI? TVO OG HÁLFAN TÍMA ÉG ER VISS UM AÐ HÚN SENDI MIG SVONA SNEMMA ÚT VILJANDI VIÐ VORUM AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR OKKUR HVORT VIÐ GÆTUM EKKI BREYTT REGLUNNI, „SIGUR EÐA DAUÐI“... VIÐ ERU HRIFNIR AF, „SIGUR EÐA SAMNINGAVIÐRÆÐUR“ AF HVERJU ERTU EKKI MEÐ ÓL? HVAÐ GET ÉG SAGT? ÉG ER VILLIDÝR ERTU STRAX FARINN Í VINNUNA? ÉG SÁ ÞIG EKKERT Í GÆRKVÖLDI JÁ, ÉG ÞURFTI AÐ VINNA FRAM EFTIR HVENÆR KOMSTU EIGIN- LEGA HEIM? ÉG ER HRÆDD UM AÐ ÞÚ VINNIR ALLT OF MIKIÐ! ÉG HELD AÐ ÉG VINNI EKKERT MEIRA EN ANNAÐ FÓLK SEM REKUR SITT EIGIÐ FYRIRTÆKI FYRIR SVONA KLUKKUTÍMA ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ VERA MEÐ ÞÉR Í SJÓNVARPINU ÉG SEGI ÞAÐ SAMA UM ÞIG, JONAH MÉR SÝNIST ÞÚ KALLA FRAM MÍNAR BESTU HLIÐAR DAÐRARI! HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞAU TVÖ? ÉG HEF ALDREI SÉÐ TÍGRISDÝR OG HÁKARL BORÐA SAMAN ÁÐUR dagbók|velvakandi Athugasemd Mig langar að gera athugasemd við grein í Velvakanda sem birtist mið- vikudaginn 9. apríl, þar sem fjallað var um siðlausar vöruhækkanir. Mig langar að benda á, að það er ekki allskostar rétt að verið sé að hækka gamlan lager, því lagerinn er yf- irleitt ekki staðgreiddur og því ekki endilega búið að borga fyrir vörurn- ar sem eru til sölu. Yfirleitt eru allar vörur í verslununum keyptar inn með þriggja mánaða víxli. Mér þykir það miður að öll umræðan gangi út á að kaupmenn séu glæpamenn sem reyni bara að plata fólk. Þetta er umræða á lágu plani sem fólk ætti að vara sig á, en það er að sjálfsögðu gott að fylgjast með verðhækkunum. Fyrrverandi sölumaður. Inneignarnóta frá IKEA tapaðist Inneignarnóta frá IKEA tapaðist, einhvers staðar í kringum Smára- torg. Ef það vill svo heppilega til að einhver hefur fundið hana þá er sá eða sú beðin að hafa samband í síma 897 9678. Fundarlaun í boði (það er kennitala á nótunni). Guðný. Gíslataka vörubifreiðastjóra Í grein Morgunblaðinu 10. apríl seg- ir vörubílstjóri: „Mótmæli vöru- bifreiðastjóra og almennings“. Það eru ekki mótmæli almennings þegar hann er króaður af þannig að hann kemst hvorki lönd né strönd, heldur er það gíslataka af hálfu vöru- bifreiðastjóra. Í greininni eru kröfur bílstjóranna og er aðalkrafa þeirra, að þeir megi óáreittir aka þangað til þeir missa ráð og rænu vegna of- þreytu, en ella að þeir fái hvíldarað- stöðu þar sem þeir vilja. Ég styð ekki þessar kröfur. Ég vil engar margra tonna bifreiðar á vegi lands- ins, sem stjórnað er af úrvinda öku- mönnum. Og almenningur á ekki að kosta hvíldarbílastæði fyrir þá á stöðum, þar sem þeim dettur í hug að stöðva eða verða að stöðva þegar aksturstíminn er úti. Mennirnir verða að skipuleggja sinn akstur með tilliti til aðstæðna, stöðva þar sem leyfilegt er og aka á tímum þeg- ar opið er, en ella að koma sér upp aðstöðu í bifreiðunum til að bjarga sínum líkamsmálum. Aðrar kröfur þeirra eru tilgreindar í greininni sem eins konar fylgikröfur, enda eru þær í eðli sínu útgjöld sem ekki lenda á bifreiðastjórunum sjálfum, s.s. lækkun kostnaðar vegna olíu og bensíns, niðurfelling þungaskatts, allt útgjöld sem bílstjórarnir and- stætt almenningi geta dregið frá tekjum sínum sem kostnað við að afla teknanna. Ég styð ekki kröfur þessara manna né hegðun þeirra og skora á lögregluna að sinna skyldum sínum, að halda uppi lögum og reglu og kæra brotamennina fyrir af- brotin. Atferli lögreglunnar hingað til er óskiljanlegt. Hún hefur litið framhjá þessum afbrotum og spjall- að við brotamennina og gefið í nefið, en fyrir aftan þá sitja hundruð manna eða fleiri í gíslingu, og svo sektar hún aðra ökumenn fyrir ólög- lega lagningu ökutækja, sem standa við hlið bifreiða vörubílstjóranna, sem einnig hafa lagt ólöglega og á veginum og hindrað með því allan akstur. Löggæsla þessi er óskilj- anleg. Gunnar Stefánsson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru að nýju hafnar á Reykjanesbrautinni eftir nokkurra mánaða hlé. Þar vinnur verktakafyrirtækið Eykt að því að byggja brú við Innri Njarðvík skammt frá höfuðstöðvum Kaffitárs. Morgunblaðið/Arnór Við Reykjanesbrautina FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn AFLs Starfsgreinafélags á Austur- landi: „Á stjórnarfundi AFLs Starfs- greinafélags var samþykkt eftir- farandi ályktun um stöðu kjara- mála í ljósi verðhækkana og gengisfalls íslensku krónunnar að undanförnu. Á fundi framkvæmda- stjórnar Starfsgreinasambands Ís- lands sem boðaður hefur verið 15. apríl nk. verður samþykkt þessi lögð fyrir og hvatt til að sambandið undirbúi aðgerðir til að knýja á um aðgerðir til að verja kaupmátt launa. „Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur nýgerðum kjarasamningum stefnt í hættu með verðhækkunum sem dynja á landsmönnum þessa dagana. Verði ekki gripið tafalaust til aðgerða til verndar kaupmætti launafólks áskilur félagið sér rétt til þeirra aðgerða sem nauðsynlega kunna að teljast til að verja árang- ur kjarasamninga. Ennfremur áréttar félagið að ekki er tímabært að ganga frá kjarasamningum fyrir aðra starfshópa en þegar er samið fyrir. Stjórn AFLs lýsir yfir stuðningi við bílstjóra sem mótmælt hafa verðhækkunum á eldsneyti og álögum á bifreiðar síðustu daga en harmar að ástandið í þjóðfélaginu sé orðið þannig að launafólk finni sig knúið til að efna til mótmæla á götum úti, nokkrum vikum eftir að gengið var frá kjarasamningi. AFL Starfsgreinafélag hvetur önnur verkalýðsfélög er gengu frá kjarasamningum í febrúar til að undirbúa aðgerðir til að knýja á um að þær kjarabætur sem samið var um, haldi.““ AFL ætlar að undirbúa aðgerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.